Ísafold - 23.05.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 23.05.1906, Blaðsíða 2
Það renni í p r estalaun a s j ó ð, sem afgangs er launakostnaði þeirra í hveriu prófastsdæmi af föstum presttekjum þar Og sóknartekjum, svo og framlög úr landssjóði til fylliugar laununum. Nefndinni telst svo til, að hið nvja fyrirkomulag, er hún stingur upp á, muni ekki íþyngja landssjóði nema um rúmar 1200 kr. frá því sem nú er; og vinst það upp og meira til fyrir það, að eftirlaun prestekkna hverfa. Landssjóðs- framlög til prestakalla eru nú hátt upp í 14 þús., en verða tæp 15 þús. eftir tillögu nefndarinnar. Launin 113 prestanna fyrirhuguðu verða alls nær 170 þús., fyrir utan auka- verkaborgun. En preststekjur aðrar nema nú nær 155 þús. Munurinn því um 15 þús., sem fyr segir. 7. L a u n p r ó f a s t a. Þeir eiga að fá þóknun úr landssjóði, átta 100 kr. hver, og hinir tólf 200 kr., auk bitlinga þeirra, er þeir hafa nú (vísitazíulauna m. fl.). Þessi prófastsdæmi eiga að hafa 100-kr.-mennina: Skaftafells bæði, Borg- arfjarðar, Mýra, Dala, Y.-Isafjarðar, Stranda, N.-Þing. 8. Ellistyrkur presta og e f t i r 1 a u n. Prestar verji árlega 2°/0 af byrjunarlaunum sínum til að kaupa sér ellistyrk eða geymdan lífeyri. Fá þar að auki í eftirlaun 15 kr. fyrir hvert þjónustuár, þ. e. 150 kr. eftir 10 ár, 300 kr. eftir 20 ár, o. s. frv. 9. Lífeyrir p r e s t e k k n a. Prest- ar sóu skyldir að kaupa ekkjum sínum lífeyri, er nemi ekki minna en 300 kr. um árið. Fyrir presta, sem í embætti eru þegar lögin ganga í gildi, greiðir landssjóður iðgjaldið, ef meira nemur en 65 kr. 10. Sala kirkjujarða. Nefnd- in er henni meðmælt og vill fá almenn heimildarlög fyrir henni, en ekki, að stjórnin selji þær með konungsúrskurði. Hún hefir því samið slík lög, að mestu samhljóða þjóðjarðasölulögunum frá 20. okt. f. á. Andvirði seldra kirkjujarða renni í kirkjujarðasjóð, er vext- irnir af gangi til að launa prestum. — Nær 6. hver jörð á landinu að hundr- aðafjölda er kirkjujörð, en ekki nema 11. hver þjóðjörð. 11. Síðasta frumvarpið er um að »landssjóður leggi fram, meðan á þarf að halda, 15000 kr. á ári sem lánsfé til þess að koma upp sæmilegum í b ú ð- arhúsum á prestsetrum lands- ins«, mest 3000 kr. fyrir hvert presta- kall, gegn 3V2% vöxtum og %% af- borgun, og með veði í tekjum þess. Húsin sóu gerð eftir uppdrætti, sem landsstjórn samþykkir. Þau verða að vera annaðhvort úr steini (steinsteypu) eða úr timbrí og þá járnvarin. Prestur leggur V2% af virðingarvetði íbúðarhúss síns ár hvert í fyrningarsjóð, er landsstjórnin stjórnar. Frumvarpi nefndarinnar fylgir uppdráttur að húsi á prestsetri, 15x10 álna tvílyftu (portbygðu), eftir Hjört Hjartarson tró- smið, með kostnaðaráætlun (4,500 kr.). Skýrsla er í nefndarálitinu um presta- kallalán til húsagerðar, veitt 10 árin 1895—1904. Þau hafa verið að tölu 47 alls eða 4—5 á ári numið samtals 93'V þús., þ. e. tæpum 2000 kr. hvert að meðaltali. Xíanclsdómurinn. Mýramenn hafa kosið í hann þá Ás- geir Bjarnason amtráðsmann í Knarra- nesi og Guðmund Ólafsson óðalsbónda á Lundum. Borgfirðingar Hjört Snorrason skólastjóra á Hvammi og BjarnaBjarna- son oddvita á Geitabergi. Erlend tíðindi. Marconiloftsk. 