Ísafold - 03.01.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.01.1906, Blaðsíða 2
2 ÍS AFOLD Kosuiiigaraðferðin nýja. Kosið verður í dag í fyrsta akifti í bæjarstjórn hér eftir alveg nýjum regl- um, samkvæmt lögum 10. nóv. 1903, með leynilegum hlutfallskosningum. Keglur þessar eiga að vera og eru réttarbót, í því fólgin, að ekki getur bversu lítill meiri hluti sem er ráðið alveg kosningu allra fulltrúanna, ef hann er samtaka, og minni hlutinn, hversu stór sem er, gengið slyppur af hólmi, heldur kemur samcaka meiri hluti aðeins að meiri hluta fulltrúa- efnanna, en minni hluti minni hluta þeirra, í nokkurn veginn réttu hlutfalli við atkvæðamagn. því að eins, að minni hlutinn sé minna brot af kjósendum, er neyta kosningarréttar síns, heldur en sem svarar 1 móti allrí fulltrúatölunni, á hann engan rétt á neinum fulltrúa. Nákvæmar reglur um þetta standa í téðum lögum. Stungið er upp á fulltrúaefnum 2 sólarhringa fyrir kjörfund, og er ekki löglegt að greiða öðrum atkvæði en þeim. Séu tillögurnar fleiri en ein, verður hver kjósandi um sig að greiða annarihvorri þeirra atkvæði eða ein- hverri einni þeirra ef fleiri eru en tvær, alveg eins og hún er, —getur eDgu nafni breytt þar né skift um röð á þeim. Fyrir því eru til hægri verka og til þess að afstýra ruglingi nöfn fulltrúa- efnanna alls ekki sett á kjörseðilinn, heldur er hver tillaga þar aðeins auð- kend með einhverjum einum bókstaf (A, B, C, D, o. s. frv.) og orðinu listi bætt við: A-listinn, B-listinn, o. 8. frv., og fer atkvæðagreiðslan fram með þeim hætti, að kjósandinn gerir kross (x) við þann listann, þann staflið á atkæðaseðlinum, er honum líkar bezt. |>ar með hefir hann greitt atkvæði í einu lagi öllum þeim fulltrúaefnum, sem taldir eru á þeim lista. En hvaða nöfn það eru veit hann meðal annars af prentaðri fulltniaefnaskrá °g uppfestri í forsal kjörstaðarins. Merkið ( x ) á atkvæðaseðlinum gerir kjósandi í einkis manns annars viður- vist, í lokuðum klefa, leggur hann inn- an í þar til ætlað umslag og stingur í atkvæðaskrínu á kjörstjórnarborðinu. Kjörstjórn kannar skrínuna að at- kvæðagreiðslu aflokinni og leggur sam an atkvæðin, sem hverjum listanura um sig hefir hlotnast. f>ví næst deilir hún þeim tölum öllum fyrst með 1, þar næst með 2 o. s. frv., eftir þörf- um. Hæstu tölurnar, sem þá koma út, segja til, hverir kosningu hafa hlotið, jafnmargir og kjósa á, í þeirri röð, sem þeir hafa skráðir verið af uppástungumönnum. þetta skilst bezt á eftirfarandi töflu- dæmi, miklu betur en með löngu les- máli — eru listarnir (uppástungurnar) látnir vera 8, eins og hér er í dag, og fulltrúarnir 6, sem kjósa á, en tölura- ar aftan víð bókstafina sýna atkvæða- fjöldann, sem hver listi hefir hlotið A 56 B 36 C 14 D 142 E 38 F 19 (t 25 H18 56 36 14 142 38 19 25 18 28 18 7 71 19 9 12 9 19 12 5 47 13 6 8 6 14 9 3 35 9 5 6 4 Af þeim 32 tölum, sem út koma þegar deilt er með 1—4, eru 6 hinar hæstu hér auðkendar með feitu letri. Flest atkvæði, 142, hefir þá fengið efsti maðurinn á D-listanum, þar næst (71) 2. maður í röð á þeim sama lista, þá sá sem efstur á A-listanum (56), þar næst 3. maður í röð ,'á D-listanum (47), þar næst sá efsti á E-listanum (38), og loks sá sem efstur er á B liscanum. |>eir 6 eru því löglega kosnir. f>að sést á þsssu að eins h u g s a ð a dæmi, að