Ísafold - 04.11.1905, Qupperneq 1
Stenmr nt ýmÍBt einn sinni eön
tvisv. i vikn. YerÖ árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa
1>/, doll.; borgist fyrir miÖjan
’óll (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bnndin v Ö
áramót, ógild nema komin sé til
átgefanda fyrir 1. október og kaup-
andi sknldlans við blaðið.
A fgreiðsla Auxtnrstræti 8.
XXXII. árg.
Reykjavik laugardaginn 4. nóvember 1905
73. blad.
Saumavélar ágætar í Edinborg.
Hollenzkir vindlar margar teg. í Edinborg-.
Olíumaskínur ágætar í Edinborg.
Hakkamaskínur ágætar í Edinborg.
Lampar margar teg. í Edinborg.
Sandowsböndin komin aftur í Edinborg.
Enskar skemtisögur nýkomnar í Edinborg.
I. 0. 0. F. 87III081/,
Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. í
ilverjum mán. kl. 2—3 i spltalanum.
Forngripa.safn opið á mvd. og Id 11 —12.
Mutabankinn opinn kl.10—3 og 6 */,—7 */,.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
:in á uverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd.
Almennir fundir á hverju föstndags- og
sunnndagskveldi kl. 8'/, siðd.
Landakotskirkja. Guðsþjónnsta kl. 9
-og kl. ti á hverjum helgum degi.
Landakotsspitali opinn fyrir sjákravit-
jendnr kl. 10'/,—12 og 4—6*
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 10*/,—21/,- Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafii opið hvern virkan dag
ki. 12—3 og kl. 6—8.
Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud.
*og ld. kl. 12—1,
Náttúrugripasafn opið á sunnud. 2—3
Tannlœkning ókeypis i Pósthússtrmti 14.
1 og d. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Gnfubáturinn Reykjavik
fer upp í Borgarnes
8. og 18. nóv.; 3. og 13. des.;
en suður í Keflavík
14. nóvember og 7. deaember.
Báturinn kemur við á Akranesi í
hverri Borgarfjarðarferð.
Báturinn fer alt af kl. 8
árdegis héðan.
Orðsendiii^ komings.
Hvar þar liggur fiskur undir steini.
Bitthvað furðuðu þingmenn sig á því
í sumar, er eDginn kora boðskapur til
pringsins frá konungi, heldur að eins
einhvers koDar orðsending, með alveg
nýju og hér óþektu sniði: eftirrit af
■einhverju, sem konungur á að hafa
tram flutt— og hefir sjálfsagtjgert það —
á ríkisráðsfundi og ríkisráðsritarinn er
síðan látinn hjálpa ráðgjafa vorum um
eftirrit af. Svo útbúið er það birt í
alþingistíðindunum, með eftirritsstað-
festing ríkisráðsritarans. Bngin undir-
skrift öunur, hvorki kouungs né ráð-
igjafa, — nokkurs ráðgjafa.
Eitthvað af þingmönnum furðaði sig
dálítið á þessu. En mælt er að ráð-
gjafinn hafi eytt því með einhverjum
ummælum í þá átt, að nú hefði ekki
þótt við eiga lengur að vera að rita
konungaboðskap til alþingis, úr því að
ráðgjafinn ætt nú tal við þingið augliti
stil auglitis. Ekki mun hana þó hafa
ndljað halda því fram þar með, að hann
væri konungs ígildi, ljómi hans dýrð-
ar og ímynd hans veru. f>ess hefir
Jíklega ekki gerst þörf, að útskýra
jþetta frekara. Meiri hlutanum hefir
þótt það duga, er húsbóndinn sagði
-svo sjálfur, að þetta væri alt eins og
það ætti að vera. En hinum hefir
iíklegast ekki þótt taka því, að gera
neina rekistefnu út úr þessu, með því
að orðsending þessi væri á annað borð
að efni til í raun réttri einkis virði,
■ein8 og sýnt hefir verið fram á síðan.
þingmönnum var hins vegar, báðum
flokkum, bæði Ijúft og akylt að taka
kveðju konung8 með þeirri þegnlegri
lotningu og hjartanlegri kurteisi, sem
margreynd góðvild hans og alúð oes
til handa átti tilkall til. það er alveg
hræsni8laus játning hvers manns hér
á landi, bæði á þingi og utan þings,
að aldrei hafi h a n n viljað oss nema
alt hið bezta.
