Ísafold - 09.08.1905, Page 1
Kemnr út ýmist einn sinni eöa
tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa
VI, doll.; borgist íyrir miðjan
’úli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
IJppsögn (skrifleg) bnndin viö
áramót, ógiid nema komin «ó t?i
ótgefanda fyrir 1. október og kaup-
andi sknldlaus við blaðið.
Afgreiðsla Austurstrœti 8.
XXXII. árg.
Reykj avík miðvikudaginn 9. ág'úst 1905
51. blað.
I. 0. 0. F. 878119
Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. i
hverjum mán. kl. 2—3 i spltalannm.
Forngripasafn opið á mvd. og ld 11—12.
Jílutabankinno'pmii kl.10—3 og 6*/»—7 */,.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd.
Almennir fnndir á hverju föstndags- og
snnnndagskveldi kl. 8ll, siðd.
Landakotskirkja. Gnðsþjónusta kl. 9
og kl. 6 á hverjnm helgum degi.
Landakotsspítali opinn fyrir sjnkravit-
jendnr kl. 10V2—12 og 4—6.’
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasaf^i opið hvern virkan dag
ki. 12—3 og kl. 6—8.
Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtnd.
og ld. kl. 12—1.
Náttúrugripasafn opið á sunnnd. 2—3
Tannlœkning ókeypis i PÓBthússtræti 14.
1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
GiifuMturiim Reykjavik
fer upp í Borgarnes 11., 17. og
28. ágúst; en suður í K e f 1 a v í k
15. og 19. ágúst. Báturinn kemur við
á Akranesi í hverri Borgarfjarðarferð.
zsr Fer alt af kl. 8 árdegis
faéöan.
Hver árangurinn yerður.
Margur spyr, hvort nokkur sé eða
vcrði árangur af suðurreiðinni og bœnda-
fundinum hór 1. þ. m.
Að segja að þingmenn, meiri hlutinn,
geri ekki nema espist við þetta og bind-
ist enn fastari samtökum um að hafa
ritsímasamninginn í gegn, m. m., — það
er að drótta að þeim meiri lítilmensku en
sæmilegt er að œtla fulltrúum þjóðar-
innar. Það er að gera ráð fyrir að þ e i r
segi, að ilt só að heita strákur og vinna
ekki til. En hvað er strákskapur, ef
ekki það, að hefna sín á þjóðinni og
velferðarmálum hennar fyrir það, þótt
hún biðji þá fyrir að vinna ekki landinu
tjón? Það væri meira en strákskapur.
Það væri varmenska.
Hinu hafði enginn búist við, að ráð-
gjafinn eða þingmenn þeir, er fundur-
inn sneri sór að sórstaklega og óskaði
svars hjá, mundu segja undir eins: Eg
heyri og hlýði. Til þess er h a n n uiji
of haldinn þeirri veiki, sem lítilsigldum
valdhöfum er gjarnt til, en það er valda-
sviminn, og þ e i r, einmitt þessir þing-
menn (3—4), fyrst og fremst ekki annað
en bergmál húsbónda síns, ráðgjafans,
og líta í annan stað of stórt á sig til þess,
að svara öðru vísi en stirt og stórmann-
lega i svip, hvað sem niðri fyrir byr,
eða hvernig sem skipast kann um »sann-
færing« þeirra og framkomu, er frá líð-
ur. Um það getur enginn sagt aðevo
stöddu af né á. Fundurinn g e t u r
vel haft þau bein áhrif, að afstjht verði
voSa þeim og óhæfu, sem þjóðin óttast
af hendi þings og stjórnar. Og það
g e t n r líka brugðist. En þá hefir fund-
urinn þó gert skyldu sína. Þá þurfa
þeir ekki að iðrast þess, að þeir hafi
látið þess ráðs ófreistað, þeir hinir
fjöldamörgu kjósendur, er gerðu sór ferð
hingað á mesta annatíma ársins, og mundu
þó hafa orðið 5-falt ef ekki 10-falt fleiri,
ef betur hefði á staðið.
En fjarri fer því, að þetta, sem nú
nefndum vér, sé hin einu óbeinu áhrif.
Þau eru miklu fleiti og meiri.
Meðal anuars skapar fundurinn miklu
meiri, fjörugri og öflugri samvinnu og
samhug en ella milli allra óháðra ætt-
jarðarvina um alt það svæði, er fundur-
inn náði yfir, sex kjördæmi alls, að
Reykjavík meðtalinni, svoeði, sem byggja
*/8 allra landsmanna. Þau áhrif komast
meira að segja vafalaust jafnvel töluvert
út fyrir það svæði.
En það eitt fyrir sig getur borið mik-
inn ávöxt í bráð og lengd.
