Ísafold - 21.04.1906, Side 2

Ísafold - 21.04.1906, Side 2
94 í S A F 0 L D Drykkjutíinirm stytt sr. Bæjarstjórn Rvíkur sýndi óvenju- mikla rögg af sér á síðasta fundi. Hún samþykti í einu hljóði þá breyt- ing á lögreglusamþyktinni fyrir bæinn, að áfengisveitingahúsum skuli lokað 2 stundum fyr á kvöldum en verið hefir. Breytingin er þannig orðuð: Veitinga-hús öll, þar sem áfengir drykkir eru seldir, skulu vera lokuð frá kl. 9£ á kvöldum til kl. 6 á morgna, og allir gestir, sem eigi hafa þar náttstað, skulu fara úfc eigi seinna en kl. 10 á kvöldum; þó má selja ferðamönnum greiða á bvaða tíma sem er, og heimilt ekal félögum, sem lög- reglustjórinn þekkir, að halda sam- kvæmi, dansleik eða aðrar skemtanir í veitingahúsum fram yfir miðnætti, ef eigi taka aðrir þátt í þeiœ en fé- lagsmenn eða gestir þeirra. Enn fremur mega brúðkaup og önnur boð Standa fram yfir hinn tiltekna tíma. Varla getur hjá því farið, að þetta nýmæli þyki flestöllum bæjarmönnum vel ráðið. Nema vitanlega veitinga- mönnum sjálfum. En þeir eru nú ekki orðnir nema 2 í öllum bænum, Bem betur fer. Og fáir munu dirfast að halda því fram, að aðrir bæjarbú- ar allir, 9000 eða vel það, eigi að gjalda þeirra, — gjalda þess, að þá langar til að safna meira í vetling sinn, langar til að missa ekki af aurunum, sem eftir verða hjá þeim hvað helzt þegar líður á kveldið. Nú er og orð- ið svo mikið um áfengislausa veit- ingastaði hér í bæ, að hægt er að gera eitthvað af sér síðla kvelds, þótt áfengisveitingastaðirnir gangi frá þá. Blíkir staðir þyrftu raunar að vera nokkuð tilkomumeiri en enn eru þeir. En það á fyrir sér að lagast. Líklegt er, að fáum þyki það miður farið, þótt konur fái eiginmenn sína og mæður syni sína, þá er Bakkusi þjóna í veitingahúsum af heldur mik- illi dygð, heim til sín kl. 10 á kvöld- um, og þurfi ekki að vaka eftir þeim til kl. 12 eða lengur og fá þá enn ver til reika þá en þeir eru orðnir tveim stundum fyr. f>eir menn hljóta að vera undarlega innrættir, sem er ami í því. |>eim nátt-tröllum fækkar og óðum, sem hugsa sér persónulegt frelsí í því fólgið, að hver megi Iifa og láta eins og honum sýnist, hversu mikið mein sem hann vinnur öðrum með því. Eða réttara sagt: láta frelsið vera sama sem takmarkalaust sjálfræði fyrir þá og þeirra vini, ef til vill, en ósjálfræði fyrir aðra að sama skapi, og gæfuspjöll. Skilja ekki það eða vilja ekki skilja, að öll þjóðfélagsskip- un er bygð á sameiginlegum hagsmun- um. En það eru nú orðið læknar og hagfræðingar sammála um yfirleitt, að áfengisnautn sé eitt hið þyngsta mein hverrar þjóðar. En þá verður skylda hvers manns, sem þjóð sinni ann, að reyna að losa hana sem mest og sem fyrst við það mikla böl, — og þá að draga sem allramest úr því að auðið er, meðan ekki er hægt að byggja því alveg út. — f>ess er rétt að geta, að hinn setti lögreglustjóri, Páll sýslumaður Einarsson, kvað hafa mælt eindregið með samþyktarbreyting þeirri, er hér segir frá. Hún á nú að eins eftir að öðlast staðfesting ráðgjafans. Hvað hinir hefðu sagt. HvaS hinir hefðu sagt, stjórnarliðar, ef vér, stjórnarandstæðingar, hefðum