21/ö. Blámanuahöfðingi sá, er uppreístinni stýrði í Damaralandi gegn þjóðverjum, hefir leitað hælis í Höfðalýðlendu Breta og verið höndlaður þar af lögreglu- mönnum. Óldungadeildin í Washington hefir aðhylst marflatartilhögunina á Panama- skurði. (Flóðgarðastíflur var hin til- högunin). Fulltrúaþingdeildin í Washington hratt tillögu um að fella úr herskipa- stólsáætluninni smíð á höfuðorustu- skipi, er jafnist við Dreadnought (ný jasta höfuðorustudrekann brezka). Witte flutti harða afturhaldsræðu í ríkisráði Rússa. Hann kvað almenna uppgjöf saka mundu verða undanfara byltingar, er hinn mentaði heimur mundi verða alveg forviða á. Fyrst af öllu bæri að hugsa um að halda uppi reglu. Efri málstofan í Lundúnum feldi frumvarp frá verkmannaflokknum um að banna útlendingum land, þeim er kæmu í þeirn erindum, að gauga til verka í þeirra stað, er gert hefðu verk- fall. Neðri málstofan hafði samþykt það orðalaust. Verkmannafulltrúar þar urðu ókvæða við og spurðu, hve lengi ætti að þola þingdeild, sem væri ger- samlega ábyrgðarlaus fyrir þjóðinni. Mikill fagnaður veittur í Lundúnum borgmeisturunum þýzku. Churchill aðstoðarráðgjafi mælti svo í skálarræðu fyrir minni beggja þjóðanna, Breta og þjóðverja: Oss langar til að eyða ríg þeim, sem nú er milli þjóðanna; vér höfum einlægar mætur á hinni miklu þýzku þjóð og keisaranum, sem er dyggur þjónn friðarins.— Játvarður kon- ungur veitti borgmeisturum viðtökur í Buckinghamhöll. Borgarstjórinn hélt þeim dögurð í Mansion House. Keis- arinn símreit einlægar þakkir fyrir við- tökurnar í Lundúnum. Brezkum tundurbát (nr. 56) hvolfdi við Port Said (við Súez-skurð). Sjö menn druknuðu. Ríkisráð Rússa hefir lagt með sakaruppgjöf við bandingja, sem ekki hafa sannast á ofbeldisverk til líftjóns eða eigna. Ríkisþingið rússneska hefir samþykt í eínu hljóði ávarp til keisarans, þar sem farið er fram á algerða uppgjöf aaka við þá, sem framið hafa stjórn- málalagabrot. Sundfloti Breta fer kynnisför austur í Kronstadt í lok júlímánaðar. Samningar langt komnir með Bret- um og Rússum um það er þar ber í milli áhrærandi Tyrkjaveldi, Persaland, Afghanistan og Thibet, og mun þeim verða lokið þegar þingstjórnin nýja er komin vel á laggir. Nokkuð af silfurnemabúðum í Cobalt í Ontario hefir eyðst af eldi, er upp kom við sprenging 7 smálesta af dýna mít. Kviknað í öllum skóginum í kring. Yoðalegir skógareldar sagðir frá Micbigan, og er mælt, að fyrir það sóu 10,000 manna heimilislausir. Skipafregn. Hér kom 10. þ. m. segl- skip Equator (468, J. A. Sjöblom) frá Halmstad með timburfarm til Bjarna Jóns- sonar búsasmiðs. Næsta dag, 11. þ. m., kom seglskip Hydra (147, H. J. Albertsen) með timburfarm frá Mandal til sama manns. Enn fremur daginn þar 4 eftir, 12., segl- skip Evelyn (97, Sven Thorkildsen) frá Christianssand með timburfarm til Bj. Guðmundssonar. Ný söngbók. Hörpuhljóm&r. Is- lenzk söngleg fyrir fjórar karlmannsradd- ir. Safnað hefir Sig- fús Einarsson. Rvik 1905. Það er ekki tilgangur minn að skrifa langan ritdóm um þetta litla sönghefti, held- ur að eins það, að vekja athygli manna á því og hvetja menn til að kaupa það, því heftið hefir inni að halda mörg falleg lög eftir islenzka höfunda, og er þar að aubi ákaflega snyrtilegt að öllum ytra frágangi; það er prentað í nótnaprentsmiðju D. Öst- lunds, 15 lög, og kostar 2 krónur innbundið. En einn mikinn ókost hefir hefti þetta, og hann er sá, að raddsetningunni er viða ákaflega ábótavant; og var þess sizt að vænta, að Sigfús Einarsson, sem alveg ný- lega hafði skrifað svo