Ísafold - 24.03.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.03.1906, Blaðsíða 2
70 ÍSAFOLD Erlend tiðindi. Marconiskeyti 23. marz. Voðalegir landakjálftar sagð- ir frá Kamei í eynni Formósa (í Kyrra- hafi, eign Japana, áður Kínverja). f>ar hafa nokkur hundruð hús hrunið og mörg hundruð manna beðið bana eða meiðst. Voðastormur í B r a s i 1 í u hefir vald- ið þar vatnaflaura og skriðum, en bana hlotið fimm tigir manna og margir meiðsl. Stórt g u f u s k i p þýzkt, er gekk til Suður-Ameríku og hét Caprosa, braut skamt frá Vigo (í Portugal). Botninn klofnaði stefna í milli. þ>ó varð mannbjörg. Fólkstal nýgengið um garð á þ>ýzka- iandi. Mannfjöldinn reyndist nokkuð meiri en 60| miljón. Óeirðarflokkar í Búlgaríu enn tekn- ir af nýju til ránskapar og manndrápa á Makedóníumönnum. Grikk- ir teknir til að gjalda í móti líku líkt. Frumvarp hefir verið upp borið í neðri málstofunni í Lundúnum, þar sem lagðar eru sömu kvaðir á öll útlend skip, er hafna sig á brezkum höfnum, um ofhleðslu, óhaffærni og björgunaráhöld, eins og lög mæla fyrir um brezk skip. Tvö eða þrjú ár verða þó ætluð útlendum skipaeigendum til þess að koma breytingunni á hjá sér. Flokkur 20 manna vopnaðra gekk inn í einn b a n k a n n í Moskva miðri meðan þar var verið að gegna banka- störfum, ægðu starfsmönnum og höfðu á brott með sér 8J milj. rúfla (nál. 21£ milj. kr.) óáreittir. Frekari fréttir austan af Formósu segja, að haldið sé að mörg þúsund manna hafi beðið bana í landskjálft- unum og eyjan öll mjög skemd. Tjón matið 9 milj. pd. (162 milj. kr.). |>að þykja tíðindi í Ameríku, að skipað hefir verið að handtaka mann þann, er Scott heitir og kallaður er Kámu-Skoti, fyrir banaráð við námu- fræðinga, er sendir höfðu verið til að rannsaka kynlegan dauðdaga í Vallev- námu. Vestmanneyjum 20. marz: Mestur hiti i janúarm. 2 : 8,3 °, minstur aðfaranótt hins 27. -r-5,3°. Febrúar: raestur hiti 5 : 7°, minstur aðfaranótt hins 9. -7- 13 °. Úrkoma f janúar 216, i fehrúar 132 millímetrar. Veðráttan var í báðum mánuðunum ákaf- lega storma- og umbleypingasöm, snjókoma þó aldrei mjög mikil. Hörð frost voru frá 7. til 13. febrúar. Einnig hafa verið nær einlæg frost það sem af er þessum mánuði, mest aðfaranótt 13. -^-12°. Þessi vertíð hefir, það sem af er, verið einhver hin bágbornasta sakir gæftaleysis. Heldur hefir enn engin fiskgengd komið. Fyrir fám dögum kom mikið loðnu- hlaup undir Sandi (Landeyjasandi) og tais- verður fiskur með, en slík hlaup eru oft horfin daginn eftir, því loðnan er á ferð og flugi. Hlutir eru hér alment á 2. hundr- að, 1—2 yfir 2 hundruð. Hér eru 2 mótorbátar. Öðrum þeirra (Sigurður Sigurfinnsson, hreppstjóri) hefir gengið mjög illa að fiska, tefir of lítið afl (8 hesta) eftir stærð; hinum (Þor- steinn Jónsson í Laufási) befir gengið ágæt- lega. Hann hefir nú yfir 5000, mest þorsk; það er sama sem 500 i hlut, með því skip- verjar, 5 að tölu, fá helminginn. H e i 1 b r i g ð i hefir verið fremur góð. Lungnabólga hefir þó stungið sér niður. Hafa dáið úr henni 2 konur giftar: Ingi- björg Sigurðardóttir í Bataviu á sextugs- aldri, og Elín Sigurðardóttir i Ólafshúsum, fertug myndarkona, frá 4 börnnm. Nú eru öll áhöld komin til nýja spital- ans, svo ekki vantar annað en fólk til hans, svo að farið verði að nota hann að fullu. Tveir sjúklingar, annar frakkneskur, eru nú I honum. Matarferðin enn. Oss ríður á að skilja, hvað verið er að gera með þessum matarferðar- bollaleggingum af þingmanna hálfu til Khafnar. |>að er ekkert aunað en nýtt tiltæki, nýtt hyggindaráð af ráðgjafa vorum og dönskum og íslenzkum ráðunautum hans til þess að gera oss sem dansk- lundaðasta, til þess að láta þá gera eins og »þóknast bezt þjóð við Eyrarsund«. Sumir (G. H. og fl.) segja: til að gera oss d a n s k a ; en hitt er nóg. Báðgjafinn byrjar á því að gera sig að dönskum ráðgjafa með undir- skriftarhneykslinu. Hann hafnar hagfeldu hraðskeyta- sambandi við önnur lönd og oss alveg undirgefnu til þess að d a n s k t stór- gróðafélag nái því undir