Ísafold - 04.11.1905, Blaðsíða 3
í S A F 0 L D
291
Mareoni-skeyti
----- 3. nóv.
Rússar fá stjðrnarbót, m. fl.
Boðskapnr birtist í gær frá Rússa-
keisara, þar sem hann veitir þiugstjórn-
arskipun (constitution), en talar um
miklar áhyggjur út af óeirðunum og að
hann hljóti að neyta allrar orku til að
þeim létti sem fyrst. Boðskapurinn
veitir öllum (þegnum keisara) mann-
helgi, samvizkufrelsi, málfrelsi og félaga-
frelsi. Löggjafarþing stofnsett og kosn-
ingarréttur veittur stéttum, sem hann
er nú fyrirmunaður.
Birting þessa boðskapar virðist hafa
linað nokkuð óstandið í laudinu, og eru
járnbrautarferðir byrjaðar aftur á 3
höfuðjárnbrautunum á Rússlandi norð-
anverðu.
Sósíalistar í Pétursborg gáfu þó út
ávarp um að baráttunni væri ekki af-
létt enn.
Þrátt fyrir boðskap keisara heldur
verkfallið í Varsjá áfram, vegua þess að
sósíalistar heimta fulla uppgjöf við
stjórnmála-afbrotamenn, sem nú eru í
haldi.
Byltingaruppþot í dag í Pétursborg
og skoruðu leiðtogarnir á lyðinn að
hrinda af sér eitivaldshöfðingjunum.
Enn helzt við megn æsingur á Rúss-
landi. Byltingarróstur í sumum bæjum
hafa réttlætt hinar ströngu yfirvalds-
ráðstafanir gegn þeim; í öðrum bæjum,
einkum Pultava, hat'a hermenn og lög-
reglulið beitt mjög svo gegndarlausri
grimd; í Odessa og í Kieff er óskaplegt
uppnám og veður skríllinn þar uppi;
þar hefir verið veizt að Gyðingatolki al-
varlega.
Slept var í Varsjá 300 stjórnmála-
afbrotamönnum, er hafðir voru f haldi,
eftir kröfu byltingarmúgs. Og er synj-
að var um að láta 50 aðra lausa, sló í
harðan bardaga, og féllu þar 16 manns,
eu 73 urðu sárir.
í Pétursborg hefir verkfallsnefndin
ályktað að hætta verkfallinu.
Ýmislegt.
Heilbrigðisstjórnin í New York hefir
skipað svo fyrir, að læknisskoðun á far-
þegum frá öðrum löndum í 1. og 2.
farrými skuli eftirleiðis vera eins ræki-
leg og nú er í lakasta farrými.
Af þýzku herliði í Afríku útsunnan-
verðri féllu 18 í bardaga við Hotten-
totta, sem stóð heilan dag, en 36 urðu
sárir.
Bæjarstjórn Keykjavíkur skoraði
á fundi sínum i fyrra dag á félagið Málm
að bæta við 3 viðaukagreinum við lög þess,
samkvæmt tillögum málmnámsnefndarinnar,
í þá átt, tð afstýra gjörræði þvi, er félag-
ið þykir sýna sig í við almenuing, er hluti
vill eignast í félaginu.
Sigurður Thoroddsen var kosinn í Sund-
laugarnefnd í stað Guðm. Björnssonar, sem
er erlendis.
Formaður skýrði frá, að Lúðrafélagið
hefði skilað bænum aftur lúðrunum, með
þvi að það vildi ekki halda áfram lúðra-
þyt með þeim kjörum, er því stóð ti! boða.
BæjarBtjórn samþykti að bjóða 300 kr. styrk
nýju félagi, er halda vildi uppi lúðrablæstri.
Pétri Bjarnasyni sbipstjóra m. fl. synjað
un erfðafestuland.
Ymsum málum vísað til nefnda.
Samþ. brunabótavirðing á þessum hús-
eignum, i kr.:
Astráðs Hannessonar við Smiðjnst.. 6,298
Daviðs östlunds (samkomuhús) . . . 6,014
Guðm. Kgilssonar við Laugav. . . . 20,316
Guðm. Jóelssonar i Hverfisg........2,591
Gnðm. Þórðars. o.fl.við Bergstaðastr. 9,686
H. S. Hansons o. fl. við Klapparst. 8,079
Helgu Hafliðad. við Klapparstig . . 4,347
Jóns Guðmundss. i Sauðagerði , . . 7,003
Jóns Sveinssonar við Templarasund 24,656
Þorsteins Sigurðssonar, Laugaveg . . 6,599
Þorsteins Tómassonar, Lækjarg. . . . 14,154
Páfabréf Sigfúsar.
því má ekki eins kalla það gáfulegt,
eins og kátbroslegt, þetta, að flokkur-
inn með falsnafuið milli fuglslappanna
(»heimastjórnarfl.«) gerir aðalútflutn-
ingsagent landsins að þjóðmálaleiðtoga
sínum og stjórnspekinnar útvöldum
spámann; frammi fyrir lýðnum — sjá
hirðisbréf hans (páfabréf), frá í haust,
birt í síðasta bl. jpjóðviljans ?
