Ísafold - 12.08.1905, Side 2
210
ÍS AFOLD
að eftir landsháttum vorum sé enn
ekki kominn tími til að lögbjóða al-
menna skólaskyldu, allra sízt til sveita,
þar sem heimafræðslan enn þá er og
verður óefað um langan tíma helzti
grundvöllur alþýðumentunarinnar.
Heimafræðslan er arfur frá forfeðr-
um vorum, frá einni kynslóð til ann-
arar. það er hún, sem fremur öllu
öðru hefir skapað hinar fornu bók-
mentir vorar. Henni er það að þakka,
að þær urðu svo einkennilega þjóðleg-
ar. |>að er hún, sem fremur öðru
hefir haldið hinni íslenzku þjóð vak-
andi gegnum aldirnar og varðveitt mál
vort og þjóðerni alt til þessa dags.
Yér játum það, að heimafræðslan
stendur að ýmsu á baki skólafræðsl
unni. Sannmentaður skólakennari get-
ur veitt lærísveinum sínum víðtækari,
fjölbreyttari og dýpri þekking en hver
óbreyttur alþýðumaður getur veitt barni
sínu. En hins vegar hefir heima-
fræðslan líka talsverða yfirburði yfir
skólafræðsluna. Skólakennararnir verða
að skifta sér á milli margra og geta
síður gefið sig við eða lagað sig eftír
hverjum einstökum nemanda, og því
hættir þeim til að reyna að steypa
alla lærisveina sína í einu móti, ef svo
mætti að orði kveða. Aftur á móti
kemst heimafræðslan í miklu nánara
og innilegra samband við einstakling-
inn, hefir meira vald yfir tilfinningalífi
hvers einstaks barns, og getur, ef
fræðslan er í nokkru lagi, lagað sig
betur eftir andlegum og siðferðislegum
þörfum barnsins og sérkennileik þess.
Auk þess er miklu hættara við út-
breiðslu næmra meina, bæði siðferðis-
legra og líkamlegra, í skólum en á fá-
mennum beimilum. Enn fremur hefir
heimafræðslan mjög lítinn tilfinnanleg-
an kostnað í för með sér, og hana
má veita í daglegri umgengni alt árið
í kring, án þess að barninu 3é íþyngt.
Heimafræðslan varðveitir betur það,
sem einkennilegt er í fari þjóðarinnar,
en er hins vegar þröngsýnni en skóla-
fræðslan. Loks er það ekki lítilsvert,
að heimafræðslan hefir jafnframt stór-
mikil mentandi og siðbætandi áhrif á
hina eldri menn, sem fræðsluna veita.
Með skyldunni til að fræða og uppala
sjálfur barn sitt hlýtur að skapast sterk
innri hvöt til þess að afla sjálfum sér
þeirrar mentunar, sem er nauðsynleg
til þess, að fræðslan verði að veruleg-
um noturn, og um leið til að upp ala
sjálfan sig, laga það í fari sínu, sem
getur hneykslað eða saurgað hinu ungu
sál barnsins.
Nefndin telur lítið lið í farskólunum.
|>eir hafi eftir skýrslum mag. G. F.
ekki veitt tilsögn lengur en 1 mánuð
á vetri þriðjung nemenda, og töluvert
meira en helming 2 mánuði eða skem-
ur, og eru þó þar með taldir allir þeir
nemendur utan kaupstaða, sem ganga
í fasta skóla. Misseri eða freklega
það hafa rúm 900 börn stundað nám,
um 3100 tvo mánuði eða skemur, og
1700 einn mánuð eða skemur. Hætt
við, að hin ónóga og alt of stutta far-
skólafræðsla dragi úr ábyrgðartilfinn-
ing þeirra, er að börnunum standa og
komi þeim til að varpa upp á þá allri
sinni áhyggju fyrir fræðslu barnanna,
en þá geri þeir meira ógagn en gagn.
þeir boli þá heimafræðslunni burtu, í
stað þess að styðja hana ogefla«.
Nefudin vill þó ekki láta svifta þá
farskóla, sem nú eru, þeim landssjóðs-
styrk, sem þéir bafa notið að undan-
förnu; en hafa það skilyrði fyrir hon-
um, að lágmark námstímans sé 2
mánaða árleg fræðsla fyrir hvert barn.
