Ísafold - 12.08.1905, Blaðsíða 3
íSAFOLD
211
Til þess að sýna, að ráðgjafinn hafi
fremur farið að vilja dansks valds en
Íslendinga, má enn nefna r i t s í m a-
m á 1 i ð.
Samningurinn um það mál er fyrst
og fremst gerður án heimildarí
fjárlögunum; þetta viðurkennir
ráðgjafinn sjálfur í bréfi til
samgöngumálaráðgjafans danska; í því
bréfi segir hann, að alþingi hafi breytt
fjárveiting sinni til ritsíma, svo að sig
vanti formlega heimild til þess að gera
þennan samning._____________________
E'rTúr því að svo var, virðist sjálf-
sagt, að ráðgjafinn befði átt annað-
hvort að boða til aukaþings, eða fresta
málinu til næsta reglulegs alþiugis.
|>að hefði ekki sakað málið hót; fé-
lagið var jafnfúst til samninga, sem
sjá má af bréfum samgöngumálaráð-
gjafans, enda hafði félagið bundið sig
til þess að leggja símann, án tillits
til þess, hvort það yrði einu ári fyr
eða síðar.
Eg lít svo á, að fjárveitingarvald
þingsins sé svo mikilBvert, að óhæfa
sé að lítilsvirða það, eins og gert hefir
verið með þessum samningi.
Auk þess eru ýms atriði samnings-
ins þess eðlis, að engin lagaheimild
hefir verið né er fyrir þeim, t. d. einka-
leyfisveiting um 20 ár.
Með slíku einkaleyfi er lögð aú kvöð
á allar jarðeignir í landinu, að ekki
megi hafa á þeim hraðskeytastöðvar
til skeytasendinga milli landa, en slík
kvöð verður ekki lögð á án lagaheim-
ildar.
Ennfremur eru mörg ákvæði samn-
ingsins furðanlega óhagstæð íslending-
um: Einkaréttur í 20 ár, sambandsslit
mega verða 4 mánuði (og þá megum
vér ekki einu sinni á vorn kostnað
reka hraðskeytastöð, meðan símslit eru),
megum ekki komast í samband við
önnur lönd, Danir hafa öll ráðin: Danir
eiga að stöðva afnot símans (þeir gætu
t. d. sagt, að hér væri uppreisn —
annað eins hefir komið fyrir), Danir
eiga að ráða símskeytaverðinu; afleið-
ingin af því sýnir sig þegar í stað, þar
sem gjaldið hefir verið ákveðið fyrir
orðið milli íslands og Hjaltlands 50
aur., til Danmerkur 75 aur. og ef talið
er með gjaldið frá Rvík til Seyðis-
fjarðar, 7 aur., kostar 10 orða skeyti
frá Reykjavlk til Danmerkur rúmar
8 krúnur, að ótöldum 20 aur., sem
greiða verður af hverju skeyti, sem
fer um England.
Til samanburðar skal eg geta þess,
að frá Danmörku til Gibraltar (yfir
þvera álfuna) kostar 10 orða skeyti
um 2 kr., en frá Danmörku til Grikk-
lands um 4 kr.
Hve mikill verður munurinn á 20
árum?
Danir eiga að J3kýra samninginn
o. s. frv., og skal eg ekki fara frekara
út í þessi einstöku atriði.
Enn skal nefna sýningarmálið.
jpegar ráðgjafinn hefir sagt sig úr for-
stöðunefnd sýningarinnar, heldur hann
þó áfram að styrkja hana, kveðst ekk-
ert hafa á móti henni og lætur venzla-
menn sína vinna fyrir hana.
Bendir ekki þetta alt til þess, að
hæstv. ráðgj. hafi verið of ístöðulítill
og lítilsigldur gagnvart dönskum vald-
höfum, hafi hugsað minna um íslands
hag en hefði átt að vera?
það er sagt um húsbændur, sem
lítilsigldir eru út á við, að þeir séu
harðstjórar heima fyrir.
þetta hefir einnig verið fundið að
stjórn ráðgjafans i n n á v i ð.
|>egar hann tók við stjórn voru ýms
skilyrði fyrir hendi til þess að sam-
komulag og samvinna gæti komist á.
Að vísu hafði verið nokkuð ókyr sjór
undanfarið, en stefnuskrár flokkanna
voru í höfuðatriðum mjög líkar.
Hefði ráðgjafinn tekið þá stefnu, að
reyna að draga úr flokkadráttunum,
mundi hafa getað vel farið.