Þjóðin þarfnast glöggrar meðvitundar
um, að h ú n er h ú s b ó n d i á sínu heim-
ili, en þingmenn og ráðgjafi ekki annað
en þ j ó n a r hennar, þótt h e r r a kalli
þeir sig, ráð-h e r r a og þing-h e r r a.
Þann ávöxt ber þessi fundur alveg
vafalaust. Hann glæðir og styrkir þá
meðvitund. Þar var enginn einurðar-
skortur, ekkert hik, engiun tvíveðrungur.
Fundarályktanirnar, ekki vægari en þær
voru, samþyktar með ö 11 u m atkvæð-
um, sem til voru á fundinum, og fluttar
með fullri djörfung.
Loks er þetta ráð til að ganga úr
skugga um, hvar fulltrúar þjóðarinnar
standa. Það er óvandari við þá eftir-
leikurinn, sem traðka þeim þjóðarvilja,
er kemur jafn-átakanlega fram, eða vilja
ekki við hann kannast, heldur þræta
fyrir liann eða jafnvel smána hann í
orði sjálfir eða fyrir munn máltóla sinna.
Hundarnir kunna að skamm-
ast sín, en bændúr ekki! mælti
einn stjórnarliðinn hér, svo margir
heyrðu, er hljóðbært varð um suður-
reiðina, maður, sem hafði haft flokka-
skifti nylega og bakar sig nú við náðar-
geisla valdasólariunar.
Þau orð hefðu líklegast ekki verið
töluð, ef þessi bœndafundur i Reykjavík
1. ágúst 1905 hefði ekki verið haldinn.
En þau bera væntanlega einnig sinn
ávöxt.
Skipafregn. Hinn 1. þ. mán. kom gufu-
skipið Marie (265, kapt. Jaset) frá Frede-
riksstad með timbnrfarm til Yölundar,
Þá kom 3. þ. m. seglskipið Evelyn (79
Sven Thorkildsen) frá Mandal með timbur-
farm til Bj. Guðmundssonar.
Enn fremur 7. þ. m. gufuskipið Echo
(293, Thorgersen) frá Leith með kolafarm
til Bj. Guðmundssonar.
Sölutollar á bitterum o. fi.
Nokkrir þm. í efri deild bera fram
frv. þesa efnis, að af öllum bitterum
og patent lyfjum, í glöaum, flöskum,
ö8kjum, eða því líkum ílátum skuli
greiða sölutoll 1 kr. af hverjum pela
eða broti úr pela eða jafn-stóru rúmi,
og greiðist 8ölutollurinn á þann hátt,
að tollheimtumaður límir tollfrímerki
á ílátið.
Frestun hraðskeytamálsins.
Eitthvað hefir það komið til orða
meðal taokkurra þingmanna, að fá mál-
inu því freatað til næsta þings, annað-
hvort reglulegs þings eða aukaþinga,
til þeas að þjóðinni veitist nægur tími
til að átta sig á því til hlítar, og eina
til þess að vita, hvort æsingarvíman
rynni þá ekki af þingmönnum, meiri
hlutanum, og þeir fengi fult ráð og rænu
aftur og heilbrigða ejón á því, hvað
þjóðinni hentar og hún vill vera láta.
Meiri hluti nefndarinnar í neðri d.
er mjög æstur í móti allri frestun, og
ber fyrir eig hinar heimekulegustu
hégóma-ástæður, a f þ v í, að réttu
ástæðuna má ekki fara hátt með: þá,
að ihúsbóndinnt (þ. e. ráðgjafiun) vill
það ekki.
Ein áetæða er til, sem v i t er í að
koma með í móti frestuninni.
Hin sanna hætta, sem frestun mála-
ins fylgir, er eú, að hraðekeytafélög
þau, er nú bjóðast til að semja við
þingið með vildarkjörum, geri ekki kost
á því framar, — ekki svo mjög fyrir það,
að þau styggist við gabbið núna og
vantreysti því, að neitt sé við alþingi
eigandi eða stjórn þesBa lands, heldur
af því, að líkt fari nú og fyrir mörg-
um, mörgum árum, er Shaffner ofureti
var að hugaa um ritsímalagning hingað
og áfram til Vesturheims.
þá stóð svo á, að valt þótti að treysta
því, að takast mundi nokkurn tíma
að koma á öruggu sæsímasambandi
beina leið vestur um Atlanzhaf, milli
Englands og Bandaríkja f N.-Ameríku.
Fyrir því lét hann og þeir félagar sér
hugkvæmast að fara þessa krókaleið,
nota Btillurnar norðar betur (Fær-
eyjar, ísland og Grænland) til þess að
komast yfir hina miklu heimsmóðu.
