Ísafold - 23.08.1905, Page 1
Kenmr út ýmist einn sinni eöa
tvisv. i vikn. Yerð úrg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
1 'I, doll.; borgist fyrir miðjan
’úli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bnndin við
áramót, ógild nema komin s A ti i
útgefanda fyrir 1. október og kanp-
andi skuldlaus við blaðið.
Afgreiðsla Aunturstræti 8
XXXII. árg.
Reykjavík miðvikudaginn 23. ágúst 1905
56. biað.
I. 0. 0. F. 878259
Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. i
hverjum mán. kl. 2—3 í spltalannm.
Forngrvpasafn opið ámvd.og ld. 11—12.
tílutabankinn opinn kl.10—3og 6'/s—7'/s.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á kverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd.
Almennir fnndir á hverjn föstudags- og
sunnndagskveldi kl. 8‘/s síðd.
Landakotskirkja. öuðsþjónusta kl. 9
og kl. 6 á hverjum helgum degi.
Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravit-
jendur kl. 10'/s—12 og 4—6J
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
il, 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—3 og kl. 6—8.
Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtnd.
'Og ld. kl. 12—1.
Ndttúrugripasafn opið á sunnud. 2—3
Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14.
1. og 3. mánud. hvero mán. kl. 11—1.
Gufubáturmn Reykjavik
íer upp í Borgarnes 28. ágúst;
5., 17. og 24. sept.; 3., 10., 18.
og 25. okt.; og upp að Straumfirði
og Ökrum 12. og 15. sept.; en suður
í Keflavík 8., 21. og 27. sept.;
13., 21. og 27. okt.; einnig suður í
■Garð 8. og 28. sept.; 14. og 28. okt.
og Hafnaleir 14. okt. Báturinn kem-
ur við á Akranesi í hverri Borgar-
fjarðarferð.
|y Fer alt, af kl. 8 árdegis
faéöan.
Doktor A. Kjellbergs
Kursus i Massage og Sygegymnastik
Prospekt. Stockholm.
Master Samuelsgatan 64.
Heima-stjórn og útlent auðyald.
Vitaskuld v a r það eitt skerið, sem
hugsanlegt var í upphafi, að sjálfstjórnar-
fleytuna nýfengnu bæri upp á til brots,
þetta, sem nú höfum vér rekið oss á:
þ ý 1 y n d i meiri hlatans á þingi, skil-
málalaus undirgefni hans undit vilja
hins nýja, samlenda drotnara, handhafa
æðsta umboðsvaldsins yfir þjóðinni.
Hugsanlegt að eins, en ekki
meira.
Hugsanlegt e i n h v e r n tlma' í tíð-
inni, eftir langan, langan aldur.
Hugsanlegt, að þá Iæddist hér inn sants
konar spilling og vér lesum um úti í
heimi á stöku stað.
Spilling, sam fylgir auðvaldi sérstak-
lega.
Sú spilling, að láta samvizku og sann-
færing lúta hlífðarlausu auðvaldsofríki.
Það á langt í land, sögðu menn, að
hér skapist svo mikill auður, að sú
hætta liggi nærri. Það verður ekki um
vora daga né um daga nánustu niðja
vorra.
Þetta sögðu menn, í einfeldni sinni.
Hið ú 11 e n d a auðvald hvarflaði þeim
«kki í hug.
Hvernig átti svo sem að vera nokkur
hætta á því, að h e i m a-stjórn og ú t-
1 e n t auðvald slægist í föruneyti?
Og svo fer sem farið hefir á f y r s t a
þingi, fyrsta sjálfstjórnarþinginu!
Þinginu því, þar sem birtast átti í
fyrsta sinn bæði þingræði og þjóðræði í
allri sinni dýrð, með forustu glæsilegs
þjóðræðisfrömuðs og þingræðishöfðingja
En í stað þess er þjóðræðið ekki ein-
ungis vettugi virt og fótum troðið, held-
ur smánað og svívirt á alla lund, ein-
mitt af sjálfum þeim glæsilega þjóð-
ræðisfrömuð og þingræðishöfðingja og
skósveinum hans.
Það er h a n n, sem kallar auglystan
nær einróma vilja þjóðarinnar í ein-
hverju hennar mesta velferðarmáli ekki
annað en g o I u þ y t.
Það er h a n n, sem lætur sitt blaða-
mensku-málalið ausa auri og hvers kyns
svívirðingu mörg hundruð kjósendur úr
þriðjung af kjördæmum landsins, helztu
bændur og búhölda þar, mennina, sem
eiga búin, er þeir alast við, hann og
höfðingjalýður sá, er honum þjónar.
