Ísafold - 05.05.1906, Side 2

Ísafold - 05.05.1906, Side 2
110 ISAFOLI) Hvað líður skólagengnu mönnunum? Holt væri mörgnm mönnum þeirrar þjóð- ar, er helzt vill gera alla sina sonu skóla- gengna eða háskólagengna, þá er bókviti verður í troðið, að lesa eða heyra þetta hugvekju-ágrip eftir Andrew Carnegie, skozka auðmanninum heimsfræga (f. 1837), sem byrjaði hláfátækur, en græddi á rúm- um 30 árum nær 2 biljónir króna í (Amer- iku); en hefir strengt þess heit, að verja öllum þeim feikna-auð til nytsemdarstofn- ana áður en hann deyr. Eg bað nýlega bankamann að láta mig fá nöfn nokkurra yfirmanna bank- anna í New-York, sem byrjað hefðn á því að vera sendisveinar eða undir- tyllur á 8krifBtofum. Hann sendi mér 36 nöfn, og skrifaði með, að bann ætl- aði að senda mér fieiri daginn eftir. það er mjög eftirtektarvert, að ekki fyrirhittast háskólagengnir menn í þess kyns stöðu. Eg hefi leitað að þeim hvarvetna í margvíslegum grein- um viðskiftalífsins, en hefi mjög sjald an rekið mig á, að þeir hefðu þar for- stöðu eða yfirstjórn. það er og engin furða. Hinir hafa orðið svo mörg ár á undan; þeir hafa byrjað skeiðið meðan þeir voru á þeim árum, sem bezt eru til að afla sér þekkingar — á aldrinum milli 14 ára og 20. Meðan skólagengnu mennirnir hafa verið að læra eitthvert fróðleikshrafl um hroða- fengna og marklausa ófriðarviðureign einhverra forneskjuþjóða, eða að reyna að skilja dauð tungumál, eða yfirleitt að afla sér fræðslu, sem virðist miðuð helzt við líf á einhverjum öðrum hnetti en þessum, sem vér byggjum, þá hefir fésýslu-foringjaefnið og iðnað ar gengið í Bkóla reynslunnar og aflað sér þar fræðslu, einmitt þeirrar þekk- ingar, sem er ómissandi til þess að vega sigur á orustuvelli samkepninnar. Eg á ekki hér við það, er ungir menn afla sér háskólamentunar í því skyni að gerast vísindamenn eða kenn- arar eða því um líkt. f>að er ekki neitt tiltökumál. Hún er ómissandi fyrir þá að sumu leyti að minsta kosti. En þetta, að varla rekst maður nokk- urn tíma á skólagengin mann í hárri fésýslustöðu, virðist vera greinilegur vottur um, að háskólamentun og gott gengi þar geti varla farið saman. það verður að gá að því, að þeir sem eru í stöðu með föstum launum, eru ekki réttneíndir fésýslumenn. það eru þeir eínir, er beita sér allir við fésýslu sína og eiga alt undir gengi hennar. Byrji skólagengnir menn á einhverri fésýslu í þeirri merkingu, þegar þeir eru fulinuma, milli tvítugs og þrítugs, verður þeim lítilla þrifa von móts við þá, sem byrjað hafa á því að sópa innan skrifstofu eðahafa orðiðskrifstofu- þjónar 14 ára gamlir. þess eru nokk ur dæmi um syni fésýslumanna, er hafa orðið stúdentar og tekið síðan við fésýslu föður síns, að þeim hefir lánast að halda við fésýslu þeirri, er faðir þeirra hefir komið á stofn; en heldur eru þeir fáir móts við hina, sem hefir ekki lánast að varðveita fjáreign þá, er þeir hafa að erfðum hlotið. Hins vegar virðast fjöllistaskólar þeir og framhaldsskólar fyrir unga pilta, sem komist hafa á stofn síðari árin, bera góðan ávöxt, einkum við verksmiðjufyrirtæki. Hingað til hafa þeir orðið drjúgastir í samkepninni í hvers konar iðnaði, sem hann hafa numið ogaðhonum unnið sjálfir. En nú fara hinir að verða þeim hættuleg- ir, er fengið hafa vísindalega tilsögn í þeirri eða þeirri iðnfræðigrein. Nú stjórna 3 stærstu atálsteypusmiðjum f heimi menn, sem notið nafa ungir slíkrar tilsagnar og tekið því næst til starfa sjálfir við verksmiðjuvinnu