Ísafold - 30.06.1906, Blaðsíða 4
172
ISAFOLD
fjdgP* ALFA LAVAL er langbezta og algengasta skilvinda í heimi.
Kitsonsljósið
er heimsins hezta og ódýrasta Ijós!
\
Kitsonsljósið er eins skært og rafmagnsljós, en þó miklu
ódýrara: iooo kerta rafmagns Arc-lampi kostar 29 aur. um kl.t., en 1000
kerta Kitsonslampi þnr á móti tæpa 5 aur. um kl t. alls. — Um aðrar
samiíkingar getur ekki verið að ræða, með því að hinn svokallaði Lux-
lampi er bæði dýrari, margbrotnari og ófullkomnari, og eyðir þar af leiðandi
meira til ljósefnis.
Kitsonsljósið er steinolíugas-ljós, þannig tilbúið, að steinolían breyt-
ist í gas í sjálfum lömpunum.
Síðastliðið ár seldi eg 30 Kistsonslampa, sem notaðir eru víðsvegar
um land. Og hlýtur það eitt fyrir sig að teljast hin beztu meðmæli með
hinum heimsfrægu Kitsonslömpum.
Að öðru leyti leyfi eg mér að skirskota til neðanskráðra vottorða, frá
nokkrum háttvirtum notendum Kitsonslampanna.
Þeir sem hafa í hyggju að afla sér þessara ágætu ljósfæra núna fyrir
haustið, geta fengið allar nauðsynlegar upplýsingar hér að lútandi og geta
jafnframt fengið að sjá ljósið og nákvæma ókeypis tilsögn um notkun lamp-
anna hjá undirrituðum umboðsmanni fyrir: The Kitson Light Foreign
Supply Co. London
B. H. Bjarnason, Reykjav'ik.
Kitsonsljósið höfum vér undirritaðir notað síðastliðið ár og álítum vér
það eitthvert hið bjartasta og bezta steinolíuljós, sem hægt er að fá.
Reykjavík 28. júní 1906.
Ásgeir Sigurðsson, Hjalti Sigurðsson, S. Sigfússon,
Tli. Thorsteinsson, V. Eyólfsson.
Silkeborg Klædefabrik.
Samkvæmt umboði tekur undirritaður á móti verkefni (ull og ullartuskum) til
ofannefndrar verksmiðju og annast um fljóta og góða afgreiðslu á tauunum
hingað. Tauin hafa náð almennri hylli um land alt, enda eru þau sterk,
falleg og ódýr. Skoðið' sýnishornin og vitið um verðið, og munu þá
allir játa að þetta er ekkert skrum.
Einnig hefi eg nú þegar mikið af tauum frá verksmiðjunni og ættu því
allir, sem þurfa að fá sér í fatnað, að skoða þessi ágætu, en þó afar-
ódýru fatatau.
Virðingarfylst
Gísli Jönsson.
H. P. Duus
Reykjavík
Selur:
alls konar útlendar
Yörur með lægsta
verði eftir gæðum.
Kaupir:
allar innlendar vörur
hæsta verði eftir
gæðum.
Beztu mótorarnir.
Samkvæmt umboði tekst eg á hendur að útvega sjómönnum — og
öðrum sem þess óska — hina alþektu góðu Dan-mótora, sem af
öllum þeim er skyn bera á slíkar vélar, eru álitnir að vera hinir lang-
vönduðustu, traustufetu og bezt gerðu steinolíu-mótorar,
sem enn hafa þekst. Nokkrir slíkir mótorar eru nú til sýnis hjá bátasmið
herra Bjarna Þorkelssyni hér í bænum og bráðlega von á fleirum.
Allar upplýsingar um téðan mótor eru til sýnis þeim sem óska, og
daglega tekið á móti nýjum pöntunum.
Reykjavík 28. júní 1906.
Magniís Blöndahl.
