Ísafold - 04.08.1906, Blaðsíða 3
I S A F 0 L D
199
Konungsheimsökn að sumri.
Hinn nyi konungur vor, Friðrik VIII,
hefir aukið veizlufagnaðinn fyrir þing-
roönnum vorum í boði því hinu mikla,
er hatni hafði inni í sumarhöll sinni
Fredensborg laugardag 28. f. mán., með
því að tjá þeim fiá fyritætlun sinni, að
Mikill lmsbruni enn
KlæðiiverkMniðjan ÍÐUNN
orðin að ösku.
Tilkomumikill, en miður ánægjulegur
útgöngusálmur þjóðminningarmessunnar
var húsbruni einn meðal hinna rnestu,
er hór hafa orðið.
koma hingað kynnisför að sumvi og hafa
með sér nokkra danska þingmenn. —
Orðasveim um þá ráðagerð brá fyrir í
dönskum blöðum í vetur. En vissa
engin Um það fengin fyr en nú. Það
hefir sjálfsagt verið af ásettu ráði ekki
gert hátíðlega heyrum kunnugt fyr en
þetta.
Friðrik konungur hefir ekki viljað
vera eftirbátur föður síns um þá sæmd
oss til handa, að gera hingað kynnisför,
þótt töluvert rosknari maður só orðinn
en faðir hans var, er hann kom hingað
(1874). Og þarf ekki þess að geta, að
allir Islendingar muiti verða einshugar
um' að fagna sent bezt þeir kunna jafn-
göfugum gesti, er virðist og vera hinn
líklegasti til að feta t fótspor föður síns
um sérstaklegt góðvildarþel oss til handa.
Kristján konungur færði oss vora
fyrstu stjórnarskrá.
Þá væri enn betur af að láta en ella
hingaðkomu sonar hans, ef þá fullréðist
viðunanleg og þessum tímum samsvar-
andi umbót á stjórnarhcgum vorum.
Græulandsföriu danska.
Þeir Mylius-Erichsen og hans fólagar
á skipinu Danmaek höfðu ráðgert að
koma við einhversstaðar hér á landi á
norðurferð sinni. Höfðu verið að hugsa
um að fá sér eitthvað af hestum til
fararinnar, auk nyrra kolabirgða. Þeir
lentu á Eskifirði. Það var 18. f. mán.
og stóðu þar við 4 daga. Hestana
hættu þeir við að kaupa, vegna rúm-
leysis í skipinu. Skipverjar fóru og
skoðuðu Helgustaðafjall með námunum,
gerðu Eskfirðingum heimboð á skipsfjöl
og þeir aftur skipverjum, með dans-
veizlu, sem stóð lengi nætur. Merkið
fslenzka (fálkann) höfðu þeir uppi alla
tíð, meðan þeir lágu á Eskifirði. En
Eskfirðingar ekkert á landi. — Svo
segir Dagf. frá.
Bæjarstjórn Reykjavíkur leyfði á
fundi sinum í fyrra dag Bárufélaginu að
setja upp gangvél (mótor) til raflýsingar, með
því skilyrði, að félagið greiði þá hækkun
a brunahótagjöldum á lausafé í næstu hús-
nm, er af því kynni að orsakast.
Sömuleiðis var Landsbúnaðarfélaginu leyft
að setja upp benoid-gasverk vestast á lóð
fölagsins, með sama skilyrði sem um Báru-
félags-mótorinn.
Pormanni var falið, að leita samþykkis
^fjórnarinnar’til að taka lán tii Elliðaár-
kaupanna.
Samþykt var brunabótavirðing á þessum
búseignum:
Ounnars Einarssonar við Norðurstíg
_ - kr. Garðars Gislasonar við Hverfisg.
21,.í18 kr. Gisla Bjarnasonar og Bjarnhéð-
ms Þorsteinssonar við Grettisg. 8,762 kr.
jörleifs Þórðarsonar trésmiðs við Landa-
otsstig 8,113 kr. Kristins Einarssonar
T^manDS Bræðraborgarstig 4,342 kr.
Jóhannesar Lárnssonar við Hverfisg. 4,147
ar- Jóhannesar Zoega við Nýlendug. 3,224
kron—
onnr.
