Ísafold - 19.05.1906, Síða 2

Ísafold - 19.05.1906, Síða 2
Erlend tíðindi. i. Marconisk. ir/5. Frá Rússlandi. Gapon klerkur fanst hengdur í snœri niður úr ræfrinu á sveitarbúgarði hans skarnt frá Péturs- borg. Nusmitch adnn'ráll, er réð fyrir höfn- inni í Pétursborg og var illa kyntur, var veginn af verkamönnum, sem hann vildi meina að halda hátíðlegan verk- mannadaginn rússneska (13. maí = 1. maí annarsstaðar). Sprengikúla banaði lögregluliðsforingja í Varsjá og særði 7 menn að:a. Herlið skaut morðingjann til bana og réðst á 1/ðinn með byssustingjum og byssuskeft- um. Fjórir fóllu og 19 urðu sárir. Eng- ar alvarlegar óeirðir aðrir. Ráðuneytið í Pétursborg leggur með almennri uppgjöf saka. Stungið er upp á í frumvarpi að svari þingsins við ræðu keisarans, að almennur ko3ningaréttur sé í lög tekinn, kvartað sáran undan hervaldsembættismönnum, segir enga tiltök að friða landið fyr en fengnir sóu ráögjafar með ábyrgð fyrir þjóðinni og öll umboðsstjórn landsins endurnyjuð, heimtar burt numin höft þau, er lögð hafa verið á löggjafarvald þingsins og hið keÍ3aralega ráð afnurnið; það sé þröskuldur milli keisarans og þjóðarinnar. Síðari frótt segir, að þingið hafi sam- þykt ávarpsftumvarpið yfirleitt og því næst tekið til að ræða einstakar greinar þess. Mælt er, að Rússar og Bretar hafi sam- ið með sér umyms ágreiningsmál þeirra í milli, er snerta Persíu og Mið-Asíu. Frá öðrum löndum. í sam- bandi við samdráttarviðleitni með Bret- um og Þjóðverjum hafa allmargir þyzkir borgmeistarar og bæjarfulltrúar komið til Lundúna og er þar vel fagnað. Ját- varður kouungur hefir boðið þeim til dögurðar í Windsor-höll. Barist allmikið suður í Zúlúlandi. Ýmsar þjóðkvíslir þar risið upp til ófriðar. II. þicgkosDÍDgabarátta er háð um þessar mundir í Danmörku, og hún í snarpasta lagi. þar eru kosn- ingar til fólksþingsins, þ. e. neðri deild- ar ríkisþingsins. þær eiga að fara fram annan mánudag en kemur, 29. þ. m. Kjörtíminn er ekki nema 3 ár — eins og hér æ 11 i að vera. f>ing- menn eru 114. þeirra eru nú 59 stjórnarliðar, umbótaflokksmenn kalla þeir sig, eða 2 betur en helmingur þinga. þeir voru miklu fleiri, nær 80, um það leyti er vinstramannastjórnin hófst til valda, 1901. þeir hafa geng- ið þetta saman. f>að flísuðust 13 utan úr hópnum þeim laust eftír áramótin 1904—1905, er ráðuneytið fór í mola og J. C. Christensen gerðist forseti þess, í stað Deuntzers. Hann, Deunt- zer, er einn þeirra 13. Hermann Tri- er er og einn í þeim hóp, forsetinn, sem áður var. Ennfremur Christofer Krabbe borgmeistari og fleira mann- val. f>eir eru hinar tryggu leifar vinstrimannaliðsinsgamla, frá tíð þeirra C. Bergs og Hörups. f>eim þykja hinir hafa gengið af trúnni og brugð- ist sinni fyrri landsmálastefnu ; kenna það því, að þeir hafi ofmetnast og ekki 8taðist upphefðarfreistingar, hirðdaður og höfðingjahylli. f>eir kalla sig gagn- breytingamenn, þessir 13, eða á dönsku máli Det radikale Venstre. f>að er harðsnúinn fiokkur og hugsjónadyggur. Hann á fyrir sér að eflast til muna í þessum kosningum. Honum fylgir mjög hin yngri kynslóð þeirra manna, er um landsmál hugsa- Annar fjölmennastur flokkur stjórnar