Ísafold


Ísafold - 21.07.1906, Qupperneq 2

Ísafold - 21.07.1906, Qupperneq 2
Héraössýningin við Pjórsárbru 14.! .júlí. SýQÍngarmerin voru sæmilega hepnir með veður. J>að var gott um morg- uninn, en rigndi nokkuð síðari part dags. Mannsafnaður töluverður úr báðum sýslunum, sem sýningin náði yfir, Árne88 og Bangárvalla. Skráðir höfðu verið á sýninguna 27 graðfolar 3—6 vetra, og 17 naut, lJ/2 —4 ára. Gripirnir komu allir nema 1 eða 2. Sýningin hófst stundu af dagmálum. Henni var lokið um miðafcan, eða þá höfðu dómnefndirnar lokið við sitt starf. Hrossadómnefndina skipuðu þeir Guðjón Guðmundsson ráðunautur, Egg- ert Benediktsson hreppstjóri í Laugar- dælum og Bunólfur Halldórsson hrepp- stjóri á Bauðalæk. En nautgripina dæmdu þeir Sigurður ráðunautur Sig- urðsson, þorsteinn Thorarenssen á Móeiðarhvoii og Vigfús Guðmundsson í Haga. Engum fyrstu verðlaunum var út- hlutað fyrir hesta (graðfola). f>eir þóttu engir vera lýta- eða gallalausir. Onnur verðlaun, 30 kr., fekk Hrossa- ræktarfélag Austur-Landeyinga. Tveim öðrum voru dæmd önnur verðlaun. En þeir vildu ekki taka við þeim. Ennfremur áttu 14 að fá^ þriðju og fjórðu verðlaun, 20 oglOkr.; en sumir vildu ekki þiggja þau, — þótti þau of lág. Fyrir nautgripi hlaut Nautgripafélag Hreppamanna fyrstu verðlaun, 40 kr. f>rír fengu önnur verðlaun: Sigurður sýlumaður Ólafsson, Eggert í Laugar- dælum og Nautgripafélag Ásahrepps. Sjö fengu S. og 4. verðlaun. Fyrir áminststórlæti nokkurrahrossa- sýningarmanna urðu 130 kr. afgangs af sýningarverðlaunafénu, og afréð sýningarnefndin að leggja það í sjóð og geyma til næstu sýningar. Borðhald var haft í lok sýningar- innar, og sátu að því rúml. 50 manns, mest meiri háttar bændur úr sýslun- um báðum. Verðlaunamenn fengu skrautprentað verðlaunaskírteini. Guðj. Guðmundsson ráðunautur flutti tölu um leið og verðlaununum var út- býtt. Hann talaði einnig síðar um kveldið og auk hans Sigurður ráðu- nautur Sigurðsson, Einar á Geldinga- læk, Páll í Ási og Eggert í Laugardæl- um. • Fólk skemti sér fram á nótt við söng og ræður, dans og hljóðfæraslátt. Sýningarsamkoma þessi hafði farið mikið vel fram og skipulega. Stjórnendur sýningannar voru þeir Guðjón Guðmundsson ráðunautur, Ágúst í Birtingaholti og þórður í Hala. Veðrátta. Verið hefir þessa viku ákaflega 4ítið um sumarhita. Norðan-næðingur dag eftir dag. Sæmilega hlýtt um hádag- inn, vegna sólarinnar. En kalt kveld og morgna; mjög fárra stiga hiti á nóttum í bygð ; sjálfsagt frost til fjalla. En víðar er sumarið kalt en hér. T. d. var frost á nóttu um mestalla Danmörku í upphafi þessa mánaðar, og olli skemdum á gróðri (kartölfum o. fl.). Mánudagsmorgun 2. júli er getið um, að lagðir hafi verið pollar víða í Slagelse á Sjálandi eða þar í kring. En sunnar miklu getur kári skift skapi um 'hásumar. Sömu vikuna, hina fyrstu í þ. mán., gerði svo mikið haglél suður í Valencia á Spáni, að 50 manna stórmeiddust, og eignatjón varð mikið af þeim völdum. — — Svo var gróðrarveðrátta góð hér margar vikur framan af, eftir að bat- inn kom, að mikið