Ísafold - 23.08.1905, Blaðsíða 2

Ísafold - 23.08.1905, Blaðsíða 2
222 ÍS AFOLD Hraðskeytamálið í efri deild. Hinn óháði minni hl. fjárlaganefnd- arinnar í efri d., þeir dr. Valtýr Guð- mundsson og Sigurður Stefánsson, hafa samið mjög glögt og gagnort ágreinings- atkvæði í hraðskeytamálinu. |>eir gera þá grein fyrir ósamþykki sínu við ritsímasamningnum, 1., a ð hann sé »bæði að okkar áliti og samkvæmt játning ráðherra vors sjálfs (sbr. bréf hans til C. Hage 30. júní 1904) gerður í heimildarleysi og fer algerlega i bága við tilætlun fjárveitingarvaldsins; væri það eitt því nægilegt til þess, að alþingi ætti að neita um allar fjárveitingar til að koma honum í framkvæmd. Fjárveitingar- vald þingsins er í hverju landi skoðað sem hið dýrasta hnoss, sem þjóðin eigi í eigu sinni, og það er því álitin hin helgasta skylda þjóðfulltrúanna, að vaka yfir því, að þessum rétti þingsins sé í engu misboðið. |>að er því bein skylda alþingis að mótmæla svo kröft- uglega sem því er unt, hvenær sem á nokkrum tilraunum bryddir frá stjórn arinnar hálfu að hrófla við þessum rétti eða fara á svig við hann. Og því meira knýjandi er nauðsynin á að gæta þessarar skyldu rækilega nú, sem vér einmitt erum að hefja nýtt skeið í Btjórnarsögu vorri, svo að framtíðar- braut vor í stjórnmálunum getur orðið að miklu leyti undir því komin, hver- nig fyrsti spottinn er lagður. 2., a ð samningurinu er oss í ýmsum greinum mjög óhagstæður og særandi fyrir sjálfstæðistilfinning vora. Einkum verðum við þó í því efni að leggja áherzlu á einkaleyfi það í 20 ár, er hann veitir félaginu, sem það meira að segja getur fengið endurnýjað eftir þennan tíma, án þess að vér getum þar með nokkru móti á móti spornað, eftir því sem nú er í garðinn búið, Sú einokun, sem þetta einkaleyfi hefði í för með sér, gæti á komandi tíma orðið þjóðfélagi voru og eðlilegum þrifupi þess og þroska til svo mikils hnekkis, að einskis ætti að láta ófreistað til að komast hjá henni. 3. Yilji þjóðarinnar, sem komið hefir svo berlega fram bæði á öllum þorra þingmálafunda þeirra, er haldnir voru síðastliðið vor, og í áskor- unum frá miklum fjölda kjósenda, er síðar hafa borist þinginu og einstökum þingmönnum. þar sera við viðurkenn- um þjóðræðið og álítum því að þjóðin sjálf jafnan eigi að vera hæstiréttur í sínum eigin málum, getum við með engu móti fallist á, að einu hinu mesta stór- máli, sem uppi hefir verið hér á landi um langan aldur, sé ráðið til lykta, ekki einungÍ8 án samþykkis hennar, heldur þvert ofan í yfirlýstan vilja hennar. 4. Sambandið eftir ritsímasamning- num er næsta ótryggilegt, einkum fyrir höfuðstað landsins, sem þráfald- lega getur orðið sambandsiaus sökum bilunar á landsímanum, er stundum mundi reynast erfitt úr að bæta fljót- lega, þegar bilunin yrði í óbygðum í óveðrum að vetrarlagi. Kæmi bilun á sæsímanum fyrir, mundi það og geta valdið alllöngum sambandsslitum, eins og ritsímasamningurinn sjálfur ber bezt vitni um, þar sem hann gerir ráð fyrir, að staðið geti á viðgerðinni mánuðum saman, alt að þriðjungi árs eða meira. 