Ísafold - 19.05.1906, Blaðsíða 1
Kemnr út ýmiat einn sinni eða
tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l'/j doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram),
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógiid nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október og kaup-
andi skuldlaus við blaðið.
Afgreiðsla Austurstrœti 8
XXXIII. árg.
Ueykjavík laugardagimi 19. maí 1906
32. tölublad.
í^iáíiáiiwiilliáiiííliál
Bas4Mile
heitir nýfundið bindindismannavín, sem pegar hefir hlotið alviannaloý
viða um heim fyrir gæði, svalandi og hressandi áhrif, en þó alveg óájengt.
Þetta er það vín, sem mennirnir hafa leitað eftir margar aldir. Ágætt vin,
sem er laust við eitur ájengisins. Vín, sem er hreinn l'ógur vínberjanna, ójastaður ugæret, með náttúr-
legum ilm og smekk. Vín, sem ekki gerir menn ölvaða. Þessi uppfundning er einhver sú bless-
unarrikasta uppfundning, sem gerð hefir verið í heiminum. — Þrjár tegundir eru þegar til, sem
kosta: í fl. 3,00, 1,40, 1,40; í */2 fl. x,8o, 090, 0,90. — Þetta ágæta vín fæst nú aðeins í
verzluninni EDINBORG í Reykjavík, sem hefir einkaútsölu á því á íslandi.
I. 0. 0. F. 885258 ‘/2-
Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. ‘2—3 i spítal
•Forngripasafn opið á mvd. og ld. 11—12.
■Hlutabankinn opinn 10—2*/a og bl/a—7.
K. F. U. M. Lestrar- og skritstofa frá 8 árd. til
10 siód. Alm. fundir fsd. og sd. 81/% siod.
Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgidögum.
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—6.
Landsbankinn 101/*—21/*. Bankastjórn við 12—1.
Landsbókasafn 12—3 og 6—8.
Landsskjalasafnið á þrd^ fmd. og ld. 12—1.
Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12.
Náttúrugripasafn á sd. 2—3.
Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.og3.md. 11—1
Friðar-skraíið.
|>að er ekki e i n t ó m t kerlingavol,
friðarekrafið, — friðarjarmurinn í sam-
bandi við baráttuna fyrir þolanlegu
Stjórnará8tandi í landinu.
S u m t af því er það.
En ekki a 11.
Mikið af því kemur út úr þjóðar-
innar mörgu þokukindum.
|>að eru þ se r, sem imynda eér, að
sæmilegt stjórnarfar fáíst baráttulauet
og að það haldiet baráttulauet.
Þ æ r sjá ekki það, vita ekki það,
veita því ekki eftirtekt, að ávalt og
ahtaðar hér um bil eru til andstæð
■öfl því sem bezt er og eftirsóknar-
verðast í heiminum.
Og hvað gera þau hin andstæðu öfl,
ef þau mega ráða, ef enginn veitir
þeim viðnám, hnekkir þeim, rekur þau
á flótta?
því er sjálfsvarað. —
það eru tímaskífti að því, hvað mik-
ið þau láta á sér bera.
f>au liggja í dái stund og stund, með
fram til þese, að siður skuli að sér
uggað binumegin. —
f>að armæðist mikið út af því, stjórn-
arliðið hér, að »húsbóndinn« sé aldrei
látinn í friði. f>að só alt af verið að
ávíta hann og finna að gjörðum hans.
Bæta því jafnvel sumir við, þeir er
lengst búa inm í þokunni, að honum
sé full vorkunn, þótt rangt geri, er
aldrei megi hann um frjálst höfuð
strjúka fyrir sífeldum aðfinslum og
ónotum. —
f>að er glæsileg hugmynd um fyrir-
myndarstjórn, að hún eigi að segja, að
ilt sé að heita strákur og vinna ekki
til. Og það eru h e n n a r menn, er
svo gera henni hátt undir höfði! —
Hver er svo sem yfirleitt orsök þess,
að óhæf stjórn helzt við lýði?
Hvað annað en einmitt friðurinn,
friður í þeirri merkingu, er þokukind-
nrnar fela í því orði: meinleysi, rolu-
háttur, þýlyndi, ambáttareðli.
