Ísafold - 12.07.1906, Side 1

Ísafold - 12.07.1906, Side 1
Kemur út ýmist einn sinni eöa tvisv. i vikn. YerÖ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa l*/a doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifieg) bnudin v ö iramót, ógild nema konwr: sé til itgefanda fyrir 1. október og kaup- andi sknldlans við blaðið. Afgreiðsla Auaturstræti 3. XXXIII. ái-í Reykjavík fimtudag'inn 12. júlí 1906 45. tölublað. I. 0. 0. F. 887139 Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 i spítal j'jForngripasafn opió á mvd. og ld. 11—12. íllutabankinn opinn 10—2 V* og u1/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skritstofa frá 8 Ard. til 10 síbd. Alm, fundir fsd. og sd. 8 x/a síod. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 104/*—12 og 4—6. Landsbankinn 10 4/«—21/*. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Landsskjalasafnið á þrd^ fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12, iNáttúrugripasafn á sd. 2—3. Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.og3.md. 11—1 ið einu sinni i«.j á Jes Zimsen og þer miinuð framvegis ekki vilja annað kaffi. Brlend tíðindi. Konungskrýningin í Niðar- .ósi fór fram 22. f. mán. með mikilli -dýrð og fagnaði, að víðstöddum ótölu- legum mannfjölda, útlendra og inn- lendra. |>ó hafði fátt verið þar um Svía og enginn í dómkirkjunni. Með- al útlendra höfðingja er helzt að nefna konungsefni Breta (prinzinn af Wales) og þau hjón bæði, Hinrik keisarabróður frá þýzkalandi, Mikael stórfursta og keisarabróður frá Bússlandi, Kristján Danakonungsefni og hans konu (Alex- andrínu prinzessu), alt það höfðingja- íólk með fríðu föruneyti og kom til Niðarós8 á herakipum. Stundu fyrir nadegi óku konungshjón- In á leið til dómkirkjunnar í dýrlegum vagni og var hriugt á meðau öllum kirkjuklukkum í bænum. Kirkjan var mjög vel skrýdd. Kou ungshjónunum voru hásæti bitin á þar lil gerðum palli í miðkirkjunni innan verðri. Hún var öll tjölduð rauðu. Tjaldhiminn var yfir hásætunum af hárauðu fiaueli og markaður á leó víða með gulbaum og þar í milli fangamark kouuugshjónaDna (HM) með lárviðar- sveig yfir. Ofan á tjaldhimninum stóðu gullbikarar og í þeim blómvecdir af hvítum strútsfjöðrum. Bafljósasveig- ursþræddi hvelfinguna yfir miðkirkj- unni. Fjögur vaxljÓ3 geysistór stóðu á altarinu, og rafljósahjálmur hékk í kórnum. þeir Michelseu yfirráðgjafi og Löv- land utanríkisráðgjafi gengu í móti konungshjónunum og leiddu þau til sætis. Konungur bafði yfir sér dýra konungsskikkju og báru riddarasvein- ar slóðann margra álna langan. Drotn- iug var búin gulum silkiklæðum. þau voru öll lögð gulli og gimsteinum. Hirðsveinar báru slóðanu. Við krýninguna voru SO—90 kenni- menn, þar á meðal 3 biskupar. Vexel- sen Kristjaníubískup steig í stólinn á undan krýningunni og lagði út af Jóel 2, 21. Bang biskup að Niðarósi bar helgað viðsmjör á enni konungs og úlnliðu og mælti um leið nokkrum bænar- og blessunarorðum, en Michel- sen yfirráðgjafi setti kórónuna á höfuð konungi, eu Bang biskup mælti: Drott- inn drotnanna og konungur konung- anna, sem gefið hefir þér kórónu rík- Í8Íns, styðji þig og styrki í öllum kon- unglegum og kristilegum dygðum, sínu nafni til dásemdar og þjóðÍDni norsku til blessunar. f>á drundu við fallbyssuskot og boð- uðu það öllum lýð, að nú væri Hákon sjöundi krýndur konungur Norðmanna. Eftir það seldu ráðgjafarnir þrír konungi í hendur veldissprota, epli og sverð, jarteikn konungstignarinnar, og mælti biskup nokkrum bænarorðum um leið. Eftir það var drotning krýnd með líkum hætti. Bang biskup setti kór- ónuna á höfuð henni. Að því bútiu gekk fram Thorne stór- þingisforseti og kallaði hárri röddu: Nú