Ísafold


Ísafold - 23.08.1905, Qupperneq 3

Ísafold - 23.08.1905, Qupperneq 3
ÍSAFOLD 223 Bændalireyfiugin Og- vilhir stjórnarblaðanna. J>að var ekki af tilviljun, er vér komum saman í Keykjavík 1. þ. m. og því síður til skemtunar. f>vert á móti. það var af knýjandi hvötum til þess að reyna að sprengja af oss ó- frelsisfjötra þá, er oss finst stjórn og þing vera að snúa saman, til þess að binda þjóðina með. Alla þá, sem þekkja hina sorglegu einokunar- og ófrelsissögu þessa lands, mun hrylla við að hugsa til hennar. En eg vil spyrja: Er ekki jafn-hryllilegt að hugsa til þess, að vera bundinn með innlendum óréttlætis- og ófrelsisböndum, enda þótt þau séu fóðruð með frelsisumgjörð? Og það einmitt nú, þegar ástæða gat verið til að vér nytum meiri rétt ar og meira frelsis en nokkuru sinni áður. Yér viljum ekki g e r a neinum órétt og heldur ekki þ o 1 a órétt. K é 11 vorn og f r e 1 s i hljótum vér að vernda eftir ítrasta megni. Vér þ o 1 u m ekki ýmsar aðfarir hinna ráðandi manna þessa lands. Svo sem það, a ð fyrsti ráðgjafi vor gangi inn í embætti á þann hátt, að brjóta vilja þings og þjóða. Eða i það, a ð hann fari út fyrir tak- mörk síns verkahrings og skaði með því þjóðina. Eða það, a ð hann haldi ýmsum störfum sínum í þarfir þjóðarinnar leyndum fyrir henni. Eða það, ef hann metur meira að tryggja sér og sínum flokki völdin, heldur en að tryggja þjóðinni sjálf- Stæðið, réttinn og frelsið. Yér þolum ekki, að sjálft Iöggjaf- arþingið samþykki ranglátar og óhag- anlegar gerðir stjórnarinnar (f ritsíma- málinu o. fl.). Eða, a ð það virði vettugi mjög ein- dreginn vilja mesta hluta þjóðarinn- ar. Eða, a ð það bindi þjóðinni þyngri byrði en þörf gerist, og hún fær borið. Vér þ o 1 u m ekki, a ð meiri hluti þings taki gild ólögmæt og illa til orð- in kjörbréf (til þess að efla sinn flokk á þinginu?) Eða, a ð það meini minni hlutanum nauðsynlegar og vanalögar umræður og atkvæðagreiðslur á þinginu. Vér þolum ekki, að þingið sam þykki mikilBvarðandi mál áu vilja eða vitundar þjóðarinnar. O g í e i n u orði: vér þolum ekki neitt, sem skerðir þjóðræðið og hið rótta ogeðlilega þing- r æ ð i. , Út af þessu m. fl. var það, er hreyf- ing komst á marga hugsandi menn þjóðarinnar, og má segja, að hver ýtti undir annan að gera eitthvað til þess, að reyna að afstýra þessari stefnu þings og stjórnar. Komu bændur sér því saman um, að halda fund með f>jóðræðisfélaginu í Keykjavík 1. þ. m. f>að er því rangt hjá stjórnarblöð- unum og öðrum, sem segja, að bænd- um hafi ' verið smalað á fundinn af einum eða tveimur mönnum, að þeir hafi farið nauðugir, og að þeir iðrist eftir förina. Vér munum a 1 d r e i iðrast eftir fundarhaldið 1. ágúst. Að vísu höfum vér einlægt verið vondaufir um beinan árangur n ú þ e g a r. En vér erum þess fullvissir, að fund- urinn hefir aðvarandi áhrif á stjórnina og þingið á kom- andi tímum.en vekjandiog leiðbeinandi áhrif á þjóð- i n a. Sú óhæfa stjórnarblaðanna, að gera gys að fundarhaldinu og að velja starfs- mönnum fundarins einhver hrakyrði, er ekki svara verð. Skynsamir menn munu Ifta svo á, að það séu hnefa- högg þeirra, er þau grípa til þegar ástæður þrjóta. |>að er oft hvöt fyrir