Vor mesti stjórnmálamaður, Jón Sig-
urðsson, fór ekki varhluta af ófriðar-
brigzlum um sína daga. f>að fer eng-
inn, sem hefir göfugar hugsjónir og
gagnlegar landi og lýð. f>eir voru inni-
lega sannfærðir um, mótstöðumenn
hans í íslenzkum þjóðmálum, að miklu
meira hefðist upp úr þvf, að vera nógu
bljúgir við Dani og óheimtufrekir. Nei,
ónei: þeir voru það nú ekki, en 1 ó t-
u s t vera það, til þess að hafa værð-
:ina, næðið, friðinn þ a n n.
Kjötkatlafriðurinn var það, sem þeir
báru fyrir brjósti, — kjötkatlanæðið
og friðsemin sú, að spilla ekki fyrir
eér kjötkatlavoninni.
f>eir hinir mörgu, er myrt hafa í
brjósti sér allar drengilegar hugsjónir,
fyrir kjötkatlavon, — þ e i r fá seint
friðinn full-Iofaðan.
Einingardæmi Norðmanna árið sem
leið benda sumar þokukindurnar á sem
ljómandi fyrirmynd fyrir oss.
En hvernig var þeirri eining háttað?
Var hún einhuga samtök um að gera
sér að góðu meingallaða stjórn?
Nei. f>að var eining um að gera
sér hana e k k i að góðu. f>að var ein
ing um að losna við hana að fullu og
öllu.
Og hvernig var sú eining fengin?
Fyrir mjög langvinna baráttu lands-
ins mestu framfaramanna gegn friðar-
þokukindum sinnar þjóðar, sumum, sem
þögnuðu aldrei á því, hver heimska
væri að 'vera að reita til reiði bræð-
urnar austan Kjalar, »yfirþjóðina« í
8ambandinu. Miklu betra, miklu hyggi-
legra — sögðu þeir — að vera bljúgir
og hógværir við hana, slaka til, vera
ekki að jagast um það, sem væri ekki
annað en »form«, meinlaust form. Svo
sögðu þ e i r hvað eftir annað um það,
sem Svíar vildu lauma að til þess að
koma ár sinni vel fyrir borð og gerast
yfirþjóð bræðra sinna vestan á skag
anum. f>að er að þakka ófriðarseggjun-
um, sem það vildu ekki gera sér að
góðu, að Norðmenn hafa nú fengið
full ráð sinna mála, eru alveg sjálfstætt
ríki við hlið annarra ríkja heimsins og
þeim jafnsnjalt að drottinvaldi. f>að
er því að þakka, að þeir virtu vettugi
friðarjarminn, falsfriðar-sóninn.
Finnlendingum dáist nii heimurinn
mjög að, og ekki um skör fram, hve
vel þeim tókst að afla sér aftur stjórn-
frelsis f haust með því að vera allir
eins og einn maður. Yar það eining
um að þ o 1 a illa stjórn, rangláta og
óvitra ? Nei-nei. Og hvernig var ein-
ingin undir komin? f>að sem á undan
var gengið var margra ára barátta
ófriðarmannanna svo nefndra við fjöl-
mennan flokk, jafnvel meiri hluta með-
al þjóðarinnar, sem þagnaði aldrei á
því, hve vitlaust væri að standa upp
í hárinu á stjórn, Bem ætti eitt heims-
ins voldugasta ríki að bakhjarli, í stað
þess að reyna að hafa hana góða með
hægð og auðsveipni. Upp úr því hefð-
ist miklu meira.
þeir vita ekki mikið hvað þeir eru
að fara með, sem eru sí og æ að jarma
um frið og sleikjulega undirgefni undir
rangláta stjórn og óholla landi og lýð
í flestu því, er hún gerir, þar sem
nokkur hin minsta freisting er fyrir
hana til að gera annað en vera ber.
Skógræktarmálið.
flr. C. E. Flensborg, hinn góðkunni
skógfræðingur danski, er hér hefir unnið
6 sumur í þarfir skóggræðslumálsins,
hefir samið að vanda rækilega skýrslu
um það er gerst hefir í því máli hór
undanfarið ár (1905) og hvað skóg-
ræktinni líður her á landi, og birt hana
í Tidsskrift for Skovvæsen (XVIII), en
sent ísafold sérprentun af henni.
Hann getur þess í mðurlagi greinar
sinnar, að nú sé lokið afskiftum sfn-
um af málinu. Heiðaræktarfélagið
danska, sem hefir lánað hann hingað
af góðvild sinni, verður nú að hætta
þvf, og er hr. Flensborg mi hingað kom-
inn í síðasta sinn fyrir skemstu í því
skyni aðallega, að láta annan mann,
er félagið lánar, taka við af sér. Hann
heitir Koefod Hansen. það stóð til,
að skóggræðsluumsjón hér á landi yrði
falin þar til hæfum manni til frambúð-
ar, og mundi hr. Flensborg hafa verið
til þess sjálfkjörinn. En þingið í fyrra
hafði annað með fé landsins að gera
en að leggja það í slíkan óþarfa(!).