vel er látið af grasvexti víðast þar er til spyrst. Keimaraleiöangurinn. Hann varð miklu fáliðaðri en ráð- gert hafði verið, kennarahópurinn norski og danski, er hingað kom um daginn með s/s Tryggva kongí, ekki nema 28 alls í stað 50. f>ar af eru 14 frá Norvegi, að meðtalinni fslenzku kenslukonunni frá Moss, frk. Halldóru Bjarnadóttur; 13 frá Danmörku, og 1 frá Svíþjóð (Málmhaugum). Stöku maður í hópnum er utan kennarastéttar. N o r s k a fólkið er : Frk. Marie Blix frá Kristjaníu. » Karoline Nikkelsen frá Kristjaniu. » Marie Kolkinn. » Pauline Leken frá Elverum i Eystri- dölum. » Karen Reitan frá Elverum. Hr. Espeland bókari frá Kristjánssandi. » Holmesen yfirkennari í Kristjaníu. » Anders Hovden prestur í Krydsherred (nál. Drammen), skáld og rithöfundur (á nýnorsku). » Rolleif Lian kennari frá Lundi á Þela- mörk. » Rustoen skólastjóri frá Heggedal nál. Kristjaníu, formaður fararinnar. » Rokke kennari. » Trond Kvale ritstjóri frá Elverum í Eystridal. » (vantar nafn á einum). D a n s k i hópurinn : Frk. Astrid Aroup frá Silkeborg. » Agnete Buhl frá Khöfn. » Cohn frá Khöfn. » Gjærding frá Khöfn. » Marie Hansen frá Khöfn. » Ingeborg Michaelsen frá Kallundborg. » • Mikkelsen frá Khöfn. » Karoline Möller frá Horsens. » Anna Ottesen frá Kalundborg. » Anna Reck frá Khöfn. » Rosendal frá Khöfn. Hr. Adrian frá Khöfn(?). » G. Callesen frá Khöfn(?). S æ n s k kenslukona Frk, Kroon frá Málmhaugum. Hópur þessi allur eða mestallur lagði á stað á s/s Reykjavík upp í Borgar- fjörð á miðvikudaginn og ætlaði að Borg þá um kveldið, en þaðan upp að Beykholti og upp í Hvítársíðu og jafnvel upp í Surtshelli; þaðan á þing- völl og þá hingað aftur í næstu viku, nema ef eitthvað fer til Geysis frá þingvöllum. f>að var ekki fullráðið. Fyrir forgöngu 7 manna nefndar, flest kennara, karla og kvenna, með forustu M. Hansen skólastjóra, er gest- um þessum skift niður til gistingar á ýmsa bæjarmenn, er boðist höfðu til að hýsa þá þær fáu nætur, sem þeir dveljast hér í bænum. þeim voru sýndar glímur á mánu- dagskveldið og haldinn samsöngur kveldið eftir f Bárubúð, hinn sami sem þjóðverjum um daginn. Þingmaniialieiinboðið. Skraf er um það ofurlítið í dönsk- um blöðum nýkomnum. Politiken flytur þá frétc, að alþingismennirnir komi a 11 i r nema einn, og er ósköp kát yfir og hróðug. jpessi eini, sem ekki kemur að hennar sögn, Björn kaupm. Kristjánsson, gefur hún í skyn að sitji kyrr vegna þess, að hann sé mikill vinur ritstjóra ísafoldar! (Sannleikurinn er sá, að 4 hafa þeir setið heima, það er frekast vita menn hér). Politiken ætlaði að flytja mynd af þingmönnum öllum, þeim er heimboð- ið sækja, með æfiágripi eða lý6ingu á þeim. Hún var komin með fáeina. f>ar er borin óspart feitin á stjórnar- liða. Sama blað til nefnir mikinn fjölda meiri háttar manna í Khöfn, er boðn- ir 8éu í aþingismannaveizlurnar, bæði hjá kongi í Fredensborg, dögurðinn, sem þar átci að halc^a þeim í gær, og þær, sem ríkisþingið heldur, — kveld- verð í þinghúsgarðinum í fyrra kveld og miðdegisveizlu í Oddfellow-höllinui