Ísafold - 28.07.1906, Page 1

Ísafold - 28.07.1906, Page 1
íXemur át ýmiet einn sinni eöa ‘tvisv. i vikn. YerÖ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1'/» doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október og kaup- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti S. XXXIII. árg. Reykjavik laugardaginn 28. jiílí 1906 48. tölublað. I. 0. 0. F. 888109 Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 i spítal ^orngripasafn opió A mvd. og ld. 11—12. ;filutabankinn opinn 10—2 */a og ó1/*— iK. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siöd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */* siod. dLandakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10 4/a—lSá og 4—6. iLandsbankinn 101/*—2*/t. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Landsskjalasafnið á þrd^ fmd. og ld. 12—1. CLækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. .Náttúrugripasafn á sd. 2—3. "Tannlækning ók. í Pósthússtr. 14, l.og3.md. 11—1 fer upp í Borgarnes 11., 17. og 28. ágúst. Kemur viðj á Akra- nesi í hverri ferð báðar leiðir. Til Búða 14. og 31. ágúst. Suður í Keflavlk m. m. 20. og 24. ■ágúst. Frem faast í bókverzlun ísafoldarpr.sm. Verzlunin EDINBORG Hvað er Peseo? Það er nafn á ullarnærfötum bæði fyrir karlmenn og kvenmenn, sem hafa til síns ágættis einkanlega þetta þrent; 1. Hvert fat er ofið nákvæmlega eftir lögun líkamafis, en ekki skorið sundnr og sett saman á eftir. Engir saumar til óþæginda. 2. Nærfötin eru úr hreinustu tvinnaðri og þrinnaðri »alul]« og »silkiull«. 3. Það hleypur ekki. Verð frá 4,20—6,00. — Reynið einn fatnað. Eg undirritaður get upp á, að í auglýsingum EDINBORGAR í Isajold og Reykjavík frá 28. júlí til 18. ágúst (að báðum dögum með- töldum) séu ............... orð. (nafn) ........................................... (heimili) ............................. ág. 1906. Bóka £ pappírsverzlun Isafoldarprentsmiðju selur flestar íslenzkar bækur, sem nú eru fáanlegar hjá bóksölum, hefir auk þess til sölu talsvert af dönskum bókum og útvegar útlendar bækur og blöð svo fljótt, sem kostur er á. Ennfremur befir verzlunin til sölu höfuðbækur, prótokolla, skrifbækur og viðskiftabækur af ymsri stærS, og þyki þær eigi hentugar, sem til eru, þá eru þær búnar til á bókbandsverkstofu prentsmiSjuunar eftir því sem óskað er. Pappír, alls konar, er til sölu og um- slög stór og lítil, ágætt blek á stórum og smáum ílátum, og alls konar ritföng og ritáhöld. Þingyallaskýiið. Ofurlítið hefir það veriö umbætt frá því í fyrra, eftir ádrepuna, sem það fekk þá í þessu bl. (27. júlí). Það hafa verið látnar dýnur í dýrari rúmin, ofan á járnbotnana, og dálitln bætt við af ábreiðum. Nú er því líft orðið í þeim fyrir kulda, og mýktin þolanleg. Það «ru 2 króna rúmin. Hin rúmin, einnar krónu, eru alveg •eins og áðtir. Viðlíka mjúk og hraun- hella, segja þeir sem reynt hafa. Fyrir sama verð, 1 kr., fást beztu '*"úm á bæjunum í kring: Þingvöllum, ®rúsastöðum og Kárastöðum. Móts við 2 kr. verðið á betri Valhallarrúmunum ®ettu þau að kosta minst 3 kr. um nóttina. Sjálfsögð afleiðing þessarar tilhögun- ar af hendi Valhallar-fólagsins er það, að rútnin þar í Valhöll vilja ferðamenn