Annað ráð telur nefndin þó væn-
legra til að efla heimafræðsluna: fá
góðan kennara til að ferðast milli heim-
ilanna sjálfra, yfirheyra börnin og koma
þeitn á rekspölinn, leiðbeina þeim, sem
hafa á hendi heimafræðsluna, hvernig
þeir eigi að haga fræðslunni, sjá um,
að ekki vanti nauðsynlegustu bækur,
forskriftir o. s. frv, setja börnunum
fyrir þangað til kennarinn kemur
næst, o. s. frv. Kennarinn ætti
ekki að dvelja lengi á hverjum bæ, en
koma því oftar. Með því móti héldi
hann áhuga barnanna og þeirra, sem
fræðsluna veita, stö^ugt vakandi, og
námstími barnanna lengdist að mikl-
um mun í samanburði við það, sem
gerist í farskólunum. það leiðir af
sjálfu sér, að heimafræðslunni verður
notadrýgstur sá stuðningur, sem hún
fær á heimilunum sjálfum, og vér er-
um vongóðir um, að með þessari að-
ferð megi takast að reisa hana við aft-
ur og jafnvel hefja haDa á hærra stig.
þar sem heimafræðslan væri í ólagi,
ætti kennarinn með aðstoð fræðslu-
nefndar að hafa vald til þess að koma
börnum fyrir á góðum fræðslustað á
kostnað aðstandanda. Vér teljum æski-
legt, að landsstjórnin styðji tilraunir í
þessa átt. Og af því að vér teljum
æskilegt, að eftírlitskennarinn komi
sem oftast á heimilin, álítum vór hag-
feldast, að upphæð styrksins farí eftir
því, hve mörg heimili kennarinn hefir
haft yfirsókn yfir og hve oft hann
hefir komið á hvert þeirra.
Enn hefir oss komið til hugar, að
mjög æskilegt væri, að sunnudaga-
s k ó 1 a r væri settir á stofn víðs vegar
um alt land. J>eir eru tíðkaðir víða í
öðrum löndum og hafa komið miklu
góðu til leiðar. Hér á landi mundu
slíkir skólar eflaust vera mjög hentugir
til að styðja heimafræðsluna og fylla í
skörðin, þar sem henni er helzt ábóta-
vant. í 2. gr. frv. er þess krafist, að
börn á fermÍDgaraldri viti nokkuð um
merkustu menn vora, kunni að nota
landabréf, hafi nokkra þekkingu á nátt-
úru íslands og atvinnuvegum þjóðar
vorrar, þekki legu helztu landa Norður-
álfunnar og viti, hvernig álfur liggja á
haettinum, kunni íslenzk kvæði, eink-
um ættjarðarljóð, og nokkur einföld
sönglög. Alt þetta væri auðvelt að
kenDa börnunum í sunnudagaskóla.
Landssjóður ætti að hlynna að stofnun
slíkra skóla með fyrirheiti um styrk.
Erum vér þá sannfærðir um, að helztu
menn í ýmsum sveitum, einkum sóknar-
prestamir, mundu gangast fyrir stofn-
un sunnudagaskóla, og þegar rekspöl-
urinn væri kominn á og góður árangur
sæist, mundi þeim brátt fjölga svo, að
fáar sveitir mundu vilja vera án þeirra.
Landssjóðsstyrkurinn þyrfti ekki að
vera mikill, því að kostnaðurinn er
tiltölulega mjög lítill. Húsnæði mætti
fá í kirkjum eða í þinghúsum hrepp-
anna, að eins þyrfti að setja ofn í
húsið til notkunar á vetrum, og er
það ekki tilfinnanlegur kostnaður, enda
er það nauðsynlegt hvort sem er, að
setja ofna í kirkjur. Vér gerum ráð
fyrir því, að margir, sem ant er um
fræðslu æskulýðsins, mundu bjóða að-
stoð sína við sunnudagaskólann fyrir
lítið eða ekkert eDdurgjald, eins og
tíðkast erlendis. Og þó að eitthvað
þyrfti að gjalda þeim, sem stæðu fyrir
kenslunni, yrði það ekki tilfinnanlegt.
Vér teljum hagfelt að landssjóðsstyrk-
ur til sunnudagaskóla sé bundinn því
skilyrði, að hann hafi verið haldinn
að minsta kosti 26 sinnum á ári og að
upphæð styrksins fari eftir því, hve oft
skóli hefir verið haldinn og f jölda þeirra
barna, sem hafa sótt hann.
Nefndiu telur rétt að gera það að
skilyrði fyrir landssjóðsstyrk, að 1 a u n
kennara séu ekki óhæfilega lág.
|>að er ljóst, að helzta skilyrðið fyrir
góðri barnafræðslu eru góðir kennarar,
hvort sem þeir nú eiga að hafa eftirlit
með heimafræðslu eða kenna í far-
skólum eða föstum skólum, og að þeir
fást ekki, nema kennurunum sé borguð
talsvert meiri laun en nú tíðkast.