komið upp með þingmanna-heimboðið 2 Þeir sem lugu því til í fyrra, þegar áskoranirnar um ritsímamálið voru á ferðinni, að þær væru stílaðar til kon- ungs, Danakonungs, og kölluðu þ a ð að leita hjálpar hjá útlendu valdi gegn samlöndum sínum, -—• líktu því við það, er gerðist á Sturlunga-öld, þegar íslenzkir höfðingjar leituðu liðs hjá Hákoni kon- ungi gamla gegn þeim, er þeir áttu í skærum við hér, og réðu loks landið undir Norvegskonung ! Þeir gerðu, stjórnarliðar, kouung vorn, sem þá var, Kristján níunda, að útlend- urn valda-ránsmanni, slíkum sem Hákon konungur var, og kölluðu landráð að snúa sér til hans í velferðarmálum lands- ins. S v o n a litu þeir á það þá, ef vér Islendingar ætturn nokkuð við Dana konung og vorn, snerum til hans máli voru eða bænum um það, er oss þætti miklu varða fyrir þjóð vora. En — það v a r aldrei gert og stóð aldrei til. Hún var stíluð til ráðgjafans íslenzka, en e k k i til konungs, áskorun- in í ritsímamálinu, eða áskorauirnar allar saman. Þeir lugu hinu upp til þess að geta snúið áskorununum upp í land- ráö og líkt þeim við það sem gerðist hér á Sturlunga-öld. — Þeir voru meira að segja svo bíræfnir, sumir, að þræta í móti þeim, er syndu og sönnuðu með prentuðum áskoranatextanum, að þær voru stílaðar til ráðgjafans, en ekki til konungs, t i 1 þ e s s a ð geta haldið áfram landráða-brigzlunum og róginum gegn þjóðræðismönnum. Js, hvað mundu þeir náungar hafa sagt, ef Þjóðræðisflokksmenr. hefðu kom- ið upp með að stefna öllu þinginu suð- ur til Kaupmannahafnar á konungsfund? Þeir hefðu vitanlega æpt fjöllum hærra landið af enda og á: 1 a n d r á ð, landráð! Alveg eins og' á Sturlunga-öld ! Og bætt við: utanstefnur viljum vér engar hafa! Hefði þeim þá verið anzað á þá leið, að þetta væri vinarboð af konungs hendi, mundu þeir ekki hafa verið seinir til svars, og mint oss á, að alveg eins hefði Hákon gamli gert forðum — haun hefði gert þeim vinarboð á sinn fund, helztu mönnum landsins, og tælt þá þann veg á band með sér. Og hefði þeim verið svarað þá, að Danakonungur væri v o r konungur, en ekki oss óviðkomandi utanríkishöfðingi, eins og Hákon gamli var, mundu þeir hafa látist ekki heyra það, og hækkað sig heldur en lækkað á landráðaópunum, í vanalegu oftrausti á heimsku almenn- ings og hugsunarleysi, því trausti, að menn veittu mismuninum enga eftirtekt og tækju óhikað undir landráðaópin. Þeim hefði og verið það óhætt við s u m a. Því viti menn ! Alþýðumenn í landsins bókvísasta kjördæmi, Suður- Þingeyjarsýslu, samsintu, ef oss minnir rétt, Sturlunga-aldar-samlíkingunni og landráðabrigzlum »heimastjórnar«-hefðar- mannsins norðlenzka, er hæst lét til sín heyra í þeirri hríð. Nei. Það er lítill vafi á því, í hvaða tón þeir hefðu kveðið við, vinir vorir ráðgjafadilkarnir, ef vór hefðum komið upp með þingmannaheimboðið. Erlend tíðindi. —Ekki nema einu sinni?