langt fyrir innan tvítugt. (J>eir eru nefndir). Enginn þeirra er enn eldri en þrítug- ur. Flestir deildarstjórar, er undir þá eru skipaðir, hafa notið sams konar tilsagnar. Menn með þeirri mentun hafa mikið fram yfir þá, sem numið hafa að eins sína iðn verklega — þeir þýðast miklu Ijúfara nýjar hugmyndir og eru hleypudómaminni. Vísinda- lega- tilsögnin, sem þeir hafa notið, hefir kent þeim að leita sannleikaus, og gert þá þann veg nætnari á nýjar hugmyndir. Svo mikið og ómetanlegt gagn sem vel færir iðnaðarmenn hafa gert, gera og munu jafnan gera, þá hættir þeim við að verða heldur þröng- sýnir, því þeir eru oftast orðnir nokk- uð rosknir, er þeir fara að fá nokkuru að ráða. það er alt annað um pilt, sem hlotið hefir vísindalega tilsögn í þeirri eða þeirri iðnaðargrein; hann hefir enga hleypidóma og tekur óðara upp síðustu uppgötvan eða nýjustu aðferð, þótt það séu aðrir, sem hafa fundið hana. Hann tekur beztu að- ferðina eða ráðagerðina, og hafnar hug- myndum og tiltekjum sjálfs síns. það eiga hinir mjög bágt með, sem ekki hafa fengið slíka mentun, þótt vel fær- ir séu í sinni iðn. Fyrir því skyldi enginn gera of lítið úr bóklegri ment- un. En það þarf að haga henni eftir því sem við á, og miða hana við þann bjargræðisveg, sem nemandi ætlar sér; það er þeim nauðsynlegt, sem komast vill áíram. Reynslan er sú, að það eru fátækir iðnaðarmenn og fátækir skrifstofuþjón- ar, sem lagt hafa undir sig fésýslu- heiminn, atvinnufjárlausir, stuðnings- lausir af vinum og vandamönnum og óskólagengnir. |>að eru þeir, sem komist hafa upp á hæsta tindinn. þeir hafa slept stöðu með föstu kaupi og haft áræði til að tefla á tvær hættur um að komast áfram hins vegar, af sjálfs sín ramleik. Skólagengnu mennina rekum vér oss á að öllum jafnaði meðal þeirra, sem vinna fyrir föstu kaupi, í minni háttar stöðu, en vandasamri þó. f>að gildir einu, hvort heldur er mikil fjáreign eða vinastoð og vandamanna eða skólamentun, eða þá þetta alt saman lagt — reynslan hefir sýnt, að það hefir ekkert við atorku þeirri og óbilandi kjarki, sem fátækt- in skapar og glæðir í brjósti þeirra, sem veigur er í og táp. f>að er fjarri mér að gera lítið úr skólamentuninni. En það má lika gera of mikið úr henni. Auk þess má vel afla sér sannrar mentunar án skóla- náms, og afburðamaðurinn er gróður, sem vex víðar en í gróðrarstíum skóla- mentunarinnar, — blómið óræktaða lengst úti í skógi þarfnast engrar mann- hjálpar. Thorefólagsskipiu, Tryggvi kong- ur (Em. Nielsen) kom 1. þ. mán. frá út- löndum, sem fyr segir, með fullfermi af vörum og þessa farþega meðal annarra: konsúl Jón Yídalin, kaupm. B. H. Bjarna- son, kapt. 'Waardahl, frú Henr. Brynjólfsson — a u k þeirra rúmra 40 Norðmanna (stauramanna), sem getið var um daginn. Skipið hélt áfram ferð sinni í gær til Yesturlands með allmargt farþega og nær fullfermi af vörum ; tók mikið af þeim úr aukaskipi félagsins (Klar). Það kemur á ö—6 aukahafnir vestra í þessari ferð. Helgi kongur (Jensen) kom að vestan sama dag, sem Tr. kgr kom frá útlöndum, og hélt daginn eftir til Austfjarða áleiðis til útlanda með nokknð af farþegum. Sama dag, 2. þ. m., kom aukaskip frá sama félagi, Klar (315, Jakoh Rahe) með fnllfermi af vörum. Ætlar 'og eitthvað vestur héðan (til Ólafsvíkur). Enn er von hráðlega á nýju auka- skipi frá sama félagi, s/s Elizdbeth, aðal- lega til Eyrarbakka og Stokkseyrar. SíOdegismesHa á morgun i dómkirk- jnnni kl. 5 (J. H.). Mikilsvert mannfrelsisatriöi. Margir