Ísafold - 27.06.1906, Side 1

Ísafold - 27.06.1906, Side 1
Kemur út ýmist einn sinni eöa 'tvisv. i vikn. VerÖ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa U/s doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin yíö áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október og kaup- andi sknldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurstræti 8 XXXIII. árg. Reykjavík miðvikudaginn 27. júní 1906 42. tölublað. I. 0. 0. F. 886299 Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—8 l spítal ’Forngripasafn opiö á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2 */* og ö*/*—7. K. P. U. M. Lestrar- og skriístofa frá 8 árd. til 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */* siód. Landakotskirkja. öubsþj. 9 og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10 */*—12 og 4—6. Landsbankinn 10 */a—!2»/t. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—B og 6—8.J Landsskjalasafnið á þrd^ fmd. og Id. 12—1. ■Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasafn á sd. 2—8. Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.og3.md. 11—1 fer upp í Borgarnes 29. júní, 10., 20. og 26. júlí. Kemur við 4 Akranesi í hverri ferð báðar leiðir. Til Straumf jarðar og Akra 13. og 17. júlí. Suður í Keflavík fer Reykjavíkin 4. og 23. júlí. Og loks 4. júlí suður í Garð og alla leið austur á Eyrarbakka og S t o k k s e y r i, kemur við báðar leiðir í Hafnaleir, Grindavík og |>or- lákshöfn. Um þingmannalieimboðið er ritstjórnargrein í Ekstrabl. í Khöfn 13. f. mán., rituð af meiri greind og skilningi á vorum málum en vór eigum að venjast af dönsknm blaðamönnurn. Þar virðist og vera mjög nærri fariö um væntan- legan árangur af þessu heimboðstiltæki. ■Og þótt ísafold samsinni engan veginn •öllu, sem í greininni stendur, þykir hún að öðru leyti vel til fallin að birtast ‘hór í heilu lagi. Blaðið tekur það fyrst fram, að fyrir- hugaðir samfundir íslenzkra alþingis- manna og danskra þingmanna og stjórn- málamanna muni vekja miög blandnar tilfinningar á báðar hliðar, eftir alt það, sem á undan er gengið, Því næst segir þar ennfremur: Af Dana hálfu verða tilfinningarnar ef til viil ekki mjög eindregnar og kafna fljótt í góðum mat og miklu víni með þar með fylgjandi skálarræðum. Það mun stafa ekki sízt af býsna-grunnri þekkingu og ekki sórlega miklum áhuga af hálfu danskra stjórnmálamanna yfir- leitt á íslenzkum málum síðari árin. Hinn mikli ókunnugleiki á þeim mun gera það að verkum, að flestum dönsk- tun þingskörungum mun fljótt hægjast innan brjósts, í trausti þess, að góð sam- húð við ísland haldist áfram, eins og hingað til, og þess óskum vér allir af hjarta. Um íslendinga er alt öðru ináli að §egna. Þeir eru mikið vel kunnugir ^önskum högum og háttum, ekki sízt ^jórnarhögunum, og þó að margt beri Þeim f rnilli, þá kemur þeim saman um eiU> og það er að vera miður ánægðir meÖ sambandsástandið við Danmörku. Pah, að þeir koma, sýnir auðvitað, að t)eir koma í vinarhug. En hinu er oss öhætt að ganga að vísu fyrir fram, að ,ekki iata þeir minstu vitund uudan í þjóðernislegum kröfum sínum. Að því leyti sem heimboðið er kurt- eisis-tilvik og ástúðar frá Dana hálfu, sprottið af þeirri ósk, að hafa samneyti við fulltrúa hins fjarlæga lands, er óhætt að segja það undir eins, að allar horfur eru á að því reiði vel af og öllum til ánægju. En fylgi því hins vegar ein- hver ákveðinn stjórnmálatilgangur (og hvers eðlis sá tilgangur er, um það geta ekki verið skiftar skoðanir, eftir því sem til hagar), þá má ganga að þvi jafnvísu, að heimboðshugmyndin er á engu viti bygð. Hafi stjórnin gert sér von um að hæna íslendinga að sér með þessari ástúð eða láta þá líta meiri vinaraugum til Danmerkur og Dana, þá er það að minsta kosti gert um seinan. Hreyfing