andstæðinga í Danmörku eru jafnaðar- menn eða sósíalistar. f>eir eru 16 nú sem stendur. Gagnbreytingamenn eru í samlögum við þá í þessum kosningaleiðangri. Og hafa þeir félagar nú þingmanna- efni í kjöri í öllum kjördæmum lands- ins. f>á eru enn miðlunarmenn, 11 að tölu, og 10 hægrimenn. Loks fáeinir flokksleysingjar (3—5). Lítill sem enginn vafi er á því tal inn, að stjórnarliðið gangi saman og verði í minni hluta eftir þessar kosn- ingar. En þó naumast svo, að ekki verði þeirra flokkur, umbótamenn, fjolmennari en hinir hver um sig. En þá er búist við að ráðuneytið muni leita bandalags við hægrimenn og miðl- UDarmenn, annanhvorn þann flokkinn eða báða, til þess að lafa við vöíd, og hleypa þá ef til vill að í því skyni inn í ráðaneytið einhverjum þeirra mönnum. f>að h e f i r sýnt sig f því áður, þetta ráðuneyti, sem nú er við völd, að vilja neyta fulltingis þeirra flokka í nauðum sínum. f>iog hefst í Danmörku á haustum, fyrsta mánudag í októbermán. En ráðgert er að skjóta á aukaþingi snöggvast um miðjan júlímánuð, til kjörbréfaprófunar og til þess að geta fagnað alþingismönnunum íslenzku. f>ÍDgferðalagið er hægra þar en hér: hvergi nema sem svarar 1 dagleið, á járnbrautum og gufuskipum. Gæzlumaður einn við Rosenborgarsafn í Khöfn, Steffen8en, varð fyrir skemstu uppvís að því að hafa stolið þar og selt hina og þessa gripi úr safninu, einkum dýrindispostulín, bæði utan lands og innan, meðal annars sjálfri drotningunni, sem nú er, en hún var- aði síg alls ekki á; aðrir gengu í milli. Danskir íþróttamenn gerðu góða ferð til Olympíuleikanna í Aþenuborg, karl- ar og konur. f>eir fengu þar fyrsta flokks verðlaun eitthvað 5. Norðmenn og Svíar hlutu og góðan orðstír og mörg verðlaun. G a p o n prestur hinn rvxssneski, sem Marconiskeyti segir dú að hafa fund- ist hengdur, hvarf fyrir nokkrum vik- um, og lagðist þegar grunur á, að hann mundi af dögum ráðinn, annaðhvort af byltingarmönnum, er sökuðu hann um að hafa svikið þá í trygðum, eða af leynilögreglumönnum, er hefði átt að vera hræddir um að hann kynni að koma upp leyndarmálum, sem hann hefði komist yfir meðan hann átti mök við þá. Gapon var f fararbroddi fyrir hersingu þeirri, er sóbti að Vetr- arhöllinni í Pétursborg blóðsunnudag- inn 22. jan. í fyrra, en komst undan mannahöndum þá og fekk forðað sér vestur í lönd, en kom heim til Rúss lands aftur í haust fyrir sakaruppgjöf þá, er keisari veitti í þann mund. Mörgum þótti ráð hans tortryggilegt. Orðfleygt hefir verið öðru hvoru síð- ari part vetrar, að W i 11 e, yfirráð- gjafi Rússakeisara, hefði BÓtt um lausn frá embætti; en alt af borið aftur. Nú varð þó af þv/, í öndverðum þess- um mánuði. Frelsismenn tortrygðu hann, en binum þótti hann um of fjálslyndur. Eftirmaður hans heitir Goremykin, maður hátt á sjötugsaldri og hefir verið innanríkisráðgjafi fyrir nokkrum árum, maður all íhaldssamur en haldið að bændum á þingi mundi hka við hann heldur vel, með því að hann hefir látið sér mjög ant um bún- aðarmál. Pinnlendingar eru um það leyti að fá nýja stjórnarskrá. Sam- steypunefnd finskra höfðingja og rúss- neskra hefir lagt með staðfesting frum- varps þess, er þing Finnlendinga hafði