En ráðgjafinn fer öðru vísi að;
hann blæs að kolunum, virðist hafa
litið svo á, að sér bæri að koraa upp
strangri flokkstjórn; sést það glögg-
lega á embættaveitingunum (þótt engin
regla sé án undantekningar), t. d. stjórn-
arráðsbitarnir, þá fengu eintómir flokks-
menn, að einum undanteknum; auk
þes9 var það mjög óhyggilegt, að skipa
»stjórnarráðið« svo netnt eintómum lög-
fræðingum. Finn eg að öðru leyti ekki
ástæðu til þess að fara vlt í einstakar
embættaveitingar, en stefnunnar verður
alstaðar vart: í stjórnarráði, bönkum,
með fiskimatsmenn o. s. frv.
Stefnan er því lakari, sem hún er
tekin upp af fyrstu innlendri stjórn;
er því hætt við, að þeir hafi sama sið,
sem á eftir koma. f>m. Borgf. (f>órh.)
hélt 1. febr. í fyrra ræðu um innbyrðis
lífsábyrgðarfélag; þetta félag hefir
stjórnin stofnað, og er hann þegar
genginn í það. — Enn mætti minnast
á réttarfarsástandið hér á landi og
blöð ráðgjafans; ber hvorttveggja vott
um heimaríki hans.
Ráðgjafinn ætti að fara að orðum
Maguúsar konungs berbeins: »Til
frægðar skal konung hafa, en ekki til
langlífis«. Hann ætti fremur að reyna
að vinna íslendingum gagn og sóma
en að gera skjaldborg um sæti sitt.
Síðdegisguðsþjónusta í dómkirkjnnni á
morgun kl. 5 (J. H.)
Toll-lögin
nýju kváðu hafa hlotið bráðabirgða-
staðfesting konungs, skemmri skírn,
29. f. m.; og eiga þá allar vörur nú að
vera tollskyldar eftir þeim, þær er
hingað til hafa fluzt eða flytjast eftir
þann dag.
f>að fylgir sögunni, að staðfestingin
hafi verið gerð u t a n ríkisráðs, hvort
sem það er nokkuð að marka eða ekki.
f>að væri mjög mikilsvert, ef svo
væri.
f>ví það þýddi hvorki meira né minna
en það, að e k k i eigi að framfylgja í
framkvæmdinni því fyrirmæli stjórnar-
innar nýju, að ö 11 lög o. s. frv. skuli
borin upp í ríkisráðinu.
Geti s u m lög hlotið gildi, þótt
e k k i séu borin upp í ríkisráði, hví
skyldu þau þá ekki ö 11 geta það?
Hér munu standa til málaferli út úr
lögunum, enda eru það hiu brýnustu
nauðsyn, að fá dómsúrskurð um þetta
afarmikilsverða atriði. f>að fer að
sjálfsögðu fyrir alla rétti.
Svik og traust.
l>ar vantaði orð inn í eina setningu í
síðasta bl. Þar stendur: En hann sagð-
ist hafa gert það, gert samninginn í
fullu saraþykki flokksins, en útti að vera:
En hann sagðist — — f fullu trausti
um samþykki flokksins.
Launin við Landsbankann. Landsbanka-
stjórinn kemur með þá »leiðrétting«, sem
hann svo kallar, að þau séu ekki 34 þús. kr.,
heldnr að eins nokkuð yfir 24 þús. kr.
(24,391). Það sé prentviila í Stjórnartíð,
34 f. 24. Hann bætir því við, að þetta
hefði ísafold átt að vita og leiðrétta það!
Hún á með öðrum orðum að kunna utan
bókar allar tölur i Landsbankareikningnum,
og það meira að segja eins og þær eiga
að vera, en ekki eins og þær eru auglýst-
ar i sjálfum Stjórnartíð.!
Mundi bankastj. vilja leggja þá kvöð á
sjálfan sig? Og mundi ekki honum hafa
staðið næst að fá þetta leiðrétt i Stjórnar-
tiðindunum?
S/s Ingi kongur,
8em þau fóru með frá Sauðárkrók
til Khafnar, stórkaupm. T h o r E.
T u 1 i n i u s og frú hans, og enn frem
ur frá Eskifiirði sýslumannshjónin
þar og systir frúarinnar, frú Augusta
Thomsen frá Rvík, kom til Kaupmanna
hafnar í fyrra dag, 10. ágúst, 2 dög-
um á u n d a n áætlun. Sú frétt barst
hingað með 1 o f t s k e y t i sama kveld-
ið frá Poldhu, en þangað send með
ritsíma.