þeirri í áttina til meira’ sjálfstæðis og þess, að losast við Danmörku. sem komið hefir fram á íslandi, verður nú naumast hægt að andæfa. Miklu fremur má búast við, að sérhver tilraun í þá átt, beinlínis eða óbeinlínis, muni gera ilt verra. Það má eiga víst, að hvernig sem vér staðfestum eilíft og óbreytan- legt vináttuþel vort til íslands og Is- lendinga með fjölda af skálarræðum og húrrahrópum, þá hefir það engin veru- leg áhrif. Stjórnarmálið íslenzka er afarörðugt við- fangs. Það mun sannast, að það verður óviðráðanlegt. Meinið er það, að ekki er í rauninni neitt sameiginlegt að þjóð- erni með því sem danskt er og íslenzkt, og að sterkustu tengslin, sem verið hafa milli landanua og lengst munu haldast, eru fjárhagslegs eðlis, stafa af því, hvað ísland er fátækt, fólksfátt og stenzt illa harðæri eða önnur áföll. Ef svo væri, að Islendingum þætti, þegar alt kemur til alls, frami í því, að vera einn liður Danaveldis, yrði raunar sjálfsagt örðug- leikar á að koma sambandinu milli land- anna þannig fyrir, að íslendingar fengi nægilegt sjálfsforræði, en þá mundi það samt vafalaust verða gert. En úr því að svo er, að íslendingar hafa öllu frem- ur ímugust á oss og þeim finst það jafnvel hálfgildis þjóðleg minkun og niðurlæging, að vera nokkurs konar undirlægja Danmerkur, þá er burtu kipt grundvellinum undan verulegu og varanlegu samkomulagi. Hann mun raunar hafa vantað alla tíð, enda hefir að minsta kosti fyr á.tímum verið farið svo heimskulega að ráði sínu af Dana hálfu og sórstaklega sýnt svo mikið tómlæti í garð íslendinga og um ís- landsmál, að það hefir af sór getið beiskju, sem gerir alla alúð og einlægni gersamlega ómögulega. Vér getum því ekki spáð nema mjög rýrum árangri af þessari kynnis- för íslendinga. Vór megum meira að segja kalla það góðra gjalda vert, ef vel lánast að sneiða hjá því, er kynni að valda enn meiri fáleikum eða óþæg- indum. Ekki er heldur hægt að segja, að til- takanlega inhilegt danskt gleðiefni geti þessi kynnisför verið. Stjórnarmálið ís- lenzka verður oss nærgöngnlla; það er alt og sumt. Og hvernig svo sem það verður skýrt fyrir oss, mun það sann- ast, að sjálfstæðiskröfur íslendinga eru svo víðtækar, að í sama stað kemur niður og ef farið væri fram á að losna við oss, eða þó að minsta kosti ætlast til, að heldur greiðist leiðin til skilnað- ar, og er að því leyti til ekki loku fyr- ir skotið, að yfir veizlufagnaðinn bregði angurblíðum skilnaðarblæ, þess skilnaðar milli íslands og Danmerkur, sem felst vafalaust bak við alla íslenzka stjórn- málaumhugsun og fram mun koma ein- hvern tíma að vorri hyggju; — hvernig hann verður lagaður og hve nær hann ber að höndum, það vitum vér ekkert um. — Bæjarstjórn ReyUjavíkur sam- þykti á fundi 26. f. mán., að ritsimastaur- ana mætti leggja um Laugaveg, að því áskildu, að landstjórnin bæti bænum kostn- aðarlaust allar þar af leiðandi skemdir á götum og rennum og að staurarnir verði sæmilega útlítandi. Samþykt var að leggja i sumar nýja götu milli Njálsgötn og Skólavörðustigs og veitt til þess alt að 1000 kr. Þá var eftir tillögu veganefndar og verk- fræðings bæjarins samþykt að verja alt að 1600 kr. til neðanjarðurræsis úr Hafnar- stræti gegnum Hafnarbryggjuna út i sjó. Bannað var að taka upp frá þessu möl og sand nokkursstaðar i fjörunni frá bryggju Geirs Zoega austur að Skanzinum, og sömu- leiðis að aka mold eða uppfylling i sjóinn og tjörnina — hvergi nema þar sem verk- fræðingur bæjarins vlsar á. Samþykt var sú ráðstöfun veganefndar, að fela þeim Þórði i Laugarnesi og Jóni á Laugalandi gæzlu á hestum bæjarins inn- an girðinga fyrir 80 kr. þóknun á mánuði til septemberloka, og 25 a. fyrir að sækja hesta og flytja fyrir hesteigendur. Þeir eiga að hafa hestaport inni í bænum. Fyrir