Ísafold - 23.05.1906, Síða 3
I S A F 0 L D
131
Því átt við að bátar eigi að taka alla
8«ipshöfnina ?
á skipum gera þeir það ekki,
eD þessu verður að slá föstu, svo bæði
eigendur og skipshöfn viti, að hverju
61r eiga að ganga; — um þetta atriði
gremir víða, og eins um, hvort björgun
arsveigar e i g i að fylgja skipum.
8 vildi stinga upp á, að bátarnir
Væru Það- 8em takmörkuðu tölu skip-
Vei*3a, en ekki, hve mörgum má troða í
násetaklefa og káetu.
ngeyin liggur hér óskemd enn á
8 rokkinn. En hve örðugt er»eigi hr.
^nari Markússyni gert fyrir og þeim
8etn ráðnir voru, þar sem fáir
munu
8em kunna að eiga við það smíði,
hér
8fni nú liggur fyrir höndum. þau
wtnungarslys, sem nú hafa þegar
er >ð á þessu ári, ætti að hvetja menn
vandvirkni og góðs frágangs á því,
6r sjávarútvegnum lýtur.
Bér með læt eg fylgja vottorð fra
8 oöunarinönnum í Eeykjavík og frá
,Ve’rnur sjómönnum, sem staddir voru
g Ng®vnni þegar hún slitnaði upp.
'Pstjóri og stýrimaður voru eins og
Ur er um getið eigi á skipinu.
* ^afsvík
3. maí 1906.
SVEINBJÖKN Á. EgILSSON.
Lftirrit.
Eftir skipun hr. hæjarfógetans í Reykja-
^ höfum við skoðað skipið »Engey«, eign
r' ^Isla Jóhannessonar, og álítum við skip
®tta svo traust og ógallað og svo vel út-
Ul að seglum, reiða, bát og öðrum áhöld-
’ lifi 0g heilsu skipverja sé ekki nein
hærra búin.
I skipinu álitum við næga ibúð handa 9
tnönnum.
Reykjavík 17. febrúar 1906.
Þorxteinn Þorsteinsson.
Hannes Hafliðason.
Rétt eftirrit, eftir frumritinu, staðfestir:
flfeppstjórinn i Neshreppi innan Ennis.
Ólafsvik 2. maimán. 1906.
Jón Jónsson.
Við undirskrifaðir, sem vorum staddir úti
a 8kipinu »Engey« nr. 95 frá Reykjavík,
lnn 26. april, þegar ofsaveðrið skall ú um
Vehlið, vottiun hér með, að framsiglu-
Lppurinn með pikfalsblökkunum datt niður
® leiðinni frá þvi skipið slitnaði upp og i
’ °g að toppurinn brotnaði áður en
'P'o kendi grunns. Af seglum var að
1Ds stagfokkan höfð uppi á lríðinni i land,
ng ekkert reyndi á toppinn af segli eða
Þvi liku.
Ólafsvik 3. mai 1906.
Pétur Jóhannsson. Jón Vigfússon
(bandsalað).
aveðráttan
Þelzt enn. Engin áttabreyting. Hlýtt
a ®ólu Um hádaginn. Megn kuldi ella
8 hvassviðri oftar en hægð. Frost
Var Lér f nótt
^ovðanlands og vestan munu vera
8 uleg harðindi enn. Fyrra mánu-
a8 hafði t. d. verið í Ólafsvík norðan-
^ Ur 8 stiga frosti.
^ /8 Vesta komst ekbi fyrir Horn
iyri ^a^nn' Varð að hverfa suður
að au8tur’ Þess að reyr>a
°mast á norðurhafnirnar.
a®ís8ngurjmn
ágóða fyrir söngsveit dómkirl
^ ar» sá er haldinn var fyrra sunni
g var tvítekinn — haldinn aftu
Ulrudaginn var, og þá fult hús ht
8ö ' °g fyrra skiftið. Soli
B^Ur fr^’ Elínar Mathíasdóttur þót
•a mikið vel takast.
