Ísafold - 16.12.1905, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.12.1905, Blaðsíða 1
V 9£emur út ýmist einn sinni eöa tvisv. í vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/s doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við iramót, ógild nema koœin sé til útgefanda fyrir l. október og kaup- andi sknldlans við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8. XXXII. árg. Reykjavík laugardaginn 16. desember 1905 80. blað. I. 0. 0. F. 8712228 >/,. Aagnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 i spítal Forngripasafn opið á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2J/a og o1/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skritstofa frá 8 árd. til 10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 siðd. Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—6. Lan'dsbankinn 10 x/a—2 */*. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Landsskjalasafnið á þrdn fmd. og ld. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúragripasafn á sd. 2—3. Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.og3.md. 11—1 Jólahátíðin er í nánd! Jólahátiðin er hátíð allra manna. Flestir þurfa því að fá sér eitthvað til jólanna: jólagjafir handa vinum, vanda- mönnum og börnum. — Jólabazarinn í Edinborg getur í fylsta máta uppfylt þarfir manna í þessu efni, í hvaða stétt og stöðu sem þeir eru. Bazarinn er skrautlegur mjög og fjölbreyttur; og fiist þar munir, sem aldrei hafa sést fyr hér á landi, t. d. Spiritista rannsóknar-verkfæri af ýmsum gerðum, sem erlendis eru álitin á- reiðanleg til notkunur við rannsóknir á dularfullum fyrirhrigðum. Fiestir munu hafa yndi af því að koma á jóla- bazarinn i Edinborg, gizka á þumlungafjöldann i garnhnyklinum, og ef hepnin er með, fá í nýársgjöf 30— 20—eða xo krónur. — Hvergi í bænum geta menn átt von á slíkum verðlaunum, nema í verzl. EDINBORG. Verzlunin GODTHAAB Glys og glingur fæst e k k i < (O ct> co *© í verzluninni Godthaab < > o» a> en allar GX a> xr c eð *© ’S nauösynjavörur 5T 3 CD ‘CÖ OJ til jólahátíðarinnar 3 W JO eru beztar og ódýrastar L? C3 í verzluninni 3 8 GODTHAAB. Ox Verzlunin GODTHAAB Pað þarf ekki aö gizka á hvar mest og bezt úrval sé af alls konar vefnaðarvöru og öðrum nauðsynlegum varningi til jólanna, þvi það vita allir að er í IngólfshYoli. Marconi-skeyti --- 14. des. Komið er svo fram úr öllum krögg- um um skipun ráðaneytisins nýja á B n g 1 a n d i, að allur una vel við, þeir er hlut eiga að máli. Nú er fullyrt., að Grey verði utanríkisráðgjafi. Nýju ráðgjafarnir voru settir inn í embætti á þriðjudaginn (12. des.). Haldið er þó, að þing muni verða rofið um 10. jan. og (og þá efnt til nýrra kosninga). Campbell-Bannerman (ráðaneytisforset- inn nýi) er enn önnum kafinn að skipa hin minni háttar embætt í stjórninni nýju. Winston Churchill hefir verið akipaður undirráðgjafi fyrir nýlendurnar. Fréttir frá Rússlandi segja her- mannauppreisn vera enn að færast út um landið. í einni setuliðsborginni tóku verka- menn hergagnabúrið, vopnuðust og tóku yfirliðþjálfa einn til höfðingja einn yfir sig. Verkmannaráðið^ í Pétursborg hefir skorað á verkamenn að taka út það sem þeir eiga inni í sparisjóðum, en það eru 943 miljónir rúfia ( = 2830 milj. kr.). Sparisjóðirnir búast eftir mætti við að gegna því, ef nauðsyn krefur; en mjög þykja horfur ískyggilegar í því efni. Viðbúnaður er hvarvetna sýnilegur ítil uppreisnar með vopnum, og er haldið að hún muni byrja snemma í janúarm. Stjórnin tekur nú til harðari ráða til að bæla niður róstur og verkföll. Keisari hefir vottað Kósökkum þakkir fyrir góða frammistöðu þeirra og óþreytandi í þarfir föðurlandsins. Herliði sló saman við sósíalista á Varsjá. þar féllu 4 af sósíalistum, en .margir meiddust. Blóðugar róstur eru sagðar frá Riga; skríll gerði þar kirkjuspjöll og rændi eignir einstakra manna. þýzkir íbúar í Riga hafa búist. vandlega og skipu- lega til varnar; þeir hafa meira en þúsund hermannabyssur, er þeir hafa aflað sér frá öðrum löndum. Á fulltrúafundi verkmanna var ályktað að fresta almennu verkfalli þar til er alt væri svo vel undirbúið, að vel hepnaðist. Hraðskeyti frá Berlfn segir þar vera 80,000 flóttamenn frá Rússlándi. Gisti- skálar allir fullir. Root (utanríkisráðgjafi Bandarík- janna) og franski