Ísafold - 03.01.1906, Qupperneq 3

Ísafold - 03.01.1906, Qupperneq 3
í S AFOLD 3 V Herskipastóll íireta. Ríkismua þann hinn mikla, sem Bretar treysta sér til að láta allar þjóðir aðrar kenna, ef í harðbakka slær, eiga þeir langmest að þakka her- skipastól sínum. Vígbákninn 12, sem komu til Kaup manuahafnar seint í sumar og þar ægðu mjög öllum mönnum, voru ekki nema 1 deild af 6—7, er þeir hafa á víð og dreif um heiminn. |>eir höfðu að markmiði, er þeir settu lög um endurreisn og efling her- skipastóls síns fyrir 16 árum, að hann yrði meira en jafnvígur herskipastól tveggja voldugustu þjóða annarra, ef þær legðu saman i móti Breturn. það er nú orðið fyrir löngu, og langt kom- ið á leið, að mælt er, að þeir standi á sporði þeim þremur í senn. Sex eru aðalflokkar herskipa, eins og nú gerast þau, eftir stærð, vígorku, gangfimi og ganghraða, o. fl. Höfuðorustuskip eða vígdrekar eru þau nefnd, sem mesta hafa víg- orku til að bera og er ætlað að ber- jast í meginfylkingu í höfuðorustum. |>au eru alt að því 15—20 sinnum fyr- irferðarmeiri en meiri háttar gufuskip þau, er hér sjást tíðast, jafnast 12—15 þús. smálestir og sum meira, skips- höfn 7—800 hundruð manns og hafa oftast 4 höfuðfallbyssur, hálfrar álnar víðar, en miklu fleiri smærri. Albrynj- uð eru þau, sem kallað er, eða marg- byrð stáli, eik og járni, svo að skot vinna illa á þeim; en vígturnar á þil- fari. Ganghraði alt að 18 mílum. f>að eru langskip vorrar aldar, en næsta ólíku saman að jafna þó. Af slíkum báknum, sem kosta um og yfir 20 mílj. króna, eiga nú Bretar 69 alls, með frá 6,300 til 18,800 smál. burðarmagni. Með 20 milj. kr. meðalverði er sú eign nær 1400 milj. kr. virði. Ekki áttu Japanar til nema 4 slík skip, er þeir lögðu til orustu við Rússa í Japanshafi í vor og unnu sinn fræga sigur, en fjölda minni skipa að vísu. Rússar höfðu 8 vígdreka í móti álíka stóra flesta og svipað vopnum búna, auk allmargra minni skipa. En fóru þetta halloka, sem kunnugt er. Brynsnekkjur eða beitiskip nefn- ist næsti herskipaflokkurinn, eða næstu flokkarnir tveir, réttara sagt, með því að þar er gerður munur á, livort snekkjurnar eru albrynjaðar, sem kall- að er, eða ekki nema hálfbrynjaðar — brynjustakkurinn látinn ná að eins yfir þann hluta skipsins, er helzt þarfu- ast hlífar. Brynsnekkjur eru frárri og fimari í snúningum en vígdrekarnir, enda minni yfirleitt. Ganghraðinn er 21—23 mílur að jafnaði. f>eim er ætlað helzt að eiga eltingaleik við fjandmannaskipaherinn. Dönsku her- skipín, sem vér þekkjum helzt til, svo sem Hekla og Heimdallur, eru þessa flokks skip, með hinum smæstu þó. Albrynjaðar snekkjur í brezka flot- anum eru 43, frá 5,700—14,800 smál. á stærð, en hálfbrynjaðar 123, mjög misstórar, 1400 smál. minst og 14,000 þær sem stærstar eru. Tundurbátar og tundur- bátadólgar nefnast næstu flokk- arnir tveir. Allstórir bátar eru það, jafnvel svo skiftir þúsundum smálesta margir, og eru enn hraðskreiðari en snekkjurnar. Tundurbátarnir skutla frá sér tundursendlum neðansjávar til þess að granda skipum. Bretar eiga nú 91 tuudurbát og 161 