Lætur sv/virða þá fyrir það e i 11, að
þeir dirfast að láta í ljósi vilja siun um
þjóðmál, um stórvelferðarmál þjóðarinn-
ar, með þeim hætti, er þeir ætla áhrifa-
mestan, óvanalegum að vísu, en þeim
mun áhrifameiri einmitt fyrir það, og þó
spaklega og prúðmannlega, prúðmann-
legar en dæmi munu til um nokkra
þjóð aðra, er líkt stæði á. —
Og þá þingræðið!
Það snýst svo við í höndum á þessu
sama glæsimenni, á f y r s t a þingi, að
meiri hlutinn gerist lífvörður h a n s,
skipar sér í skjaldborg um h a n n, lítils-
virðir og traðkar með h o n u m vilja
RÍnna umbjóðenda, lætur alt þoka fyrir
því, hvað h o n u m er þóknanlegt og
honum þykir sér henta.
Og þetta, sem h o n u m er þóknan-
legt og hann telur s é r henta bezt,
hvað er það?
Er það það, sem þ j ó ð i n óskar sér
helzt? Er það það sem h ú n hyggur
sér bezt henta og til sinna heilla horfa?
Nei. Margfalt nei.
Þ a ð er fótum troðið. Það er vett-
ugi virt. Það er kallað goluþytur!
Það er e k k i það sem þjóðin vill.
Það er e k k i það, sem hún v e i t sér
horfa til hagsmuna.
Það er það, sem hún hefir andstygð á.
Það sem hún telur sór voða. Það sem
hún býst við að mega flýja land undan
et' til vill, — það og þess afleiðingar
ýmsar. Margt manna meðal þjóðarinn-
ar. Margir hinir nýtustu menn s/ns
bygðarlags.
Nei. Það er það sem útlent vald
vill vera láta, útlent auðvald og útlent
stjórnarvald.
Þ e s s erindreki reynisí hann vera,
hiun fyrsti heima-stjórnarráðgjafi vor.
Mundi nokkurt eitt atkvæði á þingi
hafa orðið með ritsímasamningnum al-
ræmda, ef þau hefðu verið frjáls og
óháð?
Það mun varla nokkur skynbær mað-
ur efast um, að feldur hefði hann verið
að öðrum kosti í e i n u hljóði, og mál-
inu að minsta kosti frestað, ef ekki að
hylst loftskeytatilboðið annaðhvort nú
þegar, — þau sem hafa a 11 a kosti
fram yfir hitt, en engan ókostinn þess:
eru í samræmi við atkvæði síðasta þings
og eindreginn þjóðarvilja, eru tryggilegri,
eru gagnsmeiri fyrir landið alt, eru marg-
falt ódýrari, og um fram alt: ríða að
engu leyti bág við sjálfsforræði þjóðar-
iunar eða þjóðernistilfinning, með því
að þá hefði sambandið orðið eign lands-
ins og vér haft sjálfir öll umráð yfir
því.
Hvernig á þessum ósköpum stendur,
þessari hrapallegu fyrirmunun af full-
trúum þjóðarinnar, þessari voðalegu
óhæfu.
Það er satt, að hér á stórgróðafélag í
hlut annars vegar.
Það er satt, að hér er útlent ríkisvald
annar málsaðili í raun réttri, þvf það
hefir hann margsýnt, fyr og síðar, mað-
urinn, sem meiri hluta þings hefir í vasa
s/num, ekki sízt einmitt á þinginu í
sumar, að hann skoðar sig sem þ e s s
fulltrúa og erindreka framar ö 11 u öðru.
En ekki kemur o s s í hug, að drótta
því að meiri hlutanum, að hér séu mútur
í tafli. Mútubrigzlunum látum við and-
stæðinga vora sitja eina að.
En hvað er þetta þá?
Þ a ð leynir sér ekki, að í augum hins
virðulega meiri hluta á þingi eru a 11 i r
agnúarnir á ritsimasamnlngnum, allur
hinn gífurlegi, óþarfi kostnaður, sem
enginn sér enn fyrir endann á, hið
ótryggilega samband, umráðaleysið yfir
þvf, okurverðið á símskeytunum, einok-
unareinkaleyfið um aldur og æfi (ef til
vill), einkaleyfi fyrir að nota 1 o f t i ð í
landinu og kringum landið, í einu orði
og umfram alt ófrelsisviðjarnar, sem því
fyrirkomulagi fylgja, — þetta er alt í
þ e i r r a augum, meiri hluta þingmanua,
minna þöl, margfalt minna böl on annað,
sem þeir nefna ekki, en allir vita hvað
er: — senuileg afleiðing af glappaskoti
því, er húsbóndi þeirra gerði í fyrra, og
þeir k a n n a s t v i ð í sinn hóp að
hafi verið frámunalegt glappaskot. Af-
leiðing þess, ef það er ekki staðfest.