þingmenn og aðra að fylgja stjórn að málum, eink- um þeirri stjórn, sem er vís til að umbuna það með veitingu ýmissa sýsl- ana, bitlingum, krossum o. fl. Hinar smærri sálir g e t a því naum- ast brotið af sór stjórnarvinfengið, og sízt þegar ganga má að því vísu, að laun þeirra eru þá aðeins hrakyrði. En rangsnúningur, ef nokkuð er farið út í rökfærslur. þjóð vor á nú, sem betur fer, nokkra menn utan þings og innan, sem berj- ast fýrir réttindum hennar, og láta hvorki stjórnarvinfengi né flokksfylgi blinda sig eða binda á neinn hátt. þessa menn metur þjóðin ekki að verðleikum. Æskilegt væri, að hún athugaði vel stefnur leiðtoga sinna og löggjafa, og aðgætti, hverir það eru, sem gera það sem þeir geta til að losa oss við of mikil yfirráð Dana og við margs konar Kússastjórn í landinu. Mundi þá einnig koma í ljós, hvort fundar- haldið 1. þ. m. var ástæðulaust. Helli 18. ágúst 1905. Sig. Guðmundsson. Skilnaðarsamsæti var þeim haldiS í gær af mörgum Reykvíkingum (20—30) í IðnaSarmanna- húsinu, skáldsagnahöfundinum danska frk. T h i t J e n s e n og 0. P. Monrad presti hinum norska, við heimför þeirra héðan með s/s Tryggva Kongi. Þau voru bæði hór á ferð í fyrra og höfðu aflað sór margra vina og kunningja, bera bæði mikið ræktavþel til lands og lyðs, enda hafa lagt mikla stund á að kynna sér hvorttveggja. Frk. Thit Jensen er að semja sjónleik út af einni fornsögu vorri hinni helztu og frægustu. Hraðskeytamálið á þingmála- fnnduin. Ta!a hafði fallið úr á 2 stöð- um í tðíluyfirlitinu í siðasta bl. um >at- kvæðagreiðslu þingmálafundanna 1906 i hraðskeytamálinu«: i dálkinn »móti rit- sima« vantar töluna 4 á Ljósavatnsfundin- um, og i dálkinn »óákveðin atkvæði® vant- ar töluna 9 á Lágafellsfundi. Samlagning er og skökk á dálkinum »m e ð ritsima*. Þar stendur 185, en á að vera 115. Af þessum 115 atkv. með ritsíma eru 58 frá ráðgjafa-fundinum á Hrafnagili. Þar voru kjósendur lítt viðbúnir að átta sig á blekkingum þeim og ryki, sem ráðgj. hafði búið sig rækilega undir að sá yfir þá. Þar næst eru 28 atkv. frá pukursfundi á Eskifirði, sem umboðsmaðurinn nýdubbaði þar, Guttormur, — skipaður m ó t i tillög- um beggja sýelumanna yfir umboðinu — hafði laumað þar á i þágu húsbónda síns og þakklætis skyni fyrir bitlinginn þann. Hinir fundirnir allir á landintr, 53, gefa af sér samtals 29 atkv, m e ð ritsímanum. Það verður rúml. hálft atkvœdi á fund! Það eru 29 atkv. af 1611 töldum atkv.; sama sem 18 af 1000, sama sem 56. hver maður! Glæsilegt fylgi er það, sem ritsimafarg- anið og ráðgjafasamningurinn alræmdi hafa fengið! Og þó eru á 9 fundum af þessum 53 at- kvæöin ekki talin. Þess er ógetið, hversu margir kjósendur hafi verið á fundi. Þeir fundir ganga þvi frá. Þar er aðeins sagt svo frá, að þar hafi verið meiri hluti fund- armanna o. s. frv. með því eða þvi. I>ingi verður slitið mánudag 28. þ. m., að talað er eða ráðgert. Þ a r f 1 e g t þing hefir það verið, þegar það skilur við, livort sem það lifir degi lengur eða skemur! Kunningjapistill um ritsimamáliö. Keykjavík 19/a 1905. Kæri fornkunningi og flokksbróðir! Bærilega hefir nú alt gengið að svo komou. Málið er komið frá okkur upp í efri deild heilu og höldnu. Við