hafa þá Bkoðun, að rannsókn- ir Tilraunafélagsins hér um dularfull fyrirbrigði eigi ekki að vera blaðamál, né yfirhöfuð neitt það, er lýcur að svo nefndu dularsambandi (spiritismus). Sú skoðun getur verið bæði rétt og ramvitlaus. f>að er rétt, að hentugra er í sjálfu sér að láta það mál vera yfirleitt lau3t við almenn fréttablöð og landsmála, af því að það er að svo stöddu svo einstaklegs eðlis, að öllu réttara er að ætla því alveg sérstakt málgagn. Enda hefir það lengi staðið til um rannsóknir þær, er hér fara fram, og verður gert áður langt um 1 í ð u r. Enda hefði málinu líklegast alls ekki verið hreyft á prenti hér á landi fyr en í slíku málgagni, ef verið hefði friður til þess. En því fór fjarri, að svo væri. Og komurn vér þá að hinni hlið málsins, sem gerir fyrnefnda skoðun ramvitlftusft. f> a r kemur semsétilgreinaeittundir- 8töðuatriði frelsi gæddrar mannfélags- skipunar, en það er frelsi til að leita sannleikans í hverju máli sem er, með þeim hætti, er engum manni gerir mein, ýmist einslega eða margir í félagi (félagsfrelsí). Sé nokkur hlutur blaðamál, þá er það það, að verja það f r e 1 s i, hve nær og hvaðan sem því er háskí búinn. Skömmu eftir að Tilraunafélagið tók til starfa, sams konar rannsókna og nú er verið að fást við um mestallan roent- aðan heim, bæði af frægustu vísinda- mönnum og öðrum sannleiksleitandi mentamönnum, um eitt hið mikilvæg asta viðtangsefni mannsandans, — tók til að brydda hér á ákafri ofsóknarviðleitni gegn félaginu og starfi þess, taumlaus- um lygum í þess garð og bvers konar svívirðingum. þ>að mun hafa stafað upp- haflega nokkuð af þeirri þekkingarleysÍB- ímyndun, að hér væri um að tefla nýjan, annarlegan átrúnað, sérstaklega andstæðan kristinni trú. — Trúar- bragðafreki höfum vér ekki haft nema sem svarar einum mannsaldri, og er vorkunn, þótt ekki höfum vér enn samlagast svo anda þess, sem vera ber, — þótt Japanar hafi gert það á viðlíka stuttum tíma; vér erum engir Japanar. Slíkum ófögnuði var sjálfsagt að rísa í gegn. Það er skylda, sem öll h e i ð- v i r ð blöð kannast við og haga sér eftir. j? e 11 a var það, sem gerði alveg óhjákvæmilegt, að taka málið til með- ferðar í blöðum : segja sannleikann um það, tíl þess að lygi og vanþekking næði ekki að vaða uppi, og að halda hlífiskildi fyrir eitt hið mikilverðasta mannfrelsisatriði. Sá bardagi hefir nú staðið hátt upp f ár. Vér vonum, að hann hafi ekki orðið árangurslaus. Að minsca kosti hefir þekkingarleysið minkað stórum. |>að er ólíkt, hve þorri manna talar nú hleypidómalaust um málið, móts við það sem gerðist framan af. Fjöldi manns fæst nú orðið óhikað við þess- ar rannsóknir, þeir er varla munu hafa þorað nærri þeim að koma fyrir 1—2 missirum. j> e i r vita allir, að ekki stefna þær að annarlegum átrúnaði, og eins hitt, að engum gera þær mein, ef við þær er fengist af viti og ráð- deild, — einmitt hættan sú, að þess yrði e k k i ávalt gætt, gerði stofnun Til- raunafélagsins hér í fyrra alveg nauð- synlega, ú r þ v í a ð slíkar rann- sóknir höfðu hingað borist á annað borð utan úr heimi. Aðrir fjöldamargir, sem hafa að svo- komnu ekki nærri komið þessum rannsóknum, hafa þau orð um, sem eru alveg rétt, að þeir geti ekkert um málið dæmt, af né á, meðan þá skorti alla þekkingu á því. f>að eitt geti þeir ábyrgst, af kunnugleika á mönn- um þeim mörgum, er við tilraunirnar fást, að þar sé engum svikum eðft blekkingum til að dreifa, né heldur neiuum