Rangárvalla læknishérað
er auglyst laust, og á umsókn að vera
komin fyrir 1. okt.
s/s Vesta (Gottfredsen) kom i gær morg-
un norðan um land og vestan, og með
henni nokkuð af farþegum, þar á meðal
eir Guðm. liéraðsl. Hannesson á Akureyri,
hr. Popp kaupm. á Sauðárkrók o. fl.
Osæmilegar aðfarir.
Stjórnræðismenn og þjóðræðismenn.
Eágætt mun það vera, að alþingis-
menn beri kjósendum í sínu kjördæmi
slík brigzlyrði sem 1. þm. Arn. (H.þ.)
hefir gert í 26 A. tbl. þjóðólfs þ. á. í
greininni »þingmálafundir í Árnessýslu«.
Af því að hér er ekki að ræða um
persónulegar aðdróttanir einungi3, held-
ur árás á fjölda kjósenda í heilu kjör-
dæmi og að nokkru leyti á stóran flokk
manua, meginhluta kjósenda út um
landið víðs vegar, þá sýnist mér ekki
rétt að allir kjóseudur taki þegjandi
við mörgu slíku og því líku út af
stærsta málinu, sem nú er á dagskrá
þings og þjóðar.
Að því leyti er fundina snertir hér
í sýslu, lúta eftirfarandi orð mín sér-
staklega að fundinum á Húsatóttum.
Eftir að þingmaðurinn hefir í nefndu
blaði skýrt frá tölu fundarmanna, er
honum hafa talist um 50, en öllum
öðrum, er eg veit til um 40, ségir
hann: »Valtýingar höfðu vandlega gætt
þess að sækja fundina, en heimastjórn-
armenn sóttu þá lítt eða ekki, enda
hafði ekkert verið gert til að safna
þeim á fundinn, en smalamenskan
allrækileg hinummegin*.
Ef hér eru allir þeir kallaðir Valtý-
ingar, sem ekki eru samdóma þingm.
í ritsímamáliuu (hér 37 : 0), eu heima-
stjórnarmenn hinir, sem með því eru,
þá var von að Valtýingar gættu þess
að sækja fundinn, en hinir ekki, því
mælt á þann kvarða munu nii
flestir kjósendur í Árnessýslu vera
Valtýingar, og þar á meðal margir
þeirra, já margir nýtir menn og góðir,
sem áður hafa verið kallaðir heima-
stjórnarmenn.
Við fjallasauðirnir vorum ekki svo
þráir, að nokkur smali þyrfti að reka
okkur á þingmálafund. Og lýsa verð
eg það tilhæfulaus ósannindi, að nokk-
ur slík smalamenska hafi átt sér stað,
svo eg viti til.
Næst verður að athuga örðin: »Á
báðum fundunum lögðu Valtýingar fram
skrifaðar ályktanir í ritsímam. og undir-
skriftarmálinu á ð u r en umræður hóf-
ust, höfðu haft þær með sér í vösun-
um« . . . »Var auðheyrt á öllu, að
menn voru fyrirfram rígbundir við
ákveðnar tillögur, hvernig sem um-
ræður féllu«.
Aftur verð eg að lýsa ósannindi, að
fundarályktanirnar yfir höfuð hafi verið
•lagðar fram á ð u r en umræður hóf-
ust«. En þó svo hefði verið í ein-
hverju máli, er mönnum þótti nægi-
lega rætt um og ritað bæði með og
móti, eða þegar enginn vildi byrja
umræður, hvað er þá ilt í því eða
óheiðarlegt, þótt menn hafi »skrifaðar
ályktanir í vösunum« og taki þær upp
til að heyra álit manna í fáum orðum,
eða til að vekja umræður? Eða er
nokkuð undarlegt þótt bændur, sem
ávalt eru önnum kafnir, vilji helzt hafa
stuttar umræður ura alkunn mál og
varast að teygja fundi fram undir háttu-
mál, þegar flestir þeirra eiga eftir að
fara 5—50 rasta veg heim til sín?
Hvað sýna svo þessar skrifuðu álykt-
auir annað en það, að þeir sem með
þær voru hafi kynt sér málin frá báð
um hliðum, hugsað um þau og mynd-
að sér sjálfstæðar skoðanir? Ekki
man eg eftir nema 2 mönnum, er slíkt
athæfi frömdu (á Húsat.), og get eg
fullvis8að bæði þingmanninn og aðra
um það, að þær voru skrifaðar með
eigin hendi flytjenda og orðaðar eftir
þeirra sannfæringu. Menn voru því
ekki bundnir við annað en sannfæring
sína.