feldum fyrir þeim allar þeirra breytingartillögur og síðast frestunina. Hún varð okkur þó erfiðust. það gerði okkur bölfun, að M. A. fór að halda hjartnæma ræðu fyrir henni. Við áttum ekki von á þvf. »Húsbóndinn« var búinn að bera svo vel á hann, hauga á hann svo miklu skjalli m. m. fyr og síðar, að við vor- um farnir að telja hann alveg með okkur. En hann hopaði er á hólminn kom í þ a ð sinn. Við erum þó von- góðir með hann. Og erfiður hefir hann satt að Begja aldrei verið okkur í sumar. þ a ð má hann eiga. En vorir menn stóðu fastir í fylk- ingu þá sem oftar. þeir voru hálf- linir framan af sumir. það er æfingin sem hjálpar. Og bankafundirnir á nverju kveldi. það er ótrúlegt, hvað þeir hafa hjálpað. þarna í sjálfu gull- húsinu þeirra húsbóndans og móður- bróður hans. Aginn hefir orðið að vera strangur stundum. En hann e r hollur. f>eir hafa leikið vel yfirleitt, okkar menn. Sjaldan sem aldreí fatast. f>að er húsbóndinn sjálfur, sem orðið hefir á stöku sínnum. En hann hefir líka svo margt að bugsa. það er ekki gaman, að eiga að hafa svo margt í höfðinu í einu, eins og hann þarf að hafa. Vera eins og þeytispjald milli deildanna og tala þar í ólíkustu mál- um fyrirvaralaust. |>að var þegar hann fór að tala um svikin, flokkssvikin við sig: að hann hefði ekki átt von á þeim, ekki varað sig á því, að s í n i r menn mundu fara að s v í k j a sig og vilja ekki hafa samninginn, sem hann hefði gert, h v e r n i g sem hann væri. En það hefði fleiri misstigið sig í hans sporum. Illþýðið var ekki lengí að grípa það á lofti og tala um, að e k k e r t segðist þá á því að svíkja 1 a n d i ð. Húsbónd- ann mætti ekki svíkja, en landið mætti svíkja. En eru þá til verri svik og andstyggilegri en drottinsvik, má eg spyrja? En þeir höfðu samt ekkert upp úr því. það hreif, held eg, svikara-nafnið, hræðslan við það. þeir hafa verið spakir og auðsveipir síðan. Illþýðið hefir ekki grætt á því, sem betur fór, þó að það ætlaði sér það. Verri var grikkurinn, sem minni hlutinn gerði af sér, þegar hann fann upp á að fallast á landþráð alla hina sömu leið, sem ritsímasamningurinn ætlaðist til, milli Seyðisfjarðar og Reykjavíkur, en með þráðlausri firð- ritun milli landa og þó 12—13 þús. kr. sparnaði á ári. því við höfðum alla tíð varið okkur með því eða okkar málstað, að ritsímasamninginn yrðum við að aðhyllast vegna landþráð- a r i n s alla leið milli Austf jarða og Reykjavíkur og allrar þeirrar miklu »kúl- túrellu þýðingar* — sögðum við, sko! — sem það hefði fyrir þjóðina, að bænda- býlin á öllu því mikla svæði kæmist í talsímasamband sín f milli. Við héldum flokksfund og komum okkur saman um að steinþegja, en greiða atkvæði með samningnum alt um það. Hvað áttum við að segja? Við g á t u m ekkert sagt, nema gefa sjálfum okkur á hann. Við höfðum engin ráð önnur við því þrælabragði. Ekki nema það þó, að við færum að láta undan samt! Við vitum vel, hvað við liggur, ef við samþykkjum ekki ritsímasamniuginn. Hann hrapar, og við hröpum! Og komum ekki upp aftur að eilífu. Við eigum nú ekki annað eftir! þessi goluþytur, sem nú er í fólki, hann hjaðnar; taktu eftir því. — Hefirðu veitt því eftirtekt, hvað þetta orð, »goluþytur«, er