á morgun, — ein 400 eða 500 gestir. Stjórnarblaðið Köbenhavn flytur 7. þ. mán. dálitla ámælisgrein fyrir það, að ekki sé ætlast til, að kaupmanna- stéttin danska og iðnaðarstéttin skifti sér neitt af heimsókn þingmannanua íslenzku. Segir það sé skrítið, ef annars sé hugsað til að eitthvað haf- ist upp úr heitnsókninni og allri ferð- inni. »Framar öllu öðru ætti þessi heimsókn að vekja fjáraflamenn vora til samvinnu við ísland; það er eina leiðin til verulegra og öflugra danskra áhrifa á eyna«(!). Bæjarfógeti Halldór Daníelsson kom heim aftur úr utanför sinni með b/b Tryggva kongi á helginni sem leið, og tók við embættinu daginn eftir, en Páll sýslu- maður Einarsson tók aftur við s/nu embætti af cand. jur. Sigurði Eggerz. f>eir Páll og Jón Magnússon skrif- stofu8tjóri höfðu skift milli sín bæjar- fógetastörfunum, Jón haft á hendi bæjarstjórnarformenskuna, en hinn önn- ur Btörf bæjarfógeta með bæjarfógeta- fulltrúa cand jur. Halldóri Júlíussyni. Tliorefélag hefir enn keypt sér n ý 11 s k i p til Islandsferða, frá Norvegi (Krist- janíu), allstórt og vænt, 1047 smál. brto, en 632 nto, og 105 álna langt, smíðað í Leith 1890. Hefir 12 mílna hraða og er alt raflýst.i f>rjú farrými, er taka samtals 130 farþega. Skipið heitir Stekling og á að byrja ferðir sínar hingað eftir nýár í vetur. Fyí- ir því verður Emil Nielsen, sá er nú stýrir Tryggva kongi. Mjölnir bilaöi eitthvað á ferð með Austfjörðum um mánaðarmótin síðustu, rak sig á sker í Miðfirði. Hélt áleiðis til Eskifjarðar og þaðan til Skotlands farþegalaust; átti ekki undir öðru. ^par reyndist bilunin hafa verið mjög lítil Og auð- gert við hana. Kitsíma til Eskifjaröar ætlar Thor E. Tulinius stórkaupmað- ur að leggja frá Egilsstöðum. f>að mun kosta ærið fé. Sýslunefnd Suður- Múlasýslu hefir veitt til þess 4000 kr. styrk. Norðmýlingar synjuðu allra fjár- framlaga Skriðufall mikið varðúr Hólmatindi við Eeyð- arfjörð um Jónsmessuleytið, eftir steypiregn, alt í sjó fram, og gerði svo mikið bylgjukast, að braut báta og skemdi bryggjur í kauptúninu á Eski- firði. Mannalat. Hér í bæ andaðist 6. þ. m. prests- ekkja Elín Jónsdóttirfrá Stað á Reykjanesi, ekkja Filippusar prests Magnússonar, rúmlega þrítug að aldri, (f. 14. des. 1874, dóttir Jóns heit. Jónssonar stúdents frá Steinnesi Jóns- sonar prófasts Péturssonar. Hún ólst upp hjá föðursystur sinni frú Elísabet Jónsdóttur í Bæ og þeim hjónum (Ólafi lækni Sigvaldasyni). f>eim síra Filippusi varð 3 barna auðið, er eitt lifir móður sína, fárra missira. Frú Elín sál. var kona vel gáfuð, góðlynd og glaðiynd, meðan hún var ómótlætt, og leugur þó. Hún var nýkomin vestau frá- Beykhólum, dauðvona af brjósttæring, — sótt þangað af föðursystur sinni frú Ingunni Blöndal. þorvaldur bóndi Bjarnarson f. alþm, frá þorvaldseyri misti konu sína 3. þ. m. að heimili þeirra hjóna hér í bæ, Elínu Guðmundsdóttur, nær áttræðu (f. 1828), eftir 42 ára hjú- skap og búskap, er þau byrjuðu félítil heldur, en auðguðust vel og voru orð- lögð fyrir gestrisni. Göfuglynd sæmd- arkona. f>rotin að