Ísafold - 14.07.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.07.1906, Blaðsíða 2
Norðurlandaþjóðunum. Svíar væri báðum reiðir, Norðmönnum og Dön- um, — þeim, Dönum, fyrir það, að þeir hefðu litið hlýlega við Norðmönn- um í fyrra og stórræðum þeim, er þeir færðust þá í fang. En ekki trúði hann öðru en að yfir það mundi fyrn ast áður langt um liði. þeir bæru yfirleitt sáttfýsishug til Svía. Og ættu þeir þó um sárt að binda, þar sem Svíar hefðu þröngvað þeim til að rífa niður öll kastalavirkin nærri landa- mærum þeirra, til þess eins eða aðal- lega að svala sér á Norðmönnum fyrir það, er þeir sögðu sig úr lögum við Svía. Hann mintist í því sambandi á ámæli það, er Norðmenn hefðu fengið fyrir að taka ekki upp þjóðvaldsstjórn í fyrra, er tækifærið tíl þess barst þeim upp í hendur. það er alveg satt að vísu, mælti hann, að allur þorri þjóð- arinnar norsku er þjóðvaldssinnaður. Svo hlaut að vera í þessu ríkjasam- bandi, sem vér vorum í. Eu hitt er jafnsatt, að langflestir fundum vér undir eins, að það það máttum vér ekki gera. Vér máttum ekki gera landið að þjóðveldi. Að þér vissuð þetta betur, hérna í Danmörku, það minnir mig mjög á, að þeir, sem tala mest um, hvernig hjúskapur eigi að vera, það eru piparsveinarnir, og að þeir rita mest um uppeldi barna, sem hafa aldrei börn átt. Nei, vér máttum til að kjósa oss heldur konungsstjórn. Og af því að eg á nú tal við danska menn og konur, ætla eg að segja eins og er, að oss þykir öllum vænt um konginn, sem við fengum frá yður. |>ar með er sterkri taug hnýtt meðal þjóðanna, Dana og Norðmanna, mjög sterkri og mjög heiðarlegri.----- |>etta, að Norðmenn hafi mátt til eða ekki þorað að eiga annað undir en að kjósa sér konung, það lýtur að því, hver styrkur þeim var í nauðum stöddum og vegna fjandskaparins af Svía hendi bæði að þvf stjórnarfyrir- komulagi, sem enn er Iangalgengast um álfuna alla, og eins eða ekki síður að tengdunum við heimsins voldugustu þjóð, Breta. Marconiskeyti. SósíalÍ8tar í Varsjá vara lýðinn við í ávarpi, að vera undirbúinn mergðar- víg á Pólverjum og Gyðingum af hendi lögreglumanna og hermanna í hefndar skyni. Kappsigling loftfara var reynd í Lundúnum í fyrra dag, fyrsta skifti. J>au voru 7 á ferð, og komu öll niður heilu og höldnu. Atvinnuleysingjar í Manehester tóku sér land til yrkingar og hóta að veita viðnám, ef reka á þá burt þaðan. Uppreisnarmenn í Natal alveg um- kringdir og féllu af þeim 547, þar á meðal höfðingi þeirra. Mjög fáir upp- reisnarmenn komust undan. Heldur órótt í Jóhannesburg í Transwaal, vegna þess, hvernig þarlendir menn haga sér. það er mælt, að allmikið af byssum hafi fundist i námunum. Sjóliðsstjórnin brezka hefir bannað að kaupa framar niðursoðinn mat frá Ameríku handa skipahernum. Alt af er að verða ótryggilegra í Pétursborg með degi hverjum. Árásir mjög algengar. Alvarlegur bardagi á sunnudagskveldið með byltingarmönn- am og kósökkum. Margir urðu sárir. Óeirðarlýður gengur í fylkingum um götur bæjarins og syngur hersöng Frakka (La Marseillaise). Tvö rússnesk herfylki gerðu samblástur i fyrra dag. Umboösmaður til viÖYÖrunar. Árni Árnason umboðsmaður í Höfða- hólutn hefir í 24. tbl. þjóðólfs þ. á. ritað »Nokkur orð til viðvörunar« út af undirskriftunum móti ritsímamálinu í fyrra sumar. Mér leiðist sú venja, að engir skifta sér af ritsmíðum Árna. Hann á þó ekki síður skilið að honum sé veitt eftirtekt deldur en t. d. Sigurjón á Sandi, þjóðólfsritst. o. fl. o. fl