Ísafold - 12.07.1906, Qupperneq 2
177
ÍSAFOLD
Satt er það að vísu, að talsvert víða
hefir nú á áliðcum vetri, þessum hin-
um síðaata, gosið upp kláði og kláða-
hræðsla hér nyrðra. Mér er ekki eins
kunnugt um, hvað annarsstaðar gerist,
en skýrslur hafa fengist um, að hans
hafi orðið vart á stöku bæ í 5—6
sýelum. þ>etta hefir orðið matur fyrir
þá, sem ekki vilja trúa því að kláðan-
um verði útrýmt.
Einhver Eeykv/kingur hefir í apríl
mánuði ritað bréf, sem prentað er í
daDska blaðinu Dannebbog 14. maí í
vor, þess efnis, að allar ráðstafanir til
útrýmingarinnar muni vera unnar
fyrir gýg, og aldrei muni takast að
vinna bug á kláðanum að fullu, og
aldrei lánist að ganga milli bols og
höfuðs á seinasta kláðamaurnum. Ber
bréfritarinu fullar brigður á, að kláð-
inn sé upprættur í Noregi, og að sama
brunni muni bera hér. Verkin sýni
merkin. Kláðinn sé enn lifandi og með
fullu fjöri. Svo er endað með því, að
hollast muni vera að halda sér við
gamla lagið: halda kláðanum í ekef-
jum með böðum og hirðusemi; það
þurfi ekki að kosta landssjóð neitt o.
s. frv.
Svo mörg eru bréfritarans orð. f>ess-
ar kenningar kváðu líka við í hverju
horni fyrir 10—20 árum, og kváðu hafa
bergmálað nýlega vestan úr Stranda-
sýslu í Lögréttl'.
f>eir tala digrast í þessu máli, sem
enga hugmynd eða þekkingu hafa á
því, eins og nú er orðið títt.
En hvað um það — maurar hafa
fundist og það nokkuð víða, en n æ r-
felt alstaðar alt aðrir maur-
ar en þeir, er valda hinum
hættulega fjárkláða. f>að
hafa Bmásjár-rannsóknir á Akureyri á
maurum þessum sýnt og sannað.
En bó að svo sé, þá er það þó ilt,
að kláðamaur er enn til. En við það
leyfi eg mér að halda mér, þangað til
annað verður sannað, að hr. Mykle-
stad hafi tekist að vinna svo bug á
hinum hættulega kláðamaur, að alhægt
ætti að vera að útrýma honum að
fullu, ef nógur áhugi og aðgæzla er
viðhöfð. Og það er stórvirki, sem
landið fær honum aldrei fullþakkað,
þótt aldrei væri nema það eitt, að kynna
mönnum eðlisháttu maursins . og lífs-
skilyrði, og hvernig bezt n\á vinna
bug á honum.
Eins og nú stendur, álít eg sjálf-
sagt að gera enn þá alt til þess, að
vaka yfir kláðanum og baða almennu
kláðabaði um alt land í hau3t, t. d. í
nóvembermánuði. Báðstafanir í þá
átt væru miklu þarfari a ð o f a d,
þarna úr Beykjavík, heldur en aðrita
bréf í útlend blöð, þess efnis, að nlakka
yfir því, að kláðanum verði ekki út-
rýmt, og spilla þannig fyrir kjöt- og
ullarmarkaði vorum utanlands, — auk
þess sem það vekur vantraust þjóðar-
innar á þessu mikla velferðarmáli, og
getur orðið til þess, að útrýmingin til
fullnustu gangi seinna en ella mundi
V8rða.
Bifkelsstöðum, 20. júní 1906.
Hallgr. Hallgrímsson.
Rekln lík.
Hér nærlendis rak vik>ina sem leið 4
lík þeirra manna, er fórust með fiski-
skipinu Ingvabi í Viðeyjarsundi 7. apríl
í vor. Tvö líkin þektust: Kláusar
Jónssonar frá Ausu í Borgarfirði og Sig-
urðar Jóhannessonar úr Keykjavík. Þau
voru jörðuð hér öll í fyrra dag og stóð
Duus-verzlun fyrir.