eendiherrann í Wasbington áttu með sér langa ráð- stefnu um ástandið f Venezuela, sem fer dagversnandi. Bandaríkin kappkosta þó af öllum mætti að jafna það mál viðunanlega. Mælt er að bráðum muni birt verða lofun þeirra Alice Roosevelt (dóttur forsetans) og Longwortbs þingmanns (á sambandsþinginu). Yfirherskipasmiður Bandaríkjanna hefir lagt til, að gerð sé þurrakví, er taki stærstu herskip, í Pensacoln í Florida, með því að sá bær liggi svo vel við til hernaðar. Tuttugu þúsund smálesta hverfihjóls- gufuskipið Carmania (Germania?), er Cunard línau hefir látið smíða sér, er komið til New York úr sinni fyrstu ferð, og þykir hún hafa mjög vel tekist. Vitaskipið út afNantucketey (íBanda- ríkj.) varð lekt í rokinu á sunnudaginn. Bjargar var kvatt með loftskeyti, og kom hjálpin í tæka tíð til að bjarga skipshöfninni. Vitaskipið sökk eftir fáeinar mínútur. Misklíðin með Tyrkjasoldáni og stór- veldunum hefir jafnast að mestu; stór- veldin hafa slakað nokkuð til, til þess að ganga ekki of nærri veg og valdi soldáns. það hefir gerst í sambandi við sam- dráttartilraun með Bretum og f>jóð- verjum, að í orði er að enskt leikfélag fari og sýni list sína í h9lztu borgum á þýzkalandi og erfyrirþvíBeerbohmTree. Prestskosning' er um garð geDgin á Torfastöðum, og er prestaskólakand. E i r í k u r Stefáaason þar löglega kosinn, með 41 atkv. af 67 á kjörskrá. Hinir tveir, sem í kjöri voru, fengu annar 1 atkv., en hinn 6—7. Sóknarnefndir i Landeyjaþingumhafa tjáð sig meðmælta eina umsækjandan- um, sem þau hefir ágirnst, en það er þorsteinn Benediktsson í Bjarnanesi. S/s Tryggvi kongnr (Emil Nielsen) lagði á stað til Vestfjarða í fyrra dag, en sneri aftur vegna illviðris. Skipið fór aft- nr i gær morgun. Nokkrir farþegar fóru með því. S/s Vesta (Gottfredsen) kom loks i fyrra dag. Var 5 sólarhringa að komast hingað anstan af Norðfirði heina leið; svo var hvast og úfinn sjór. Parþegar um 100 milli Austfjarða og Yestmanneyja, en 80 hingað, flest sjómenn. S/S Perwie ókomin enn. Jóhannes sýslnm. Jðhannesson og alþm. á Seyðisfirði, sem lá hættulega veikur, er fréttist áður, var kominn á fset- ur aftnr, er póstur lagði á stað þaðan i öndverðum þ. mán., eftir 8 vikna legu. Síðdegisguðsþjónusta í dómkirkjunni á morgun kl. 5 (J. H.) Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykti á siðasta fundi, 7. þ. m., til fullnaðar 4000 kr. fjárveiting til að fá hingað frá Norvegi eða Skotlandi hafnfróðan mann til að rann- saka hér hafnarstæði. Samþykt var, að lengja Tjarnargötu beint i suður, ef hús Eiriks Bjarnasonar smiðs fengist flntt úr vegi bænum kostnaðarlaust og vegarstæði ókeypis hjá þeim, sem þar eiga lóðir (Pálmi Pálsson, Pétnr Hjaltested, Þorsteinn Sigurðsson og Stefán Egilsson). Kosnir i hæjarstjórnarkjörstjórn þeir Kristján Jónsson og Þórhallur Bjarnarson. Eftir tillögu málmnámsnefndarinnar voru samþyktir í einu lagi skilmálar fyrir námu- rétti hlutafélagsins Málms, er hún hafði samið, að þvi viðbættu, að hlutakaupfrestur Reykvikinga i félaginu (3 mánaða) teljist frá 1. þ. mán. Kn. Zimsen verkfræð. skilaði nú bæjar- stjórninni uppdrætti sínnm af miðbsenum, vestan frá Garðastræti anstur að Ingólfs- stræti og Smiðjustig, og var hann fenginn til rannsóknar áður skipaðri nefnd í það mál. Til fjárhagsnefndar var vísað umsókn frá þeim Eggert Claessen og Jóni Þorláks- syni um ársstyrk úr hæjarsjóði til haðhús- stofnunar, og ýmsum málum vísað til ann- arra nefnda. Afsalað var forkanpsrétti að erfðafestu- landi þeirra Jes Zimsen og Signrjóns Sig- urðssonar við Grettisg., er þeir selja fyrir 6000 kr., gegn vegastæðiskvöð ókeypis. Samþyktar voru brunabótavirðingar á þessum hússignum : Frikirkjunni 32,028 kr.; húseign Th. Jensen i Bráðræði 27,393; J. E. Jensens við Hverfisg. 12,308; Þórðar Thoroddsens við Grjótag. 11,318; Jóhann- esar Magnússonar við Bræðraborgarstik 7965; Sesselju Ólafsdóttur við Skólavörðu- stíg 5,810; Gunnl. Péturssonar við Framm- nesveg 3,753; Jóns Hinrikssonar á Klöpp 3,083; Sigurðar, Jónssonar i Kasthúsum 2588; Páls Guðmundssonar við Vatnsstig 2358; smiðahús Helga Helgasonar og Ein- ars Sveinssonar við Hverfisg. 2230; safnhús áburðarfélagsins við Barónsstíg 1760; safn- hús sama félags við Gróðrarstöðina 1760,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.