helmingur þessara 8 lista fellur alveg úr sögunni fyrir fram. E n g i n n, er á þeim listum stendur, getur hlotið kosningu; atkvæðin eru þar hvergi nógu mörg til þess. Á þeim 8 listum, sem hér verður nú um að velja í dag, eru einhverir 2 að Bjálfsögðu fyrir fram dauðadæmdir, h v e r n i g sem atkvæði skiftast, vegna þess, að fulltrúarnir eru ekki nema 6, sem kjósa á, og geta því ekki skifst á fleiri lista eD 6. En það getur farið svo, að þeir skiftist ekki nema á 2—3, og því hafi þeir ekkert upp úr krafsinu, sem eru með hina listana 5—6 hvern um sig. |>eir hafa þá varpað sínum atkvæðum á glæ. Má af því marka, hvert glapræði er mikil tvístring kjósenda, nú Bem fyr, og að þeir hafa lagt kjósendum hér loka-ráð, sem hafa eggjað þá á að hafa listana svona marga, í því trausti að a 11 a f komist þó e f s t i maður- inn á hverjum lista að! það ríður á, meðal annars, að hafa það hugfast, að e k k e r t fulltrúaefni hefír neitt gagn af atkvæðum nema á e i n u m listanum, — ekki þótt nafn hans stæði á þeim öllum og hann fengi sæg af atkvæðura, ef leggja mætti þau saman af öllum listunum. En þ a ð er ólöglegt. Fái hann ekki nógu mörg atkvæði á einhverjum e i n u m listan- um til þess að verða einu af 6 hinum atkvæðaflestu, verður hann af kjöri. Xý stjórnarblöð, tvö heldur en eitt, eru að fæðast eða hafa fæðst nú með nýárinu, annað hér í Reykjavík alveg nýtt og heitir Lög- rétta, í sama broti og ísafold, og er f>orst. Gíslason ritstjóri, en hitt á Akureyri, uppsteypa og samsteypa úr eldri stjórnarblöðunum þar, Stefni og Gjallarhorni. f>að er stjóruarflókkurinn á þingi, sem stofnað hefir blöð þessi — afráðið það fyrir þinglokin í sumar. f>að er vel skiljanlegt, að flokkurinn hefir talið sér og sínum málstað lítt borgið með talsmensku eldri blaðanna, með öllum þeirra illmælum, látlausum rógi og lygum. Enda er fullyrt af kunnugum, að eigi færri en 3 tilnefndir þingmenn flokksins hér í bæ eigi að hafa sér- staklegt eftirlit með ritstjórn Reykja- víkurblaðsins. Hvort eins er búið um Akureyrarblaðið, er oss ókunnugt. Ekki er nema bót í því »frá almennu sjónarmiði«, ef flokkurinn fer að halda úti blöðum, sem ekki er bein frágangs- sök að eiga orðastað við fyrir sakir fyrnefndra óknytta, er gert hafa hin eldri ráðgjafa-máltól yfirleitt ekki ein- ungis að flokks-8kömm, heldur lands- háðung. f>að fer eg fremur spaklega á stað, þetta nýja blað hér, Lögrétta. En skrítinn leikur er það af þess hendi, er það læzt vera »óháð stjórn landsins og öllum 8tjórnmálaflokkum«, en aug- lýsir samtímis heila tylft eindreginna stjórnarliða á þingi, er það segir vera stuðningsmenn blaðsins, þá og ekki aðra, auk þess sein það tekur svo djúpt í ár á borð með ráðgjafanum, að segja ritsímamálið »nú til lykta leitt á heppilegan hátt« og mótspyrnu gegn úrslitum þess á þingi í sumar. sprotna af »gamla flokkshatrinu«, — þó að allir viti, að meðal mótmælenda gegn rit- símafarganinu er mikill fjöldi gamalla »heimastjórnar«-manna, er ýmist sóttu bændafundinn hér í sumar eða skrifað hafa undir frestunar- og þingrofsáskor- anirnar. f>að er óviðfeldinn feluleikur, að vilja dylja merkið, sem undir er barist, eins og blaðið skaramist sín fyrir það; og virðist ekki efnilegt að byrja blað með ekki meira trausti á málstaðnum en það. Flestum mun og finnast þurfa mjög ákveðna