5. Sambandið er e k k i eins vel sniðið eftir þörfum lands vors, eins og æskilegt væri. Við hugsum okkur ekki að þetta dýra samband eigi aðallega að vera fólki til skemtunar, til þess að geta spjallað saman á milli bæja og sent afmælisóskir eða þess konar, heldur til þess að eíla þá at- vinnuvegi vora og framfarir, sem það getur orðið að liði. En þegar litið er á það, á hvern hátt hraðskeytasam- bandið geti bezt orðið til eflingar vel- megun og hagsæld í landinu, þá er auðsætt, að innanlandssambandinu verður að vera svo fyrir komið, að verzlun, siglingar og fiskiveiðar geti notað það sera bezt. Oðrum atvinnu- vegum vorum getur það — að minsta kosti fyrst um sinn — ekki orðið nema að tiltölulega litlum notum. f>að er því auðsætt, að sambandið þarf eink- um og Bér í lagi að ná til strandanna umhverfis landið og þá fremst af öllu til kaupstaðanna allra, þar sem fjöl- raennið er mest (nál. 4/6 þjóðarinnar) og þessar atvinnugreinar mest stund- aðar. En í algerðan bága við þetta fer það, að láta landsímann liggja mestmegnis gegnum sveitir og óbygðir, þar sem hann getur ekki komið þess- um atvinnugreinum að liði nema á stöku stað, aðallega endastöðvunum. þetta verður því fráleitara, sem ein- mitt sá hluti landsins (allir Vestfirðir), er einna bezt skilyrði hefir fyrir, að geta haft mikil not af sambandinu, á, að minsta kosti fyrst um sinn, að fara á mis við það. Hér við bætist, að samband þess staðar við útlönd, höf- uðstaðarins, þar sem þörfin er mest, verzlunin mest, þilskipaflotinn stærstur, er bæði óbeint og næsta ótryggilegt. 6. Kostnaðurinn mikill bæði beinlínis og óbeinlínis, einkum þegar miðað er við, hvað í boði er í aðra hönd. Til hins beina kostnaðar teljum við það fé, sem landssjóður verður að greiða bæði í stofnkostnað, rekstur og viðhald, en óbeiaan köllum við þann kostnað, sem lendir á landsmönnum sjálfum á þann hátt, að þeir verða að greiða miklu hærra gjald fyrir símskeyti sín til útlanda en þeir mundu þurfa, ef annað fyrirkomulag Væri upp tekið og öðrum tilboðum sætt. Samkvæmt símskeytataxta þeim, sem þegar hefir verið samþyktur, á 10 orða símskeyti milli Seyðisfjarðar og Kaupmanna- hafnar að kosta kr. 8,40, en frá öðrum stöðum á landinu (t. d. Evík) sjálfsagt enn raeira, því þá bætist hér við gjald fyrir skeytið gegnum landsímann. f>eg- ar þetta er borið saman við gjaldið fyrir 10 orða símskeyti milli Kaup- mannahafnar og Grikklands, sem ekki er nema kr. 4,50, þá sést bezt, hversu óhæfilega hátt þetta gjald er, og getur því sú upphæð, sem landsmenn verða að borga að óþörfu á þennan hátt, numið stórfé á 20 árum. En þó getur sá skaði eða hnekkir fyrir framfarir vorar, sem leitt getur af því, að menn skirrast við að nota sambandið sökum þe88 óhæfilega háa gjalds, numið miklu meira fyrir landið. En hann verður ekki metinn til peninga. Ef spurningin hefði verið um það, hvort við ættum að ganga að þannig löguðum kostum eða verða af öllu hraðskeytasambandi, þá mundum við þó sjálfsagt hafa ráðið til þess, að taka þeim, heldur en verða með öllu sam- bandslausir. En þar sem nú liggja fyrir þinginu miklu betri tilboð í öllum greinum, þá álítum við, að ekki geti kornið til nokkurra mála að ganga að slíkum nauðungarkostum, heldur eig- um við að sitja við þann eldinn sem bezt brennur. |>að tilboð, sem við eigum við, er til- boð Marconifélagsins, Scheme I. þetta tilboð hefir alla þá kosti, sem ntsíma- sambandið vantar og gera það óað- gengilegt. J>að er 1. í fuilu 8 a m r æ m i við það, sem farið var fram á á síðasta þingi í athugasemdinni í núgildaudi fjár- lögum, að því leyti, að með því verður komið á beinu loftskeyta- sambandi milli Reykjavíkur og út- landa og sambandi milli allra kaup- staða landsins. 