Ísafold


Ísafold - 25.04.1906, Qupperneq 2

Ísafold - 25.04.1906, Qupperneq 2
98 ÍSAFOLD Smjör og smjörlíki. Hr. H. Grönfeldt, mjólkurmeöferSar- kennarinn á Hvítárvöllum, hefir ritað í síðasta. Frey mikið þarflegan saman- burð á smjöri og smjörlíki, og bendingu um, hvernig réttast sé að hagnyta þá vöru hvora um sig. Hann segir það, sem satt er og al- kunnugt, að alþýða hér á landi hefir ógeð á smjörlíki, heldur það vera tilbúið úr feiti af sjálfdauðum skepnum og öðr- um óþverra. En slíkt er tómur hugarburður, og hann mesta skaðræði, ekki vegna smjör- líkissalanna, heldur fyrir bændur hér og alla alþýðu. Smjörlíki er, segir hr. Gr., aðallega biiið til úr gufubræddri, hreinsaðri feiti, strokkaðri ýmist i nýmjólk eða undan- rennu, með hinu mesta hreinlæti. Að koma inn í smjörlíkisverksmiðju og danskt mjólkurbú er mjög líkt. Auk þess eru smjörlíkisverksmiðjurnar undir umsjón landstjórnarvaldsins. — Höf. mun eiga þar við lög um það í Danmörku, og líklegast víðar raunar. Smjörið tekur ekki smjörlíkinu fram að næringu, segir höf. Munurinn er sá, að smjörið er miklu dýrara. Hann ber frægasta danskan mjólkur- meðferðarfræðing, docent N. Fjord, fyrir þeim ummælum, að rjómi, nýmjólkur- ostur og smjör sé munaðarvara, en smjör- líki, undanrennuostur og undanrenna ódýr fæða eftir næringargildi. Kunnugt er, að hinn geysimikli gróði Dana á smjörframleiðslu þeirra á síðari tímum er að þakka mest þeirri tilhögun þeirra, að þeir selja smjörið aðallega til Englands — þar eru menn, sem hafa efni á að kaupa munaðarvöru, og kaupa hana dýrt, og því er ábati að hafa hana vandaða, eins og Danir gera um smjör- ið —, en borða sjálfir langmest smjör- líki, sem gerir alveg sama gagn og er viðlíka ljúffengt, ef það er vandað, en miklu ódýrara. Þetta ættum vér að taka eftir þeim, Dönum. Og það gerum vér undir eins og sú vanþekkingar-ímyndun hverfur, að smjörl/ki sé hálfgildings-ómeti, tilbúið úr óþverra. Vór erum meira að segja farnir til þess. Fyrir 6 árum (1900) seldum vér 3000 pd. af smjöri til annarra landa, en í fyrra (1905) 30,000 pd. Bændur eru farnir að neyta minna smjörs á heimilum og minni rjóma í kaffi og drekka minna af nýmjólk. Þeir eru farnir að sjá, hve mikils virði rjóminn er. Hr. Gr. eggjar þá á, að spara rjóm- ann og smjörið enn meira. Og þó að þeir ættu að borða fyrir það meira af kjöti og tólg, þá sé það samt mikill hagur. Það sé samt sparnaður að selja smjörið, af því að það er svo langt um dýrara en kjötið og tólgin. En mis- munur á næringargildi smjörpunds og tólgarpunds ekki svo mikill. Þeir sem vilja ekki borða tólgina, en hafa ekki efni á að kaupa smjör, ættu að borða smjörlíki. »Það er eins mikil næring í því eins og smjöri, og jafnvel m e i r i f e i ti«. Ráðið til að auka mjög smjörfram- leiðslu rjómabúanna, þeirra 34, sem nú eru til á landinu, þótt ekki séu fleiri, telur höf. vera að láta þau starfa mest- alt árið. Það segir hann að þau geri ekki nema 3 alls að svo stöddu, og tvö s/4 hluta árs eða 9 mánuði; en hin öll, 29, ekki nema 2—4 mánuði. Allan hinn tímann er rjóminn strokkaður heima og smjörið annaðhvort selt