Ísafold - 31.03.1906, Page 2

Ísafold - 31.03.1906, Page 2
74 ÍSAFOLD aðrir fyrir okkur. Krossunum var dembt á norsku sendinefndina alveg fornspurða. Sumir í henni höfðu strengt þess heit, að láta aldrei »kro88ast«. En nú urðu þeir að hafa það svo búið, til þess að »fornerma« ekki kong- inn. Og úr því að við fáum titlana óumbeðið, þá þurfum við enga leigu að gjalda eftir þá. Okkur dettur það ekki í hug — nema þá ef þingið vill gera það, af »öðrum alþingiskostnaði«. — Nú eða aldrei. Aldrei, aldrei, aldrei! það er ógurlegt orð, þetta a 1 d r e i. Okkur óar við því! Stauraflutningurinii. Skrifað er ísafold úr Skagafirði 22. þ. mán.: Lítið gengur með staurafiutninginn hér vestan Héraðsvatna. Flestir staur- arnir liggja ennþá á mölinni á Sauðár krók, örfáir komnir lítið eitt áleiðis og liggja þeir flestir frosnir niður. Sigfús Dagsson er víst kominn að þeirri köldu raun, að flutningur þessi muni ekki verða mikið gróðafyrirtæki, enda hefir hann verið tældur á þung- anum. Eítthvað var Trausti í Hólum búinn að bisa sínum staurum áleiðis með ærnum kostnaði, er síðast fréttist. Mannalát. F. héraðslæknir Kangæinga, 01 a f u r S. Guðmundsson, andaðist 16. þ. mán. að heimili sínu Stórólfshvoli, eftir langa vanheilsu. Hann var fæddur 4. des. 1861 að Kvennabrekku í Dölum, sonur Guðmundar prófasts Einarason- ar, síðast prests að Breiðabólsstað á Skógarströnd (f 1882) og konu hans Katrínar Ólafsdóttur prófasts Sivertsen í Flatey (f 1861). Hann útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla 1881 og af lækna- skólanum hér 1885, var sfðan nokkur ár aukalæknir á Akranesi, fekk því næst Kangárvallalæknishérað og þjón- aði því þar til í sumar er leið, að hann fekk lausn frá embætti. Kvænt- ur var hann Margréti Magnúsdóttur R. Olsen frá þingeyrum, er lifir mann sinn. þeim varð ekki barna auðið. Ólafur sál. læknir var gæðamaður mikill, viðkynningamaður hinn bezti og gleðimaður, enda fyrirtaks ástsæll. Fiskiskúturnar héðan hafa komið inn þessa dagana nokkrar, eitthvað 10 eða svo, úr sinni fyrstu útivist, með dágóðan afla, 5—10 þús. á skip af mikið góðum fiski. Mestur er Hjalti Jónsson, á Swift. Hann fekk hálfan aflann undan Vest- manneyjum, en hitt djúpt af Selvogi. Veður mjög ilt fram til 14. þ. m., en ágætt úr því. Heldur tregt um fisk orðið. Hann heldur sig undir landi, grynnra en þilskipum er óhætt. segja þeir, — eltir loðnu. Afbragðsafii hefir verið um hríð í Garðsjó, vænsti netafiskur. Sömuleiðis mikið góður afli í Grindavík og Selvogi. Tíðarfar hefir verið mjög blítt og hagstætt um hálfan mánuð. Marahláka, og fann kyngið tekið mjög upp. Hiti 4—6 stig (C.) dag hvern, stundum 7—8 stig. S/s Vesta, frá Sam.fél, kom' loks í gærmorgnD, norðan nm land og austan, frá ntlöndum, vikn' á eftir áætlun, sem ekki er raunar neitt sérlegt tiltökumál um þetta leyti árs og í slikum veðraham. En hýsna- orð mundi þó sjálfsagt hafa verið á því gert, af þetta hefði verið Thorefélagsskip. Með skipinu kom allmargt farþega, þar á meðal Jón prestur Arason frá Húsavík, Bjarni Benidiktsson verzlunarm. þar, Árni Á. Þorkelsson, sýslunefndarm. frá Geita- skarði o. fl. — Alþýðublaðið — stefna og þess starfssvið. I. Til mín hafa borist 3 eintökin fyrstu af Alþýðublaðinu nýja, sem