Með lausnarmiða til Ameríku f öðr-
um vasanum, en dönsk himnabréf í
hinum, þ. e. vörugyllingarseðla flokks-
ins um danskt hjáleigu-jarðnæði með
falsheitinu »sjálfs3tjórnarvísir«. Ann-
aðhvort til Ameriku, eða í Hafnar-
stjórnarpokann, — er ekki svo sem
dágóð samkvæmni í því?
Lífselixír utan á glasinu, en innan í
fúlt tjarnarvatn með ögn af spritti
saman við — er það ekki lagið það,
sem Brama-kaupmennirnir kváðu hafa
og græða mest á?
»Sjálfsstjórnarvísir« og »sjálfsstjórnar-
félög« utan á, en innan í flatmagandi
undirgefni undir ólöglega útlenda
yfirdrotnun og útlent og innlent pen-
ingavald — hví skyldi það ekki eiga
ljómandi vel saman?
»þið skuluð vara ykkur á því, að
vera að undirskrifa skjöl frá Jpjóðræð-
isfélaginu. þið m e g i ð ekki það. jpið
getið farið ykkur að voða, óvitarnir.
þið megið ekki hafa annarlega guði
fyrir mér; á mig eigið þió að trúa
og þá vini mína Jón og Hannes, stóra
sannleikann og stóra vitið. Hvað eigið
þið að gera með kosningarrétt, bjálf-
arnir, ef þið kunnið ekki með hanu
að fara betur en þetta?
þegar við látum imikilsvirta stjórn-
málamenn« >rekja vefínm, svo mikils-
virta, að nafni þeirra verður að halda
leyndu, svo að það vanhelgist ekki á
vörum ykkar, þöngulhausanna, þá eig-
ið þið að beygja kné ykkar og byrgja
augun fyrir ofbirtunni, en láta óminn
líða inn um hlustirnar, og — trúa, trúa I
jpið s k i 1 j i ð hvort sem er hvorki það
né annað, þorsk kindurnar, sem látið
ginna ykkur til að sækja bændafundi
og skrifa undir þjóðræðisskjöl#. —
Mundi ekki lagið helzt sungið svona
af forsöngvurum fuglslappa-liðsins, ef
hræsnislaust skyldi vera?
Síðdegisguðsþjónusta í dómkirkjunni á
morgun kl. 5 (J. H.)
(Þakkarávarp). Um leið og eg þakka
öllum þeim er heiðruðu útför [mins elskaða
eiginmanns, Stefáns Þ. Steiánssonar, með
návist sinni og á annan hátt hafa tekið
þátt í sorg minni og rétt mér hjálparhönd,
leyfi eg mér sérstaklega að færa Bárufélag-
inu og stjórn þess þakklæti fyrir útförina,
sem það annaðist mér að kostnaðarlausu.
Sömuleiðis þakka eg mönnum þeim, er
gengust fyrir samskotum handa okkur hjón-
um á síðastliðnu sumri, ásamt gefendum
öllum. Þessum mönnum öllum færi eg hér
með mitt innilegasta þakklæti og bið af
alhug góðan guð að launa þeim af rik-
dómi sinnar náðar, fyrir allar þeirra vel-
gjörðir mér til handa.
Vorhúsum i Reykjavík.
Guðriður P. Einarsdóttir.
Tapast hefir snemma sumars dökkgiár
foli, 4 vetra, ótaminn, aljárnaður, sauð-
styggur; mark : heilrifað hægra. Finnandi
er vinsamlega beðinn að gera mér undir-
skrifuðum viðvart sem 'fyrst.
Reykjavik 4. nóv. 1905.
Lýður Bjarnason trésm.
Peningabudda, með nál. 7 kr., týnd-
ist i gærkveldi. Finnandi er beðinn að
skila henni i afgreiðslu ísafoldar.
gy Kaupendur
ISAFOLDAR
hér í bænum, sem skifta um bústaði,
eru vinsamlega beðnir að láta þess
getið sem fyrst í afgreiðslu blaðsins.
tilkynni8t, að
eg dvel hér á
Akureyri og í
nærliggj. sveit-
um fram að næstkomandi nýári, og
bið þá, sem þurfa að finna mig í fjár-
kláðaerindum, að skrifa mér hingað
eða finna mig hér.
Eftir nýár ferðast eg um Skagafjarð-
ar-, Húnavatns-, nokkuð af Stranda-,
Dala-, Mýra-, Borgarfjarðar-, og Kjós-
arsýslu, til þesa að veita móttöku
skýrslum og auglýsingingum eftir skoð-
anirnur í ,íde3embermánuði þ. á.
Onnur tkoðun fer fram í marzmán-
uði.
Allir fjáreigendur eru skyldir til að
rannsaka fé sitt á hálfsmánaðarfresti
og gefa skýrslu til sýslumanna um,
hvort vart hafi orðið við kláða.