Árni heldur því fram, að menn hafi skrifað undir téðar áskoranir án þess að hafa næga eða nokkra þekkingu á málinu. þetta er mergurinn málsins hjá honum. Ekki færir Árni rök fyrir þessum brigzlum, en hann býðst til að 1 e i t a að slíkum mönnum í 1—2 vikur. Ekki vantar sólana! — En bvað kemur til, að Árni skuli halda að mönnum sé úr minni liðinn ritsímasamningurinn nafnfrægi og al- kunni? Hann hlýtur þó að vita, að það var h a n n, ásamt því hvernig stjórnin fór með fjárveitingarvald þings- ins, sem var aðalorsökin til áskorananna í þessu máli. Og þetta ætti mönnum að vera úr minni liðið n ú, jafnmikið og blöð þjóð- arinnar hafa um það rætt. f>að er alveg óhugsandi. Eg vil því leyfa mér að skora á Arna að leggja sem fyrst á stað í 1 e i t- i n a, í þennan hálfsmánaðartúr. Eg vona að það gæti orðið til þess að hann sendi þjóðólfi: Nokkur orð til afturköllunar, — ef hann með þessu móti getur komist til sannleikans við- urkenningar. Eg efa ekki, að hann yrði svo samvizkusamur, að gera það. Hann, sem stendur nú frammi fyrir lýðnum sem stjórnmálasiðameistari, og þó svo færi að hann hitti fáeina gamla kunningja frá því að hann var í kosningaleiðangri sínum — fáeina fáráðlinga, sem koma sér ekki við að andæfa mælsku umboðsm, þá sé eg ekki að slfkt mundi gera svo mikið til. — Að eins óska eg, að nöfn þeirra verði auglýst, svo að almenningur sjái, hvað feitir drættir það eru, sem Árni fær. — f> a ð 8 á u menn við alþingis- kosningarnar hér forðum. Béttara hefði mér fundist af Á., að vera aldrei að hlaupa með það í blöð- in, að menn sæju eftir undirskriftun- um. Eru nokkur minstu líkindi til þess? Sígur ekki altaf á ógæfuhlið fyrir ritsímamönnunum? En vera má, að þetta sé bara bending til stjórnar- innar um, hvaða starf hann sé að inna af höndum hér nyrðra, nú um þessar mundir: að hann sé að leiða fólkið til iðrunar og afturhvarfs. Ja hver veit? Árni heldur því fram í fullri alvöru, að undirskriftirnar séu óhafandi fyrir það, að þær »bindi menn við« vissa »hlið« málsins, því það geti ekki þar verið að ræða um að menn fá »óhlut- dræga fræðslu* um málin. Ef þetta mætti segja um »undirskriftasöfnunina«, þá má víst segja það um öll samtök manna eða flokka — Hann lítur þó svo á, sem flokksmenn hljóti að vera hlutdrægir. Nú, hann veit bezt, hvað hjá sér gerist, sem »heimastjórnar«- flokksmaður, og get eg ekki þráttað við hann um það atferli hans og rit- 8míðar sem »óréttmætar og óhe)gar«; væntanlega brýnir hann þetta fyrir mönnum, þegar hann fer næst að skifta sér af samtökum þeirra — því þá get- ur hann verið viss um, að engir taka til greina, hvað hann skrafar. Eg gæti nærri því trúað, að jafnvel gamla f>jóð- ólfi þætti þetta vitleysa af Árna sfn- um — þegar búið væri að segja hon- um það. J?að er ofvaxið Árna í Höfðah., að afstýia því, að s a m t ö k séu gerð víðar en í »heimastjórnarfl«. Að endingu get eg ekki stilt mig um að benda á, að það liggur við að vera skoplegt, að ajá Árna f Höfðah. skrifa nokkurt orð »til viðvörunar*. — Að sjá, h a n n vera að brýna fyrir mönnum »varkárni,« »samvizkusemi« og varfærni með virðingu sína! Með þeim hætti getur hann tæpast unnið fyrir mat, hvorki hjá stjórninni né öðrum, í orðsins rétta skilningi. Til þess eru afskifti haus af kosningum þingmanna hér, í of ferskuminni og gera orð hans svo marklítil í þá átt. Hitt er hægt að skilja, að hann geti með þessu kvaki sínu mint Rtjórn- ina á sig að hann sé