Ísafold - 21.04.1906, Blaðsíða 3
ISAFOLD
95
f
Fórn Abrahams.
Maimskaðinn
af flskiskipinu INGYAR
7. apríl 1906.
Kveðja við gröfina.
Lag: Frelsisbæn Pólverja.
Sofið i friði; vorið blikfeld breiði
tyartan á yður, landsins góðu synir;
Sorgbúnir koma’ og krjúpa’ að yðar leiði
^lökkvir og dapiir beztu trygðavinir.
^oð só me;j ! Ljóssins englar allir
°pna’ yður fagurljósar sumarhallir.
Buð minn, ég beyri gegnum brim i anda
8ratþrungin andvöip djúp úr hafi stíga, —
Se yður eins og stoitar hctjur standa
sterkar á þiljum — og í valinn hníga.
Sárt er í æsku’ að hníga’ á heljarvegi,
Ljálpar að biðja í dauða og — finna eigi.
Bláliljan unir ein á fjörusandi,
ástdaggir vorsins hægt á blöðum titra,
túa er að gráta lik, sem ber að landi,
Ijómandi tár í kristallspcrlum glitra; —
Grátin hún segir: »Yinir vors og Ijóða,
Velkomnir lieim til föðurlandsins góða«!
Brottinn minn góði, hugga hvern, sem tárast
L&rtnanna strengi bærðu, elsku faðir!
Bátt yfir gröf, er svíður bölið sárast
s°Bjarminn skin — svo verum allir glaðir;
ú&uðinn er sá, er döpur augu grætir,
úrottinn er sá, er friðar alt og kætir.
Barið þér heilir heim til ljóssins sala !
Bjaitkærar þakkir fyrir liðna daga!
B*ði frá strönd og djúpi hafsins dala
úánarljóð glymja’ á hörpustrengjum Braga.
Astin er djúp, — viðgrafreitgræturblærinn,—
8ratperlur fellir jafnvel kaldur særinn.
GUÐM. GUÐMUNDSSON.
^öng- 0g hljóðfæraslátt
'étu þau til sín lieyra hér í Báruhúsi
Sl>rnardaginn fyrsta, frk. Elín Matthías-
dóttir, frk. Kristrún Hallgrímsson og
'lr- Lrynj. Þorláksson. Þar var húsfyllir
éheyrenda. er skemtu sér mætavel. Hr.
j)
r- Þ. lék á harmónium, frk Kr. H. á
Lrtepianó, en frk. E. M. söng, og þótti
L’kast framburðm snildarlega.
mr
^rlíin
v°ru syndar hér fyrir peniuga í Báru-
^ósi á þriðj udagskveldið, með forustu
aðal-giímufromuðs höfuðstaðarins, Póturs
^ónss. blikksmiðs. Verðlaun voru veitt 3
e^u glímumönnunum : Hallgrími Bene-
^’ktssyni (Jónssonar frá Reykjablíð)
111 Helgasyni t'rá Akureyri og Jónatan
^°rsteinssyni kaupmanni í Reykjavík, —
nn hafði verið veikur undanfarna daga.
B«rindavíkur-bátstapinn. Sú nánari
. ltueskja er fengin af þvi slysi frá um dag-
Ubi að annar maðurinn héðan, sem drukn-
h Halldór, var Guðbrandsson. Þriðji
j*^Br á bátnum, er druknaði, hafði verið
bóndi á Hópi í Grindavik, en hinir
BölaUgur Sigurbjörn, austan úr
annar frá Hjálmholtskoti.
Það
®otnvörpungar—liolmingi meira.
sto<J í greininni: Hvað er til ráða?
asta hl., að 10 botnvörpungar mundu
k e 1 ^ me'ra en óO seglskip. Þar hafði orðið
átf m'n ® * fallið burt i prentuninní. Þar
a^ 8tanda: helmingi meira.
(Frh.).
De Vlies staðnæmdist fyrir framan
hann. Hann virti merkisvald sinn
fyrir sér eins og kæmi hann undar-
lega fyrir sjónir, enda sá. hann, að
hann hafði tekið mikilli breytingu á
fám dögum.
Hvað er nú ? er þig farið að fýsa
heim?
Já, svarar Abraham bíátt áfram.
þetta líf er aDdstyggilegt. Eg get
ekki fengist við að vega menn. Nei,
eg get það ekki.
Hver getur það, heldur þú, Abra-
hara? Vér erum ekki nógu siðaðir
til þeirrar iðnar. Vér erum ekki ann-
að en ófágaðir þjóðveldisalmúgamenn.
Sæll ertú, að geta hætt einhvern tíma.
Eg verð að halda áfram hvort sem eg
vil eða ekki, og . . ..