Jafnframt leyfi eg mér að biðja
menn í Árness og Rangárvalla sýslum,
að senda skýrslur sínar um fjárkláða
og annað þar að lútandi til stjórnar-
ráðsins.
p. t. Akureyri, 3. okt. 1905.
0. Myklestad.
I verzlun
W. O. Breiðfjörðs
eru komin hin marg eftirspurðu
hroknu sjöl, káputau og m. fl.
Verzlunaratvinna.
Lipur, reglusamur og aðgætinn verzl-
unarmaður, sem er fær um að færa
bækur og veita verzlun forstöðu, þeg-
ar á liggur, getur fengið fasta atvinnu
við stærri verzlun hór í bænum frá
1. jan. þ. á.
Árslaun 800 kr. með 50 kr. árlegri
launaviðbót og tilteknu hundraðsgjaldi
(prós.) af þeira peningum, er inn koma
fyrir seldar vörur.
Umsóknir um stöðu þessa skal auð-
kenna Hermes og senda á sknfstofu
ísfoldar hið fyrsta.
Þjóðræðisfélagsfundur
miðvikudagskveld 8. nóvbr.
í Báruhúsinu.
Mag. art. Guðm. Finnbogason
talar um
Hj aöingavíg
°g byrjar kl. 9 Fundarsalur opinn
frá kl. 8£
Félagsskírteini ber að sýna við inn-
ganginn — þau fást á skrifstofu ísa-
foldar frá því á þriðjudagsmorgun.
|>au fást í Félagsbakaríinu.
Enginn, sem þeim venst, þó ekki
sé nema viku tíma, vill vanaleg rúg-
brauð framar.
Bakarí.
Með því að eg er hættur við að reka
bakaraiðn mína og ætla mér að fara
utan og vera nokkra stund að heiman,
leyfi eg mér að skora á háttvirta
skiftavini mína, sem hafa í höndum
brauðmiða frá mér, að koma fram
með þá sem allra-fyrst, til að fá þeim
skift við brauðmiða úr Félagsbakaríinu.
Virðingarfylst
Emil Jensen.
Violinspil
Undirritaður tekur að sér kenslu í
Violinspili og útvegar Musik til dans-
leika og anuara skemtana.
Mig er að hitta í Breiðfjörðshúsi
milli 12—1 og 5—6 e. m.
P. Bernburg.
Frikirkjan
verður vígð 21. sunnud. e. Trin. (12.
uóv.). Næsta sunnudag þar á eftir
fer fram ferming í söfnuðinum.
Flestallar
nauðsynjavörur
fást í verzlun
M. Matthíassonar.
Sveitamenn
sem koma langar leiðir til að útvega
sér
s a 111' i s k,
ættu að líta inn í
verzl. GODTHAAB.
Vasapenna úr gulli
(sjálfblekunga)
bæði Pelican og Parkers, útvegar
Sigurður Guömundssen.
íi etagarn
og alt til bátaútgjörðar fæst hvergi
betra né ódýrara en í verzl.
Godthaab.
Trælast ojí Muisten.
Bedste kvaliteter i alleslags tömmer,
planker, battens, hövlede og uhövlede
borð samt snedkermateriale og mursten
sælges billigst og leveres i alle havne fra
Anton H. Mysen, — Mysen, Norge.
Prisopgaver tilstilles paa forlaugende
Fragten besörges sluttet til laveste satser.
Betalingen erlægges i nærmeste bankaf-
deling tnod varernes connossement.
TiíVn er- beztci og ódýraata liftrygginyafélagib
U&ll (sjá ivuglý8tan samanburö.j Enginn ætti
1 1 ao drnga að liftryggja Rig. Aðalum-
boðsmaður lyrir Suðurland: D. 0stlund.
Chocolade-fabriken
Elvirasminde.
Aarhus
raælir með sínum viðurkendu Choco-
ladetegundum, sérstaklega
Aarhus Vanille Chocolade
Garanti Chocolade
National Chocolade
Fin Vanille Choclade
og sömuleiðis með Cacaodufti, sem vér
ábyrgjumat að sé hreint.
Hið ágæta margeftirspurða
yíirsængurfiður
er aftur komið í verzl.
Godthaab.
Til heimalitunar viijum vérsér-
staklega ráða mönnum til að nota
vora pakkaliti, er hlotið hafa verðlaun,
enda taka þeir öllum öðrum litum
fram, bæði að gæðum og litarfegurð.
Sérhver, sem notar vora liti, má ör-
uggur treysta því, að vel muui gefast.
— í stað hellulits viljum vér ráða
mönnum til að nota heldur vort svo
nefnda »Castorsvart«, því þessi litur
er miklu fegurri og haldbetri en nokk-
ur annar svartur litur. Leiðarvísir á
íslenzku fylgir hverjum pakka. — Lit-
irnir fást hjá kaupmönnum alstaðar á
íslaudi.
_____Buchs Farvefabrik-
Kartöfiur
fást í verzlun
Björns Kristjánssonar.
2 dnglegum vinnumðnnum er ósk-
að eftir á stórt heimili hér nærlendis gegm
hán k&npgjaldi, frá 14. mai nsssta ár. Ritstj.
vísar á.