Fórn Abrahams.
(Frh.).
En í stað þess hvísluðust menn á um
það, að skothríð væri ósjaldan úti á
sléttunni. Sannie van der Valt full-
yrti jafnvel, að hún hefði eéð þrjá
særða kesjumenn vera flutta fram hjá
heimili hennar, en af því að hún var
versta þvaðurdós safnaðarins, tók eng-
inn mark á sögu hennar, enda þótt
allir gleddist við það, að hún gæti
vel verið sönn.
Næstu viku var annar bær brendur;
það átti að kenna þrjózkuseggjunum
að lækka seglin, og gamli maðuriun
Piet Mtilier, sem lengi hafði ver-
ið öldungur safnaðarins, fekk skipun
um að mæta fyrir yfirmanni enska
lögregluliðsins. Piet drakk feikn af
Búa-brennivíni um morguninn beitti
síðasta hesti sínum fyrir vagninn og
ók burtu, eftir að hann með mikilli
viðkvæmni hafði kvatt sína mann-
mörgu fjölskyldu.
— þér eruð einn af öldungum safn-
aðarins? þannig hóf lögregluliðsforing-
inn mál sitt jafnskjótt sem Piet hafði
verið leiddur fram fyrir hann.
Gamli maðurinn hneigðí sig; hann
hafði verið alla æfi mesti friðsemdar-
maður og vildi helzt þoka undan,
ef einhvern vanda bar að höndum, og
beint fyrir hið rólega skaplyndi sitt
hafði hann verið valinn í safnaðar-
öldunganefndina. Hann bjóst eigi við
neinu góðu af ferðinni, og styrktist í
þeirri trú við þetta hranalega ávarp.
— Maður á yðar aldri ætti saunar-
lega að skilja, hvílíka hættu héraðið
bakar sér með því að áreita oss svo,
sem þér hafið gert nú um stund.
Foringinn barði hnefanum í borðið
fyrir framan sig, svo að Miiller hrökk
við af því.
— Nú vil eg að endir verði á þessari
óhæfu, skiljið þér það? Vér ætlum
ekki að láta ykkur halda heilum her-
flokk föstum fyrir oss, fyrir bölvuð
heimskupör. Segið mér það undir
eins, hverir það eru, sem liggja úti
um nætnr og skjóta á næturvarðflokka
vora!
— Eg er gamalmenni og veit ekk
ert.
— Verið þér eigi að neinu þvaðri!
þið Búarnir lafið allir saman eins og
baunagras, og þór Miiller vitið meira
en nóg til að gefa oss mikilvægar
bendingar. Ef þér viljið hafa borgun
fyrir það, þá segið til um það. Eng-
land er eigi að skera slíkt við nögl sér.
— Eg er fátækur rnaður, herra! en
þér hafið snúið yður að miður hentug.
um manni, ef þér haldið að þér getið
mútað mér. Raunar hefi eg heyrt,
að yður hafi hepnastþað með--------.
— þvaður og mas! Ef þér viljið
eigi með góðu, þá------þá verðið þér
að bera sjálfur ábyrgðina á því, ef
illvirkin halda áfram. Vér höfum nóg
ráð til að bæla niður óeirðar slána, og
hikum oss eigi við að kveikja eld í
búgarði, ef á liggur. Bærinn yðar
verður hinn fyrsti; nú vitið þér það.
Landið er unnið, og vér ætlum oss að
halda því; nú vitið þér það Hka.
Piet Miiller svaraði engu við þessu.
Hann horfði í augu hins mannsins,
sem eldur brann úr, og með spyrjanda
svip, og lét sjá á sér, að sér dytti í
hug að fara.
— |>ér verðið hérna, maður, æpti
lögregluliðsforinginn óður. Hann hafði
sama dag fengið harðar ávftur frá
yfirhershöfðingjanum og reiði hans var
enginn gamanleikur.