samið; og er því þá talin vís staðfest- ing stórfurstans (þ. e. keisarans). jpeir fá óskift þing, í stað fjórskifts áður, og kosningarréttur á það verður rífari og frjálslegri en dæmi eru til um alla álfuna. Jafnt konur sem karlar kjósa, 21 árs og þaðan af eldri. Langt er komið á ríkisþinginu þ ý z k a nýmæli um þingsetuk iup, 3000 rm. (= 2700 kr.) um árið, en frá dregst 30 rm. fyrir hvern dag, er þing- maður kemur ekki á fund. f>að þykir ómissaudi til þess að afstýra fundar- falli fyrir fæðar sakir, sem oft hefir viljað til með kaupleysinu. Eitt helzta nýmæli á þingi B r e t a er nýtt alþýðuskólalagafrumvarp, þar sem crúarfræðslu er út bygt og ætluð kennimönnum hvers trúarflokks um sig. f>að eitt þykir og er réttlátt þar, sem mikið er um sértrúarflokka eða utan- þjóðkirkjumenn. f>eir urðu áður að greiða skólagjald jafnt sem þjóðkirkju- menn, en þeirra trú ein var kend 1 skólunum. f>jóðkirkjuhöfðingjar rísa þar í móti gallharðir, sem nærri má geta, en stjórnin lætur það ekki á sig bíta, og er henni talinn sigur vís í því máli og góður orðstír fyrir. LandHbankinri. Nýbirtur reikningur hans í síðustu árslok sýnir, að nær 3 miljónum kr. hefir hann átt þá í vanalegum lánum, 4/5 milj. í víxillánum, hátt upp í l/2 milj. í dönskum ríkisskuldabréfum og öðrum útlendum verðbréfum, Va milj. í bankavaxtabréfum, ]/10 milj. í húseign- um og nokkuð meira en Ys milj. fyrir- liggjandi í peningum. Hann skuldaði þá landsjóði 3/4 milj. fyrir seðlana, en sparisjóðsinnlagsmönn- um 2j/2 milj. og hlaupareikningsmönn- um nær l/2 milj., veðdeild bankans átti hjá honum l/6 milj., Landmandsbank- inn í Khöfn. og ýmsir aðrir nokkuð meira en J/4 milj. samtals. Mjög Dærri l/2 miljón er varasjóður bankans orð- inn. Samsvarandi tölur úr fyrsta heils- ársreikningi bankans, fyrir 18 árum, eru: almenn lán 630 þús., víxillán tæp 5 þús., dönsk ríkis skuldabréf rúm 100 þús. og í sjóði 57 þús. Seðlafúlgan var þá réttum helmingi minni en nú, og sparisjóðsinnlög tæpur Yj. á við það sem nú er. f>á voru nær öll vanalegu lánin, sem svo eru nefnd, fasteignarveðslán, hér um bil alveg sömu og nú eða nokkuð meira en J/2 miljón. Sjálfskuldarábyrgð- arlánin voru þá tæp 30 þús., en eru nú meira en D/2 milj. Handveðslánin nema 10 þús. þá; en nú nær 100 þús. Reikningslán voru þá alls engin til, en nema nú fast að J/2 miljón. Yíxil lánin hafa 160-faldast. f>á átti eng- inn maður fó í hlaupareikning hjá bankanum, er nú nemur það hátt upp í V2 milj, Þingmannaheimboðið. S/s Botnia á að sækja þingmennina, hirða þá hór á höfuðhöfnunum: Reykjavík, Stykkish., Isafirði, Akureyri og Seyðisfirði snemma í júlímán. Búist við henni til Khafnar 18. júlí. Nefnd manna af danska þingsins hálfu stendur þar fyrir viðtökum. Það eru forsetarnir: H. N. Hansen konferenzráð og A. Thomsen, ásamt Dessau skrifstofustjóra þingsins og kapt. C. Ryder skóggræðslufrömuðin- um hór góðkunna. Dönsk blöð segja, að konungur ætli að hýsa þingmennina i sumarhöll sinni, Fredenshorg á Sjálandi. Heim á s/s Botnia að skila þeim aft- ur snemma í ágústmánuði (hingað 7/g), f Síra I»orvaldur á Melstað druknaður. f>að hörmulega slys hefir að borið fyrra sunnudag, 