það eru ráðgjafar hans, sem
vér eigum margt ilt upp á, fyr og síð-
ar. Og er þvf miður sem nú kasti
tólfunum, upp frá því er sérmálaráð-
gjafa-n a f n i ð komst á pappírinn.
það kom í ljós á þinginu síðar, hvað
þeim hafði gengið til, er orðað höfðu
þessa konungskveðju og látið ganga
svona nýrstárlega frá henni, — hver
sem átt hefir hugmyndina, hvort heldur
sérmálaráðgjafinn sjálfur eða einhver
erabættisbróðir hans í ríkisráðinu, t. d.
gamli íslandsráðgjafinn.
Meiri hlutinn vitnaði í hana, er
hann framdi þá minnisstæðu óhæfu,
að hafna hógværum fyrirvara minni
hlutan3 um óskert landsréttindi vor f
sambandi við hina ólöglegu skipunar-
aðferð við sérmálaráðgjafann, er hann
hljóp af stokkum, en samþykkja öl-
musulegt jákvæði við þeirri lögleysu.
þeir eru margir, sem flogið hefir í
hug út af þvf, hvort refarnir muni
nú ekki hafa verið til þess skornir,
þessir sem undir hafi búið konungs-
kveðjunni. Hvort frumkvöðull hennar
eða frumkvöðlar hafi ekki hugsað sem
svo: það er alveg óhætt að láta hana
flakka, þessa ábyrgðarlausu orðBend
ing; þeir hafa ekki vit á því, íslend-
ingar, að þeir geta eDgin réttindi á
henni bygt, er henni fylgir einkis
mann8 ábyrgð, ekki neins ráðgjafa, er
ábyrgðina hafi á hendur tekist með
undirskrift sinni, en láta leiðast af
henni til að ímynda sér, að nú aé
öllu óhætt — forsætisráðgjafaundir-
skriftin undir sérmálaráðgjafaskipunina
hafi engin ískyggileg efcirköst. Firran
þeirra sú sé þar með úr sögunni. þar
með láci þeir alt gott heita og sam-
sinni lögleysunni, eða þessu sem þeir
k a 11 a lögleysu.
Með því lagi yrði skiljanlegt rykið
og vífilengjurnar, er ráðgjafinn skyldi
gera grein fyrir þeesari nýbreytni með
konungsboðskapinn. þetta væri þá á
sömu bók lært og önnur framkoma
hans margvísleg.
Annað mál er það, að alt verður
þetta konungskveðjumál lítilavirði að
því leyti til, að orðsendingin var að
efni til svar út f hött við því, eem
hér hafði verið fundið að og var merg-
urinn málsine.
Hér hafði verið að því fundið, að
forsætisráðgjafinn danski hafði undir-
8krifað skipun sérmálaráðgjans og
eitt hið mikilvægasta eérmál þar með
verið lagt undir danskan embættis-
mann, sem enga ábyrgð ber sinna
gjörða fyrir alþingi.
En í stað þess að svara því, og þá
annaðhvort verja það, eða gefa í skyn,
að slíkt mundi ekki verða gert eftir-
leiðis, þá er aðeins svo að orði kom-
ist í margnefndri konungskveðju, að
»nú hafi málameðferð ríkisþingsins eigi
lengur nein áhrif á ákvörðun mína
(þ. e. konungs) um það, hvort ráð-
herraskifti eiga verða á íslandú; og
vitnað f dönsku ráðgjafaskiftin í byrj-
un ársins.
þar er ekki einu orði að því vikið,
að for8ætiarúðgjafinn eigi ekki að hafa
eða muni ekki verða lácinn hafa áhrif
á það, hvort ráðgjafaskifti verða á ís-
landi eða ekki. þar er ekki gefið í
skyn með einu orði, að danskir ráð-
gjafar, forsætisráðgjafinu eða aðrir, eigi
ekki að ráða því eftirleiðis og bera á-
byrgð á því, hver sé íslandsráðgjafi.
það er raunar þvert á móti sagt þar
óbeinlínis, að svo s k u 1 i vera. það
verði engin breyting á þeirri tilhögun,
sem oss hafði mislíkað 'og vér talið
ólöglega.
Steinar voru oss því gefnir fyrir
brauð með margnefndri konungskveðju
að þ e 8 s u leyti.