stjórnar- fylgispekt til þess að kalla úrslit rit- símamálsins í sumar »heppileg«. Boejarfulltrúaefniii. f>rír af sex fráfarandi fulltrúum gefa kost á sér aftur, þeir Jón Magnússon Kristján Jónsson og Sighv. Bjarnason. Margir kjósendur stinga upp á að endurkjósa þá alla þrjá. Sumir tvo og sumir einD. En röðin er ekki söm á öllum listunum, sem þeirra nafn stendur á, allra eða einhverra, og það þýðir, að þeir eru misvægir á metum í þeirra augum, auk þess sem þsir g e t a alls eigi staðið allir samsíða, heldur verður þeim að vera einhvern veginn raðað, og má þá til einhver að verða fyrstur og einhver síðastur. Til þess að eyða sem fæstum orð- um að þessari kosningu tekur ísafold aðallega til skoðunar einn Iistann, þann er henni lízt bezt á, frá f>jóðræðis- félaginu, auðkendan raeð stafnum D (stafaröðin fer eftir tímaröðinni á af- hendingu listanna bæjarfógeta). f>að er skoðun þjóðræðisfélagsins, að kosning í bæjarstjórn þurfi alls ekki að fara eftir landsmála-flokka- skifting. Fyrir því mælir það með 3 stjórnarliðum og 3 stjórnarandstæð- ingum. Jafnara er ekki hægt að skifta. f>að vill láta endurkjósa stjórnar- liðana Jón Magnússon og Sighvat Bjarnason, og stjórnarandstæðinginn Kristján Jónsson. Nýju fulltrúasætin vill það láta skipa f>órði J. Thorcddsen bankagjaldkera, Andrési Bjarnasyni söðlasmið og Jóni kaupmanni f>órðarsyni. Röðin er þessi á D-listanum: 1. Kristján Jónsson 2. Jón Magnússon 3. f>órður J. Thoroddsen 4. Andrés Bjarnason 5. Jón f>órðarson 6. Sighvatur Bjarnason. E i n h v e r verður röðin að vera. Og lítist flestöllum kjósendum bæjarins vel á alla þessa 6, og hætti þeir við heimsk- una þá, að dreifa atkvæðum sínum á ekki færri en 8 lista, komast þeir a 11 i r að. Enda væri það vel ráðið. f>að er öruggasta ráðið, eins fyrir þá, sem er sérBtaklega ant um þá sem neðarlega standa á þessum lista, — m i k 1 u öruggara en hitt, að vera með þá ofan til á öðrum listum og eiga á hættu, að fyrir það dreifist atkvæði svo, að þeir komist a 1 1 s e k k i að. Alveg öfugt við þetta fer stjórnræð isfélagið hér í bænum að, þetta sem kallast Fram eða Fram og-aftur. f>að til nefnir eintóma stjórnarliða (listinn A). f>ví þykir sýnilega m9st undir því komið, að stjórnin eigi eintóma s í n a fylgifiska í bæjarstjórn og aðra ekki! Með líku marki eru hinir listarnir margir brendir, en ekki alveg sama marki þó. f>ar eru uppástungumenn víðast meðfram og aðallega að hugsa um að koma að einhverjum sínutn 8téttarbróður, sem kallað er, eða atvinnuflokksbróður eða kirkjufélags- bróður, og þar fram eftir götum, sem vit gæti verið í, ef kjósa ætti menn x hvalskurðarnefnd eða jafnvel í niður- jöfnunarnefnd, en verður harla lítið vit, þegar kjósa á í bæjarstjórn, og er auk þess ókleift vegna þess, að til þess þyrftu bæjarfulltrúarnir, sem nú á að kjósa, að vera ekki 6, heldur líklega 60; því svo margar eru sjálf- sagt stéttirnar og atvinnuflokkarnir og mairi háttar félög hér í bænum. f>að eru góðir borgarar, sem vér þurfum að fá í bæjarstjórn, hverrar stéttar sem þeir eru eða hvaða atvinnu sem þeir reka.. Vér þurfum að fá þangað vitsmuna- menn með góðri þekkingu og vel verki farna — því það er mikið að gera hér f bæjarstjórn orðið—, ósérhlífna áhuga- menn, hygna framfaramenn. Um hitt varðar oss miklu síður, hvort það eru bændur eða