stórorðan ritdóm um Kirkjusöngsbókina nýju, af því hann þóttist finna þar fáeinar villur í mjög stórri bók, — að einmitt hann skyldi láta annan eins hóp af jafnhliða kvintum og öðru góð- gæti frá sér fara i jafn litlu hefti og þetta er; skal eg telja upp dálítið af slíku, þótt það sé leiðinlegt verk. I nr. 3 ganga 3. og 4. rödd í kvintum á atkvæðunum ei fá, og var auðvelt að kom- ast hjá þvi með því að hafa f í staðinn fyrir d i 3. rödd. Þá eru opnir kvintar á milli 1. og 3. (og 4.) raddar í neðstu linu á hls. 8 undir atkvæðunum eg lœt sem, og var þar auðvelt að hafa stóra B og litla f 1 4. og 3. rödd í staðinn fyrir litla b. Einnig ganga 1. og 4. rödd í kvintum neðst á bls. 10 á atkvæðunum en samt', þar er og prent- villa i milliröddinni á atkv. mun jeg, nótna- gildin V4 í stað >/8; en slíkt villir engan. Inn i lagið eftir mig, Allir eitt, hefir Sig- fús smeygt tveimur stórum villum, og eru þær báðar hans eigin eign. Því hvorug þeirra er í raddsetningu minni á laginu fyrir hlandaðar raddir. Önnur þeirra er hér í byrjun lagsins, opinn kvintgangur á milli 2. og 4. raddar á atkvæðunum-a leng-, og hin á milli 1. og 2. raddar cfan til á bls. 21 á atkv. -um vér, og átti þar auðvitað að vera h í milliröddinni á atkv. vér, er ekki g. Þá eru jafnhliða kvintar sem auð- velt var að komast hjá í efst á bls. 24, atkv. tíðvek-\ raddsetuingin á feðranna er óeðli- leg og tæplega rétt. Fyrsta og 4. rödd ganga i áttundum ofan til á bls. 25, á atkv. -ur titr-, og sama villa er á bls. 27; var ofurauðvelt að komast kjá þessu með þvi að hafa triólu, b-a-g, í 4. rödd á atkv. -ur, (mótsett tríólunni g-a-b í 1. rödd.) Þriðja og 4. rödd ganga saman i kvintum i neðstu línu á bls. 25, á atkvæðunum finn mín-, og sama villa er neðst á bls. 27. Þá eru enn í þessu sama lagi jafnhliða kvintar á milli 1. og 3. raddar undir atkv. deyjandi brá á bls. 26, og matti þar i 1. rödd gjarnan vera e í staðinn fyrir f, og á margan ann- an hátt mátti sneiða hjá þessu skeri. Þá kemur nr. 13; þar ganga 1. og 4. rödd i opnum samhliða kvintum, ekki að eins einu sinni, heldur tvisvar hvað eftir annað, neðan til á miðri bls. 28, á atkv. á Snœ- og Snœ- fells. Þetta er alt of mikið í litlu hefti, og má þó vel vera, að fleira sé af þessu tægi. Svo er annað, — raddsetningin er sum- staðar er æði óviðkunnanleg og sérvizkuieg, þótt ekki sé hún röng, t. d. við lagið Ólaf- ur reið með björgum f'ram; eg kann miklu ver við þá raddsetningu heldur enn hina gömiu, sem vér höfum áður haft, og ættuð er frá BerggreeB, þvi lagið er í hinu stóra þjóðlagasafni hans. Ekki kann eg heldar alstaðar vel við raddirnar við Bára blá, t. d. efst á bls. 5; en slíkt er ávalt álita- mál og tjáir ekki að deila um það. En eg hef ávait heyrt lagið Bára blá sungið í nokkuð öðrum takti en hér er prentað, nefnilega í taktinum %, og mun það rétt- ara. Að síðustu skal eg taka það fram, að þetta lag við Bi Bí og blaka, sem hér er prentað, er ekki islenzkt þjóðlag, heldur gamalt útlent lag, viða kunnugt hér á landi sem guitar-lag með textanum Smilende Raab, du elskte Barn, som svcever paa Zephyrvinger hist i fjerne Sky. Mörgu smávægilegu er slept hér, en að eins drepið á hið helzta, til þess að sýna það, að þessi maður þarf enn þá mikið að læra til þess að geta raddsett lög lýta- Htið og gefið nokkurn veginn skammlaust út ofurlitið sönghefti; og tel eg það mjög illa