Ísafold - 23.06.1906, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.06.1906, Blaðsíða 1
Kenmr út ýmist einn sinni eða 'tvigv. í vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða ll/a doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bnndin v.ð áramót, ógild nema komín sé til útgefanda fyrir 1. október og kanp- andi skuldlans við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8, XXXIII. árg. Rcykjavík laugardaginn 23. júní 1906 41. tölublað. Ferðamenn! Munið eítir pakkhúsi Edinboryar-vcrzlunar, því þar fást allar matvörui* og nauðsynjavörur með beztu verði í stórkaupum. En i nýlendmTörubúðinni í Hafnarstræti 9 er þó langbezt að verzla i smákaupum, þar fæst öli nauðsynjavara hverju nafni sem nefnist. tlljóf og lipur qfgrQÍésía, veré og gœéi Batri an almaní garist. I. 0. 0. F. 886299 Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 i spítal ^orngripasafn opið A mvd. og ld. 11—12. Hlntabankinn opinn 10—2 */» og ö*/s—7. P. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */s sibd. 'Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgidögum. Landakotsspítali f. sjúkravitj. 10 */a—12 og 4—6. Landsbankinn 10*/*—2 V** Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 og 6—8.: Landsskjalasafnið á þrdn fmd. og ld. 12 1. Lsekning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11 12. ^Náttúrugripasafn á sd. 2—8. Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.og3.md. 11 1 Faiflóapíitótiirinn REYKJAVIK fer upp í Borgarnes 27. juní, 10., 20. og 26 júlí. Kemur við 4 Akranesi í hverri ferð báðar leiðir. Til Straumfjarðar og Akra 13. og 17. júlí. Suður í Keflavik fer Reykjavíkin 25. júní, og 4. og 23. júlí Og loks 4. júlí suður í G a r ð og alla leið austur á Eyrarbakka og Stokkseyri, kemur við báðar leiðir í Hafnaleir, Grindavík og |>or- lákshöfn. Næsti vetnr. Stórkaup a útlendum fóðurbæti. 1 miljón kr. sparaðar. Sannfrétt er nú úr öllum bygðarlög- um landsins, að bændur hafa sloppið nokkurn veginn ómeiddir frá vetrinum •og vorinu meS skepnuhöld, þrátt fyrir Vorhörkurnar og gróðurleysið. En frótt- Unum um þolanleg skepnuhöld fylgir alstaðar, að flestir eða allir hafi gefið á enda, að örfáum undanteknum, og að mjög víða hafi orðið að gefa mikið af hornmat, til þess að forða felli. Þegar athugað er, að jörð fór eigi að grænka fyr en í júnímánuði, og að grip- hagar komu ekki fyr en um og eftir uiiðjan mánuðinn, liggur í augum uppi, að sláttur hlýtur að byrja seint. Þott t(ð verði hagstæð hór eftir, er því engin v°n vim, að heyskapur í sumar geti uokkursstaðar á landinu orðið meiri en í meðallagi, ekki sízt vegna fólkseklunn- ar. Auðsætt er því, að heybirgðir verða með allra minsta móti í haust, þótt sumarið verði gott, miklu minni en und- anfarin haust, hvað þá heldur ?f sum- arið verður óhagstætt. Og þar sem nú reynslan er búin að sýna, að skepnur eíu orðnar svo margar, að allar hey- fyrningar frá síðustn árum, sem öll hafa verið í meðallagi og þaðan af betri, hafa ’lrmist upp á einum vetri, er augljóst, að annaðhvort verða bændur að fækka s^epnum sínuvi stórkostlega í haust, eða ^aupa mikið af útlendu fóðri. ^kepnum hefir fjölgað mikið síðan á a'úaruótunum, einkum á Suðurlandi, er*da verð á afurðum bnpenings stöðugt íarið hækkandi, og gott útlit fyrir að Það haldist. Það er því stórkostlegur hnekkir fyrir landbúnaðinn, að