sig og geti haldið oss ófrjálsum í tjóðri við sig jafnvel um aldur og æfi. Hann leitast við á allar lundir að teyma þingmenn vora til að dansa eft- ir Dana höfði og meta danska hags- muni meira en íslenzka. Nú á að reka á endahnútinn með því að hóa þeim suður til Danmerkur aftan í ráðgjafanum, til þess að gera þá alveg að smjöri frammi fyrir Dön- um. f>etta er það sem leynist á bak við þetta ráð, þessa nýlundu. Og til þess að fólk hér renni þessu niður, bregða garparnir, sem þetta ráð hafa bruggað, konungi fyrir sig, skjóta honum sem skildi fram fyrir sig. |>eir segja að þetta sé konungsboð, sem illa hlýði að smá. En það er hin versta blekking. f>ótt svo væri, sem engin veit m6ð neinni vissu, að heimboðið aé hugmynd konungs vors sjálfs að upphafi, þá þurfa allir það að vita og skilja, að þetta er jafnt fyrir því s t j ó r n a r- ráðstöfun og annað ekki. f>að eru samantekin ráð ráðgjafans, sem við ís- land er kendur, og hinna ráðgjafanna, þeirra aldönsku. f>eir 1 u g u því upp í sumar, andstæð- ingar vorir, til að spilla fyrir undir- skriftum almennings út um land und- ir rítsímamáls-áskorunina til ráðgjaf- ans, að hún væri stíluð til konungs, og þar með værum vér, þjóðræðismenn, að leita fulltingis hjá útlendu valdi í móti löndum vorum. f>eir lugu því upp þvert ofan í prentuð orð áskorun- arinnar frammi fyrir almenningi og al- staðar samhljóða. N ú reyna þ e i r til að beita fyrir sig þessu sama valdi, er þeir kölluðu sjálfir þá alútlent, konungsvaldinu, til þess að teyma oss út í vitleysu, ef ekki annað verra: sem sé að bregðast landsmönn- um á síðan ef til vill í sjálfum lands- réttindamálum vorum, meyrir gerðir og mýktir allir í dönskum átveizlupotti og af dönskum áburði. Engum er vorkunn að skilja það, að hér kemst alls ekki að nein ókurteisi við konung vorn og því síður nokkur óhollustu-neísti, af fyrsögðum ástæðum. f>eir sem það koma með eru að reyna að blekkja fólk vísvitandi. Eða er það ekki fáránleg bernsku- hugmynd eða tilætlun, að þingflokkarn- ir íslenzku fari að rífast f hirðveizlu (eða kannske við kaffidrykkjuna á eftir borðum!) frammi fyrir konungi út af því, sem þeim fer í milli, líklega með túlk þeir, sem ekki tala dönsku, og að h a n n úrskurði síðan, hvor rétt hefir fyrir 8ér, — hann, sem er þeirri stjórnskipu- legri skyldu bundinn, að fara eftir því sera meiri hlutinn segir, m e ð a n ekki er til reynt með nýjum kosningum, hvort þar er almennur þjóðarvilji á bak við eða ekki? f>etta yrði vitanlega ekkí annað en 8 ý n i n g á íslenzkum þingmönnum, framhald »hjáleigusýningarinnar« sælu, til þess gerð af ráðgjafa vorum og sessunautum hans hinum dönsku, að láta Dani ganga úr skugga um, að alt sé hér í bezta lagi, ljómandi samkomu- lag milli ráðgjafans og mikils meiri hluta á þingi. Vera má, að eftirfarandi grein úr meiri háttar blaði dönsku (Jydsk Morgenblad) geri menn skilningsbetri á þetta mál en hægt er að gera þá ella, marga hverja — það væri engin nýlunda, þótt dönsk fæða rynni þeim betur niður en íslenzk. f>að er skop grein að vísu, en full alvara bak við. Greinin er svona; f>að er kunnugt, að íslendingar hafa upp á síðkastið látið í ljósi nokkra óánægju yfir að vera háðir landí, þar sem aðrir eins menn og J. C. Christen- sen og Alberti jartegna hámark menn- ingar og vitsmuna. Orðugt er um það að dæma, hvað djúpar rætur standa undir sjálfsfor- ræðishug íslendinga. En vort hið ágæta ráðuneyti, er hefir veður af öllu og vakir yfir öllu, hefir þefað hana uppi, þössa óánægju, og ráðið með sér að kæfa byltinguna meðan hún er að fæðast, með því að skerast í leik með einbeittri atorku og skörungskap. Nú halda menn auðvitað, að for- sætisráðgjafinn hafi snúið sér til em- bættisbróður síns og andlegs skyld- mennis, Iandvarnarráðgjaíans [það er sami maðurinn, sem gegnir þeim ráð- gjafaembættum báðum : J. C. Christen- sen], sem hefir afráðið að bjóða út með klukknahringingum um land alt og vígbúa 50,000 manna, sem honum standa sífelt fyrir hugskotssjónum í skemtilegum hermenskudraumum