tundurbátadólg. f>á er 6. flokkurinn, fallbyssu b á t a r. Danska herskipið Díana, sem hér var póstgufuskip síðar, var fa.ll- byssubátur að upphafi. Bretar eiga nú 30 skip af þvf tægi. Auk þess eiga þeir allmikinn fjölda skipa, er með herskipastólnum teljast, en er ekki ætlað að ganga beint í orustur, svo sem spítalaskip, hergagnaskip, lög- gæzluskip með ströndum fram m. fl. Megnið af herskipastól Breta kvað vera ekki eldra en 15 ára; flestum hleypt af stokkunum tíu árin síðustu. Herskip hafa orðið svo fljótt úrelt á síðari tímum. f>ví alt af fer morðtól- unum fram, sem er ætlað að granda þeirn. Jafnan er helmingur þessa feikna mikla herskipastóls hafður vígbúinn, og látinn hafast við víðs vegar um heim, í mörgum deildum. Stærstu deildinni er haldið heima fyrir að jafnaði, í Brmarsundi. f>að er kölluð Sundflotadeild. f>að var hún, sem brá sér í haust til Danmerkur og inn í Eystrasalt. f>að eru 12 vígdrek- ar, 5 brynsnekkjur og margt tundur- báta og tundurbátadólga. Atlanzhafsfloti heitir önnur deildin og hefst við um Atlanzhaf austanvert, fyrir Brakklands ströndum og Spánar og lengra suður. f>að eru 7 vígdrek- ar, 6 brynsnekkjur og 18 tuudurbáta- dólgar. f>á er Miðjarðarhafsflotinn, er á sér megin8töð við eyna Malta að jafnaði. f>að eru 8 vígdrekar, 8 brynsnekkjur og 22 tundurbátadólgar. Bjórða flotadeildin er kend við Norð- ur-Ameríku og Vesturheimseyjar. f>að eru 7 brynsnekkjur. f>á er Austur-Asíuflotinn: 5 vígdrek- ar, 8 brvnsnekkjur, 8 fallbyssubátar og 8 tundurbátadólgar. Indlandsfloti heitir 6. flotadeildin. f>að eru 4 brynsnekkjur og 3 skip minni háttar. Enn eiga Bretar sér 7. flotann suð: ur í Astralíu. f>að eru 9 brynsnekkj- ur, og nokkur skip önnur. Loks hafa þeir 4 brynsnekkjur suð- ur við Höfðalýðlendu, og kalla það Höfðaflota. Hin skipin eru varaberskipastóll, en þeir láta halda kyrru fyrir heirra við. Maunafli á skipastól þessum er 10 —11 þús. liðsforinejar og um 180 þús. óbreyttir liðsmenn. f>ar af eru 2200 liðsforingjar og 57 þús. liðsmenn á varaflotanum heíma fyrir. Landvarnarskylda er ekki í lögum á Englandi og er þetta því alt sam- antínt málalið. Kaupið er hátt, t. d. alt að 3000 kr. eða vel það fyrir óbreytta liðs- meun. Lautinantar fá 3000—7000 kr. um árið, höfuðsmenn 5400—9000 kr. og aðmírálar 20,000—40,000 þús. Fyrir 100 árum, árið, sem Trafalgar- oruBtan fræga stóð, kostuðu Bretar 90 milj. kr. til herskipastóls síns. Nú er áætlunin áttföld orðin við það, eða meir en 700 milj. kr. á ári (40 milj. pd. sterl.). (Mest eftir Berl.Tid.). Tryggvi kongur (E. Nielsen) fór héð- an áleiðis til útlanda 28. des. Með honum fóru þessir farþegar: Rich. N. Braun kaupm., Egill Jacobsen verzlunarm., Garðar Gislason verzlunarumboðsm., frú Henríetta Bryujólfsson, Bétur M. Bjarnason kaupm. frá Isaf., ennfr. 