farið, að síðasta alþingi skyldi ekki veita honum styrk til frekara núms. B. Þorsteinsson. Skipaskoðun i Reykjavik. Hirm 20. d. aprílmánaðar þ. á. kom hingað til Ólafsvíkur þilskipið Engey nr. 95 frá Rvík. Kaupmaður Einar Markússon hafði leigt skipið fyrir sunnan og sent menn héðan til að sækja það; hafði skipið verið skoðað fyrir surman og hafði skipstjóri prentað vottorð í höndum frá skoðunarmönnum í Reykjavík og fylgir eftirrit af því vottorði hér með. Skipið lá hér á höfninni til þess 26. s. m. |>ann dag var bér hvast á sunnan fyrri part dagsins, en lygndi um 8Íðari partinn; þá var verið að enda við að útbúa skipið til fiskiveiða, en um kveldið kl. hérumb. 7 skall hann á með norðanrok; kom það svo skyndilega, að vöruflutningsbátur, sem var að flytja föt og matvæli skipverja og var kominn nokkuð frá landi, varð að snúa við, og á þeim bát voru yfir- menn skipsins, en úti á skipi voru 4 menn úr landi og 2 af þeim duglegir og vanir sjómenn. Kl. 9 síðd. slitnuðu akkerisfestarnar, og þá var stagfokkan undin upp og siglt með henni til lands; lenti skipið á ægisandi og sýnilega er það heilt* enn þá. Á leiðinni til lands vildi það þó tií að toppurinn á framsiglunni brotnaði við gózið og datt niður með tilheyr- andi blökkum og dinglaði 1 millum- stagnum, og var líkast því að stúfurinn væri að benda mönnum á sig, hve vandlega hann hefði verið athugaður áður en hann fór úr höfuðstaðnum. Tveir skipaskoðunarmenn eru hór í Ólafsvík; annar þeirra er útvegsbóndi Jón Ásgeirsson og hinn er eg undir- skrifaður. |>egar að því var komið, að lögskrá. átti Bkipsmenn, þá var okkur tilkynt,, að við þyrftum ekki að skoða skipið, því það hefði verið skoðað í Reykjavík og væri skoðunarvottorðið lagt fram hjá lögskráningarstjóra. Við höfðum þar af leiðandi ekkert að gera við þetta skip, og hafði eg ekki skoðað það nákvæmlega, en illa lízt mér á alla útgerð þess, og er furða, að skip, sem koma úr Reykjavík, skuli ekki vera skoðuð betur. Hér hlýtur að vera um gamalt brot að tefla, enda sýnir sárið það. Hefði þetta bilað þannig í rúmsjó, er ekki annað sjáanlegt en að skipið hefði mist alt ofan af sér, því fram- vantinum heldur nú lítið annað en fá* einar flísar, sem standa upp úr gózinu hér og þar, og lítinn hristing þarf til að alt detti ofan. Ómögulegt virðist almenningi hér að kalla skipið svo úr garði gert, að lífi manna sé ekki hætta búin, ef á þyrfti að reyna; því skipið er skrifli. Talíu* reipi sérstaklega á stórvantinum ófor* svaranlegt — skonnortusegl — ja, við skulum ekki minnast á það. Hvað keðjum viðvíkur, get eg ekkert sagt enn þá; þær liggja úti á höfn. Óllum skipuðum skoðunarmönnum ætti að vera það ljóst, hvað í húfi er, ef þéir skoða ekki skipin námkvæm- lega og eru nokkurn veginn samdóma i skoðun sinni. |>etta, að skoðunarmenn heimti að alt sé í lagi, þegar skipið leggur út, má ekki álítast svo, að þeir séu að gera eigendum óþarfa kostnað, og eiga heldur að kjósa sér óvinskap eigenda heldur en að vita það með sjálfum sér, að þeir stofna margra manna Hfi í hættu, ef þeir athuga ekki alt eftir beztu vitund og segja ekki frá þ^ sem vantar eða í ólagi er. Áður en eg enda þetta, vil eg farft þess á leit, að nákvæm skýring Wist á lögunum frá 3. okt. 1903 um skoð- un á skipum, þar sem stendur, ftð bátar eigi að vera n ó g i r; er tae^

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.