Eeglan um ókeypis kenslu
hyggur nefndin að muni valda hinni
megnustu óánægju, sérstaklega meðal
þeírra, sem ekki vilja trúa hinum lög-
skipuðu skólum fyrir börnum sínum.
*J>eir munu halda því fram, og það, að
oss virðist með fullum rétti, að engin
sanDgirni mæli með því, að þeir, sem
ef til vill hafa ærinn kostnað af því
að sjá börnum sínum fyrir heimafræðslu,
skuli þar að auki vera skyldir til að
kosta skólaveru annara barna, sér al-
veg óviðkomandi, sem ekki séu þurfa-
lingar.
J>að er yfir höfuð að tala sannfæring
vor, að lögboðin almenn skólaskylda
verði því að eins að nokkrum notum,
að hún sé borin fram og etudd af al-
mennum þjóðarvilja. Ef svo er ekki,
og það þykjumst vér, eins og nú á
stendur, hafa ástæðu til að fullyrða,
mun það sannast, að lögin (um skóla-
skyldu) verða að engu gagni í fram-
kvæmdinni, dauður bókstafur, sem
enginn hirðir um og allir reyna að
fara 1 kriugum.
Hvert það barnafræðslu-fyrirkomu-
lag, sem ekki hefir fylgi mikils meiri
hluta almennings á bak við sig, er að
vorri hyggju dauðadæmt fyrir fram.
En hér er sá hængur á, að skoðanir
manna í fræðslumálum eru mjög mis-
munandi, þar sem menn annars hugsa
nokkuð um fræðslumál. Einn vill þetta
fyrirkomulag, annar hitt, og þar að
auki eru landshættir svo margvíslegir,
að það, sem á við í sumum sveitum,
á ekki við í öðrum,
Hvað á þá að gera? í fljótu bragði
virðist ekki vera unt að setja nein al-
menn lög um barnafræðsluna, er gildi
fyrir landið í heild sinni, þegar skoð-
anir manna eru svo mismunandi og
sitt á við í hverri sveit.
Og þó stendur einn vegur opinn, og
hann er sá, að láta hverja sveit sjálf-
ráða um það fræðsluíyrirkomulag, sem
hún vill velja, þannig, að hún hafi sjálf
bæði veg og vanda af fræðslumálum
8ínum, með öðrum orðum: að veita
sveitunum heimild til að gera fraeðslu-
samþyktir, er séu bindandi lög fyrir
þá, sem hlut eiga að máli, en liggi þó
undir staðfesting stjórnarráðsins líkt
og aðrar þess konar samþyktir. þenn-
an veg höfum vér valið. Vér treystum
því, að til séu víðs vegar um land ein-
stakir menn, bæði lærðir og leikir, sem
hafa áhuga á uppeldi æskulýðsins og
skorti hvorki vit né vilja til að berjast
fyrir því, að koma fræðslumálum sveit-
ar sinnar í sem bezt horf. Og þegar
ein sveit hefir gengið á undan öðrum
með góðu eftirdæmi, þá \onum vér að
þar muní fleiri á eftir fara. Með þessu
móti er trygging fengin fyrir því, að
það sem samþykt verður í fræðslu-
málum, hafi fylgi mikils meiri hluta
sveitarbúa á bak við sig, en það er
fyrsta og helzta skilyrði fyrir góðum
árangri. Fræðslunefndir þær, sem frv.
fer fram á að stofna, hafa hér mikið
og fagurt verkefni fyrir höndum. t
fræðslusamþyktir ætlumst vér til að
megi setja ákvæði um alt það, er að
barnafræðslunni lýtur, þar á meðal
einnig um skólaskyldu, ef það þykir
hagfelt, en þó þannig, að þeir sem
sanna, að þeir hafi fullnægjandi heima-
fræðslu, geti fengið undanþágu eftir
úrskurði fræðslunefndar, er megi skjóta
til yfirstjórnar fræðslumála. Að þessi
hugsun um fræðslusamþyktir, fyrir
einstakar sveitir, sé ekki gripin úr
lausu lofti, sýnir dæmi Landmanna,
sem hafa sett hjá sór fræðslusamþykt
með frjálsum samtökum, og er hún
prentuð í skýrslnm meistara G. F.