2 Norðmenn frá ísaf. Fórn Abrahams. (Frh.) Já, því ætli ekki sé mikið í það var- ið, hr. læknir, mælti hann. f>að er játning, sem er all-eftirtektarverð. í henni felst það, að oss hafi orðið illa á, og að vér séum að reyna að bæta yfir það með þeim hætti, sem er mjög alvana- legur og einfaldur, — með því að gera samning við samvizku vora. f>að sýn- ir, að oss hefir ekki hepnast alveg að svæfa 8amvizkuna, svo teygjanleg sem hún er og rúmgóð. En heyrið mér, læknir, væri ekki betra að gera hern- aðarhjúkrunarútbúnaðinn óþarfan og láta vera að vega menn og særa? Mannkærleikurinn sá, að hjúkra með- bræðrum vorum, er oss hefir ekki tek ist að murka úr þeim lífið nema að hálfu leyti, — áiormið er, að gera það alveg —, það er mjög svo ónóg af- plánun glæpa þeirra, sem framdir eru í hverjum ófriði. Er hægt að hugsa sér meiri ósam- kvæmni en að veita mannaumingja fyrst sár, láta hann síðan þola hálfan dag allar kvalir dauða angistarinnar ásamt hinum voðalegustu sársauka- þjáningum, taka síðan af honum fót eða handlegg og fleygja honum að því búnu út í heiminn, þar sem hann getur ekki haft ofan af fyrir sér eftir aflim- unina, en verður að svelta til bana. — Nei, vér göngum aftur á bak í stað þess að vér áttum að feta oss áfram! Læknirinn hummaði, eins og honum líkaði þetta ekki, en sagði ekki neitt þó. Foley riddarahersir geispaði og dró enga dul á það. Honum fanst höfuðsmaðurinn ekki vera nærri því eins ástúðlegur eins og hálfri stundu áður. Liðsforingjarnir sátu með þótta- svip og óánægðir. f>að voru alt menn, sem vissu sig vera á hástigi heims- mentunarinnar í þann tíð. f>eir hirtu nauðalítið um trú; það var hátízkulegra að láta ekki á slíku bera. f>eir voru og fúsir að kannast við það, að mak- ræði ætti og sinn þátt í kæruleysi þeirra. Du Wallou sá, hvað inni fyrir bjó hjá þeim, og brosti enn. Hvað lízt yður, hr. hersir? spyr hann og snýr sér beint að honum. Fyrirgefið, hr. höfuðsmaður; eg er hermaður. Og úr því svo er, þarfnist þér engrar trúar, eða hvað? Hersirinn þurfti að hugsa sig um dálítið, áður en hann þyrði að svara. Hinn var heldur áleitinn fyrir hann. En svo segir hann, og lítur í kringum sig yfirlætislega: Mfn trú er gunnfáninn ! Og míu er ættjörðin og mannkynið, anzar du Wallou. Nú varð stundarþögn, þar til er læknirinn rumdi við, sem væri hann í illu skapi. f>á segir höfuðsmaður kurteislega: f>að er orðið framorðið og mál að ganga til hvílu, eða er ekki svo? Svo er víst, hr. höfuðsmaður. f>akka fyrir matinn og góðar nætur! Du Wallou lét Westhuizen merkis- vald fara með þeim og vísa þeim á, hvar hinum herteknu mönnum hafði verið búið náttból. Liðsforingjarnir bundust ekki máls um, hve ógeðfelt. þeim hafði verið að hlusta á það sem þeir kölluð prédikun fyrirlitlega, og þar að auk bölvans leiðinlegan sunnu- dagsskóla-guðræknisfýrirlestur, rumdi hersirinn gremjulega. Svona eru leiðtogarnir þeirra allir, segir Kennedy lautinant hátt við þá, sem næstir honum gengu; þeir vaða um alla heima og geima, og sá er kjörinn fyrirliði, sem mest geipar. f>að er all einkennilegt, að þeir skuli kunna að berjast . . . Du Wallou horfði á eftir þeim, ypti öxlum og sagði við merkisvaldinu, sem hafði orðið eftir hjá honum: Enginn Englendingur kannast nokk- urn tíma við að har.n hafi farið halloka, hve áþreifanlegt sem það er. f>að er raunar ágætur þjóðarkostur, þótt við- sjált