6. þ. mán., að einn meðal landsins nafnkendustu presta, síra f>orvaldur Bjarnarson á Melstað, druknaði ofan um ís í Hnausakvísl, en svo er Vatnsdalsá nefnd niður hjá Huausum ; rennur þar í stokk. Prestur var á heimleið utan af Blönduós við annan mann, og var sá dauðadrukkinn. Til þess að stytta sér leið, heldur en að fara á Skriðuvaði skömmu ofar, ætluðu þeir á ísi yfir kvíslina, með því að prestur mun hafa viljað koma hinum drukna manni sem fljóta8t til bæjar, heim til sín, en hann átti heima rétt fyrir vestan ána. Prestur hafði gengið út á ána, til að reyna ísinn, hestlaus, að haldið er, því hesturinn hafði fundist morguninn- eftir með reiðtýgjum og ekkert á hon- um að sjá. En á miðri kvíslinni hel- ir ísinn brostið UDdir houum. f>ar et hyldýpi. Hinn drukDÍ maður slæptist heim að Hnausum einhvern veginn og gat að eins með mestu naumindum látið skiljast, hvert slys hefði að bor- ið, en ekki vísað á eða sagt til um, hvar í ánni það hefði orðið. Hann sofnaði út af frá hálfsagðri sögu.. Heimamenn kváðu hafa farið að leita um kveldið,'en fundu hvorki vökina né hestinn. Síra f>orvaldur heitinn var rúmlega hálfsjötugur að aldri, f. 19. júní 1840, sonur Björns bónda Sigurðssonar á Belgsholti í Borgarfirði og konu hans Ingibjargar f>orvaldsdóttur prófasts og sálmaskálds Böðvarssonar. Hann út- skrifaðist úr Reykjavíkurskóla 1858 með I. einkunn og lauk embættisprófi við Khafnarháskóla 1865 í guðfræði með II. betri aðaleink. Hann liafði á námsárum sínum þar lagt engu miður stund á forn fræði fslenzk og tungu- málin nýju en embættisnámið, og var í ráði, að hann ílengdist í Khöfn við fornfræðisstörf helzt; þess munu ýms- ir meiri háttar menn þar við riðnir hafa verið mjög fýsandi, þeir er til hans þektu og fanst mikið til um óvenjulegan skarpleik hans og alúð við þau fræði. En fyrir fórst það, og hvarf hann heim hingað fám missirum eftir, sótti um Reynivelli jí Kjós og vígðist þangað 1868. Melstaðarbrauð fekk hann 1877 og íþjónaði því til dauða- dags. Síra f>orvaldur heit. var svo miklum og fjölhæfum námsgáfum gæddur, að fádæmum sætti. það var eins og alt lægi opið fyrir honum, það er til náms kom eða fróðleiks. f>að var eíns og hann væri alstaðar heima. Varla bar þann útlending að garði hans, að hann ávarpaði hann ekki þegar á hans feðratungu. Hann mælti á enska tungu, þýzka, ítalska og franska, flest- ar mætavel. Skildi auk þess spænsku á bók. Ritstörf var hann raunar mikið vel fær við, en átti fremur lítið við þau. f>að eru til eftir hann nokkrar blaðft- greinar, fjörlega ritaðar og skemtilegftr og ein fornritaútgáfa: Leifar fornrft fræða. Hann ritaði íslenzka tung« mjög vel, manna hreinasta. Varla mun nokkur prestur íslenzkur hafa átt betra og fjölbreyttara bóka- safn, á ýmsum tungum. Að skaplyndi var síra f>. B. heitinu maður mjög hreinlyndur og örgeðja> drenglyndur og frámunalega brjóstgóð- ur; yfirlætislaus flestum mönnum fraUJ- ar. Félagslyndur var hann og franu- faragjarn, áhugasamur um jarðabætur og aðrar búnaðarframfarir, en fésæfi eigi að því skapi. Kvæntur var síra f>. B. heit. frænd- konu sinni Sigríði Jakobsdóttur prestS-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.