^ Marconi loftskeyti 20. apríl. Fundist hafa á annað hundrað lík eftir landskjálftana á Formósu. Mörg hundruð hús hrunin. Eftir að mannmúgur í Springfield í MÍ8souri hafði líflátið svertingjana tvo án dóms og laga, hvarf hann aftur til fangelsisins og fór eins með einn svert- ingjann enn, og braut síðan fangelsið, svo að allir bandingjarnir komust á brott nema sex. Landvarnarliði boðið út til að halda uppi reglu, með því að mikill æsingur er í borginni eftir morðin. Alvarlegt samsæri á herskipum frá Portúgal. Lautinant skaut til bana einn samsærismanninn, sem ætl- aði að fara að skjóta á bæinn (Lissa- bon?). Én samsærismenn skutu síðan lautinantinn. Nú hefir flotanum verið dreift á ýmsar hafnir. Líggur við voðafelmtri í Lissabon. Nú er létt öskufalli úr Vesúvíus og hættan hjá liðin. Hæstiréttur í Bandaríkjum hefir dæmfc, að ef veittur er h j ó n a s b i 1 n- a ð u r í einhverju ríki, er hefir eigi ríkisvald yfir nema öðru hjónanna, þá sé slíkur skilnaður ógildur utan þess rík- is. þetta hefir áhrif á hjón svo þús- undum skiftir, þau er gifst hafa í ann- að sinn, annað eða bæði. Roosevelt forseti hefir lagt mikla áherzlu á það í boðskap til sambands- þingsins, að ómissandi sé að fá sér- stakleg lög til að afstýra ábyrgðarfé- lagasvikahneykslinu. Alvarleg misklíð með herliði og námumönnum á Norður Frakklandi. Margir hermenn fengið sár af grjót- kasti. það slys varð á stórorustudrekanum Prince of Wales, sem var að reyna sig suður í Miðjarðarhafi, að 3 kynd- arar biðu bana og 4 urðn sárir af gufusprenging. Gufuskip Campania hefir meðferðis til Ameríku frá Englandi 1r/4 milj. pd. sterling í gulli. það er hinn stærsti gullfarmur, sem dæmi eru til. -----1 •--------- Bæjarstjórn Beykjavíkur samþykti á fundi sínum i fyrra dag kosti þá, er hafnarstjórinn i Kristjaniu hafði sett fyrir komu sinni hingaÖ i snmar til þess að iíta á höfDÍna hér og leggja eitthvert ráð til umhóta á benni. Samþykt var tilboð frá Tr. Grnnnarssyni um vegarlagning yfir Melkotstún og fram með Tjörninni fyrir alt að 1300 kr., með eftirliti veganefndar. Alþýðulestrarfélagi Reykjavíkur veittur 150 kr. styrkur úr bæjarsjóði þ. á. Bæjarstj. vildi ekki nota forkaupsrétt að 305 ferálnum úr Ullarstofutúni, er eigendur selja Ásgeiri kaupmanni Sigurðssyni á 75 a., né að 522 ferálnum úr sama túni, er Hall dór Jónsson selur fyrir sama verð, gegn x/5 verðs i bæjarsjóð, með því að nota á þetta undir hús. Ennfremur hafnaði hún for- kaupsréttí að erfðafestulandmn Merkjagarði, er eigendur selja fyrir 3000 kr. Samþyktar voru brunabótavirðingar á þessum húseignum : Péturs Brynjólfssonar Ijósmyndara við Hverfisgötu kr. 27,157; Ólafs Davíðssonar bankagjaldkera við Laufásveg 9,154; Páls Gnðmundssonar við Njálsgötu 8,477; Kristófer Egilssonar við Yesturgötu 6,565; Árna Thorsteinssons í Ingólfsstræti 4,815; Boga Þórðarsonar við Klapparstig 3,342; Einar Árnason við Bergstaðastræti 2.035. Loks samþykti bæjarstjórn þann við- anka við lögreglusamþykt Reykjavíkur kaupstaðar, að hæns, gæsir og endur megi ekki hafa í kaupstaðnum frá 14. mai til 1. ágúst, nema þau séu á afgirtum svæðum eða í öruggri vörzlu. Þó má lögreglustjóri veita leyfi til, að hæns gangi laus í út- jöðrum kaupstaðarins, þar sem garðar ann- arra manna eru ekki nærri. Og ennfremur breytingu þá á loknnartima veitingahúsa á kvöldum, er segir frá