í kaupstað- inn eða borðað heima. »Væri rjómabúin látin starfa lengur og ný stofnuð þar, sem hægt er, mundi smjörframleiðslan margfaldast frá því, sem nú er; eg tala nú ekki um, ef bændur fjölguðu kúnum og stofnuðu eftirlits- félög, 3vo að hægt væri að sjá, hvernig hver einasta kýr borgaði fóðrið, og tækju svo jafnframt upp þann sið, að gefa rófur og kraftfóður«. — — Það væri mjög uiikilsvert, að bændur tækju sér þessa þörfu hugvekju til at- hugunar og eftirbreytni. Vlðsjálar Litla-Kússlands frétt- ir. Merkur Snæfellingur skrifar ísafold svo fyrir skemstu: Mig stórfurðar á þvi, hve málsmetandi inenn hér í sýslu eru þolinmóðir að hlusta þegjandi á öll þau ósannindi og skammir, sem Lárus lætur rita og ritar sjálfur í stjórnarblöðin. — Eg skifti mér í þetta sinn ekki nema af ósannindunum, bæði meinlausum og ekki meinlausum. Það er engu llkara en að meinlausa fréttapistla þurfi líka að láta setja saman I Reykjavík, og því verður alt fult af vitleysum og mis- sögnum. Fæst þá enginn skrifandi maður til þess bér fyrir þá Lárus og stjórnar- blöðin? Eða eru þá vinir hér og fylgi- fiskar allir óskrifandi? Eru þeir af þeim endanum, eða hvað? Höf, pistils þess héðan(?) i 6. thl. Þ.-ólfs, sem dags. er 6. jan. í vetur, hyrjar á tiðinni, eins og siður er til og lög gera ráð fyrir, og segir hana hafa verið mjög hagstæða fram til jóla. Þó var hér öll jólafastan, að minsta kosti í mörgum sveitum sýslunnar, mjög stirð og umhleyp- ingasöm tið, svo að víða varð að gefa sauðfé inni dögum saman. Fénaðarhöld segir höf. mjög góð, og svo sem enga bráðapest; hér í sveit bafði hún þó á tveim hæjum drepið 10— 20 kindur á hvorum, og víða 2—3 á bæ. Kláðaskoðun segir hann alstaðar lokið; en i Helgafellssveit var benni þó ekki lokið fyr en miklu seinna, og það með leyfi sýslumanns. Aflahrögð i Olafsvík og á Sandi seg- ir hann mjög góð; þau voru mjög Htil, en aftur á móti ágæt í Eyrarsveit. Um Halldór lækni Steinsson ælta eg ekki að fara hera neinar fréttir af eða á; en þó held eg að hann hafi ekki gert nema skyldu sína sem héraðslæknir, þegar hann veitti síra Helga í Olafsvik hjálp sína i sumar. Verzlnn var hér ekki fremur góð, heldur ákaflega góð síðastl. ár, og mátti víst fá ýmsar útlendar vörur i Stykkis- hólmi með svo góðu verði, að betra mun ekki annarsstaðar hér á landi; svo var samkepnin mikil meðal verzlananna þar. Um landsmál eru þeir hér, er eitthvað hugsa, ekki margmála, því þeir hafa, sem von er, talað sig þreytta í eyru þeirra sem ekkert þola að heyra nema væmið skrum og skjall nm stjórn og stjórnarþý. Hér er þ&ð eina ráðið fyrir þá, er ekki vilja lenda í illdeilum við sýslumann eða einhverja af gæðingum hans, að steinþegja. Og eg skil ekki í því, að þeir séu margir, sem langar til að lenda í slíkum málaferl- um, þegar réttarfarið er eins í landinu og það er nú. Mál sira Helga og Lárusar sýnir það bezt, hvað þægilegt er að ná rétti sínum hér. Margt fleira mætti segja um fréttabréfið, t. d. að engan hef eg heyrt óska þess, að nafn sitt væri horfið af áskoranalistunum, en nokkra þvert á móti, að þeir hefðu ver- ið með að skrifa undir