Hann hrökk aftur á bak fáein fót-
mál og einblíndi á kollinn á van der
Nath, eins og hann hefði séð geígvæn-
legan svip.
Merkisvaldurinn þreif upp í höfuð-
ið á sér þar, sem höfuðsmaðurinn hafði
á augun blýföst, og var eins og kæmi
fát á hann.
Abraham, segir de Vlies í hásum
róm, og þurkaði svitadropa af enni sér.
Farðu ekki. Vertu kyr. Vinur þlnir
beiðast þess.
Van der Nath hristi höfuð synjandi.
Jæja, það verður þá að vera eins
og þú vilt. Eg get ekki hjálpað þér.
En það segi eg þér, að þú kemur aft-
ur. þú kemur aftur, eins og hinir.
Og er van der Nath gerði eins aft-
ur með höfðinu, hvíslar hinn:
Eg 8á augun fyrir ofau hvirfilinn á
þér, augun hennar og barnsins. J>ú
ert dæmdur. þú átt fyrir þér að falla
í ófriðinum þeim arna, þú og hann
sonur þinn.
Hann ísak .... drengurinn minn!
það var eins og síðasta angistaróp
manns, sem er að drukna, og hann
krepti hnefana, hiun mundstyrkvi mað-
ur, viðbúÍDn að verja það, sem hann
átti kærast í eigu sinni.
Hér er ófriður í landi, van der Nath,
ófriður og eymd. Bardagarnir með
mannfallinu þar erú svo sem ekki
neitt á móts við alt hitt. Hendur
vorar eru bundnar. Vilji vor er ekki
til framar. Aðrir ráða yfir oss. Hér
eru illar vættir á ferð . . . . alt um kring
. . . hvarvetna. Lygarnar óskaplegu
og glæpamergðin — það er það, sem
er voðalegast af öllu. — Segðu ekki
neitt, Abraham, hreyfðu þig ekki: eg
sé augun hennar aftur, hennar og
barnsins, sem fæddist aldrei. Hafðu
góðar gætur á honum syni þínum,
verndaðu hann, mundu mig um það.
þið eruð dæmdir báðir, og þetta verð-
ur skelfilegt; því svona nærri hefi eg
aldrei séð hana áður.
Svo framarlega sem ást föður get-
ur verndað einkason hans, þá er syni
mínum ísak enginn háski búinn.
þú hefir engan vilja, Abraham. |>ú
ert bundinn á höndum og fótum. f>að
eru allir, karlar, konur og börn. Hann
situr norður í Lundúnum, maðurinn,
sem ræður lífi þínu og sonar þíns, og
hann veit ekki einu siuni, að þú ert
tii. Hér er ófriður í landi, og í ófriði
getur alt að höndum borið ... alt....
Vertu sæli! mælti van der Nath í
hálfum hljóðum og rétti fram hendina.
Nú verð eg að fara heim,. .. vegna
hans ísaks.
Og hann tók fast í höndina á hon-
um, almúgastéttarfyrirliðinn, sem hafði
slept úr hendi sér plógi og reku til
þess að verja sjálfstæði ættjarðar sinn-
ar og hafði sýnt háskólagengnum hers-
höfðingjum, að þeir bera ekki af öllum
í hernaðarlistinni — heimsmenningin
er sem sé komin svo nærri sínu æðsta
fullkomnunar-markmiði, að hún hefir
komið upp háskólum, þar sem manna
víg í hrönnum eru kend og numin
vísindalega til þess að þau gangi sem
greiðast. Hann tók fast í höndina á
van der Nath og tautaði:
f>ú líka, Abraham, þú og allir...
allir erum vér dæmdir.........þú og
hann sonur þinn og allir .... allir ....
Nei. |>vi svo framarlega sem sterk-
ir armleggir og eiulægur vilji megnar
nokkuð, þá skal drengurinn lifa.
De Vlies brosti vonleysislega, er van
der Nath hröklaðist út, og tók til að
ganga aftur um gólf í tjaldinu, er
hann var farinn.
Svona nærri hef eg aldrei séð augun
hennar .... aldrei. . . . á hvað veit það
.... hvað viltu, kona?
En fölur og titrandi gekk Abraham
gegnum herbúðirnar og baðst fyrir
hljóðlega frá instu, æstum taugum
hjarta síus.
Ekki drenginti, Drottinn, ekki
drenginn ! . ..
Honum var þyngra niðri fyrir en
8vo, af því sem höfuðsrnaðurinn hafði
sagt, að hann gæti ura annað hugsað
en hinu geigvænlega spádóm hans.