skáldlegt? Aldrei hefðum við eignast það orð, ef við hefðum ekki haft skáld fyrir ráð- gjafa. þegar við þingmennirnir komum nú heim í héruðin og komum kjósendum í skilning um, að þetta sé alt á tóm- um lygum bygt, og heimsku í þeim, þetta sem þeir eru að ímynda sér um ritsímann og ritsímasamninginn, þá fara þeir að átta sig. Jafnframt sigum við hundunum okkar á þá, K. og þ. o. fl., óg látum þá kalla þá e k r í 1 og uppuefna þá verstu smánarnöfnum. Eg spái þeir leggi þá niður rófuna. það er ekkert, sem bítur á þá á við háðið og fyrirlitninguna. þeir eru þá eins og mús undir fjalaketti. f>ú sann- ar það, að við h ö f u m það. Ekkert er á við það, að hafa sann- faanngu, örugga, bjargfasta, velfengna sannfæringu. Góða samvizku — hm — og gö gö-göfuga sannfæringu. Sannfær- ingu, sem er í húsum hæf hjá höfð- ingjum. Átveizlusannfæringu; það er e k k i sama og matarástarsanhfæring. Kampavínssanufæringu. þú veizt ekki, hvaða lyfting er yfir þess kyns sann- færing! þá hugsar maður hvorki um himin né jörð, o. s. frv. f>á varðar mann ekkert um kjósenda- goluþyt né þjóðvilja svokallaðan — þjóðviljaropa! —, segir sjálf stjórnar- skráin. f>jóðarviljinn! Hann sekkur, jörðin gleypir hanu, þegar við sláum matará . ., nei, átveizlusannfæringunni í hausinn á honum, eins og þegar Sæmundur fróði sló saltaranum í haus- inn á kölska forðum. — — Eg skrifa þér kannske fáeinar línur seinna, þegar þetta fargan er loks um garð gengið og maður er kominn til rólegheita. Heilsaðu kunningjuuum og segðu þeim að vera öruggir, hrækja framan í öll þjóðræðisfélög — munið eftir að kalla þau s k r í 1-ræðisfélög I —, og ann- an þess kyns óþverra, og bíða vongóðir betri tíma. pinn * * * E. S. Eg tek að mér stauraflutninginn í mínu kjördæmi, þér sagt í trúnaði. Eg veit að þ ú fer ekki að bjóða á móti mér og spilla fyrir mér ærlegri atvinnu. Eg fæ uppbót á næsta þingi, ef. eg get sýnt fram á, að eg hafi skaðast. Alt af getur viljað til, að hestur heltist fyrir manni. þær verða ekki svo léttar, þessar fj......drögur. pinn sami. Enn var óhæfan inikla samþykt í efri deild í fyrri nótt, við 2. umr. þar um fjarlögin. Ritsímafarg- anið hlaut ö 11 ráðgjafaliðsatkvæðin, 5 konungkjörin (hið 5. er í forsetasæti) I Og 3 þjóðkjörnir, 8 atkv. gegn öllum 5 atkv. hinna ómaðu þingmanna þar. Og skornar niður uinríoður þar, eins og í hinni deildinni, þegar meiri hlutanum þótti nóg komið og hann var orðinn orðlaus. Það var hann raunar löngu fyr. Orðlaus að öðru en j firskins-rök- semdum, blekkingum, brigzlum og ósanuindum, einkanlega af munni þeirra félaga, ráðgjafans og sannsöglis-ritstjór- ans konungkjörna. Afbragðsræðu hélt dr. Valtyr Guð- mundsson þá, 1 | kl.stund, mjög skýr- ingamikla fyrir málið og röksamlega. Svörin af hinna hálfu voru eintómar rangfærslur og útúrsnúningur. Hvers er von með svo i 11 u m málstað? Hér eru nöfnin (í efri d.) til minnis með ritsíma: Ágúst Flygenring Björu M. Olsen Eiríkur Briem Guðj. Guðlaugsson Gutt. Vigfússon Jón Jakobsson Jón Úlafsson Þórarinn Jónsson móti ritsíma : Jóh. Jóhannesson Sigurður Jensson Sigurður Stefánsson Valtýr Guðmuudss. Þorgr. Þórðarson

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.