ógjarnan nota fyr en fullskipað er á iyrnefndum bæjum. Verið et- nú að bæta við annan end- iann á J>höllinui« tvennum 2 herbergja vistarverum, handa þeim er búa vilja við eitthvað skárra en klefana með káetu- vekkjunum. En svo er það seiut í tíð- inni nú, að ekki kemur að notum fyr en næsta sumar. Ærið dýrar hljóta þær vistarverur að ^verða, ef samsvara eiga verðinu á káetu- fklefunum. En sök sér er það, ef þær ’Vtrða almennilega úr garði gerðar. Þeir ■einir leigja sér þær, er vel hafa efni á því og horfa ekki í aurana. ;Súgur er óþolandi í húsinu enn. Og '*auða-óvÍ8tlegt yfirleitt bæði í borðsöl- Uriutn og almenningnum. Fastir tró- fiekkir fram með veggjunum án nokk- Urs dýnubleðils nokkursstaðar. Þar er °erí5aiulega varnað allra hæginda og Þæginga. taka stólaómyndirnar út yfir, þess- lr serir ætlast er til að setið só á við borðin, er hekkina þrýtur. Það eru kj......stólar með einfaldri dúksetu, 8Vo ^gir, að meðalmaður, sem á þeim sítur, gerir varla betur en að ná með hökuna upp á borðið. Þetta eru einu stólarnir, sem til eru í allri »höllinni«. Ekki einu siuni nokkur einn tróstóll af lélegasta tægi. Enn kvað vera sama hripleka smá- kænan eina farið, sem til skemtiferða er ætlað á vatninu og veiða. En óvíða getur girnilegri stað til slíkra hluta, og mundi það gera vistina á Þingvöllum stórum aðlaðandi frámar en nú er, ef þar væri kostur á að sigla, róa eða eirna fram og aftur um »bjarta vatnið fiski- sæla«, skreppa yfir í Hengil og skoða hverina þar o. s. frv. Það er ilt til þess að vita, hve lengi landimt er gerð minkun með þessum húsgangsútbúnaði á Þingvöllum, eftir það er þar kornst loks upp ferðauianna- skýli fyrir tilsUiðlan landssjóðs með tölu- verðum fjárstyrk, og eftii það er búið er fyrir löngu að leggja þangað dágóðan akveg. Það er allrar virðingar vert, hve ráðs- maðurinn í Valhöll klífur til þess þrí- tugan hamariun, að standa vel í sinni stöðu. Það ber við, að vistir þrjóta fyr- ir honum; aðsókn er afarmisjöfu og ilt að vera við öllu búinn. Ný matvæli skemm- ast, ef safna þarf miklum í einu í óvissu, og dýrt að eyða þeim í heimafólk eða farga með afföllum, ef gestkoma bregzt. Hann vinnur og fyrir gýg, meðan eig- endur og umráðainenn »hallarinnar« gera haua svo fráfælandi, sem þeir hafa gert til þessa. Frystir er eitt þaðj sern bráðnauðsyn- lega þyrfti að fylgja húsinu til mat- vælageymslu. Þá væri hægra að hafa þeirra nægar birgðir hvenær sem væri. Virðing landsins liggur við, að al- mennilega geti orðið tekið á móti gest- um á þessum fornfræga stað, sem allir útlendir ferðamenn vitja og margir inn- lendir, — að þar sé ekki verri gisting en á meðalbóndabæ, í landi, sem er orðlagt fyrir gestrisni. Við hádegismessu á morgun i dóm- kirkjunni stigur Anders Hovden prestur frá Norvegi í stólinn og talar á nýnorskn (landsmáli). Sira Bjarni Hjattested fer fyrir altarið. Grænlands-rannsölmarferð. Jón8messudag lagði á stað frá Kaup- mannahöfn norður f höf sama skipið, eem hertoginn af Orleans kom á hing- að í fyrra sumar á heimleið norðan frá Spitsbergen og Grænlands-óbygð- um, og þá hét Belgica, en komst í vetur í eigu Dana og var þá skfrt Danmaek. J>að er gamait hvalveiða- skip skozkt, 45 