2. J>að ríður að engu leyti í bága við s j á 1 f s t æ ð i vora eða þjóðernis- tilfinning, þar sem sambandið verð- ur eign landsins og vér höfum sjálfir öll umráð yfir því. 3. f>að er í fullu samræmi við þann þ j ó ð a r v i 1 j a, sem komið hefir fram á þingmálafundunum og í áskorunum til alþingis. 4. |>að er langtum tryggilegra en ritsímasambandið, þar sem bil- unarhættan er því nær sem engin og sambandsslit aldrei geta varað nema örstutta stund. 5. f>að kemur einmitt þeim hlutum Iandsins í samband, sem m e s t g a g n geta haft af því, þeim lands- hlutum, þar sem verzlun, siglingar og fiskiveiðar eru mest stundaðar. 6. f>að verður ó d ý r a r a bæði bein- línis og óbeinlínis heldur en rit- símasambandið, bæði fyrir lands- sjóðinn og fyrir þá einstaklinga, sem þess eiga að hafa not, þar sem ganga má að því vísu, að þing og stjórn setji ekki annað eins okurverð á hraðskeytin milli landa, eins og nú er gert ráð fyrir, að því er símaskeytin scertir. Jafnvel eftir reikningi meiri hluta nefndarinnar í ritsímamálinu í neðri deild mundi allur kostnaður landssjóðs við símasamband milli Islands og út- landa og allra kaupstaðanna innan- lands nema upphæð, er samsvaraði 107,500 kr. árgjaldi í 20 ár. f>ó að við að vísu teljum þessa áætlun alt of lága og álítum að áætlun minni hluta nefndarinnar, sem áætlar þennan kost- nað svo, að nema mundi 137,640 kr. árgjaldi, miklu nær réttu lagi, þá vilj- um við að svo stöddu halda oss við áætlun meiri hlutans, af því að meiri hluti neðri deildar hefir bygt á henni, og fjárveiting sú, sem nú stendur í frv., er miðuð við hana. Sé aftur litið á loftskeytasamband það, sem í boði er, þá nema ársút- gjöldin til þess í 20 ár samkvæmt reikningi meiri hluta ritsímanefndar- innar 125,634 kr,, ef stofnkostnaðurinn er útborgaður þegar í upphafi og lán tekið til þess. En sé þetta ekki gert og stofnkostnaðurinn greiddur með jöfnum afborgunum á 20 árum, eins og minni hluti nefndarinnar ætlast til og við álítum landssjóði hentugra, mundi árgjaldið til loftskeytasambands- ins nema alls tæplega 129,000 kr. (ná- kvæmlega 128,819 kr.). En af þessari upphæð má, eins og glögglega hefir verið sýnt fram á við umræðurnar í neðri deild, gera ráð fyrir að Danir mundu greiða árlega 54,000 kr., jafnt og til símasambandsins, eða þá Danir og Norðmenn í sameiningu, ef enda- stöð sambandsins við útlönd yrði höfð í Noregi. Kæmi þá ekki í hlut lands- sjóðs nema 75,000 kr. á ári, og yrði þá árgjald hans 32,500 kr. minna til loftskeytasambandsins en til sírrasam- bandsins. En munurinn yrði þó í raun réttri enn meiri, þegar miðað er við tekjur þær, sem vænta má að landssjóður fái af sambandinu. Af ritsímasambandinu fengi hann að eins tekjur af samband- inu innanlands, sem okkur virðist með engu móti mega áætla hærra en 20,000 kr. En af Ioftskeytasambandinu fengi landssjóður allar tekjur óskertar bæði af sambandinu milli landa og innan- lands. fó að hraðskeytataxtinn yrði settur töluvert lægra en nú er gert ráð fyrir, álítum við að tekjurnar af millilandasambandinu mundu ekki nema minna að meðaltali á 20 árum en 40,000 kr., heldur jafnvel verða töluvert hærri, eins og nánara mun gerð grein fyrir við umræðurnar um málið. Aftur er sennilegt, að tekjurnar af loftskeyta- sambandi innanlands yrðu nokkru minni en af símasambandi, og viljum vér því ekki áætla þær meira en 10,000 kr., þótt líklegt sé, að