þó til, hennar dyggur og auðmjúkur þjónn, hennar háværa, hjáróma málstútur. Og væri svo, að hann væri í raun og veru orðinn stjómmálavandlætari, og orð hans væru ekki tómt yfirskin, baráttuaðferð heimastjórnarmanna, eins og henni er lýst í Eimreiðinni fyrir skömmn — þá skyldi það vera mér gleðiefni, og þess vildi eg óska, að ef einhver betrandi andi hefir tekið sér bústað í hjarta hans að hanu mætti þá vera þar kyrr — kostningar-árin eins og hin. þá gæti farið svo, að Árni umboðsm. yrði þeim mönnum, sem einlæglega vilja heill og hag þessarar þjóðar, ekki til viðvörunar. Litlu-Gljá 4. júlí 1906. Björn Sigurðsson. Ræktunarfél. Xorðnrlands. Félag þetta, sem stofnað var fyrir 3 árum af Páli heitn. Briem og Stefáni kennara og alþingism. Stefanssyni, hefir dafnað svo ve), að nú eru í því um 1000 fólagar og tekjur þess næsta ár (1907) eru áætlaðar rúmar 14 þús. kr., þar af raunar 11 þús. landsjóðsstyrkur. Tillög og gjafir er ætlað á að verði 2400 kr. Það kostar 4500 kr. til aðal- tilraunastöðvar sinnar (á Akureyri) og 1400 kr. til aukatilraunastöðvar. Enn- fremur 1000 kr. til verklegrar kenslu og 1000 kr. til leiðbeiningarferða. Formaður félagsins er Stefán kennari Stefánsson, síðan Páls Briem misti við. Hann hólt þ. á. aðalfund í félaginu 21. —22. f. mán. á Húsavík, með fulltrú- um úr norðursýslunum, aðallega Þing- eyjarsyslu. Magnús Jónsson gullsmiður á Akureyri, sem dó í fyrra, hafði gefið felaginu 3000 kr. eftir sig, og var sam- þykt á fundinum að gera úr því fó sór- stakan sjóð. Fyrirlestra fluttu á fund- inum þeir bræður Guðmundur og Sigur- jón Friðjónssynir frá Sandi, Guðm. um »þýðing bænda fyrir menning þjóðar- innar og ræktun landsins áymsum tím- um«, Sigurj. um búnað í Þingeyjarsyslu. Búnaðarsjóð Norðuramtsins vildi fund- urinn að ltæktunarfélagið fengi til um- ráða, og skyldi verja af honum vöxtun- um til búnaðareflingar á Norðurlandi. Næsta aðalfund á að halda á Blönduós. í»ýzka skemtiskipið fór aftur á tilsettum tíma, í fyrri nótt seint. H1 jómleikurinn, er til var stofnað fyrir farþegana í Bárubúð, fór ágætlega fram, og gerðu þeir mikinn róm að því sem sungið var, alt á ís- lenzku, en með þýzkum þýðingum það sem hægt var. Söngliðinu öllu var boð- ið út á skip á eftir til glaðnings og naut þar mikils fagnaðar. En kappreiðarnar á Melunum höfðu verið mesta ómynd og til aðhlægis. Amtsráð Norðuramtsins átti fund með sór á Akureyri um miðjan f. mán. Það veitti kvennaskóla Húnvetninga 400 kr. styrk og Eyfirð- inga 600 kr. Sigurði Sigurðssyni skóla- stjóra á Hólum var veittur 300 kr. styrkur til utanfarar næsta vetur. Pótur alþm. á Gautlöndum Jónsson var endurkosinn búnaðarþingsfulltrúi til 4 ára, en Olafur Briem varamaður. Skipskoðun í Reykjavík. Með þessari yfirskrift stendur greinar- korn S 33. tbl. Isafoldar þ. á. frá herra barnakennara og skipskoðunarmanni i Ólafs- vík Sveinbirni Egilsson, auðejáan- lega rituð fremur af óvild til okkar undir- skrifaðra en af viti og þekkingu á þVI máli, sem þar um ræðir. Það sem greinarhöf. færir okkur sem eftirlitsmönnum þilskipa í Reykjavík tii foráttu, er ófullnægjandi skoðun á skipinn Engey, sem fór héðan til Ólafsvikur > aprilm. í vetur, og þykist hann styðja mál- stað sinn með því, að framsiglutoppurinn á skipinu liafi fokið af því {>ann 26. april i ofsa norðanroki, er skipið slitnaði upp og rak á land i Olafsvík. Og birtir hann vottorð í blaðinu frá tveimur mönnum þyI til sönnunar, að skipið hafi