Haldið þér annars að vér heyjum
ófrið svona rétt að gamni okkar eða
ykkar? Nei, og ef héraðið verður eigi
orðið með friði og kyrð eftir nokkra
daga, þá munuð þór iðrast þess. Seg-
ið mér nú, hversu margir vopnfærir
menn eru í söfnuðinum.
— Sem stendur eru þeir eigi tíu á
aldrinum milli átján og þrjátíu ára;
hinir eru allir í hernum.
— Ófriðinum er lokið, hefi eg sagt.
Bloemfontein og Prætoría hafa verið
unnar. Hver skrattinn hefir nokkurn
tíma heyrt talað um þjóð, sera heldur
áfram að berjast eftir að höfuðstaðir
hennar eru komnir í greipar óvinanna?
þið hafið eigi smáriðil manna með
vopnum. þið hafið hvori her né pen-
inga og samt gerið þið óróa eins og
óðir tr.enn. Ait landið er með spekt,
heyrið þið það; hérna og hvergi ann-
arstaðar er verið að gera ólæti á nótt-
um.
— Eg veit ekkert, sagði Piet með
hógværð, eg hefi að eins heyrt sagt að
Botha haldi sig norður frá og að de
Viies sé á leið hingað.
— Fjandinn hafi hann. Og þér er-
uð vitstola, maður! Hver er þar?
Hann sneri sér fram að dyrum ; þar
kora inn hraðboði, sem stóð hreyfingar-
laus eins og staur og tók til að þylja
boðskap sinn; hann hafði lært hann
utan bókar.
»Boð frá höfuðstöðvunum. De Vlies
er þrjátíu enskar mílur fyrir austan
Bloemfontein, svo að hætta er á, að
hann tálmi samgöngum. Yfirhershöfð-
ingínn fer í móti honum sem hraðast
má hann, og allir hermenn sem hægt
er að fá, eiga að koma undir umráð
hans. Hersirinn verður að halda hér-
aðinu í skefjum með þremur hersveit-
um af lögreglustórfylkinu, meðan yfir-
hershöfðinginn er önnum kafinn á ann-
an háttn.
það var sfður en eigi blítt augnatil-
lit, sem hersirinn sendi hraðboðanum,
og þá var hitt eigi blfðara sem hann
athugaði Piet Muller með, því það bar
vott um bræði, sem að líkindum var
óþægilegt að þola til lengdar. En
gamli maðurinn stóð alveg kyrr, og
virtist hvorki hafa heyrt nó séð hvað
fratn fór.
þær hafa eigi verið neitt laklegar,
skýrslurnar sem þér hafið fengið, kæri
Muller minn, sagði hersirinn, og lagði
nú haft á reiði sína; hann benti
hraðboðanum að hann skyldi hafa sig
á brott. f>á er hermaðurinn var farinn
hélt hann áfram :
— þar sem ómögulegt virðist að fá
hjá yður skynsamlegt svar, þá mun
eg gera sjálfur það sem mér sýnist.
Skylda mín og hagsmunir lands míns
bjóða mér að horfa eigi í gegnum fing-
ur í svona máli, og þér getið verið viss
um, að eg skal heldur eigi gera það.
Athugið hvað eg segi: þér, Piet Mull-
er, skuluð kalla öldunga safnaðarins
Baman.-----------
— Auk mín er einungis einn af
þeim heima og hann er mjög veikur.
— Svo—o —
Foringinn tók skjal af borðinu og
las það.
— Hvar er Matteus Woller, hvað?
— Dáinn, það hefir enginn verið
kosinn í stað hans.
— Og van Gracth?
— Hann er í herdeild hjá de Vlies.
f>ér hittið hann með byssuna í hendi.
Hvast augnatillit mætti hinum blíðu
barnsaugum Mullers, en hann stóðst
það án þess að líta undan. Á eftir
spurði hann sjálfan sig með undrun,
hvaðan sér hefði komið hugrekki þenna
dag.