hann, þó það hefði að visu engin áhrif haft móti ritsimafarg- aninu. Annars er eg farinn að verða hræddur um, að við Snæfellingar ætlum seint að losast við valdsmanninn okkar. Það er víst, að hinir hugsandi menn hér í sýslu ern mjög gramir orðnir. Bréfhöfundinnm frá 6. jan. vil eg ráð- leggja að hugsa sig betur nm áður en hann skrifar næsta bréf sitt í gamla Skrjóð. Haukur Snœfellingur. Mannskaðasamskotin eru nú orðin nær 3000 kr. |>ar að auk gaf tombólan núna á helginni af sér 3400 kr. i samakotasjóðinn. Brlend tíðindi. LandsmáSahorfur. Marconi loftskeyti 24. apríl. Höfuðorusta með frönsku herliði og 6000 númumönnum á Norður Frakk- landi, og var liðinu þröngvað til að aleppa herteknum mönnum. (Síðari frétt). Engin lögun á ástand- inu í námubygðarlaginu franska. Nýr liðsauki þangað kominn, 8000 manna. |>ar eru nú alis 210,000 hermanna. Curie, vÍ8Íudamaðurinn í París, sem fann geislaefnið (radium), hefir hlotið bana (verið veginn ?). Olympíuleikar byrjaðir í Aþenu. Georg konungur hefir gert Játvarð konung að grískum aðmírál. Margrét prizeasa af Kunnáttum, kona Gustavs Adalphs, konungsefnis Svía, ól son á sunnudaginn. Moriam, sekur skógarmaður frá Al- byssiníu, hefir gert herhlaup til rána á nokkur þorp í Súdan, útsuður af Kedaref, vegið 101 þorpsbúa, og höndl- að 41 karlmann og 133 kvennmenn. Verðir hafa settir verið á landamærin til að reyna að ná honum. Eftirmæli. Merkisbóndinn Bjöen |>oelexfsson, sem andaðist að heimili sínu, Vík í Héðinsfirði, 6. nóv. þ. á., var fæddur 5. júní 1834 í Fljótum í Skagaf., og ólst þar upp hjá foreldrum sínum í guðsótta og góðum siðum. Hann kvæntist rúmlega tvítugur Sigurlaugu Sofíu Grímsdóttur prests að Barði í sömu sveit, og reisti bú með henni að Stórholti í sömu sveit. þeim búnaðist mætavel, þótt þau væru fátæk í fyrstu, enda skorti hvorugt atorku né ráðdeild. Gestrisni, rausn og góð stjórn gerði heimili þeirra hjóna frægt. Með konu sinni eignaðist Björn heit. 9 börn; 1 af þeim dó á ungum aldri, en 8 kom ust upp. Oll voru þau mannvænleg. Björn heit. var oddviti í mörg ár, og fórst það starf ágætlega úr hendi. Hann var mjög vel hagur, bæði á tré og járn, og skipasmiður hinn bezti. Snemma hneigðist hugnr hans að sjón- um, og þegar á ungum aldri varð hann skipBtjóri og stundaði þá atvinnu mörg ár. Hann stjórnaði skipi og mönnum ágætlega, og aflaði manna bezt, enda fór þar saman þrek, atorka og áhugi. Hann misti konu sína eftir rúmra 20 ára samvistir, og hafði hjónaband þeirra verið eitt hið ástrík asta og ánægjulegasta, sem hugsast gat. Eftir það fluttist hann að Vík í Héð- insfirði og bjó þar rausnarbúi — fyrst með dætrum sínum og síðar með ráðs- konu — alt til æfiloka. Hann var maður ljúfur og lítillátur og mjög hjartagóður, og vildi öllum vel, hjálp- aði þeim, sem bágt áttu og til hans Ieituðu. Hann var maður greindur vel, og gjörhugall, trúmaður mikill og guðhræddur; hann var gervilegur ásýnd- um, fjörlegur og glaðlegur, og mjög þrekmikill bæði í meðlæti og mótlæti og í öllu sínu starfi. Hann var mjög fslenzkur, í anda og þjóðrækinn, hrein- lyndur og hispurslaus, tryggur og vinfastur. Hann