þurfa nú að fækka nautpeningi og sauðfé mjög mikið, ekki sízt þegar þess er gætt, að slíkri fækk- un hlyti að fylgja verðfall á kjöti og tólg. Hitt úrræðið, að kaupa útlent fóður, er ólíkt vænlegra, og í sjálfu sér ekkert neyðarúrræði, ef ekki skortir fyrirhyggju og framtakssemi. Auðvitað er dýrt að kaupa rúg og rúgmjöl handa skepnum með almennu búðarverði, eins og venja hefir verið til, þegar útlent skepnufóður hefir verið notað á annað borð. En í því er engin fyrirhyggja. Það á ekki að kaupa nig til skepnu- fóðurs, heldur maís. Hann er eins góður til fóðurs, en hér um bil þriðjungi ódýrari, ef hann er keyptur í stórkaupum. Ódýrast væri að fá hann beint frá Ameríku, en það er eigi hægt að þessu sinni, af því að beint verzlnnarsamband vantar við hana. Eftir seinustu verzlunarskýrslu, er eg hefi fengið frá Kaupmannahöfn og nær til 6. þ. m., var verðið þá á maís kr. 4,60 á 100 pnndum. I stórkaupum hefir hann þá líklega ekki kostað meira en 8 kr. 200 pd., og alt útlit fyrir, að bæði maís og aðrar fóðurtegundir geri fremur að lækka en hækka í verði, þeg- ar á líður sumarið, því bezta útlit er með uppskeru bæði í Ameríku og hér í álfu. Af olíukökum ættu bændur helzt að lcaupa: bómullarfrækökur eða bómullar- fræmjöl, hörfrækökur og rapskökur. Verðið á þeim var, eftir áðurnefndri skýrslu, 100 pd. á 6,80, 7,00, 6,85 og 6,00 kr. Þó má óefað fá verulegan af- slátt í stórkaupum. ®/4 pd. af olíukök- um jafngilda til fóðurs 1 pd. af maís eða rúg. Flutningskostnaðurinn á þeim verður því mikið minni. Af öllum þess- um kökum má fá stórum ódýrari teg- undir (franskar, rússneskar, egipzkar o. s. frv.), en þær eru sem því svarar lak- ari til fóðurs. Fáar vörur er auðveldara að svíkja en olíukökur, enda er það ekki óalment. Mjög áríðandi er því að kaupa þær af áreiðanlegum verzlunum, sem geta sýnt trygging fyrir, að þær séu góðar og óskemdar. Maís getur og verið misjafnlega góð- ur, eins og yfir höfuð allar korntegundir, og fer fóðurgildi hans og verð eftir því. Dýrustu tegundirnar bæði af olíukökum og maís eru venjulega þær ódýrustu, þegar tekið er tillit til fóðurgildisins, og einkum yrði það hjá oss, þar sem flutningskostnaður er svo mikill. Til þess að eigi þurfi að fækka skepn- um verulega i haust, mun eigi veita af, að keypt só útlent fóður sem svarar 2 kýrfóðrum á hvert býli á landinu. Meðal- kýrfóður er 5000 pd. af töðu, og 2000 pd. af maís eða 1500 pd. af olíukökum jafngilda því til fóðurs. A öllu landinu eru rúm 6600 býli, og þyrfti þá að kaupa nál. 26 J milj. pd. af maís eða sem því svarar í olíukökum og maís. 26 J milj. pd. er sama sem 132 J þúsund 200 punda sekkir. En það er aftur sama sem 13 þ þúsund smálestir. Með öðrum orðum: rúmir 13 þúsund-smálesta skipsfarmar. Það mundi kosta utanlands rúma 1 miljón kr. Væri flutningnum haganlega fyrir komið, ætti flutnings- kostnaður frá Danmörku ekki að vera meira en J eyrir á pd., eins og hann er yfir Atlanzhaf eða 132 þús. kr. alls. Heimflutningur á fóðrinu af höfnum geri eg ráð fyrir að mundi kosta 1 eyri á pd. upp og niður. Alt fóðrið, 13,200 kýrfóður, kostaði þá heimflutt tæpa 1 J miljón, eða kýrfóðrið ekki nema 110 kr. Væri helmingurinn af þessu fóðri not- að handa kúm, en hitt handa sauðfó, mætti setja á í haust 6,600 kýr fleira en ella og fast að 200,000 fjár. Mörgum mun þykja þetta háar tölur, og vaxa í