ekki verið far- ið að höggva niðri þegar siglutoppurinn datt af. Getur nú greinarhöf. hugsað sér, að nokk- ur maður með heilbrigðri skynsemi trúi þvip að sigiutréstoppur, sem búið er að sigla með héðan og til Ólafsvíkur í talsverðum stormi og þar af leiðandi hefir reynt tals- vert á, án þess að vart yrði við að hantt væri að nokkru bilaður, hafi farið að fjúka o'an af skipinu af sjálfum sér án þess nokk- urt segl væri uppi sem á hann reyndi. Nei,- enginn skynsamur maður trúir þvi; margt annað en þetta gat hann talið möDnum trú um; það er t. d. trúlegra að eftir að skipið var rekið á land og farið að höggva niðri, að þá hefðu sigiutrén brotnað, ann- að eða hæði. Hefði hann skýrt svo iráT hefði ef til vill einhver orðið til að trúa því- Greinarhöf. segir, að skip þetta hafi ver- ið illa útbúið og skrifli. Um útbúnað skipsins er það að segjar að seglin voru að visu gömul. En skipið hafði tvennan klæðnað af öllum seglum, og þegar tekið er tillit til þess, að skipið áttí að ganga einungis yfir sumartimaDn til fiskiveiða, þá álitum við þau nægileg. Ett um hitt að skipið sjálft hafi verið skriflij- þá getum við sagt skoðunarmanninum þaðr að viðþekkjum skip þau, er ganga úr Ólafs- vik til fiskiveiða eins vel eins og hann. Það eru alt gamlir kunningjar okkar héð- an að suunan — hafa verið seld þangað — og getum við ekki hugsað okkur að þau hafi stórum hótum tekið undir hans umsjón. Af öllum þessum skipum þorum við óhikað að ’ gera Engey nr. 1 að traustleika. Annars virðist okkur greinarhöf. hafa gert sér meira far um að skoða þetta skip á síbb hátt en þau skip, sem hann er eftirlitsmað- ur að, og ekki hefir hann athugað jafm nákvæmlega framsiglutréð i Sleipnir sem gengið hefir frá Ólafsvik til fiskiveiða um nokkur undanfarin ár og er eign Ein- ars Markússonar kaupmanns í Ólafsvik. Því eftir sögn manna að vestan hrotnaði fram- siglutréð í houurn i vetur á leið úr Stykk- Uhólmi til Ólafsvíkur, svo að skip og menm hrakti yfir hoða og hlindsker inn allatt' Breiðafjörð, þar til loks mönnunum var bjargað, en skipið fór í spón. Annars mun vera ærið torvelt að finna þá eftirlitsmenn og jafnvel ekki greinarhöf-i- sem geti sagt að traustleiki og annar út-- búnaður skipa að þeirra undirlagi sé i svn góðu staudi, að stórsjór, ofsaveður og grynningar geti ekki unnið á þeim; og þar sem greinarhöf. vill setja þetta í samband við hin hörmulegu slys, sem hér urðu 1 vetur, þá mun engum manni, sem þekti þatt skip, láta sér til hugar koma að kenna um eftirlitsleysi á þeim; þvi þau voru meðal vorra allra heztu og vönduðustu skipa og mjög vel útreidd i alla staði, óefað miklu betur en nokþurt af Olafsvíkurskipunum að þeim ólöstuðum. Annars her öll greinin með sér að hútt er rituð af nauðalitilli þekkingu á því máli,- sem hér er um að ræða, og að greinarhöf. hefir mest haft fyrir augum eins og honum er svo titt, samanber ritgerðir hans um út- gerðarmenn o. fl.,að gera okkur tortryggilegtt í augum almennings. En verði honum gott af því; við munurn hér eftir taka eftir því-- sem hann kann að skrifa i okkar garð. Rvik i júlfmán. 1906. Þorsteinn Þorsteinsson, Hannes Hafliðason- Landsbókasafniö nýja m. m. eða safnabúsið fyrirhugaða við Hverfisgötu hefir nú trósmiðafélagið Yölundub tekið að sór fyrir áætlaða fjárveiting, 160 þús. kr. Húsameistar- inn danski, sem uppdrátt gerði að hus- inu og áætlun, hafði komist upp i ^50

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.