gefið er út af alþýðumanni í Reykja- vík. Blað þetta lítur vel út. Búning- urinn fer vel, og þráðurinn er betur spunninn en algengt er hjá viðvaning- um alþýðumanna. Færri eru snurð- urnar og styttri bláþræðirnir en sjá má stundum hjá æfðum mönnum og »útlærðum«. Orðin eru íslenzk og auðskilin, setningarnar stuttar, ljósar og ákveðnar. þ>etta er nú meðferð efnisins. En hvað er þá um efnið sjálft að segja ? Virðíngarverður er kjarkur alþýðu- mannsins, viljinn og einbeitnin til að rétta blut þeirra, sem eru minui máttar. I fyrBtu greinninni talar ritstjórinn frjálslega og feimníslaust, undir nafni íslenzkrar alþýðu í heild. Lýsir því hvað »við erum«, »þurfum »og« getum«. Vitanlega vonaðist maður þá jafnframt eftir því, að ritstjórinn sýndi góð ráð til þess, h v e r n i g vér getum bætt úr þörfinni, orðið meiri menn og betri. Greinin í 3. blaðinu: »Erum vér undirlægjur eða undirstöður«, er ekki síður skýr og. skorinorð um það, hvað vér erum og getum. Hún er þess verð, að allir lesi hana, bæði alþýðu- menn og embættismenn, alþíngismenn og leiðtogar þjóðarinnar, einkum þeir, er nálega a 11 vilja gera til að tína blöðin, blómin og ávextina af þjóð- stofninum, en svo að segja e k k i n e i 11 hlynna að rótum hans. Ef ræturnar af þjóðstofninum slitna smátt og smátt upp úr jarðveginum, þá vísna blöðin, blómin falla niður og ávextirnir hætta að vaxa. f>ess í stað vaxa þá kvistir og kræklur, spiltir áVextir og eitraðir. jpjóðin þarf að læra að gera sér jörðina undirgefna, ef ekki f y r s t, þá með því fyrsta, sem henni er kent, innan takmarka tímans og rúms- ins. |>á mun hún jafnframt breiða út blöð lærdóms og mentunar, blóm lista og bókmenta, og ávexti vizku og sið- gæðis. Eins og áður er sagt, eru þessar 2 greinar ritaðar fyrír a 1 þ ý ð/u-blað, og vonast maður því eftir góðu áframhaldi í sömu átt. En flestar greinar aðrar í þessum blöðum eru ritaðar að eins fyrir verkmann a-blað. »Verkefnið« t. d. og »Kjör vinnufólks í sveitum« eru ákveðnar og æsandi verkmannagreinar. Hvert á blaðið þá að vera alþýðu- blað eða fyrir verkamenn einungis? Eg er hræddur um að slíkar greinar sem hin síðastnefnda fæli bændur og aðra vinuuveitendur frá blaðinu og málefni vinnulýðsins, fremur en hitt, að þær laði þá til að gefa þeim gaum ; og tel eg þá illa farið. Verkamenn og vinnufólk hefir þó sannarlega þörf á að kjör þeirta batni á ýmsan hátt. Óska ættu allir þess, að kjörin bötnuðu, þvi allir hafa gott af því, vinnuveitendur líka, e f breyt- ingin gerist með aukinni ánægju, þrosk- andi þekkingu og vaxandi uppskeru. f>egar nú verkamennirnir eru sjálfir lagðír á þetta vað, þá er þeim afar- áríðandi að byrja ekki tæpast á brot- inu. f>eir mega ekki æsa strauminn móti sér. Eigi Alþýðublaðið ekki að ganga undir fölsku nafni, þá ræðir það málin frá sjónarsvæði beggja flokka alþýðunnar, þeirra er vinnu selja og hinna, er vinnu kaupa. Umfram alt ætti að ræða máleíniu með hógværð, gætni og sönnum rökum. Verði þeirri reglu fylgfc, óska eg blaðinu gengis, og tel vísa von um árangur, mikinn og góðan. Verði hins vegar Alþýðublaðið verkmannablað einungis, þá er hætt við aðrir vilji ekki kaupa það eða losa, og að öll stefna blaðsins og þesskonar starfsemi verkalýðsins yfir höfuð verði