hagagöngu og gæzlu hrossa greiðist 2'lz kr. á mánuði eða part úr mánuði i bæjarsjóð. Vilhjálmi Bjarnarsyni á Rauðará leyft að breyta í byggingarlóð og selja (á 90 a. feralin) 400 ferálnir af erfafestulandi hans gegn greiðslu á '/5 andvirðisins í bæjarsjóð og að óskertum vegalagningarrétti um landið. Brunamálastjóri segir af sér /frá ágúst- mánaðarlokum. Samþykt brunabótavirðing á þessum hús- eignum: Iðnaðarmanna við Lækjargötu 34,471 kr.; Brynj. H. Bjarnason i Aðal- stræti 13,094; Eyólfs Þorkelssonar í Aust- urstræti 9,644; Jóhannesar Guðmundssonar í Nýlendugötu 5,108; Eiriks Bjarnasonar við Tjarnargötu 3,934; C. Frederiksen við Amtmannsstíg 1248. PóslKufusfeip Ceres (Gsd) kom á helginni frá Khöfn, Leith og Færeyjum, með marga farþega, auk Poestions og land- ritarans Helga Jónsson náttúrufræðing, frk. Unni Thoroddsen, D. Östlund ritstjóra, kaupmennina Garðar Gislason (frá Leith, sem fer aftur 2. júli), Hannes S. Hanson, Gisla Jónsson og Erlend Erlendsson, stú- dentana Geir Zoega, Guðmund Thoroddsen, Ingvar Sigurðsson, Páll Egilsson (frá Múla), Sigurð Sigurðsson og Skúla Bogason, Carlquist vindlamann o. fl. Hafísinn sigldi á stað út af Húnaflóa sjálfan hvítasunnudag, 3. júní, eftir 5 vikna dvöl þar inni á öllum fjörðum. Að eins autt með eystra landinu lengst af. Höpp fylgdu ísnum lítil sem engin, nema að á Steingrímsfirði náðust 100 hnísur og höfrungar. Gangverð á hnísum er 5 kr. Höfrungar ekki hafandi til matar. Brlend tíöindi. Markonisk. 25/6 Margar Tyrkjahersveitir í Yemen hafa gert samblástur gegn yfirmönnum sín- um. Yfirherstjórinn lét hleypa á þá af fallbyssum og komust fáir undan. Frézt hefir, að þeir keisararnir Rússa og Þjóðverja hafi fundist í dag úti í Eystrasalti. Roosevelt forseti tjáist einráðinn að láta tafarlaust draga þá fyrir sakamála- dóm, er ráða fyrir Standard-olíufélaginu, og hefir gróðabrallslýð orðið heldur bilt við. Enginn hafði búist við, að nokkuð yrði úr því, að beitt væri þeim strang- leika. Rússneskir skipaútgerðarmenn eru að bera sig að komast yfir alla mannflutn- inga frá Rússlandi til Bandaríkja, sem fara mjög vaxandi. Bráðum byrjar ný mannflutninga-útgerð milli Libau og New York með viðkomustað í Dover, og er búist við hlífðarlausri farþegagjalds-niður- færslu milli þeirra og þýzkra keppinauta. Vilhjálmur keisari hélt þeim Long- worthshjónum (Alice forsetadóttur og manni hennar) viðhafnarveizlu í Kiel og lét skemta mönnum á eftir með ljóm- andi flugeldum. Fimtíu og tveir Egiptar hafa verið dregnir fyrir dóm í Cairo út af fráfalli Bulls höfuðsmanns, sem var veginn á dúfnaveiðum ásamt öðrum liðsforingja. Veörátta er allhagstæð orðin og hefir verið um tíma fyrir grasvöxt, enda er hann sagður vonum framar orðinn og líklegur víða. Þó mjög tæpur á mýrlendi; mýrar hafa skrælþornað í hinum óvenjumiklu og langvinnu þurkum í vor. Náttfall hafir bætt úr á valllendi. Þar hefir því sprottið furðufljbtt og vel. Dilskipaaíli virðist hafa orðið í meðallagi hér ný- afstaðna vorvertíð. Skipin eru að koma inn þessa dagana og fæst ekki greini- leg skýrsla fyr en síðar. Þau sem hafa haldið sig hér í flóanum eða fyrir sunn- an land, hafa fengið óvenjuvænan fisk. En hin miklu smærri, sern farið hafa vestur fyrir land. Slysfarir. Unglingspiltur, á fermingaraldri, misti af sér hægri hönd í úlnlið í fyrra dag í verksmiðjunni Völundi. Hann greip til hendinni við falli og lenti fyrir vélar- sög. Skammbyssuskot lenti óvart í brjósti á 7 vetra pilti hér í Þingholtum í gær. Hann er þó enn með lífi. Kúlan hefir ekki náðst. Faxaflóagufub. Reykjavík komst ekki með i morgun nema helming af þeim mikla ferðamannasæg, sem þurfti að kom- ast upp i Borgarfjörð. Hún fer á föstu- daginn með þá sem eftir voru.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.