heilsu fyrir löngu. Húsfrú f órunn f>orláksdótt- i r að Hólum í Hornafirði lézt 1. f. mán., að heimili sonar síns f>orleifs Jónssonar, komin nokkuð á áttræðis- aldur. Embættispróf við háskólann í lögfræði hafa þeir af hendi leyst í sumar (áður ótaldir) Magn- ús Sigurðsson (frá Bráðræði) með mik- ið góðri I. einkunn og Stefán G. Stefáns- son (frá Grundarf.) með II. eink, — Einar Árnórson, sem áður er getið að lauk lagaprófi T vor, fekk betri einkunn en nokkur íslendingur hefir blotið áður, að mælt er; skorti ekki mörg stig í ágætiseinkunn. Við liáskólanii í Köfn lauk Jón Kristjánsson (yfir- dómara) fyrri hluta lagaprófs í f. mán, með I. einkunn, og í forspjallsheim- speki Andrés Björnson, Guðjón Bald- vinsson, Ingvar Sigurðsson og Ólafur Lárusson með ágætiseink., en Guðm, Thoroddsen, Júlfus Havsteen, Ólafur Jóhannesson, Sigurður Lýðsson og f>ór- arinn Kristjánssou með I. eink. Bæjarstjórn Reykjavíkur samþyktP á fundi 8Ínum 5. þ. m., að bækka bæjar- bryggjuna alla um ‘/2 alin fremst og l‘/2 alin nm hana miðja, með því skilyrði, að bafnfræðingurinn norski láti uppi það álit, að slík hækkun sé gagnleg, fyrir hlutfalls- lega borgun á við það verk, sem nú er verið þar að vinna. Út af erindi frá bæjar- fulltrúa Tr. Gunnarssyni og samkvæmt til- löga hafnarnefndar var samþykt að fela honum (Tr. G.) að kaupa járnteina nægi- lega í tvöfalda sporbraut eftir bryggjunni og upp að vörugeymsluhúsunum. Til fjárhagsnefndar var vísað tillögu um að kaupa Good-Templarahúsið til handa bæjaístjórninni (ti! fundarhalda m. m.). Samþykt erindishréf til handa A. L, Petersen verkfræðing, er tekur að sér inæl- ing hæjarins og uppdrátt af horium; þvi sé' öllu lokið fyrir árslok 1909. Yfirmatsmenn höfðu matið lóðarræmur er taka þarf frá Geir T. Zoega yfirkenn- ara, þrir af fjúrum á 6 kr. feralin hverja, en einn á 4‘/.2 kr. Bæjarstjórn hauð 4’/4 kr.; vildi fá nýtt yfirmat að öðrum kosti. Afsalað forkaupsrétti að erfðafestuland- inu Litlahohsbletti, er eigandinn, Benedikt Sveinsson ritstjórj, selur fyrir 10,000 kr., og neitaði að breyta því i byggingarlóðir öðru visi en jafnóðum og mælt yrði þar út undir hús. Samþykt var hrunahótavirðing á þessum húseignum : Kn. Zimsens verkfræðings við Lækjargötu (Skólastræti neðanvert) 3ö,000; kr.; JÞorsteins Sigurðssonar við Laugaveg 9,233 kr.; Arna Þorleifssonar við Njálsgötu 3,589 kr.; Guðmundar Jónssonar við Berg- staðastr. 2,019 kr.; Magnúsar Gunarssonar við Þingholtsstræti 1,710 kr. Enn fremur leyfði hæjarstj. á fundi 19, þ. m. eftir tillögum heilbrigðisnefndar Bergi Einarssyni að reisa sútunarhús á útnorður- borni Helgastaðalóðar, með þeim skilyrð- um, er nefndin hafði til tekið. Brunamálastarfið var ákveðið að auglýsa með 480 kr. ársþóknun, og brunamálanefnd falið það mál til ihugunar að öðru leyti. Veittar voru 500 kr. éða alt að því til þess að setja upp á 30 stöðum í bænum föst mælingamerki, eftir tillögum A. F, Petersens verkfræðings, er mælir bæinn. Tilkynt var, að það sem kæmi til útbýt-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.