Það var komið fast að miönætti og
mannsöfnuðurinn um það leyti að tínast
burt af hátíðarsvæðinu, er þaðau sá
reykjarmökk allmikinn lengst í austur-
útjaðri bæjarius. Kom þá heldur skrið
á mannfjöldann, og var hann á skömm-
um tíma orðinn að þóttri breiön nm alt
túnið fyrir ofan verksmiðjuna IDUNNI,
inn við Uanðará, eftir Hverfisgötu og á
tvær heridur alt niður að sjó; slíkur
áhorfendasægur hefir aldrei sést hér við
nokkurn bruna, — karla og kvenna',
barna og gamalmenna. Það var hún,
sem stóð í björtu báli, önnur stærsta
verksmiðjan í bænum, nær 80 álnir á
lengd, 18 á breidd og 12 á hæð, og var
orðin að lágri brunarúst á tæpri klukku-
stund, öll nema álman upp úr austur-
endanum, úr steini, þar sem stóð gufu-
vél verksmiðjunnar og tvær minni hátt-
ar tóvélar, ullartætari og tuskutætari;
húsið það tókst að verja að meira leyti.
Aðalhúsið sjálft var gersamlega óverjandi
hverju slökkviliði og slökkvitólum, úr
því að eldurinn var fullmagnaður orðinn,
er að var komið, og það einmitt um mið-
bik hússins. Hitt var auðgert fremur,
að verja eldinum að færast frekara út
— engin hús nærri nema á eina hlið,
að vestan, ónotað geymsluhús, auk trjá-
viðarbirgða mikilla, sem þar lágu hjá
(Thor Jensens). Enda var hvítalogn.
Það kom þó í ljós nú sem fyr, að
ekki voru slökkvitólin í góðu lagi. Tvær
slökkvidælurnar af 5 biluðu, hjartað í
þeim, í öndverðri atlögunni. Hinar
dugðu að vísu vel, er ekki var meira að
gera en var í þetta siun.
Yátrygt var verksmiðjuliúsið fyrir um
30,000 kr. En vinnuvélarnar í því,
margar og miklar, ásamt vörubirgðum
öllurn og innaustokksmunum IVrir 55
þús. kr., þótt virt hefði verið nokkuð
yfir 80 þús.; ábyrgðarfólagið fekst ekki
til að taka ábyrgð á rneira en §, vildi
láta eigendur bera hættuna að ý. Þetta
er því heldur tilfinnanlegt tjón fyrir
þá, hluthafana í verksmiðjunni.
Um uppkomu eldsins hefir ekkert
vitnast enn. Unrgang hafði enginn haft
unr verksmiðjuna þennan dag, þjóðminn-
ingardaginn, nema bókari hennar litla
stund, við afgreiðslu reikninga, en hafði
ekki snert við eldi. Umsjónarmaður og
hans fólk, 5 alls, var nýháttað, í aust-
urenda hússitis uppi, um kl. 11, er þar
varð vart við reykjareim, og komst
nauðulega út mjög fáklætt. Svo hafði
eldurinn magnast fljótt — alt í húsinu
skraufþurt, vólar löðrandi í olíu o.s.frv.
l»in gm an n aförin.
Mánudaginn var, 30. f. mán., kl. 2,
hefir frózt með Marconiskeyti að þing-
menn vorir hafi lagt á stað heimleiðis
aftur frá Khöfn á s/s Botnia. Hún fer
kringum land og kemur hér nú á þriðju-
daginn (7.).
Ráðgjafinn hafði ætlað á land á Seyðis-
firði og þaðan skemtiferð landveg hing-
að norðanlands, sömu leið hér um bil
og landsíminn á að liggja. Hestar sendir
í móti honum hóðan í gær norður.
Elliöaárnar keyptar
lianda Reykjavík.
Þau tíðindi urðu í fyrra dag, þjóð-
minningardaginn, að bæjarstjórn Reykja-
víkur fullgeröi kaup á Elliðaánum með
því er þeim fylgir, eftir mikla reki-
stefnu og langa, fyrir 7,750 pd. sterl.,
auk uál. 250 pd. í aukakostnað (til
enskra málfærslumanna m. fl.), svo að
telja má verðið 8,000 pd. sterl. eða
144,000 kr. Þar af greiðast 6000 pd.
1. sept. þ. á. Hitt fær að bíða nokkur
missiri með lágurn vöxtum.
Kaupinu fylgir veiðiréttur allur í
ánum, svo og í sjó fyrir Kleppslandi,
eins og seljandi átti hann, Mr. Payne
hinn enski. Og ennfremur jarðirnar
Artún, Árbær og Breiðholt.
Mr. Payne keypti Elliðaárnar af H.