Meðan eg er fjarverandi, eru menn vinsamlega beðnir að snúa sér til
herra trésmiðameistara Hjartar Hjartarsonar, Bókhlöðustíg nr. 10, er annast
um pantanir á ofangreindum mótorum, gerir samninga þar að lútandi og
kvittar fyrir peningagreiðslum. D. u. s.
Magnús Blöndahl.
Gott og ódýrt fataefni!
Hvergi í Reykjavík fæst annað jafn-haldgott og um leið jafn-áferðarfallegt
og smekklegt fataefni (í karlmannsfatnað, drengjaföt, •kvenkjóla m. m.) fýrir
jafnlágt verð eins og dúkar Iðunnar.
Útsala á dúkunum er í verksmiðjunni sjálfri, verzl. Edinborg (Austur-
stræti, uppi á lofti) og í verzlun fröken I.ouise Zimsens á Laugavegi nr. 29.
Þessi innlendi varnaður kemst í öllu fyllilega til jafns við útlenda dúka
af sama tagi, öðru en því að hann er ekki eins dýr eftir gæðum.
Jl lœðav arRsm iójan Jéunn.
i austur eða vestur
um allan baeinn, og leitið fyrir yður, munuð þér altaf koma aftur í
vefnaéarvöruvQrzl cTfí. cT/íorsfeínssoris
að ING ÓLFSH V OLI
og verzla þar. — Mest, bezt og ódýrast úrval. ,
Nýkomiö: úrval af gólfteppum og járnrúmum, m. m.
Ætið bezt kaup á sköfatnaði í Aðalstr. 10.
Hestagæzla.
Bæjarstjórnin hefir falið Jóni pósti Guðmundssyni á Laugalandi og Þórði
bónda Þórðarsyni í Laugarnesi hestagæzlu á bæjarlandinu norðan flutninga-
brautarinnar, innan girðingar þeirrar, er nú er verið að setja upp, frá i. júlí
tii 30. septbr. þ. á. Á þessu svæði mega engir aðrir hestar vera en hestar
bæjarmanna, þeir er nefndir menn hafa í gæzlu.
Borgun fyrir gæzlu og hagagöngu er ákveðin 2 kr. 50 a. um mánuðinn,
og greiðist í bæjarsjóð. Brot úr mánuði telst fullur mánuður.
GÆzlumenn flytja hesta þá, er i gæzlu eru, þegar óskað er, i hestarétt
við húsið nr. 22 við Laugaveg, og taka þá aftur þar, gegn 25 aura þóknun
frá hesteiganda í hvert skifti alls fyrir hvorttveggja, flutning og sókn. í búð-
inni í sama húsi má afhenda skriflega beiðni um að koma með hest. Bæjar-
menn geta, ef þeir vilja heidur, látið sjálfir sækja hesta sína að Laugarnesi
og flytja þangað aftur.
Talsími verður settur upp i Laugarnesi innan skamms.
Fyrst um sinn verða ekki teknir í gæzlu frá neinum einum bæjarmanna
fleiri en 5 hestar.
Fyrir hagagöngu í bæjarlandinu utan girðingar greiðist hið sama gjaid
sem að undapförnu.
Formaður bæjarstjórnar Reykjavíkur, 30. júní 1906.
c7ón cMagnusson,
settur.
Bráöum
þurfa menn að fara að hugsa sér fyrir Ijósi til
haustsins og vetrarins. Reynslan er búin að sýna, að
bezta og ódýrasti Ijósáhald nútímans er
— Lux-lampinn =-
Hann ber mikln meiri birtu, eyðir minna um hvern kl.tíma, er
hreinlegri og handhægari en nokkurt annað ljósáhald, sem enn er
þekt. Til þess að hafa nægan tíma fyrir sér, er því ráðlegast fyrir alla þá,
er vilja fá sér Lux-lampaljós til vetrarins, að panta hann í tíma í
J. P. T. Bryde’s verzlun í Rvík,
sem gefur allar nauðsynlegar upplýsingar”umJnotkun hans og setur hann
upp í húsum og á götum bæjarins án nokkurs aukakostnaðar
fyrir kaupendur. Talsimi 39.