var eitt hið elsku- verðasta gamalmenni, sf-ánægður og blíðlyndur, og sífelt vel hugsandi og vel talandi um guð og menn. f>að var ætíð hið góða, sem honum hafði hlot- nast í lífinu, og alt hið góða, sem hann átti í vændum, er hann var stöð- ugt að hugsa um og horfa á, en aldrei neitt ilt eða erfitt. K. Bréfkafli úr Múlasýslum. Mörgum virðist svo sem komið sé * óvænt efni með landsmálahorfur uds þessar mundir. Annars vegar afarlítilþæg og auð- mjúk stjórn gagnvart alríkisvaldinUr en einráð og hlutdræg ínn á við. Og þessari stjórn, sem bersýnileg® er mjög áfátt í stjórnmálahyggindurU og hagsýni, fylgir öflugur valdsmanna- og höfðingjaflokkur að málum með óútmálanlegu dekri, smjaðri og undif’ lægjuskap. Hins vegar að vísu harðsnúinn, ec alt of fámennur flokkur sjálfstæðra og þroskaðra stjórnmálamanna, andstseð' ingar stjórnarinnar. Báðir þessir málsaðilar leiðtogarnif okkar í landsmálum, skrifa og tala til lýðsins, sinn á hvora vísu auðvitað, til þess að sannfæra hann og fylkja honum undir merki sínu. Hvernig gengur það? Er þjóðin svo þroskuð, að hún meti rétt gildi þessara sundurleitu skoðana- Er hún sjálfstæð? Er þjóðarviljinn ákveðinn? Eða er hann á reíki eða valtur ft fótum ? Sannfæring mín og reynsla er su, að því miður séu hér á landi allgéð lífsskilyrði fyrir hvaða Btjórn sem ver® skal. Samt vona eg, að kjósendurnir gang' ist ekki til lengdar upp við skjall né fagurmæli. Eg vona líka, að þeir uni því ekkJ oft, að fulltrúar þeirra fyrirlíti og mi0' bjóði vilja þeirra, þótt veikur kunn1 að vera í fyrstu. Nei. Við megum til að treysta því, ft® þekking og vit, sanngirni og réttlsetí setjist í hásætið. En það verðum við að hafa hugfa0^' að ekki gerist það nema með dreng1' legri og vasklegri baráttu. Heimskan er alt af hávær og sting' ur oft skynseminni svefnþorn, ef húc er ekki því betur glædd og vakin. Mannskaðinn mikli. Svo er nefnd útfararræða sú, er síf® Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur flutt> yfir 8jómönnunum 10 af Ingvar1' þeim er jarðir voru hér 20. þ. máö* Hún þótti fyrirtak og er nú komin é prent. Hún er seld á 25 a. til ágóð0 fyrir samskotasjóðinn. Bæðuna hina, Gleðiefnið mikl0f hafði hr. kaupm. Th. ThorsteinssoU kostað með tengdaföður sínum, Zoéga kaupm. Suinarið virðist nú vera að hugsa um ft^ fara að sýna sig. Hefir verið 2—^ dagana síðustu hlýviðri á útnorðftC með sólskini, 5—6 stiga hiti að morgö1 í gær og í dag. En hún er seinunniö' fannbraiðan mikla til sveita. J>ar ^ sólin blessuð mikið verk að vinna. Hornsifjarðarpistill 9. april. ® get ekki gtilt mig um að taka mér penna | hönd út af Hornafjarðarbréfi Ingúlfi 9. hl. þ. á., og það tel ég víst, ft^ fleiri geri; því eg veit marga hér mér f#r ari til þeirra hlnta. Hvað getur komið manni þeim, hré^s höfundinum, til að hera fram fyrir al^)el,,1 ingssjúnir svo mikil ósannindi, sem þftr et, saman komin, um sitt eigið hérað? Þ Hornfirðing kallar hann sig, þó ótrul®g sé, svo ókunnuglega sem hann skrifftr' Að honum skuli ekki þykja minkun að að telja sig með þeim mönnum eðft

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.