Th. A. Thomsen fyrir 8—10 árum,
ásamt nýnefndum jörðum, utan Breið-
holts, en með Bústöðum, sem bærinn
keypti síðan. Verðið var þá 54,000 kr.
og þótti inikið. En Mr. Payne kvað
þó hafa kostað til í viðbót um eða yfir
30,000 kr. fyrir frekari veiðirétt en
hans kaupunautur átti, auk Breiðholts-
lands.
Fyrir nálægt 20 árum bauð H. Th.
A. Thomsen Reykjavíkurbæ árnar og
jarðirnar fyrir 15,000 kr. En því var
liafnað. Yeiðirétturinn var þá talinn
ekki mikils virði, meðfram vegna sí-
feldra málaferla út af honum, og kotin
í niðurníðslu. En mikið væri auðvitað
til gefandi nú, að bæjarstjórnin hefði
verið framsýnni þá.
Það er hin geysiháa veiðileiga eftir
árnar, sem verðinu hefir hleypt fram
þessi ósköp. Og má urn hana segja, að
Stórum rniiini líkur eru til að hún hefði
komist þetta hátt í eign Reykjavíkur
en Englendings þess, er veiðiréttinn
hefir átt og komið honum þetta upp,
af því að hann hefir kunnað vel til
slíkra hluta.
Veiðileigan er nú komin upp í 500
pd. sterl. eða 9000 kr. um árið.
Því var það, að Mr. Payne fór nú
fyrst fram á ekki miuna eu 225,000 kr.
fyrir áruar, með því að 9000 er 4ý
leiga af þeirri fjárhæð. Bæjarstjórn
hefir loks tekist á 8—9 mánuðum að
koma þó verðinu þetta uiður, aðallega
með því að ögra með eignarnámi eftir
stjórnarskránni.
Vildarkaup eru þetta, þótt fóð só
mikið, e f hið mikla eftirgjald eftir veið-
ina helzt áfram. Það má meira að
segja fara niður í 300 pd. í stað 500,
og er þó fullvel arðberandi eign fyrir
bæjarsjóð, með jörðunum. Auk þess er
og á það að líta, að gefa hefði orðið
líklega l1/,—2 þús. kr. fyrit' vatnsveitu-
rétt úr ánum hingað, ef því hefði verið
að skifta.
Það eru hin sívaxandi vatnsþörf fyrir
bæinn, sem gerði kaup þessi bráðnauð-
synleg. Og má gott heita, að fá þó
loks vatnsuppsprettuna fyrir ekki neitt
eða minna en ekki neitt, svo sem allar
eru horfur á, sem sé, ef veiðileigan
hrapar ekki það langt niður, ofan úr öllu
valdi. — Nógu erfitt mun þykja að rísa
undir sjálfum vatnsveitukostnaðinum,
er til þess kemur.
Það er þrent, sem bærinn eignast:
vatnið (til beinna afnota handa bænum),
veiðin, og fossarnir í ánum til aflfram-
leiðslu, auk jarðanna 3 við árnar. Hann
fær því mikið í aðca hönd.
Hver sá er borða vill gott
Mar garírn?
fær það langbezt og
ödýrast eftir gæðum hjá
Guðm. Olsen.
Telefon nr. 145.
Biðjið ætíð um
Otto Mönsteds
ddnska smjörlíki.
Sérstaklega má mæla með merkjunum
Elefant og Fineste sem óvið-
jafnanlegum. Reynið og dæmið.
Chika
Áfengislaus drykkur, drukkinn í vatni.
Martin Jensen, Köbenhavn K.
Tapast heflr
rauðblesóttur hestur
úr haga frá Vatnsenda fyrir 3 vikum;
mark: heilrifað og sýlt. Finnandi er
beðinn að afhenda hestinn eða gera
viðvart Sveini Jónssyni, Vatnseuda, eða
Guðœ. Vigfússyni Laugaveg 67, Rvík.
Kirsiberjalög
og aðra aldinlegi, nýja eftirtekju,
fínustu tegundir að gæðurn, er mönn-
um ráðið til að kaupa frá
Martin Jensen, Köbenhavn K.
Öllum þeim, sem með návist sinni, eða
á annan hátt, hafa auðsýnt hluttekningu, við
hið snögglega fráfall og jarðarför Jóns sál.
Bjarnasonar, verzlunarmanns, flyt eg hérmeð
innilegt þakklæti mitt og barna minna.
Reykjavík 3. águst 1906.
Helga Árnadóttii'.
SKANDINAVISK
Exportkaffi-Surrogat
í Kebenhavn. — F- Hjorth & Co-