-— f>að er víst eigi til neins að
spyrja eftir hinum.
— jþví minna sem þér spyrjið, því
færri ógeðfeld svör fáið þér.
— Nú, við sleppum þessu máli; það
eru til önnur ráð en að veiða upp úr
þrjózkum karli. Heyrið þér nú hvað
þór eigið að gera: Hinn daginn skul-
uð þér kalla saman alla karlmenn hér-
aðsins við kirkjuna.
— f>að er langur vegur þangað, herra.
— Ef eigi koma allir heimilisfeður
þar saman, verða bæir þeirra brendir.
Nú megið þér fara.
— Eg þakka yður, herra, að þér haf-
ið gefið mér 2 daga frest til að flytja
eigur mínar burtu.
Sltipið sekkvir.
Gömul fiskiskúta, T o Venner, eign
Hannesar Hafliðasonar skipstjóra og
bæjarfulltrúa, lét út hóðan laugardag-
inn var, 19. þ. m., áleiðis vestur á land
með vörufarm til lausakaupa, og átti
þann farm Kristján kaupm. og skipstjóri
Kristjánssou hór í bæ, og styrði sjálfur
skipinu. Þegar kom móts við Skipa-
skaga, tóku skipverjar eftir því, að skip-
ið fór að þyngjast í sjó. Var þá kom-
inn að því svo mikill leki, að ekkert
höfðu skipverjar við að ausa með dæl-
unni, og sökk það að litilli stundu lið-
inni þar sem komið var, vestur á Hraun-
um, sem kölluð eru. En skipverjar, 3
alls, konni róandi hingað um nóttina á
skipskænunni, í logninu.
Enginn skilur að svo komnu, hvernig
staðið hefir á þessum leka. Skipið hafði
legið hór á höfu hálfan mánuð, áður en
það lagði á stað, lekalaust alveg. Það
var mjög vandað að upphafi, þótt lítið
væri, 37 smál. W. Fischer hafði látið
smíða það hatida Jóni lieitnum Olafs-
syni í Hlíðarhúsum. Síðar átti það G.
Zoega kaupm. (með J. Ó.). Því hafði
og verið haldið vel við, að mælt er. —
Það var vátrygt í Faxaflóafólaginu fyrir
4,800 kr.; virt a 6,400. Vörur í því
höfðu og verið vátrygðar, fyrir 16,000 kr.
Landsbúnaðarfélag-ið.
Ársfundur þess var haldinn 19. maí
í Iðnaðarmannahúsinu. Forseti, lektor
þórh. Bjarnars., sbýrði frá framkvæmd-
um félagsins og fyrirætlunum og und-
irtektum búnaðarþings undir tillögur
ársfundar og aðalfundar 1904 og 1905.
Nokkrar umræður urðu utn notkun
sláttuvéla og um sandgræðslu, en eng-
ar tillögur voru bornar upp af félags-
mönnum fyrir næsta búnaðarþing.
Félagar nú um 700; bættust 107
við umliðið ár og 29 komnir á þessu
ári. Búist var við að hús félagsins
mundi með öllum útbúnaði, þar með
talinní vatnsveitu upp í efnarannsókna-
Btofuna, kosta fast að 18,000 kr.
Frem
fæst í bókverzlun ísafoldarpr.sm.
100 tímar
í ensku, frönsku og þýzku
eru jafnan til sölu í bókverzlun ísa-
foldarprentsm.
Familie-Journal
fæst í bókverzlun ísaf.prsm.
Kaupendur Isafoldar
sem skifta um bústaði núna um kross-
messuna eða í næstu fardögum, eru
vinsamlega beðuir að láta þess getið
sem fyrst í afgreiðslu blaðsins.
H I 'f f íslenzkt fæst bezt á
bulrotnalíæ
SKANDINÁVISK
Exportkaffi-Surr ogat
í Kobenhavn. — F- Hjorth & Co.