á öðrum stað í bl. Farið geta ókunnugir nærri um, hv«r »leirburður« eða »hégómi« muni Veíi æfintýrin nýprentuðu: Úr d u 1 a r h ei&' um, er þeir lesa þetta, hið síðasta ^ 5, ritað ósjálfrátt á 7 mín. í margra (20—30) manna viðurvist, og höfuoða' nöfnin undir. — Fyrirsögnina haf* sumir ekkí skilið almennilega. En buD er ebki annað en spurning um þ8^’ hvort ekki muni hafa við borið n effl8 e i n u s i n n i, að verið hafi lítill dren8' ur, 8em Sannleikur hét, og með haoB farið svo, sem segir í æfintýrinu. Ekki nema einu sinni? E i n u sinni var drengur. Engum þ^1 vænt ura hann, nema þeim, sem vissu þa® jafnvel og að sólin er björt, að hann v®r góður drengur. En drengnum þótrJ það ekki nóg. Svo bættist einn vinar hópinn. Hann mætti honum fyrst úti skógi, þar sem hann reikaði allslaus °í einmana. »Hvað heitir þú?« »Eg heiti Kærleikur. En þú?« »SannIeikur«.— Það var drenguriBBf sem sagt var frá áðan. Svo urðu þeir samferða. En stnndu111 hljóp Kærieikur iangt á undan, — til Þe®S að ryðja brautina. Þess vegna gistu þelf ekki alt af á sama stað. Einu sinni kom Sannleikur að stórri bo1 úti í skógi. »Yiljið þið lofa mér að vera?« spur®{ hann. »Mér er svo ósköp kalt. En eb^ veit ég, hvort ég get launað ykkur u>e öðru en því, að áminna ykkur um, að ver# gott fólk; því það eruð þið ekki«. En -— fólkið úthýsti honum. Svo liðu mörg ár. Alt af kom bsu8 heim á einhvern bæ á kvöldin, þegar ^1111 var orðið, — og alt af var honum útbj6*' Hann átti þar engan vin, nemaKærleikj e11 Kærl ikur átti ekkert hús þarna. j En Sannleikur varð samt ekki úti, r að Kærleikur hlýjaði honum alt af, þeSaI honum var kalt. Mörgum árum síðar kom hann að b<>* inni í skóginum. Þá var hann orðiB11 konungur. Nei, — nú úthýsti enginn honum. datt engum í lifandi hug. Síður en s,° sjálfum konuuginum ! En meðan hann var munaðarleysing1 * öllum ókunnugur, þá var hægðarleikur fara með hann hvernig sem hver vildi; Þ9 var engin fyrirhöfn að leggjast á hann, ekki nema sjálfsagt að vera ekki að b9 þenna ferudreng í húsum sinum! En, — nú var hann orðinn konungur- 0g allur sannleikur verður einhvern konungur. II. C. Andersen. Jónas HallgríMsS' tín,} Mikil hugulsemi og- höfðingskap11^ Eins og fyr er getið, var fiskiskíp1 I n g v a r vátrygt hér, fyrir 12 þúS' kr' lífí' ör' utf' og skipverjar einnig í íslepzku ábyrgðinni fyrir sjómenn, sem er smá, eins og menn vita. En frézt hefir nú með póstskip að forstöðumaður Duus-verzlunar, 8 | skipið átti, Ólafur kaupm. ÓlafsS0° Khöfu, hafi 3. þ. m., 4 döguna ^ ^ en skipið fórst, vátrygt skipverja í nýrri danskri lífsábyrgð fyrir sjóm0 eftir lögum þá 15. jan. þ. á., og fyrir alla skipshöfnina, 25 menn víe j anlega, iðgjaldið, 10 kr. á mann; °& ábyrgðarféð sé 1200—2800 kr. á 10 aI1^ Skipið var lögskráð í Kaupmannab0^ °g því gátu skipverjar komíst í úön8 ábyrgðina. J En ekki hafa allir slíka huguf til að bera og höfðingskap. S/s Perwie (F. Clausen) kom í g®r' ajoSj. skip frá Thore-fél., frá Khöfn og Hafði fullfermi þangað og rnikið ^1 ýmsar vörur til kaupmanna hér. Fer 1—2 daga.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.