ára, allramgert, 64 álna langt og 14 álna breitt, ber 600 smál. og hefir hjálparskrúfu; gengur aðallega fyrir seglum. Fyrir ferðinni ræður Mylius-Erichsen rithöfundur, aá hinn sami er hingað kom 1900 og hafði þá forustu fyrir Stúdentaleiðangrinum danska. Síðan fór hann rannsóknarferð til Grænlands óbygða hinna vestri, norður í Smiths- sund, þar sem byggja heiðingjar, hafði þar vetrarsetu og komst í miklar mannraunir. þá var í för með hon- um meðal annarra Haraldur Moltke greifi, málarinn, sem hér hafði vetur- setu fyrir mörgum árum á Akureyri og var þá í för með Adam Paulsen veðurfræðing við norðurljósarannsóknir. Nú er ferðinni heitið þeirra Mylius- Erichsens og hans félaga svo langt norður með Grænlandi að austan, sem komist verður, 10 mælistig norður fyrir íslaDd eða vel það, alt að 78. mæli- stigi. J>að komst hertoginn af Orleans í fyrra og fann þar ey, er hann kall- aði Filippsey. — þaðan á að halda landveg norður eftir alt á landsenda, þangað sem Peary hinn ameríski hafði verið á ferð fyrir mörgum árum, nálægt 83. mælistigi. þá för fer Mylius Erichsen sjálfur við|12. mann, á sleðum og bifreið. Hann hefir með sér 110 hunda grænlenzka ; þeir draga sleðana. En skipið á að hverfa aftur suður með landi næsta sumar, gera þar landmælingar og uppdrætti. f>ví fylgja 15 manns; skipverjar eru alls 27. Af þeim 16 er ætlast til að 4 verði eftir þar sem heitir Bismarcka- höfði. f>að er á 76. mælistigi. Þeir eiga að gera þar veðurathuganir og ýmsar rannsóknir, og bíða þess, að þeir M. Erichsen komi norðan. f>á er förinni heitið veBtur um Grænland þv€*t, miklu norðar en Friðþjófur Nansen fór fyrir mörgum árum. f>etta er alt gert í vísinda nafni og til vís- indalegra rannsókna og athugana um alt það, er þar má um fræðast framar en annarsstaðar. Heim hugsa þeir sér að komast fé- lagar haustið 1908. f>eir hafa vistir til 3 ára. Eru forkunnarvel útbúnir að öllu leyti. f>eir hafa meðal annars meðferðis tjóður-loftfar, sem kemst nær 20,000 í loft npp. f>ann veg má mæla þar lofthita m. fl. Fé til fararinnar lögðu fram að mestu leyti ýmsir veglyndir auðmenn danskir. f>á nýlundu tók formaður fararinnar upp, að hann réð skipverja alla með sömu kjörum að kaupi og viðurgjörn- ingi öllum, yfirmenn og undirgefna, og skyldu skiftast á allir um þjónustu- verk og að standa fyrir beina m. m. Enginn gerður mannamunur að neinu leyti og er M.-E. þar sjálfur eigi und- an skilinn. En um völd misjafnað svo sem vandi er til á skipum og þörf kallar eftir. Kvrtddir voru þeir félagar með mikl- um virktum, er þeir létu í haf, þar á meðal af koDungi og hans fólki. f>etta er mikils háttar leiðangur, og frægðar von, ef vel tekst. Veðrátta kalsamikil heldur, um þennan tíma árs, þótt hlýrra sé - nú aftur en var um miðjan mánuðinn. Aðfaranótt sunnudags 15. þ. mán. hafði snjóað ofan 1 bygð fyrir norðan og næstu nætur eftir. f>á var 2 stiga hiti á Blönduós um hádegi. f>essu fylgdu óþurkar þar nyrðra og var engin tugga komin í garð á síðustu helgi um Húna- vatnssýslu að minsta kosti. Gras- spretta þolanleg á túnum; útjörð mis- jöfn, snögg á mýrlendi. f>etta kast hefir kipt háskalega úr öllum gróðri.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.