þær yrðu nokkru meiri. Niðurstaðan af þessum áætl- unum yrði þá sú, að tekjur landssjóðs af Ioftskeytasambandinu yrðu 30,000 kr. hærri en tekjur hans af símasambandi. Sarakvæmt framanrituðu yrði þá loft- skeytasambandið landssjóði 62,500 kr. ódýrara á ári heldur en símasam- bandið, og mundi það uema álitlegri upphæð á 20 árum, sem verja mætti til þess að bæta og auka sambandið smámsaman, svo að öll héruð landsins fengju með tímanum hlutdeild í því. þegar miðað er við kostnaðaráætlun meiri bluta ritsímanefndarinnar við að koma á fót, reka og viðhalda sfma- sambandi, verður samanburðurinn við loftskeytasambandið á þessa leið: I. Símasamband. kr. kr. 1. Tillag ríkissjóðs . 54,000 2. Tillag landssjóðs . 107,500 --------- 161,500 |>ar frá dregst: 1. Tillag til ríkissjóðs 54,000 2. Tekjur af landsíma 20,000 ----------- 74,000 Arskostnaður landssjóðs 87,500 II. Loftskeytasamband. 1. Tillag ríkissjóðs . 54,000 2. Tillag landssjóðs . 75,000 ---------- 129,000 f>ar frá dregst: 1. Tillag ríkissjóðs . 54,000 2. Tekjur af milli- landasambandi . . 40,000 3. Tekjur af innan- landssambandi . . 10,000 ---------- 104,000 Árskostnaður landssjóðs 25,000 f>á er enn að athuga, að ef hér yrði komið á loftskeytasambandi, eru mikl- ar líkur til að ísland mundi verða milli- stöð í loftskeytasambandi milli Evrópu og Ameríku, og mætti þá búast við, að landgjald það,' er landinu bæri af því sambandi, mundi nema þeim 25,000 kr., er á vantar, eða jafnvel talsvert meira, svo að vér gætum þá fengið h r a ð- s k e y t a s a m b a n d i ð fyriralls e k k e r t eða jafnvel haft nokkura a r ð af því. Holdsveikrarúmin- Síra Ben. prófastur Kristjánsson á Grenjaðarstað hefir sent ísafold í rúm- in handa Laugarnesspítalanum 40 kr. í nafni safnaða sinna. Frá Ameríkusamskotunum, sem fýrr- um spítalaprestur síra Friðr. Hallgríms- son hóf þar, er þetta nánara að segja en gert var í síðasta bl.: 1., safnað í Argylebygð, á safn- doll,. aðarfundum % og 7/6 1905 og utan funda af (sr. Fr. H.) 23.00 2., samskot á 25 ára afmælis- hátíð Argylebygðar 14/6 frá Argylemönnum og um 200 gestum þeirra frá Winnipeg, eftir að samskotamálsins hafði verið minst í ræðu fyrir íslandi (Fr. H.) . . 41.65 3., safnað af hr. Helga þorláks- syni, Akra, Norður-Dakota 15.75 Alls 80.40 »BandaIagið« í W.peg e r að safna þar áfram. F orseta skarpleiki F y r v. amtmaður og nú forseti í efri d., Julius Havsteen, sýndi fagran vott um alkunnan skarpleik sinn við fjárlagaumræðurnar í deildinni í fyrra kveld. Hatin synjaði manni þar máls,, af því að hann væri búinn að tala tvis- var í málinu, með þeim skilningi, að reglan sú ætti eins við, er rnáli væri skift í marga kafla til umræðu, eins og gert er alt af og gert var þá við fjár- lögin. Það er með öðrum orðunt, ef máli er skift í fjóra kafla t. d., þá má sami þm. alls ekki taka til máls nema um tvo þeirra, sitt skiftið um hvorn, en verður að steinþegja þegar hinir eru ræddir! Þessa skilningsskerpu á þingsköpun- um þurfti mikið fyrir að hafa að upp- ræta úr höfði hins f y r v. háyfirvalds. Hitt var sök sór, að rangt hafði hann fyrir sér, að þm. þessi hefði talað tvis- var. Hann hafði ekki gert það nema einu sinni. Það er athugaleysi, sem öllum getur viljað til, þ ó a ð ekki ætti að vera ofætlun manni, sem ekkert hef ir annað að gera, að skrifa hjásórhver- ir tala.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.