augum kostnaðurinn. En þegar tekjuhliðin er athuguð, vona eg að allir sjái, að hér er ekki um neina fjarstæðu að tefla. Meðalkýrnyt er um 2000 pt. af mjólk, og só potturinn reiknaður á 10 a., er mjólkin 200 kr. virði. Þótt 10 kr. sóu reiknaðar á kú fyrir ábyrgð og uppyngingu, og mykjan og kálfur látinn jafnast móti hirðingu, húsa- vist m. fl., verður hagnaðurinn 80 kr. á hverri kú. Og með því háa verði, sem nú er á sauðfjárafurðum, er óhætt að gera arð- inn af sauðfé, sem fóðra má á kýrfóðr- inu, 80 kr. að minsta kosti. Beini hagn- aðurinn af fóðurkaupunum yrði þá rúm 1 miljón króna. Svona fóðurkaup eru því fjarri því að vera neitt neyðarúrræði, og ófyrir- gefanlegt framtaksleysi væri það af bænd- um, að vanrækja þau alveg, þar sem fyrirsjáanlegt er, að annars verður að fækka skepnum stórkostlega í haust, eða setja á »guð og gaddinn«, og eiga undir tilviljun einni, hvort ekki verður al- mennur fellir næsta vetur. Til þess að komast að sem beztum kaupum og flutningskjörum er nauð- synlegt að fleiri hóruð leggi saman. Hreyfing í þá átt er þegar byrjuð aust- anfjalls fyrir forgöngu Agústs óðalsbónda Helgasonar í Birtingaholti, og er eigi ólíklegt, að Borgfirðingar verði með í þeim félagsskap. Líklega væri bezt að semja við Thor E. Tulinius um flutninginn, að minsta kosti á því fóðri, sem ætti að fara til Stokkseyrar. Norðan-og austanlands mun hagkvæm- ast, að kaupfélögin gangist fyrir fóður- kaupunum, og mjög sennilegt er, að fá mætti ódýran flutning á fóðrinu með fjártökuskipunum í haust. Peninga til fóðurkaupanna efast eg ekki um að fá megi í bönkunum, eða fyrir milligöngu þeirra, að svo miklu leyti sem þess þyrfti við. Eg hefi slcrifað tveimur stórum og áreiðanlegum verzlunum í Khöfn, sem verzla með skepnufóður, og spurst fyrir um verð á maís og olíukökum í stór- kaupum seinni hluta ágústmánaðar eða framan af september. Svari býst eg við um eða fyrir miðjan júlí. Auðvitað má fá verzlunarfóður eins ódýrt á Englandi og í Danmörku, en mér er ekki kunn- ugt um, hvernig eftirlitinu með því er hagað þar, en á því ríður mjög, einkum á olíukökunum. Guðjón Guðmundsson. Aflast hefir fyrirtaks-vel í vor við ísafjarðardjúp, meira en dæroi eru til síðan mislinga- vorið (1882). Þeir höfðu drýgt skepnu- fóður með ýmis konar fiskifangi, ísfirð- ingar, og bjargast fyrir það þolanlega, þótt mjög væri orðnir heytæpir. Ný- lega var farið að fást við síld við Djúpið í dráttarvörpur, og því taldar góðar horfur á; að sumarið verði ðflasælt. Hlaðafli var á Austfjörðum, er síðast fróttist, einkum á Seyðisfirði. Kommgkj örlnn þing;maður er orðinn Steingrímur Jónsson sýslu- maður á Húsavík. Ekki þarf á honum að halda á þingi fyr en að ári. En í krásina þurfti að komast, þingmanna- heimboðið. Fyrir upphefðinni þessari hafði liann ærið unnið f fyrra með því að fá 33 Þingeyinga til þess að rita undir hollustuskjal til ráðgjafans og trúnaðartrausts út af ritsímamálinu. Kunnugir bera honum og engu minni fylgispekt við ráðgjafann en Pótri á Gautl. bróður hans, og er þá langt til jafnað. Aðra sórstaklega þingmensku* hæfileika kannast þeir ekki við. Með skemttferðamenn, rúma 20 að tölu, flestalla enska, kom s/s Botnia i gær- kveldi frá Leith. Enn fremur komu frá Khöfn stórkaup- mennirnir Lefolii (Eyrarb.) og Ólafur Ólafsson (Duus).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.