andvíg þeim, er vilja láta vinna, og eru þá fyrir dyrum hinar verstu af- leiðingar. f>á eyða þeir, sem eiga að afla, rífa þeir, sem eiga að reisa, berj ast þeir, sem eiga að starfa saman friðsamlega, og hatasb í stað þess að unnast. (Niðurl.). Biðjið kaupniami yðar um o D CIGARETTCN 1 * Tl P TO P 0 ] ogönnur algeng nöfn á vindlum vor- um, cígarettum og tóbakstegundum og verið vissir um, að þér fáið jafnan vörur af beztu tegund. Karl Petersen & Co. Köbenhavn. Góöar vörur! Ódýrar vörur! Hrokkin sjöl mjög margar tegundir frá 7—30 kr. Kvenslifsi mjög mikið úrvar frá 0,90—3,00, Linoleum- gölfdúkur Reiðfataefni og ýmislegt annað, auk þess sem áð- ur er auglýst, er nú nýkomið í verzl. G. Zofe’ga. n ■ sem æskja eftir styrk a X tJli 8jhkrasjóði hins íslenzka kven fólags, eru hérmeð ámintir un að senda umsóku sína fyrir 15. apríl Katrín Magnússon. Islenzkt smjör fæst í verzlun Matth Matthíassonar. Fundist hefir gamall steinhringur á götum bæjarins. Ritstj. visar á. Látið eigi gabba yður og gætið þess að þér fdið Bkta Kína-Lífs- Blixír. Það er á boðstólum mesti fjöldi af heilsubitterum og nálega allir eru þeir hafðir líkir Waldemars. Petersens ekta Kína-IJfs-Elixír að nafni og útbúnaði, og hvers vegna? Að segja eins og er, er kærasta skylda hvers ráðvands manns. Þorp- arar einir reyna að dylja varmensku sína og sviksamlegan tilgang með þeim viðurkenningarvott, er veittur er þvír. sem er sannarlega gott og ágætlega frá gengið. Hinn ekta Kína-Lífs-Elixír Walde- mars Petersens hefir áunnið sér viður- kenningu heimsins og fengið fyrir það mikinn fjölda öfundarmanna, er reyna að ábatast á því, að hafa á boð- stólum einskisverðan tilbúning með þeim útbúnaði, að ilt er að varast að rugla því saman við hinn eina ekta KÍNA-LÍFS-ELIXÍR, sem hefir að vörnmerki Kínverja með glas í hendi á fiöskumiðanum oginn- siglið í grænu lakki á tappanum. Það sér hver maður, að mér er ekki láandi, er eg segi: varið yður a fölsunumr og hafnið eftirstælingum, svo sem »China bitter«, »Lifs elixír« og þess háttar. Biðjið ætið um ekta Kína- Lífs-Elixír frá Waldemar Petersen, Kaupmannahöfn-Friðrikshöfn. B’sost alstaðar á 2 kr. flaskan. Etamine ljómandi fallegt úr ull og silki fæst í verzlun G Zoega. Frá 1. apríl tökum við undirritaðar hærri f æ ð i s - peninga en áður. María Hansen, Asta Hallgrímsson, Hólmfríður Gislad., Sigriður Sigurðard. f Jarðarför móður minnar Guðnýjar Jóns- döttur fer fram mánud. 2. april og byrjar kl. 10 árd. að heimili mínu Bræðraborgarstig 8. Rvlk all3 1906. — Hjalti Jónsaon. ALÞÝÐUBLAÐIÐ kostar 2 kr. árg. (18 bl.; 12 síður auk kápu). — Afgr. á Laugaveg 18 (2. Iofti). Mýraíélag-ið (Moseselskabet) í Danmörku veitir ókeypis aðstoð við rannsókn og hagnýting m ó m ý r a, og lætur í té leiðbeiningar um hentug eldstæði fýt' ir mó. Menn geta snúið sér til umboðs- manns félagsins á íslandi, cand. polýt- Ásgeirs Torfasonar í Reykjavík, 0r einnig veitir viðtöku beiðnum um inn- töku í félagið. Árstillagið er 4 krónuf og er meðlimum félagsins fyrir þa^ send rit þess ókeypis. Kirsiberjalög og aðra aldinlegi, nýja eftirtekju, fínustu tegundir að gæðum, er mönn- um ráðið til að kaupa frá Martin Jensen, Köbenhavn K*

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.