er Hákon konungur og Maud drotning krýnd, hann Noregs konuDgur og hún Noregs drotning. þá svaraði allur kirkjusöfnuðurinn : Guð varðveiti konunginu! Thorne tók til máls og kallaði: Guð varð- veiti drotninguna, og tóku allir undir það. Hann og enginn aDnar! var bætt við krýningartilkynninguna, er Oscar konungur var krýndur á sama stað fyrir 35 árum. því var nú slept. Sungið var og leikið á orgel milli fyrir og efcir krýningarathöfnina. F æreyingar kusu sinn eina mann á fólksþingið í Khöfn 22. f. mán., eftir óvenjuharða kosningabaráttu, rnilli fær- eyskra þjóðræöismanna og hinna, er halda vilja dauðahaldi í algerða innlimun í Dan- rnörku. Gatnli fólksþingismaðurinn, J. Patursson, kongsbóndi í Kirkjubæ, er eiudreginn þjóðræðismaður. Hann vildi láta tanda sína stíga nú fyrsta sporið til sjálfsforræðis: að þing Færeyinga, lögþingið í Þórshöfn, fetigi í hendur fjármálastjórn alla uttdir umsjón ríkis- stjórnarinnar. Plti of tnikið þótti þar í ráðist miklum meiri hluta kjósenda, og fekk keppinautur Patursons, Oliver Effersö sýslumaður (hreppstjóri) í Sttð- urey, meira en helmingi fleiri atkvæði, nær 1100 atkv. mót tæpum 500, í þeitn 11 undirkirkjudæmnm af 12, er kosið höfðu þá er síðast fréttist. Þessi Oliver Effersö er sonarsonttr Jóns Guðmundssonar frá Skildinganesi, er var hór í þjónustu Jörundar hundadagakongs. Hantt tók sór viðurnefnið Effersö, flutt- ist til Færeyja og jók kyn sitt þar (t 1866). Marconiskeyti. Þetta er helzt fróttnæmt í þeitn þessa daga: Landbúnaðarmálaráðgjafinn í Banda- ríkjum hefir að boði Boosevelts forseta gefið yfirlýsing um, að hans stjórnar- deild hafi nú t höndum nóg ráð til að lita eftir meðferð á kjöti alt frá högun- um, sem skepnur gattga, í þar til er kjöt ið er láti'ð ílát til solu. Þau reyndu sig vestur um haf, þýzka vésturfaragnfuskipið Deutschland og frattska gttfuskipið La Provence, og hafði Deutschland betur. Fallið hafa síðan l.júlí meira en 600 uppreistarmanna í viðureigninni við Breta suður í Natal. Þau hafa eigr.ast son, keisaraefnið þýzka og kona hans, og er yfir því mikill fögnuður um alt Þýzkalaud. Sveininn á að skíra 12. ágúst. Borgin Odessa hefir verið lögð nndir herstjórtiarlög. Vígin miklu í Bielostock á Póllandi vortt gerð að umræðuefni á fulltrúa- þinginu í Pétursborg og borið þar á lógreglumenn og hermenn, að þeir hefðu leikið sér að því að skjóta á Gyðinga. Eftir Trepoff hershöfðingja, landshöfð- ingjanum yfir Pétursborg og alrremdum afturhaldsmanni, er haft það ráð, að skipa í ráðuneyti rneun úr hóp hinna stiltari þingmanna, til þess að friða landið. Trepoff hefir manna mestu ráðið hjá keisaranum síðustu missirin. Nikulás keisari hafði ætlað sér í skemti- ferðalag á sjó eitthvað í sumar, til að lótta sér upp, en er nú sagðttr hættur við það vegna þess, að spretigidufl hafi átt að finnast í Kyrjálabotni. Vanliöld á kirkjugripum. Tíðrætt verður um það um þessar mundir, hve kirkjum hér á landi hefir haldist illa á gripum sínum síðari ár- in. Blaðið Ingólfur hefir aflað sér all- merkilegs fróðleiks um það. Aldrei fór það svo, að amtmaður og konungkjörinn þingmaður Júlíus Hav- steen yrði ekki á endanum frægur fyrir eitthvað. Hann er að verða stórum frægur' fyrir það, hve fimur og slyngur hann hefir verið að afla sér eigulegra gripa úr kirkjum vorum. f>að er ekki að marka: hann var eitthvað 10 ár annar yfirumsjónar- maður og verndari kirkna hér og allra muna þeirra. Fyrir 5 kr. — fimra krónur — eign- aðist hann tvær hinar merkilegustu olíumyudir, hvora um sig, úr dóm- kirkjunni á Hólum í Hjaltadal, aðra af fyrsta stiftamtmanni á landi hér. Chr. U. Gyldenlove, launsyni Kristjáns konungs fimta (t 1719), og hina af Gísla