Þetta óumtalaða er í þeirra' augum,
frá þeirraa sjónarmiði meira mótlæti,
meira böl en hitt alt saman. Blátt
áfram meiri þrenging, meira andstreymi.
Embættismenn eru þeir, mikill meiri
hluti. Það er satt. Og konuugkjörnir
eru þeir, all-mikill hluti í ekki fjöl-
mennari sveit.
En það er þ ó ekki nægileg skýring.
Skýringin getur naumast verið önn-
ur en sú, að til só meðal þjóðarinnar
eitthvað af mönnum að minsta kosti,
og það meiri háttar mönnum í ýmsum
stéttum, sem margva alda sjálfsforræðis.
Ieysi og þar með vanaleysi við að hafa
vandamál með höndum, ábyrgðarmikil
landstjórnarmál, hefir gert svo úrættaða,
að þeir eru því alls ekki vaxnir, og
jafnvel s v o lítilsiglda, s v o litblinda
á rangt og rótt í þeim efnum, s v o ó-
glöggskygna á s a n n a n hag lands og
lýðs, að þeir séu boðnir og búnir til
hve nær sem er að selja frumgetnings-
rétt sinn fyrir flatbaunir. O g að vór
höfum verið svo slysnir, að helzti margt
slíkra manna hefir hlotið kosningu á
þing síðast.
Hroðalegar aðfarir voru þá hafðar í
ýmsum kjördæmum.
Og illa gefast ill ráð og ills ráðs
leifar.
En það mundu flestir hafa fortekið,
að s v o n a illa g æ t u þær gefist.
Af friðarfundinum.
Markoniskeyti frá Poldhu frá
í fyrra dag hermir það sem nú segir:
Japanar aftóku á laugardaginn (19).
að breyta því sem þeir höfðu farið
fram á um Sachalin og hernaðarskaða-
bæturnar, og var þá friðarfundinum frest-
að til þriðjudags. Bosen var heila kl.
stund hjá Roosevelt (frb. rósefelt) for-
seta, en aftók að segja neitt af því
hvað þeim fór í milli. Kunnugt er,
að áður en forsetinn bauð Rosen til
sín, hafði hann trygt sér eindregið
fylgi Bretlands hins mikla, Frakklands
og f>ýzkaland8, og einnig skifzt á skeyt-
um við Japanskeisara. Mikilvægur
ráðgjafafundur var haldinn í Tokio á
sunnudaginn, og átti forsætisráðgjaf-
inn Iangt tal við brezka sendiherrann.
Times segir, að hraðskeyti hafi komið
til Portsmouth (í Amer.) á sunnudags-
kveldið, þar sem þess var getið, að
Rússakeisari hafi haldið ráðstefnu þann
dag og að þar hafi verið afráðið til
fullnaðar, hvaða frekari tilslakanir
mætci gera.
Lamsdorff greifi hefir sagt af sér.
*
*
Bærinn Portsinoutb, þessi sem frið-
arfundurinn er haldinn í, er í ríkinu
Newhampshire í Bandaríkjum. — Ann-
að Portsmouth er í Vestur-Virginíu, og
hið þriðja f uhio.
Rosen barón, sem hér er nefndur,
er annar friðarerindriki Rússakeisara.
Hinn er Witte greifi, sá er fyr er um
getið. Rosen var áður sendiherra
Bússa hjá Japanskeisara, þangað cil
ófriðurinn hófst. Nú er hann nýlega
skipaður sendiherra Rússakeisara hjá
forseta Bandaríkjanna í Washingt.on.
Aðalfulltrúi Japanskeisara á friðar-
fundinum er ekki Ito marskálkur, held-
ur Komura barón. Komura er utan-
ríkisráðgjafi Japanskeisara; hefir verið
það þrjú árin síðustu. Hinn japanski
erindrekinn heitir Takahira og er
sendiherra Japanskeisara í Washington.
Hann var fyrir 11—12 árum sendi-
herra Japans í Kaupmannahöfn.
Lamsdorff greifi hefir verið utanrík-
isráðgjafi Rússakeisara mörg ár.
Veðrátta kalsasöm
enn mjög. Ætlar ekki að lagast.
En þurkar allgóðir hér sunnanlands.
Fyrir norðan afleitir langt fram yfir
túnaslátt. f>ó náðust töður loks inn
þar, í 2. viku þ. mán., hraktar og
skemdar orðnar mjög víða. Grasvöxt-
ur fram undir meðalár víðast, er til
hefir spurst. Engjar þó snöggvar
heldur sunnanlands, vegna kuldanna.