hans, og senda það lið til sögu-evjarinnar, með forustu einhvers meðal hinna mestu öerstjórnarsnillinga Danaveldis, ásamt einni tylft áreiðanlegustu hýðingar- böðlanna hans Alberti, til þess að kenna hinum óspöku víkingum þar trúmeusku og hlýðni. Nei, nei. Christensens-ráðuneytið ætlar að fara miklu kænlegar að. f>eir hinir frábæru stjórnvitringar vita af öðru ráði — auk fallbyssnanna — til að vinna bug á óþægilegum mót 8töðumönnum. f>að er ráð sem varla bregzt nokkurn tíma. f>að er: maturinn! Báðuneytisforsetinn ætlar að stinga upp á því hið fyrsta við rikisþingið, að bjóða öllu alþingi í skemtiferð í sumar suður til Danmerkur. f>að á að fara hór með löggjafana íslenzku eins og gesti ríkisþingsins og konungs. — f>ar á að láta smá-skemtiferðir og veizlur skiftast á hyggilega og hagan- lega, og lyktirnar eiga að verða stór- hóf fyrir þjóðfulltrúana hvorutveggja í Fredensborg (þ. e. hjá konuugi). Bregðist það eftir alla þá viðureign við flesk og mjöð, að kapparnir hánor- rænu verði blíðir og þægir eina og ís- lezkar sauðkindur, þá er það ekki þeim að kenna að minsta kosti, honum Christensen og sessunautum hans í ráðuneytinu. f>eir eru þá ekki lömb að leika sér við, ef þeir láta ekki sannfærast, er hann Baben segir fyrir um matinnr (þ. e. utanríkisráðgjafinn, orðlagður sælkeri) og hann J. C. Christensen heldur hátíðarræðuna. f>ví svo hefir verið í Danmörku alla tíma, að góður matur og mikill matur og feit orð og klapp á magann hafa verið hin óbilugustu ráð til aó telja- um fyrir mönnum til afturhvarfs. Skáldið mitt. Alþýðuskáld norðlenzkt, aldurhniginn sæmdarmaður, J. H., hefir sent ísa- fold til birtingar alllangt kvæði, tvítuga drápu eða vel það, með þessum for- mála: Aldur minn, 76 ár full, svarar til þess, er frelsisraddir þær, er á 5. tugi síðastl. aldar hljómuðu skærra og með meira krafti en nokkuru sinni áður, hlutu að hafa úhrif á mig sem upp- vaxandi mann. f>á komu þeir Bjarni og Jónas með öll sín miklu áhrif, þó nokkuð sinn á hvorn hátt. Svo þar rétt á eftir Benedikt Gröndal. Hann var svo mikiu yngstur. Enda þótti okkur jafnöldrum hans harla vænt um hann. Mér fyrir mitt leyti fanst hann vera allra gæðinga hágengastur á kveðskaparbrautinni. Eg fekk mér rit hans og kyDti mér þau. Og alt til þessa dags hefi eg fagnað hverja: hans kvæði. En þau hafa verið fá á síðustu árum. — Eg hefi stundum hugsað með sjálfum mér, að eigi værí alls kostar rétt af mér, að dyljast þessa. Og núna í haust komst svo langt, að eg setti saman kvæðis-nefnu, sem gerir fulla grein fyrir skoðun minni í þessu efni.------— Búmsins vegna neyðis ísafold til að skilja eftir megnið af þessum ljóðum, og gerir það með sérstakiegri afsökun- arbón við hinn mikilsvirta höfund : Fyrsta erindíð er svona: Þig eygði snemma andi minn, í eldstraum Ijóssins hæða, og girntist feril gullna þinn, á geislum vorsins þræða. Þinn ómur vísar öldum leið, og aldrei kennist hærra skeið, á kyngi-brautum kvæða. f>etta er tíningur úr því sem eftirfer: Enginn sá betur unninn þráð örlaga fornu dísa en þú, sem Skuldar raktir ráð, og réttast vanst því lýsa; því skal í heiðri hér á storð, hljóma þitt sterka frægðarorð. svo lengi að rastir rísa. Eg fylgdi þér um frosta geim, og fanst þá margt að bera, eg dreka leit og dulins heim, og dverga er undur gera; i fimbulviðum fjalla krans hjá flagða gram, og dóttur hans, mér dauflegt virtist vera. Eg svip þinn elti í suðurlönd, og sást um nokkuð víða, en heima vanin unglings önd þar undi sízt að bíða, 0g heimspekingsins háleitt tal, í helgidóma fögrum sal, varð ofraun á að hlýða, Eg hrosti og tindi i tryggan sjóð tólf álna löngu stefin; eg fann að vænni veigaslóð, var viðtæk skemtum gefin, en gullkorn þau, sem glóa þar, glitra sem Stjernur himneskar, þó samföst brenni bréfin. Eg hikaði við Heljarslóð, og helzt til kendi svima, þá hvildi eg mig við annan óð,. þar æskan lék Binn tíma, og »himins fram i ljóma lá« eg ljósi klædda veru sá sig hefja i belgum bríma.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.