Bein Yiðskifti við Araeriku eru i boði
Hr. Guðjón Guðmundsson hefir í
grein sinni í Isafold 23. f. mán. um
stórkaup á útlendum fóðurbæti kom-
ist meðal annars þannig að orði:
— nódýrast vœri að fá hann (fóður-
bætinn — maísinn) beint frá Ameríku;
en það er eigi hœgt að þessu sinni, af
því að beint verzlunarsamband vantar
við hana*.
Gagnvart þessari staðhæfingu vil eg
taka það fram, að eg hefi nú þegar
beint verzlunar-samband við Ameríku
bæði á maís og öðrum akurafurðum þar,
o. fl., eins og eg hefi nokkurum sinnum
auglýst síðastiiðna 4 mánuði. það er
þess vegna algerlega óþarft fyrir lands-
menn, að sæta Dokkrum öðrum kaup-
um á fóðurbæti frá útlöndum, uú eða
eftirleiðis, en þeim allra beztu, sem
mögulegt er að fá í stórkaupum, beint
frá Ameríku.
Eg get meira að segja útvegað 1000
sekkja sendingar (127 pd. sekki) til
einstakra hafna hér á landi með allra
lægsta stórkaupaverði, jafnódýrt og heill
gufuskipsfarmur væri beina leið frá
Ameríku (ef skipið fer tómt til baka
og alt fer vel með afferming hér),
meðan þeir íiutningskostir gilda, sem
eg hefi komist að og líkur eru til að
haldist, ef menn aðeins vilja nota þá.
Sannanir fyrir því, að þetta sé rétt-
ur framburður, hefi eg í höndum; og
auk þess má benda á, að eg hefi nú
nýlega fengið nokkur hundruð sekki
af hveiti og haframjöli og fóðurmjöli
beint frá New York til Bvíkur, sam-
kvæmt þessum flutnings-samningi, og
er í þann veginn að senda af stað
næstu pöntun.
Einnig get eg útvegað beinan ódýr-
an flutning á vörum héðan til Ameríku,
með nokkurum fyrirvara, hvort heldur
í smærri sendingum eða heilum skips-
förmum beina leið S6m og samband
við verzlunarhús vestan hafs. En
eg snerti ekki við slíku nema fyrir
fulla borgun.
Fólk hér hefir lengi þráð beint við-
skiftasamband við Ameríku. Nú er
það fengið. — Láti menn nú sjá, að
þeir vilji nota það.
Fólk hefir hér haft þá skoðun, að
beÍD viðskifti við Ameríku væru ómögu-
leg, nema með beinum gufuskipsferð-
um, en til þess að þær gætu komist
á, væri viðskiftaþörfin hér alt of lítil.
En sannleikurinn er nú sá, að vöru-
flutningur á slíkum skipum er miklu
áhættumeiri, en e n g u ó d ý r a r i, þó
að fullfermi væri aðra leiðina, en þau
flutningskjör, sem eg nú hefi á smærri
sendingum — nema því að eins, að
unt væri að ferma skipið að talsvert
miklu leyti vestur aftur. En ef menn
samt sem áður vilja fremur heila
skipsfarma beina leið, þá get eg líka
útvegað það.
Sinnið þeasu í tíma, landar góðir;
það getur fært yður margra miljóna
króna hag í framtíðinni. Látið ekki
þvæla yður út í neitt pantanakák
upp á falsvonir um ómögulegt verð.
Pantið þær vörur á þenna hátt, beint
frá Ameríku, sem þaðan eru annars
fluttar hingað fyrir milligöngu verzl-
unarhúsa í Norðurálfu með álögðum
margs konar aukakostnaði. Kaupið
þær með lægsta heildsöluverði frá
fyrstu hendi, vandaðar, nýjar og
óskemdar, og sparið yður allan óþarfan
kostnað á þeim.