En þá fór svo, áður en byrjað væri
á þeirri ritsímalagning, að þrautin sú
vanst, að koma öruggum sæsíma beina
leið milli Englands og Ameríku.
Fyrir það sátum vér eftir með sárt
enni, veslingarnir, og urðum að bíða
enn hálfa öld fulla eftir hraðskeyta
sambandi við umheiminn.
það er nú dáindis-skemtileg tilhugs
un, eða hitt heldur, ef eins færi nú:
þráðlausa firðritunin tæki á næstu
missirum þeim umbótum, að nota
mætti hana alment og tálmunarlaust
til hraðskeytasendinga alla leið um
þvert Atlanzhaf, í stað þess að nú er
hún ekki örugg Hengra en þá leið hálfa
eða þar um bil.
f>ví þ a ð hafa þeir fyrir satt, sem
kunnugir eru nokkuð fyrirætlunum og
ráðagerðum Marconifélagsins í Lun-
dúnum, að það geri harla lítið úr
hraðskeytasambandi hér við land. En
hins vilji það mjög mikið til vinna, að
komast leiðina þessa hér t i 1 A m e-
r í k u, sem Shaffner hugsaði sér
forðum. Hafa Færeyjar, ísland og
Grænland fyrir stillur. Meira að segja
gæti svo farið, að félagið vildi vinna
til að láta sambandið hingað kosta
OS8 e k k i n e i 11 eða sama sem ekki
neitt. Og þótt svo væri ekki, þá
mundum vér eða ísland hafa svo miklar
tekjur í landhlut af sambandinu milli
Ameríku og Evrópu, að o s s (lands-
sjóð) kostaði ekki hraðskeytasambandið
hingað 1 eyri.
f>að er þ e 11 a, sem vér eigum á
hættu að vér fleygjum frá oss, ef vér
frestum málinu nú, — frestum að gera
það eitt, sem vit er í: að semja við
loftskeytafélagið annaðhvort, e ð a þá
að fresta málinu til þess a ð eins^
að komast að enn betri kjörum við
þau heldur en enn bjóðast.
Mynd af Marconi-stöðinni.
í fréttablaði einu með myndum, sem
kemur út í Kaupmannahöfn og nefnt
er Krig og Fred er í tðlubl. 29. f. m.
mynd af Markónistöðinni við Rauð-
ará og er þar getið nýjungar þessarar
með eftirfarandi orðum:
»Nú er ísland þá loksins, frá 26.
júnf, komið í hraðskeytasamband við
umheiminn. Reyndar er sambandið
aðeins til bráðabirgða, en íslendingar
fá þó nú þegar nýmæli heimsins færð
sér glæný í fréttablöðum sínum.
Eins og kunnugt er, hefir Ritsíma-
félagið norræna í hyggju að leggja
síma til landsins, en símlausa firðrit-
unin hefir orðið þetta á undan félag-
inu, þar sem Marconi hefir þegar, til
reynslu, sett á laggir loftskeyta-sam-
band milli íslands og Cornvall á Eng-
landi, á fjarlægðarbili, sem nemur hér
um bil 240 dönskum mílum.
Siemens og Halske í Berlín hafa
einnig gert tilboð.
Fréttaritari vor á íslandi hefir sent
oss hjáprentaða ljósmynd af viðtöku-
stöð Marconi í næstu grend
við Reykjavík og þar með einnig ein-
tak af blaðinu ísafold, sem flytur loft-
skeyti um Georg-Stage-slysið, andlát
Hays og Marokkó-málið. Eins og
eðlilegt er fagnar blaðið mjög yfir
Marconi-aðferðinni og telur 26. júní
einn mesta merkisdag í sögu íslands*.
Tollgeymsla og tollgreiðslufrestur.
Frv. hefir verið borið upp í efri deild
þess efnis, að kaupmaður geti fengið
tollgreiðslufrest, ef hann leggur til hús
eða herhergi, er tollheimtumanni þykir
fulltryggilega útbúið og hann innsiglar.
Stofnun peningalotteris á íslandi.
Pétur á Gautl. ber upp frv. þess
efnis, að veita ráðgjafanum heimild til
þess, að gefa einkaleyfi til að stofna
íslenzkt peningalotterí, og má tala hlut-
anna vera alt að 5 þúsundum, og auk
þeirra 850 til vara (alt heilir hlutir).
Drættir mega fara fram 6 sinnum á
ári. Iðgjaldið fyrir hvern heilan hlut
er 60 kr.; en selja má einnig hálfa
hluti, fjórðu parta og áttundu parta.
Vinniugarnir skulu vera 75y« af fjár-
hæð þeirri, er greiðist fyrir alla áður
nefnda 5 þús. hluti; en leyfishafi greiðir
Iandssjóði 8af andvirði hluta þeirra,
er seljast fyrir hvern drátt.