Síðar kemur þessi einkennilega setn-
ing: »Tillögu frá síra Valdimar próf.
Briem um traustsyfirlýsingu til þings-
ins að ráða málinu (o: ritsímam.) til
sem heppilegastra lykta, var ekki sint
af því að hún var skynsamleg, og
gekk alveg í rétta átt«.
Af orðum þessum: af því að hún
var skynsamleg, verða varla
dregnar nema 2 ályktanir.
Annaðhvort hefir alla kjósendur á
fupdinum nema einn v a n t a ð skyn-
semi, eða þeir hafa e k k i v i 1 j a ð
nota hana.
Fremstir í þeim flokki voru bræð-
urnir síra Magnús kennari og Ágúst
óðalsbóndi. — (Heldur var hyggilega
valið, að kjósa þessa skynskiftmga (!!)
á búnaðarþingið). — Eg efa ekki, að
a I I i r, sem á fundinum voru, beri
virðingarhug og vináttuþel til V. próf.
Briem, og hefir tillögum hans hingað
til jafnan verið mikill gaumur gefinn.
f>etta atvik sannar því ljóslega, að
kjósendur hér um slóðir hafa skýra og
ákveðna sannfæring, og meta hana
meir en hylli höfðingja og velþóknun
vina sinna.
Allir þektu góðvildina, er alt vill
jafna og alla sætta, en vissu jafnframt,
að alþýðan er ekki líkleg til að sætt-
ast á þann hátt, að traðkað sé rétti
hennar, misbeitt lögum hennar eða
kúgað fé úr vösum hennar.
Báðir fundirnir, segir þingm. enn-
fremur, »voru helzt hlyntir 2 ára sveit-
festismarkinu«. Annaðhvort er þm.
gleyminn, eins og eg, eða annað verra,
því tillaga kom frá Selfossfundinum
um það, að hver þurfalingur ætti fram-
færslurétt þar, sem hann yrði fyrst
þurfandi, og var hún samþykt með
öllum greiddum atkv. gegn 1, en t i 1
v a r a 2 ára sveitfestistími í stað 10
ára.
Loks er þm. að vorkenna okkur
aumingjunum, er ekki rata að kjöt-
kötlum stjórnarinnar, á þessa leið:
»En kjósendum bæði þar eystra og
annarsstaðar er að vísu nokkur vor-
kunn, þótt þeir láti blekkjast í bili af
jafn-hóflausum æsingum og ósvífnis-
legum, sem þeir hafa verið beittir.
En í ályktunum, sem menn eru span-
aðir til að samþykkja í hugsunarleysi
og frekju, er vitanlega ekki fólgin
nokkur minsta sönnun fyrir s ö n n u m
v i 1 j a kjósenda, ef þeir mættu sjálf-
ráðir vera. |>ess vegna er svo afar-
lítið byggjandi á svona löguðum æs-
ingaályktunum, enda mun allur þorri
þingmanua naumast verða þeim fylg-
jandi«.
Hveruig voru þessar »hóflausu og
ósvífnislegu æsingar«, sem beitt var
við kjósendur?
Getur þm. lýst þeim eða sagt til,
hverir fóru með þær?
Getur hann einu sinni bent á nokk-
urt dæmi í blöðum þjóðræðismanna,
svo að ekki megi finna annað eins og
miklu svæsnara þó í blöðura stjórn-
ræðismanna? —
þj óðræði smen n nefni eg flokk-
inn sem er andstæður stjórninni í rit-
símamálinu, undirskriftarmálinu og fleiri
málum, flokkinn, sem vill láta þjóðina
sjálfa ráða sínum eigin málum.
Scjórnræðismenn nefni eg
aftur flokkinn, sem vill láta stjórnina
eina flestöllu ráða, jafnvel þótt hún
vilji beita gjörræði við þjóðina og fara
»utan við« lög hennar. Flokkanöfn
þessi stytti eg í: þrm. og strm. —
Flokkar þessir eru nýir og alls ekki
bundnir við eldri flokkana; erþví rangt
að nota lengur gömlu nöfnin. Valtý-
ingar, heimastjórnarmenn o. s. frv.
v o r u góð nöfn, en tilheyra nú að
eins liðna tímanum.
Um ósvífnar æsingar leynilega hygg
eg að alls ekki geti átt við að tala í
flokki þrm. Eg mundi fljótt snúa bakí
við þeim flokki, er slfkt vildi sýna mér.
En sé verið að tala um æsingar og
ósvífin orð, þá vil eg spyrja, hvar finst
í ritum þrm. slík neyðarvöru sem t. d.