Ísafold - 04.11.1905, Síða 4
292
ÍSAFOLD
ALFxl LAVAL er langbezta og algengasta skilvinda í heimi.
I. O. G. T.
Aímælis-fag-naður.
V,Ð höfum til sölu ágæta íiskikúttara: »Frances«, »Mar-
garet«, »Neptune« og »Adder«. — Öll þessi skip hafa til skamms
tíma verið í þjónustu hinnar brezku stjórnar; þau eru gerð úr
eik og tekk, eirseymd og eirslegin; eru óvenjulega sterk. Þeim
fylgir mikið af seglum og öllum áhöldum og hafa alla tið haft
bezta viðhald.
Skip þessi eru ákaflega hentug til fiskiveiða við ísland.
Áreiðanlegir kaupendur geta komist að góðum borgunar-
skilmálum, en verða þó að borga nokkuð af kaupverðinu við
móttöku skipsins.
Skipin eru til sýnis í Hull á Hnglandi.
Við ráðum þeim, sem vilja kaupa góðan kútter, til að skoða
þessi skip, og erum fúsir á að láta upplýsingar og aðstoð okkar
í té þeim sem kynnu að gefa sig fram.
Um kaupin ber að semja við undirskrifaða eigendur skipanna:
V. A. Massey & Co.
Hull. — England.
KONUNGrL. HÍRÐ-YERKSMIBJA.
II
mæla með sinum viðurkendu Sjókólaðe-tegundum, sem eingöngn
eru búnar til úr
Jinasta iJiafiaó, Syfíri oy ^Janilh.
Ennfremur Kakaópúlver af beztu tegund. Ágætir vitnis-
burðir frá efnafræðisrannsóknarstofum.
C. Proppé Dýraflrði selur Stabil.
H. P.DUUS
-= Reykjavík 5-
Nýkomnar vörur:
Agæt amerík. Epli og Perur — Hvítkál — Rauðkál — Gryneberger
syltu-etlik /— Demarara-sykur — Maismjöl — Hið alpekta
Consum Chocolade (frá Galle & Jessen) — Margarine (mjög gott)
í i pd. stykkjum — Mörk Carlsberg — Ballancelamparnir eftir-
spurðu eru nú komnir aftur, sömul. mjög fallegir Borðlampar.
it ilsti
í járnverzlun Gísla Finnssonar.
Einingin nr. 14 heldur 20 ára af-
mæli sitt, síðari hluta þessa mán.
Einingin nr. 14 heldur fund hvern
miðvikudag kl. 8 síðdegis.
Einingin nr. 14 kappkostar að gera
fundi sína fræðandi og skemtandi.
Einingin nr. 14 er stærsta stúka
og vill vera bezta stúka landsins.
Einingin nr. 14 býður öllum góðum
mönnum og konum til ún að koma.
Næsti fnndur myd. 8. þ. m.kl.8siðd.
Penin^abudda
týnd á götum bæjarins. Finnandi
skili i afgreiðslu ísafoldar gegn fund-
arlaunum.
V erzlunarmaður
ungur, reglusamur, vanur bókfærslu og
afhending, talar og skrifar 4 tungu-
mál, óskar eftir atvinnu við verzlun
eða á skrífstofu; helzt sem fyrst. Góð
meðmæli fyrir hendi.
Upplýsingar gefur úrsmiður
Pétur Hjaltesteð.
Smá-úrklippur
úr viðurkenningarbréfum um hina miklu
yfirburði, sem Kína Lífs Elixír frá Valde-
mar Petersen, Friðrikshöfn, Kaup-
mannahöfn, hefir.
Eg hefi sfðan eg var 25 ára gamall
þjáðst af svo illkynjuðu maga-
kvefi, að eg gat næstum þvf engan
mat þolað og fekk enga hvíld á nótt-
um, svo að eg gat næstum því ekkert
gert. |>ó að eg leitaði lækniehjálpar,
fór mér síversnandi, og eg var búinn
að missa alla von um bata, þegar eg
reyndi Kína Lífs-Elixír Waldemars
Petersens. Mér hefir batnað af hon-
um til fulls, og eg hefi fengið matar-
lystina aftur. Síðan hefi eg ávalt
haft flÖ8ku af Kína Lífs Elixír á heim
ili mfnu og skoða hann bezta húsmeð-
al, sem til er.
Nakskov 11. desember 1902.
Christoph Hansen hestasali.
Ekta Kína-Lífs E1ix í r . Á
einkunnarmiðanum á að vera vöru-
merkið: Kínverji með glas í hendi og
nafn verksmiðjueigandans: Waldemar
Petersen, Frederikshavns, Köbenhavn,
og sömuleiðÍ8 innsiglið V. P. í grænu
lakki á flösku8tútnum.