lögmanni Hákonarsyni í Bræðra tungu (f 1631). Hvor þessara mynda um sig er sagður dýrindisgripur, ef til vill mörg þúsund króna virði, eftir því sem nú er gefið fyrir gömul listaverk og merkileg. þetta mun honum hafa fénast meðan hann var fyrir norðan. Hitt mun hafa verið síðar miklu, er hann hefir látið g e f a sér frá Skarðsktrkju á Skarðsströnd skírnar- skál úr eir, fádæma stóra og hinn merkilegasta og dýrmætasta grip, er verið hefir í kirkjunni frá því á 15. öldinni, frá dögum Bjarnar ríka þor- leifssonar og Olafar Loftsdóttur. Annar af landsins æðstu valdamönn- um, Magnús Stephensen landshöfðingi, hefir verið sérstaklega fengsæll á skírn- arskálar úr kirkjum, fyrir fult verð að vísu, eða ekki er annars getið. það er einmitt ein þeirra, er orðið hefir til efni þess, að mál þetta hefir komist á dagskrá. Hana áttiStokkseyrarkirkja í Árne8sý8lu, og hefir fyrst sóknarnefndin þar og slðan héraðsfundur heimtað, að skálinui yrði skilað kirkjunni aftur. Eftir því sem landsyfirréttur hefir upp kveðið fyrir mörgum árum (1893), er ólöglegt að farga skrautgripum frá kirkjum nema með samþykki kirkju- stjórnarinnar. En slíks samþykkis mua ekki hafa leitað verið um ueina þe8sa gripi og því síður að það hafi fengist. Og er vonandi að ekki verði undir höfuð lagst að heimta þá aftur eða aðra þá gripi, er kirkjur hér hafa mist með líkum hætti og upp kann að spyrjast. Fjárkláðaliorfurnar. Nú þegar komið er að því að fjár- kláðalæknir O. Myklestad fari héðan alfarinn, eftir að hafa dvalið hér á landi hátt á fjórða ár, virðist rétt að athuga dálítið starfsemi hans hér og væntanlegan árangur hennar við út- rýmingu fjárkláðans. þegar hann kom hingað, var kláðinn kominu um alt land, — í allar sýslur landsins, nema, ef til vill, ekki í A.- Skaftafellssýslu, — og var hann víða á háu stigi. það mun óhætt að full- yrða, að í sumum héruðum mun ekki svo fátt fé hafa drepist árlega af kláða, cg þó margt af því, sem kláðann fekk, lifði hann af, urðu afurðir þess mjög rýrar, að ógleymdum kostnaði þeim, sem bændur urðú að sæta við hið stöðuga lækninga kák. Horfuruar voru þvf sannarlega síður en eigi glæsilegar, þegar Myklestad kom hingað. f>að varð að taka dug- lega í taumana, hvað sem það kostaði. það sá líka Páll heit. Briem amtmað- ur, og honum var það óefað að þakka, að Myklestad var feDginn hingað, og þá einnig það, að horfurnar með kláð- ann eru nú, sem betur fer, alt aðrar en fyrir 4 árum. Að horfurnar með fjárkláðann eru nú þanuig breyttar til batnaðar, — eru að mínu áliti góðar — má hik- laust þakka sérþekkingu Myklestads á eðli kláðamaursins, og hans afarmiklu atorku og samvizkusemi við starf sitt. f>að má nærri því segja, að hann hafi ekki getað um annað hugsað eða talað síðan hann kom, enda hefir honum orðið vel ágengt með lagni sinni og friðsemi; og hefir hann þó oft orðið fyrir ýmsum erfiðleikum, bæði af nátt- úrunnar og manna völdum. Yfirleitt verður þó ekki annað sagt en að menn hafi allflestir hlýtt fyrirskipunum hans umyrðalítið, en á þeim fáu bæjum, sem verulegur maurakláði hefir fundist síðan baðað var, hefir þó óefað ein- hver fljótfærni komist að við böðunina, og fyrirskipunum og reglum hans hefir ekki verið fylgt nógu nákvæm- lega. Myklestad bjóst reyndar við því þagar í byrjun baðananna, að viljað gæti til, að kláði kæmi upp aftur á stöku bæ. það áleit hann ekki neitt sórlega varhugavert, ef hafðar væru stöðugar gætur á heilbrigði fjárins og baðað aftur tafarlaust, þar sem kláði fyndist. Enda er enginn vafi á því, að ef nú er nógu vandlega vakað yfir kláðanum, þá er hægt að koma hon- um fyrir kattarnef, hvað sem hver segir.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.