skynskiltingum, sem séu að fást við hégóma. Loks er auðvitað til svo og svn mikill hópur hugsunarlausra manna- þræla, sem ana í blindni eftir því, er heimskir menn eða óhlutvandir blaðrft í eyru þeirra, í ræðu eða riti, og halda sig þ ó bera langt af öllum þeim mönn- um að greind og þekkingu, sem við dularfull fyrirbrigði fást, þótt ýmist séu fyrnefndur hópur ef til vill yfirleitt íhug- unarlausar vísioda-kindur, fullar af hjátrú og hleypidómum, eða alþekt and- leg væskilmenni og aular. Vér leiðum eugar getur um það, hve fjölmennur sá hópur muni vera, en treystum því,. að hann fari dagfækkandi, svo framar- lega 8em vér eigum að geta talist með> mentuðum þjóðum. Bæjarstjórn Reykjavíkur samþ- á fundi sinum í fyrra dag mat tilkvaddrft manna á lóðarpörtum, sem taka þarf undir' fyrirhugaða framlenging á Nýlendugötu og Ægisgötu: um 420 feráln. frá Torfa Þórð- arsyni á 50 au., frá frú Sigríði Þorkelsdótt- ur 400 ferálnir á 1 kr. 65 a., frá Torfa1 Þórðarsyni 100 ferálnir á 50 a., frá Jóh. Zoega 84 ferálnir á 50 a., og frá Einarú Jónssyni 77 ferálnir á 50 a. Til breikkunar Þingholtsstrætis höfðu nokkrir (3), húseigendur boðið lóðarræmur fyrir 2—2% kr. feralin hverja, og samþyktt bæjarstj. þá kosti, en ákvað að fá skipaða óvilhalla menn til að meta það sem taka þarf frá öðrum (2), sem ekki hafði fengist samkomulag við. Bæjarstjórnin lét sér ekki líka það, að landlæknir dr. J. Jónassen ætlaði að selja án hundraðsgjalds (20%) í hæjarsjóð 2000 ferálnir á 3 kr. og 1000 á 1 kr. af erfða- festulandi hans Utsuðurvelli, með þvi hún þóttist vita, að breyta ætti landinu í hygg" ingarlóðir. Bæjarstj. samþykti með venjul. skilyrð- um (20 % gjaldi i bæjarsj. m. fl.) sölu á 800 ferálnum í túni Sigurðar Jónssonar fangavarðar við Skólavörðustíg á 1 kr. Til veganefndar vísaði bæjarBtjórn beiöní 5 manna fuglaræktunarfélagi um erfða- festu eða 25 ára leigu á landi 1 Vatna- görðum, að minsta kosti 5—6 dagsiáttur kringum tjörn þar og niður að sjó. Þeir ætla að ala þar hænsn, endur og gæsir. Samþykt var hrunabótavirðing á þessum húseignum, i kr.: Davíðs Dstlund (við Þingholtsstræti og Spltalastig) 18,259. Landsbúnaðarfélagsins við Lækjarg. syðst 15,744. Vigfúsar JónS" sonar og Steins Jónssonar við Hverfisgötu 7,615. Einnrs E. Jónssonar við Vitastíg 5,178. Sveinhjarnar Steíánssonar við Njáls' götu 4,395. Eyólfs Ofeigssonar við Hverf' isg. 3,979. Guðjóns T. Jónssonar við Frakkastig 2,885. Kristins Jónssonar við Frakkastig 935. Af druknun Guðm. í Nesi er lítið að frétta frekara en frá var skýrt um dag' inn. Þeir félagar 2 á sexæringnum, sem af komust, vita það síðast til vélarbátsins, »ð hann stefndi til lands á Ströndinni. Hef'r liklegast aokkið örskamt frá landi á VatnS' leysn. Þar rak farviðinn í einu lagi að kalla niður undan hjalli Sæmundar hónda- Báturinn hafði verið mjög hlaðinn, á að gizka 70skpd. i honum af hlautum saltfisk1' i stað 50 skpd., sem talið var hæfiie® hleðsla. Sexæringurinn hafði uppi segl, er han® losnaði frá vélarbátnum í 4. sinn, og sigi®1 til lands i rokinu og bylnum, bar að Hraun®' landi (Hvassahrauns), en þar löðraði 8 1 brimi, sigldi því suður með landi °ý hleypti til brots þar sem vænlegast þóttí- Það reyndist vera rétt fyrir innan VaþlS_ leysu. Þar fór kjölurinn undan í lendiní unni og báturinn 1 spón. Fjármis8Ír beinn af slysi þessu telst nen1, alt að 9 þús. kr., þar af um 5 þý8, vélarhátnum «g því sem honum fylgu'-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.