Eeykjavík, 30. júní 1906.
S. B. Jónsson.
Framfarir Daumerkur.
Glögt og fróðlegt yfirlit yfir þær um
daga Kristjáns konungs níunda, meira
en 40 ár, er í nýrri bók, safni til sögu
hins framliðna konungs (eftir dr.
H. P. B. Barfod).
Fám míssirum eftir að Danir mistu
Slésvík, á fyrsta ríkisstjórnarári Kr.
konungs, stofnuðu þeir Heiðafélagið
józka (1866), til þess að græða sér
land í skarðið upp úr Jótlands öræfum.
ji>eir hafa grætt þar út 20 fermílur
skógar, mörg þúsund engisdagsláttur
og grafið meira en 50 mílna vatns-
veituskurði.
Velmegun þjóðarinnar hefir vaxið
stórum og fólksfjöldí aukist að því
skapi, sem sjá má á þessu yfirliti, er
Hagfræðisskrifstofan í Khöfn hefir
samið. þar eru tekin til samanburðar
árin 1860 og 1906. Fólkstala var
1860 1906
í Khöfn . . . 155,241 427,494
á Friðriksbergi . 8,164 87,699
í öðrum kaupst. 213,745 509,337
utan kaupstaða 1,231,310 1,563,673
1,608,362 2,588,203
Talið var ekki fólk í Danmörku árið
sem Kr. konungur kom til ríkis. En
það næst áætlað, að mannfjöldinn hafi
verið þá 1,672,000 (auðvitað auk Her-
togadæmanna).
f>á voru í þann mund alls í Dan
mörku 74 s p a r i s j ó ð i r með 72 milj.
kr. innlögum, en 1904, réttum 40 ár-
um síðar, voru þeir orðnir 535 með
768 milj. kr. innlögum. Innlögin höfðu
með öðrum orðum meira en tífaldast.
B a n k a r voru í Danmörku 18 að
tölu árið 1865 með 44 milj. króna
hlutafé, en 100 árið 1904 og hlutaféð
152 milj. kr.
T e k j u r þjóðarinnar voru gerðar
374 milj. árið 1870 eða 210 kr. á mann,
hvert mannsbarn í landinu. En árið
1904 eru þær taldar 995 milj. kr.
þjóðareignin taldist vera 1870
nálægt 4 biljónum, eða 4,058 milj. kr.;
en 7 eða 75/4 biljónir voru þær gerðar
um aldamótin.
Verzlunarviðskiftamagnið
við önnur lönd hafði aukist sem hér
segir:
aðfl. vör. útfl. vör. viðsk. öll
kr. kr. kr.
1869—70 158 milj. 116 milj. 274 milj.
1904 599 — 498 — 1097 —
Búpeningur var
1866 1903
Hross....... 352,603 486,935
NautpenÍDgur 1,193,861 1,840,466
Sauðfénaður. . 1,875,052 876,830
Svín........... 351,512 1,456,699
Annálaðar eru framfarimar í s m j ör-
framleiðslu. Um 1865 seldu
Danir smjör til annarra landa fyrir
um 8 milj. kr. f>að hefir hér um bil
tvítugfaldast síðan. f>að nam sem sé
152 milj. kr., sem Danir seldu út úr
landinu af innlendu smjör árið 1904.
— Fyrstu samvinnusmjörbúin voru
stofnuð 8kömmu eftir 1880. f>au voru
orðin 1064 að tölu árið 1905.
Bæktað land var í Danmörku
árið 1866 um 4,830,000 tunnur lands,
sama sem nokkuð meira en 8 milj,
vallardagsláttur. En 1901 voru komnar
í rækt rúmar 6 milj. tunnur eða 10V3
milj. dagsl. f>að er sama sem 87 af
hundraði af öllu landinu. f>að var 70
af hundraði fyrir 40 árum.