Hann gleymdi öllu fyrir honum. Hann
gaf sér ekki tíma til að kveðja mann-
inn, sem beint hafði lífi hans inn á
nýja braut. Hann kvaddi engan af
kunningjum sínum, sem hann hafði
þó ætlað að gera. Hann hljóp þang-
að sem hestur hans stóð, lagði á hann
og reið á brott, en tautaði sífelt:
Ekki drenginn .... ekki drenginn .. .
Nýprentað:
Ur dularheimum
Fimm æfintýri
R i tað h efir ósjálfrátt
Guðniundur Jónsson.
1. H. C. Andersen og Jónas Hallgrimsson:
Kærleiksmerkið, ritað 15. marz 1906.
2. H. C. A. og J. H.: Det er det samme
= Það er alveg eins, rit. 18. marz 1906.
3. H. C. A., J. H. og Snorri Sturluson:
? (söguheitið er spurningarmerkið),
rit. 19. marz 1906.
4. Jónas Hallgrímsson: í — jarðhúsum,
rítað 25. marz 1906.
5. H. C. Andersen og Jónas Hallgrimsson:
Ekki nema einu sinni?
ritað I. apríi 1906.
Bjarni Thorarensen: Vísuerindi framan við
ritað 26. marz 1906.
Fæst í bókverzlun ísfoldarprent-
smiðju og eftir 1. strandferð hjá öll-
um bóksölum landsins.
Kostar 50 aura.
100 tímar
í ensku, frönsku og þýzku
eru jafnan til sölu í bókverzlun ísa
foldarprentsm.
Aðalfundur
í hlutafélaginu Tftnnni verður hald-
inn í Iðnaðarmannahúsinu næstk. mið-
vikudag (25. þ. m.), kl. 8 síðd.
Fu n d u r
í Völundi mánudagskvöld 23. apríi kl-
7 e. m. í verksmiðjuhúsi félagsins.
Reykjavík 20. apríl 1906.
Stjórnin.
Öllum þeim, sem á ýmsan hátt sýndu
hluttekningu við fráfall míns elskulega eigin-
manns, Carls B.jarnason, votta eg hér-
með innilegasta þakklæti.
Reykjavík 19. april 1906.
Ingnnn Bjarna-on.
Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönn-
um, að móðir mín Guðrun Guttorms-
dóttir andaðist á heimili mínu 16. þ. m.,
eftir 6 ára legu, 79 ára að aldri. Jarðar-
förin fer fram næstk. miðvikudag frá Vest-
urgötu nr. 42.
Reykjavík 20 apríl 1906.
Guðlaugiir Torfason.
Siór-auðugir
geta menn orðið á svipstundu, ef lánið er
með, og þeir vilja ofurlítið til þess vinna.
— Biðjið um upplýsingar, er verða sendar
úkeypis. — Reykjavík, — Pósthússtræti 17.
Stefán Runólfsson.
ísl. smjör
gott á 0,78 aur. pd. hjá
Hirti Féldsted.
4 herbergi eldhús og geymslupláss er
til leigu 14. maí. Ritstj. visar á.
(Stjórnarvaldaaugl ágrip)
Skiftafundur í þrotahúi Edvards Prede-
riksen á bæjarþingst. i R ik 25. april kl.
5 siðd. og i þrb. Casper liertervigs á sama
stað og stundu 27. apríl.
Kröfur í dánarbú Jóhanns Kr. Jónssonar
bónda í Ytri-Njarðvik ber að senda skifta-
ráðandanum i Gullbr.- og Kjósarsýslu á 6
mún. fresti frá 2. marz þ. á.
Kröfur i félagsbú Ingibjargar Guðbrandsd.
frá Svelgsá og Sigurðar búuda Guðmuads-
sonar s.st. ber að senda skiftaráðaDdanum
í Snæfellsnessýslu á 6 nránaða fresti frá 9.
marz þ. á.
Kröfur i ^dánarbú Jóns Þórðarsonar
Vesturgötu 11 i Rvik, herj_að senda skifta-
ráðandanum í Rvík á 6 mán. fresti frá 11.
þ. m. (april).
Regnhlíf í óskilum í Sápuverzlun-
inni, Austurstræti 6.
PassÍJisálimir
fást altaf í bókverzlun ísafoldarpr.sm,
Verðið er 1 kr-, 1>50 og 2 kr-
Familie-Journal
fæst í bókverzlun ísaf.prsm.
Frem
fæst í bókverzlun ísafoldarpr.sm.
Sniðaog uppdíáttapappír
(tranaparent), 5 kvartil á breidd, fæst í
bókverzlun Isafoldarprsm.
faftir ísak Jónsson íshússmið fæst í
bókverzlun ísafoldarpr.sm. fyrir aðeins
35 aura.