iðnaðar- menn, sjómenn, embættismenn eða kaupmenn. Gott að dreifa bæjarfull- trúunum á þær aðalstéttir eða atvinnu- flokka, ef hægc er að öðru jöfnu, eins og verður einmitt, ef D listinn kemst nú að. f>rátt fyrir hinn mikla listafjölda og tvístring eru þó ekki nema 12 fulltrúa- efni alls í kjöri í þetta sinn; þeir 6, sem þjóðræðisfélagið mælir með og áð- ur eru nefndir, og 6 aðrir. Tvístring- urinn stafar mest af mismunandi röð,, sem mjög er aftur sprottin af mis- skilningi, eins og áður er á vikið. Af þessum 6 öðrum er naumast nokkur að öllu samanlögðu jafnsnjall þeim 3, sem standa efstir á blaði á D- listanum, en áhöld um aðra; sumir óefað síðri, einkum lítt verki farnír við hin margvíslegu bæjarstjórnarstörf. Allsendis óhæfan væri sjálfsagt of strangt að kalla nokkurn þeirra. Einn hinn álitlegasti í þeim hóp er sjálfsagt Jón f>orláksson verkfræðingur, námsmaður mikill, sem kunnugt er, ósérhlífinn starfsmaður og áhugasamur,, Sumum þykir hann nokkuð ungur enn.. f>að virðist þó naumast rétt að finna honum til foráctu. En það er eitt, sem gerir hér um bil frágangssök að velja hann í bæjarstjórn, og það er starf hans í þjónustu landsstjórnarinn- ar. f>að veldur því, að hann er ekki hér í bæDum nema helming ársÍDS. Ásgeir kaupmaður Sigurðsson er og mjög nýtur maður og vel að sér ger. En það er maður mjög önnum kafinn, við eina hina stærstu verzlun lands- ins, auk þess sem óþarfa-hringl virðist vera að fara nú að kippa honum úr niðurjöfnunarnefnd og demba í bæjar- stjórn, líklega nauðugum þar að auki. Meðal hinna nýju fulltrúaefna, sem mælt er með á D-listanum, hefir þórð- ur Thoroddsen verið skemBt hér í bæ, og er því líklega sízt kunnur bæjar- mönnum alment. En það vita allir,. sem hann þekkja, að hann er maður mjög svo fjölhæfur og vel að sér, starfsmaður mikill og ósérhlífinn, ötull og fylginn sér, sjálfstæður í skoðunum, hygginn í fjármálum, vel máli fariun' og mjög 8amvinnuþýður. Hsnn hefir og verið mjög lengi aðalmaður í hrepps- nefnd í fjölmennu bygðarlagi hér nær- lendis, sömuleiðis í sýslunefnd, og loka mörg ár þingmaður. f>essu öllu á hanD að þakka þann þroska og vana við afskifti af almenningsmálum, sem sjaldan eigum vér kost á hjá bæjar- fulltrúaefnum. — f>ess skal getið, að hann tjáir sig geta vel gegnt bæjar- fulltrúastörfum vegna stöðu sinnar (eins og gjaldketinn í hinum bankanum), og. vera fús til þess. Hinna fulltrúanna á D-listanum þekkja bæjarmenn sjálfir svo vel til, að þeim gerist engin þörf að lýsa hér. f>eir eru allir ósviknir, sem kjósa eftir þeim lista, hvaða stjórnmálaflokk sem þeirfylla. Og þótt svo væri, að þeim litist betur á einhvern einn mann á öðrum lista, þá stoðar ekki að fara eftir því. f>að er listinn í heild sinDÍ, sem meta ber. Og ekki er neitt vit í að svara því til: Eg vil þá eDgan; og sitja heima. f>að er sama sem að styðja þá, er síður skyldi. Laust prestakall. Bjarnanes i Hornafirðí (Bjarnanes- og Einholtssóknir). Metið kr. 1198,56. Á prestakallinn hvílir lán, tekið í Landsbankanum santkv. lhbr. 30. júlí 1901, shr. lhbr. 20. marz 1902 (Stj.tíð. 1901, B., bls. 119 og Stj.tíð. 1902, B, bls. 55), upprunalega 400 kr., nú að eftirstöðvum 239 kr. — Veitist frá næstu fardögum. — Auglýst 28. des. 1905. — Umsóknarfrestur til 20. febr. 1906.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.