sé í aðra röndina og miður þægi- legt ákomu. En bíðum viö: ófriðurinn þessi er ekki úti enn. Hann muD kenna þeim mikið og margt. Heims- ins óskáldlegasta þjóð ætlaði einu sinni að fara að verða séð og kæn og tókst illa, eins og við mátti búast. En þess ber að geta henni til sæmdar, að hana skorti öll skilyrði til þess. þjóðin sá það líka fljótt, gerðist van- stilt og lét kylfu ráða kasti; og svo laust upp ófriðinum. f>að er voða- breyting, sem hernaður hefir í för með sér — hefir endaskifti á öllu, stóru og smáu. Að falla og hverfa úr sögunni, hverju skiftir það maDn, sem einbver veigur er í? En að vita af því, að maður lætur eftir sig ekkjur og föður- leysingja í greipum sigurdrembinna fjandmanna,þaðeróskemtileg tilhugsun. Betur að enginn fengi að reyna það, hvað er að vera fyrir óláni, sem brýt- ur niður og mylur alt undir sér, bet* ur að enginn fái að kenna á því, og þó . . . . við hverju er öðru að búast? Trúboðinn gekk að honum og lagði höndina á herðar honum. — Lítið þangað, höfuðsmaður ! mælti hann, og benti til himins. — Nei. f>að er svö langt upp þangað. — Ekki fyrir þann, sem ljóssins leitar með ráðvöndu og auðmjúku nug- arfari. — Getið þér horft á þetta, og trú- að þó á almáttugan guð! — Já, aDzaði hinn gamlí maður blátt áfram, en með innilegri sann- færing. — Em hvað þér eruð hamingjusam- ur . . . . — Fyrir mig er engin hamingja til framar; eg hefi séð of mikið til þess. En eg trúi eigi að síður á dýrlega fram- tíð með friði og sátt. Svo voldugir stjórnvitringar eru ekki til, að þeir séu þess megnir, að aftra því, að Guðs boðorð rætist. — Eg vildi óska, að eg væri eins sjóngóður og þér eruð trúarsterkur. f>að mundi gera alt auðveldara. Trúboðinn ætlaði að segja eitthvað. En du Wallou gerði honum merki um, að hann skyldi sleppa því. Hinn gamli maður skildi, að hann átti hér við mann, er hafði sjálfur markað sér braut og var einráðinn að bregða hvergi út af henni, og hætti því við að koma með huggunargreinar sínar. Hann sá, að hér mundi ekkert verða við ráðið fremur en oft ella. Máninn varpaði mjúklegri birtu frá heiðu himinhvolfinu yfir jörðina sof- andi. f>eir félagar stóðu þar hljóðir og hreyfingarlausir, og höfuðsmaðurinn var sokkinn niður í hugsanirsínar. En er hann heyrði fótatak Westhuizens bak við sig, mælti hanu: Eg sat þar norður í miðstöð heims- ins, er ófriðurinn hófst. Hann vakti mig upp úr sjálfselskuværð minni og lét mig minnast þess, er eg var ung- ur og þaut á hestbaki yfir þessar flat- neskjnr eins og fugl flygi. Eg hugs- aði til þess, hve landar mínirværufá- ir, og hélt, að fyrir þeim gæti ekki annað legið en óskaplegar ófarir. Eg flýtti mér hingað og hitti hvarvetna karla og konur og börn boðið og búið til að leggja lífið í sölurnar fyrir frelsi fósturjarðar þeirra. Eg skipaði mér í þunnskipaðar fylkingar þessa lýðs, og tel mér það vegsauka. f>etta, að vera niðji lands, þar sem karlmannalýður- inn allur er ekki meiri en helmingur á við fjandmannaherinn í ófriði, það er meiri sæmd en svo, að henni megi

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.