það er því tvent um hana að segja:
annað það, að vór græðum ekkert á
henoi og hefðum ekki grætt, þó að
fylgt hefði henni regluleg ráðgjafa-
ábyrgð; og annað hitt, að ábyrgðar-
leysið gerir Blíka kveðju oss gagnslausa
í stjórnskipulegum skilningi, hversu
mikið sem í hana hefði verið varið að
efni til.
Stranclferðabátarnir
eru báðir komnir úr sinni síðustu
ferð, s/s Hólar í fyrra dag, en s/s
Skálholt á miðvikudaginn. Mikill
sægur farþega var á Hólum, eitt-
hvað á 5. hundrað, og margt nokkuð
á Skálholti. Skálholt lagði á stað
heim til Khafnar í gærkveldi. Hólar
eiga að fara á mánudaginn.
Tíðarfar.
Miklar stillur hafa verið hér svo
vikum skiftir, oft heiðríkja dag eftir
dag, með dálitlu frosti og auðri jörð
nema til fjalla. Haustið alt óvenju-
hægviðrasamt.
Skírnir.
Skírnir. Þrið'ja hefti 1905.
Bls. 173—288.
þar er fremst nýtt kvæði eftir Macth.
Jochum8son: Noregshvöt, ort á
ferð norður með Noregi í vor, þá daga,
»er þar lágu hin nýju stórtíðindi í loftú,
snjalt og dýrt kveðið. Hvötinni beint
að íslendingum: að »inna sannan sam-
hug, þanns Norðmenn kenna«; og er
hennar sízt vanþörf, er stjórn og þing
virðist hafa svo ríka tilhneiging til að
svínbeygja þjóðina undir útlent vald.
þá flytur heftið tölu eftir Boga Th.
Mehted um ísl. verzlun og sam-
vinnufélagsskap. Hann styður
það mál, að samvinnufélagsskapur færi
sem mest út kvíarnar, að dæmi Dana,
og að landsmenn spari svo mikið sem
hægt er milligöngu kaupmanna. Hann
hyggur að uærri muni láta, að verzl-
unartilkostnaður landsmanna nemi 8 —
10 milj. króna á ári. Verzlunarmagn-
ið er nú líklega nál. 25 milj. »Tak-
mark sameignarfélagsskaparins er, að
losDa við alla óþarfa milligöngumenn,
afnema alla óráðvendni í viðskiftum,
venja menn á sannsögli og sparsemi f
framleiðslu og kaupskap, venja menn
á vöruvöndun og láta allan ágóðann af
vörunum lenda hjá þeim, sem búa þær
til«. Almennilega höfn í Reykjavík
eða við Skerjafjörð, og tíðar millilanda-
ferðir. Rafmagnssporbraut frá Reykja-
vík austur að þjórsá, þar sem notað
væri aflið úr Búðafossi í þjórsá eða
fossunum í Soginu. Rafmagnsspor-
brautir þrisvar sinnum ódýrari en járn-
brautir, segir hann. — þessar eru
framtíðarhugsjónir höf., fagrar heldur
og girnilegar.
Um íslenzk höfuðból ricar
Guðm. MagnÚ8son skáld — kemur með
Skálhölt í þessu hefti. þar eru með
j 2 uppdrættir af Skálholti frá ofanverðri
18. öld, annar úr safni Jóns Sigurðs-
sonar, hinn tekinn eftir ferðabók Gai-
mards hins franska, er út kom nokkru
fyrir miðja öldina sem leið, mjög greini-
legt yfirlit yfir húsaskipun á staðnum
þá; húsin alls 60—70. Ljósmynd er
síðasc í greininni af Skálholti nú á
dögum, með umbættum húsakynnum
frá því er lakast gerðist eftir það er
þar hætti að vera biskupssetur, þótt
kotbær sé enn hjá því sem áður gerð-
ist, t. d. fyrir 300 árum, er talin eru
fram á staðnum við biskupaskifti 425
geldneyti, meira en 700 sauðir og nær
700 hross.
Mjög hlýtt og hugnæmt ættjarðar-
kvæði um Herðibreið, eftir Sig-
urð Jónsson frá Helluvaði, mjúkt kveð-
ið og slétt.
Magnús Stephensen f. landshöfðingi
hefir þýtt grein eftir amerískan stjörnu-
fræðing um tvístjörnur, dálítið