Kaupskipafloti Dana hefir
aukist sem hér segir:
1864 1904
skip smál. skip smál.
Seglskip 3,028 143,538 3,130 135,550
Gufusk. __51 4,742 549 317 532
3,079 148,280 3,679 453,112
Járnbrautir voru í Danmörku
481/, míla vegar árið 1863, en 456
mflur þetta ár (1906).
K i r k j u r voru 15 (lúterskar) í
Khöfn árið sem Kristján konungur kom
til ríkis, en eru nú 44. Viðbótin mest-
öll reist með frjálsum samskotum.
— Ekki batnar Bjarna enn —
Nú er svo langt siðan að eg .áttii orða-
skiftum við síra Bjarna Þorsteiusson 4 Siglu-
firði um Kirkjusöngsbók hans, að eg var '
búinn að steingleyma honum fyrir löngu,
En það er svo að sjá, sem hann muni þá
betur eftír mér, — sbr. Isafold 33. tbl. þr
á. (,3/í) og er það eigi smálitill sómí fyrir
mig!
Sr. B. Þ. er nú að leitast við að sýna fram
á, að eg hafi (í »Hörpuhljómum«) gert mig
sekan í sams konar glappaskotum og hann
gerði, er hann bjó Kirkjusöngsbókina undir
prentun. En hér er nú sinn háttur á hvoru,.
síra minn!
Eða er sr. B. ókunnugt um, að menn
vikja að jafnaði frá svo ströngum reglum,
sem gerðar eru til raddsetningar á sálma-
lögum, þegar um annars konar söngljóð
er að ræða! Hefir bann t. d. aldrei rekið
augun i, að tónskáld raddsetja s$o\textans
vegna, að ófært þætti i sálmalögum?
Hann hefir liklega aldrei heyrt »program-
musik« nefnda!
Hefir maðurinn yfir höfuð að tala enga
hugmynd um mismunandi »stil« i söng
(musik).
Eg 8é að öðru leyti enga ástæðu til að
fara frekara út í þetta mál. Lög mín eru
nú gefin út í Kaupmannahöfn og Leipzig,.
hafa fengið og fá vafalaust erlendis dóm
merkari söngfræðinga en sr. B. er, svo að
mig má einu gilda hvað »þýtur í þeim skjá;«
enda mun eg ekki virða hanu svars, þótt
hann kunni að hreyta úr sér einhverjunu
ónotum enn þá.
St. á Akureyri 14. júni 1906.
Sigfús lCinarsson..
t
Gunnlaugur Grímsson
stýrimaður
f. 24. mai 1873, druknaði 8. april 1906 -
(frá Hrólfskála)
Móðurkveðja.
Elskusonur, Ijóðin liða
læt eg til þin út í höf,
þar sem ólgar aldan striða
yfir þinni bárugröf.
Andlátsstunur þungar þaggar
þrúðelfd bára i æðismóð, —
er í dýpsta dúr hún vaggar,
dauðinn kveður vögguljóð.
Himinvakinn ástar-ylur
að eins léttir þetta böl:
Guð og enginn annar skilur
instu móðurhjartans kvöl.
Engin tunga’ er til, sem getur'
trygð og sorg að fullu lýst,
slíku lýsir langtum betur
logheitt tár, er fram það brýzt-
Fleirum hefir borfið kæti
helfregn þina við en mér:
Þú varst yndi’ og eftirlæti
allra mannna’, er kyntust þér. —
Einatt sá, er sizt þó skyldi,
sökkur niður’ i kaldan mar
kappa þeirra, er harða hildi
heyja og kljúfa öldurnar.
Hjartans kveðju’ í sædjúp senda
systkinin þin nær og fjær; —
þar sem raun er öll á enda,
okkur vaggar friðarblær. —
Sól og vorið, sérhver stjarna
sýnir votan legstað þinn. —
Heill að brjósti hafsins barna
hvildu, elskusonur minn!
Guðm. Guðmundsson,-