Fæst hvarvetna fyrir 2 kr. fluskan.
íðnaðarmannafél.
Fundur í kveltl kl. 8x/2*
Áríðandi liúsmál.
Skemtanir i vetur.
Stj órnin.
Njúiimmafélaiið
Báran nr. 1
f Reykjavík heldur afmælisskemt-
un sína þriðjudaginn 14. nóvember
næstkomandi. Allir skuldlausir með
limir geta vitjað aðgöngumiða í Báru-
húsið laugard. 11. þ. m. frá kl. 10
árd. til kl. 6 síðdegis og sunnud. 12.
kl. frá 9 árd. til kl. 10x/2 og frá kl. 3
til kl. 6 sfðdegis.
Skemtunin byrjar kl. 8 síðd.
Nefndin.
Fjármark Þórðar Erlendssonar
í Skjaldakoti á Yatnsleysuströnd er: sýlth.
hiti fr., stúfrifað vinstra, biti fr.
Peningar fundnst laugard. 28. f. m.
á Hverfisgötu. Eigandi vitji þeirra til Sig.
Jónssonar Kasthúsum.
Nú ættu þær stúlkur sem vilja gefa sig
i vetrarvist, eða úrsvist, að gefa sig fram
sem fyrst á vistráðningarstofu Kristínar
Jónsdóttur Yeltusundi 1.
Herbergi fyrir litla þiifna fjölskyldn
til leigu á Langav. 88._____________________
Góð kjötilát fást keypt i Hegningar-
húsinn.
Hvergi annað eins úrval af ullarnærföt-
nm, allskonar, hvitum og mislitum milli-
skyrtum eins og bjá Kristínu Jónsdóttur
Veltusundi 1.
Ódýra og fallega k r a u s a selur Ragn-
heiður Jensdóttir Laufásvegi 13.
Týnd rauð svunta. Einnandi skili f af-
greiðslj ísafoldar gegn fundarlaunum.
Hið íslenzka
kristniboðsfélag-
heldur fund þriðjudaginD 7. þ. m. kl.
8 8Íðdegis í húsi K. F. U. M. Allir
þeír, sem þegar hafa skrifað sig f fé-
lagið, eru beðnir að fjölmenna. Sömu-
leiðis eru allir velkomnir, er í félagið
vilja ganga.
Reykjavík 3. nóvember 1905.
Lárus Halldórsson.
Bókasafn
Jóns Þorkelssonar rektors
verður selt við opinbert uppboð í
Reykjavík sfðarahluta janúarmánaðar
1906. Uppboðsdagurinn verður aug-
lýstur síðar. Prentuð skrá yfir bæk-
urnar er til sýnis: á ísafirði hjá hr.
f>orvaldi fyrv. héraðslækni Jónssyni;
á Akureyri hjá hr. Frb. Steinssyni
bóksala og á Seyðisfirði, hjá hr. Lárusi
bóksala Tómssyni.
Jarðepli,
laukur, kálhöfuð,
gulrætur og margt fleira í verzlun
M. Matthíassonar.
Samkomuhúsið
B B T B L
við Ingólfsstræti og Spítalastíg.
Samkomur verða haldnar framvegis
eins og hér segir:
Sunnudaga:
Kl. 11 f. h. Prédikun.
Kl. 2 e. h. Sunnudajaskóli.
Kl. 6’/2 e. h. Fyrirlestur.
Miðvikudaga:
Kl. 8 e. h. Biblíusamtal.
Laugardaga:
Kl. 11 f. h. Bænasamkoma og
biblíulestur.
Kirkjusálmasöngsbókin verður við-
höfð.
Allir velkomnir á samkomurnar.
Vinsamlegast
D. Östlund-
Yagníiburður,
Vaselínsverta, Skógljái, Ofngljái og
Málmgljái í verzlun
Matth. Matthíassonar.
Hvítt kjólaefni,
sem má þvo, mjög hentugt á dans-
leiki.
Blúndur — Millumverk — Kvenbelti
Slipsi — Kvenbrjóet,
Hér saiimað
allskonar nærfatnaður fyrir karlmeun,
kvenfólk og börn.
Millutnpils — Skírnarkjólar.
Ateiknað
Servíettur og dúka á angola^ og hör-
lóreft.
Af þessum vörum, ásamt öðrum
vefnaðarvörum, hefi eg nægar birgðir.
Orðlögð eru:
fataefDÍn frá Iðunni,
sem eg hefi útsölu á.
Louise Zimsen.
Chocolade,
Creme-Chocolade, Konfekt og Brjóssyk-
ur í verzlun c
M Matthíassonar.
Ritstjóri Björn Jóneson.
Isafoldarvrentsmiðja.