C. V. Prytz prófessor segist í stuttum
eftirmála við grein Flensborg hafa
tekið það vandlega fram, þegar hann
var hér á ferð fyrir 3 árum, bæði munn-
lega og skriflega, að annaðhvort væri
að láta skógræktarmálið alveg eiga sig,
eða að skipa fullmentaðan skógfræðing
yfir það hér á landi. En þingið vissi
betur.
Nema hvað?
Þilskipaafli.
Meðalvertíð á þilskipum kalla kunn-
ugir nýliðna vetrarvertíð. Fiskatala í
minna lagi, en vænleikinn 'meiri en
venja er til, og meiri en í fyrra. Tvö
aflahæstu skipin hafa fengið 22—23 þús.
Harðindumim létt.
Svo mun nú vera loksins, sem betur
fer. Það er í dag þriðji hlýindadagur-
inn í röð á vorinu þessu, &—6 stig að
morgni, og mikið sólfar. Bysna-kaltj þó
enn um nætur, enda við norðanátt enn.
Og hætt við, að enn só engin umskifti
orðin nyrðra.
Geri ekki hret úr þessu, er búpen-
ingur líldega úr hættu hór í nærsveit-
unum. Yerulegur fellir hefir ekki orðið
þar. Um fjarlæg héruð ófengin full
vitneskja. En mjög hætt við, að töluvert
tjón hafi orðið þar, einkum norðanlands.
Fiskiskútu sleit upp
við Vigur á ísafjarðardjupi í ofsa-
rokinu 27. f. mán., Geysi, frá
Svalbarðseyri við Eeyjafjörð, eign
Jakobs kaupmanns þar Björnssonar,
ogdruknaði einn skipverjinn, E i n-
ar Sigurðsson, ættaður úr Beykja-
dal, maður hálffimtugur. Skipíð náðist
út aftur, eftir fáa daga, lítið skemt.
Bæjarstjórn Keykjavikur veitti á
fundi sinum i fyrra dag Ólafi Jónssyni
(búfræðing) 4. lögregluþjónsembættið; hann
hefir verið settur i það um tima.
Kaus i kjörstjórn við kosning á 2 mönn-
um i bæjarstjórn þá Kristján Jónsson og
Kristján Þorgrimsson.
Veitti fuglræktarfélaginu alt að 3 dag-
sláttum við tjörnina i Vatnagörðum um 10
ár gegn 30 kr. eftirgjaldi, þó svo, að grand-
inn sé ekki með, og að ekki sé afgirt tjörn-
in svo, að hestum sé bægt frá að komast
að henni til að drekka, og eftir útmæling
og tilvisun veganefndar. Leyfið feilur nið-
ur, ef það er ekki notað á þessu ári.
Heimilaði landstjórninni vegarlagning frá
Laugarnesi að Kleppi endurgjaldslaust til
bæjarsjóðs, en gegn endurgjaldi úr lands-
sjóði til ábúandans í Laugarnesi eftir sam-
komulagi við hann.
Samþykti, að lögð sé gangstétt meðfram
Tjörninni sunnan Búnaðarfélagshússins og
Iðnaðarmannahússins, bænum að kostnaðar-
lausu, og með þeim skilmálum, sem Iðnað-
armannafélagið hefir áður boðið, undir um-
sjón veganefndar.
Ymsum málum vísað til nefnda.
Samþykt brunabótavirðing á þessum hús-
eignum: Hjartar Hjartarsonar við Bók-
hlöðustig 10,874 kr.; Halldórs Ólafssonar
við Nýlendugötu 9,847; Högna Finnssonar
við Grundarstig 6,043; Guðm. Þorláksson-
ar við Grettisg. 5,815; Þorsteins Þorsteins-
sonar við Lindarg. 5,130; Sæmundar Þórð-
arsonar við Njálsg. 3,312; Sigríðar Magn-
úsdóttur við Laugaveg 3,238; Guðm. Ólafs-
sonar við Lindarg. 3,213; Sveins Jónssonar
við Brekkustig 2,868; Jóns Stefánssonar
við Njálsgötu 2696; Jóns Thorsteinsson
við Laugaveg 1613.
Síðdegismessa á morgun i dómkirk-
junni kl. 5 (J. H.).