Jafnframt teljum vér bæði sjálfsagt
og skylt, að landssjóðnr styðji sveit-
irnar í viðleitni þeirra að koma á hjá
sór og halda uppi hentugu fræðslu-
fyrirkomulagi. Hér verður að hafa
það tvent fyrir augum, að laudssjóður
hlynni að hverjum þeim fræðsluvísi,.
sem orðið getur að almennum notum,.
og styrki ekki neitt annað en það,
sem telja má þess vert, að það sé
styrkt.«
Meðan ritsímanefndin hefir ekki látið
uppi álit sitt, er til lítils að koma með
álit sitt um fjárhag landsins.
Við framhald 1. umr. fjárlaganna
hefir samkvæmt þingvenju verió vant
að rifja upp fyrir sér stjóruarástandið
í landinu og minnaBt á gjörðir stjórn-
arinnar.
|>etta er í fyrsta skifti, er vér eig-
um kost á að tala við ráðgjafa vorn
sjálfan; það hefir lengi lamað krafb
þingsins, að ráðgjafinn var óþektur
maður og enginn kostur að hafa áhrif
á hann. Ur þessu hefir stjórnarbótin
bætt. En þótt þessi aukna samvinna
sé gleðileg, þarf hún ekki að verða
eintóm ánægja, og er það gott. |>ví ef
svo væri, fyndum vér alls ekki til þess.
Báðgjafastaðan er vandasöm staða, og
að ráðgjafanum er eðlilega ýmsum
skeytum beint — að því leyti er hann
ekki öfundsverður. En þótt skeytin
séu tíð og beitt, verða menn að skilja
það, að þau eru ekki send af persónu-
legu hatri eða kala, heldur einungis
til þess að koma því fram, sem þjóð-
inni er fyrir beztu.
Eg bið háttv. þm. að muna þetta,
er eg nú sný mór að aðgjörðum ráð-
gjafans, því að eg tala hér ekki f nafni
mín eins, heldur í nafni flokks, sem
að vísu er fámennur á þiugi, en hefir
mjög mikið fylgi hjá þjóðinni, fylgi,
sem fer dagvaxandi.
Brytt hefir á töluverðri óánægju með
ýmsar gjörðir stjórnarinnar bæði út á
við og inn á við.
Ú t á v i ð hefir hún þótt fstöðu-
minni heldur en vér hefðum óskað,
þótt fara meir að vilja danskra stjórnar-
valda og dansks auðvalds en íslendinga.
Er þar fyrst að nefna u n d i r-
skriftarm álið.
Vér munum það allir, að einmitt sá
flokkurinn, sem stjórnin »styðst við«,
hefir lagt mesta áherzlu á það atriði,
að vér viðurkendum ekki í neinu danska
rfkisráðið í sérmálum vorum; með því
aflaði flokkurinn sér mjög fylgis. J>eg-
ar svo þingið neyddÍBt til þess að taka
upp ríkisráðssetuákvæðið í frumvarpið,
sætti almenningur sig við það í trausti
til fullyrðÍDga þingsins 1903 og manns-
ins, sem síðan varð ráðgjafi vor. Nú
hefir hann gengið á bak orða sinna
og brotið á móti fyrirvara þingsins;
oss þykir það illa farið, þar sem hór
er um mál að ræða, sem er afarmikils-
vert fyrir sjálfstæði landsins. J>ví að
hvernig er hægt að búast við, að þing-
ræði komist hér á, þegar forsætisráð-
gjafinn danski undirskrifar skipunar-
bréf hins íslenzka sérmálaráðgjafa?
Engan er hægt að skipa íslandsráð-
gjafa nema þann, sem þessi útlendi
ráðgjafi vill samþykkja. Górum ráð
fyrir, að íslendingar vilji hafa einhvern
þann fyrir ráðgjafa, sem fylgir sér-
stæðisstefnu gagnvart Danmörku;
mundi nokkur danskur forsætisráðgjafi
undirskrifa skipun hans?
Hér í móti hefir verið vitnað í orð
konungs í boðskap hans til íslendinga
í vor; en þar stendur einungis, að
r í k i s þ i n g i ð muni engin áhrif hafa
á skipunina. En ráðgjafarnir dönsku
geta öllu ráðið um hana fyrir það.
þetta mál kemur seinna fvrir í þings-
ályktunarformi, og skal eg því ekki
fara frekara út í það.
Sennilegast virðist mér að ráðgjafan-
um hafi orðið þetta á fyrir gleymsku —;
en haus sök er þá, að halda því fram,
að þetta sé rétt skipunaraðferð, eftir
að mótmælin komu fram.
Eldhúsdags-ræða Skúla Thoroddsen
í á g r i p i.
J