Ísafold - 11.08.1906, Page 3

Ísafold - 11.08.1906, Page 3
ISAFOLD 207 Pórn Abrahams. (Frh.í. Blenkins veitti honum eftirtekt, og ánægjubros lék á vörum hans. — |>að er rótt, Abraham, sagði haDn; það er rétt. f>ú átt að beygja höfuð þitt fyrir mér, herra þínum, og ef þú einlæglega krýpur í duftið, skal eg ef tii vill hugsa frekara um máfið og hlffa þér — — raunar eigi algerlega, en að nokkru leyti, einungis ofurlítið; eg er ekki mjög stríður, Abrahani, þótt eg sé herra þinu, og eg skal hugleiða málið. Van der Nath athugaði hann ná kvæmlega frá hvirfli til ilja. Síðan gekk hann rólega að skápnum, lauk upp hurðinni og sagði: — Hér lágu seðilpeningarnir, þjófur! Orðin nðu á Blenkins eins og svipu högg; bann hrökk við og varð sótrauð- ur f framaD. En hann var fljótur að átta sig og stökk eigi framar upp á nef sitt. — f>ið Búarnir eruð sérlunduðustu menn, sem til eru, sagði hann, mildur f máli; en hroka ykkar þarf að brjóta á bak aftur. Já, gamli Jói (Jósef Cham- berlain) hefir lamað ykkur, og eg skal feta í fótspor hans og merja þig sundur; þú ert einna verstur af ykkur öllum. Nú skal eg forða8t alt glepjanda hik; eg álít bezt, að við bindum enda á alt þetta bráðlega, og mér mun verða meeta yndi að heyra, hvernig þú tek- ur í málið. Hann neri saman lófum og leit á van der Nath með illgjarnlegu augna- ráði, en hann stóð stöðugt við skáp- inn og hélt hendinni enn einmitt þar sem peningarnir höfðu legið. — Já, Abraham gamli, við vorum að tala um loforð mitt. Hefði það verið algengur flækingur, sem þið rákuð út úr héraðinu, mundi hann ef til vill hafa tekið á móti höggunum og smán arorðunum og farið leið sína, ef hann hefði þá eigi beðið einn eða tvo daga í nágrenninu og uotað fyrsta tækifæri á næturþeli til að kveikja eld í ykkar aumlegu svínabælum. En nú var það heiðursmaður, sem þið fóruð með eins og bófa; hann hirti eigi um að hefna sín með gömiu aðferðinni, heldur beið. Annars þurfti eg beint að sækja skild- ingana, sem eg átti víst skilið að fá fyrir allann hrakninginn; þú játar víst, að tuttugu pund sterling væri ekki ósanngjörn þokkabót fyrir líka með- ferð. Guð veit, að eg kenni enn til í lfkamanum, er eg hugsa um það. Nú brosti van der Nath í fyrsta sinni í þessu samtali Blenkins lét sem hann tæki eigi eftir því og hélt áfram: Nú, til þess að eyða ekki fleiri orðum að þessu, þá tók eg eign mína Og fór — svoua í bróðerní. En eg fór eigi langt, óuei! Eg hélt mig á næstu grösum og vann á búgörðunum í ná- grenninu, eg skreið frammi fyrir hinum gömlu og skinhelgu sálmagaulurum, eg hneigði mig fyrir digru kerlingun- um þeirra, sem vóru svo fáfróðar, að þær kunnu ekki einu sinni að skrifa nafnið sitt; svei þeitn fjanda. Já, það og margt annað lagði eg á mig, því eg vildi koma því fram, sem eg hafði ætlað mér. Van der Nath virti enn af nýju fyrir sér þenna mann, er stóð frammi fyrir honum. f>að var sama skrið- kvikindið, sem hann einu sinni hafði sefað i hungrið og hann hafði klætt með nokkrum gömlum flíkum. Hann viðurkendi, að þetta hafði hann verið úfús að gera og hann hafði ásakað sig fyrir þetta hugarfar, jafnvel þótt maðurinn hefði verið honum í hæsta lagi andstyggilegur. Síðar hafði hann án alls samvizkubits sparkað honum út úr héraðinn á sama hátt og þjóðin, er óþokki þessi gortaði af að heyra til, hafði áður hrundið honum frá sér. Blenkins hafði verið drepkýli, er vakti ótta í hugum manna um að hann mundi gróa fast við hið friðsama mann- félag, er hann hafði komist inn ' í; hann var að minsta kosti með sterkum líkum grunaður um þjófnað og honum hafði verið hengt á hinn óbrotnasta hátt. það var alt og sumt, og van der Nath vissi sig eingöngu hafa gert skyldu sína. Blenkins endurgalt spyrjanda augna ráð Abrahams með því að depla aug- um ögrandi í móti og hélt svo áfram á sama hátt og áður: — þið fyrirlituð mig, hinn fátæka en frjálsa mann, horslubbugir krakk arnir ykkar hæddust að mér og æptu hollenzk smánaryrði á eftir mér, þar sem eg fór um; hundarnir ykkar glep- suðu í fætur mér, og jafnvel Kaffarnir héldu sér vera óhætt að hrækja á út- lendinginn. En eg að mínu leyti fyrir- leit ykkur miklu meira en að vera taka til greina fáfræði ykkar um mann- gildi mitt; eg þoldi og beið unz minn tími kæmi. Eg hafði íengið fréttir um að eitthvað væri á seiði; sltkur hroki sem ykkar gat eigi komist hjá að fá sín makleg málagjöld. Samt sem áður skemti eg mér við að ýlfra með úlfunum; eg var kyrr þar sem eg var og fór á bænasamkomur ykkar; eg kyntist ykkur öllum í sjón og rat- aði hvern stíg um alla sléttuna. Eg held naumast að nokkur ykkar sé eins nauðakunnugur í öllu héraðinu og eg. Hann fleygði sér hispurslaust niður í stólinn og lagði annan fótinn yfir hinn, eins og hann hafði séð heldri menngera; hann fann til mikilmenaku sinnar og hafði yndi af að heyra sjálf- an sig tala, er hann lét dæluna ganga áfram. — Minn tími kom. Hér hófst styr- jöld. Mér þótti réttast að hverfa frá fyrst framan af. Bölvað bramlið ykkar með skotvopnin veiklaði í mér taugarn ar, er vóru skemdar undir af ykkar illu meðferð. Eg hristi rautt duftið af fót- um mér og fór burt, en - he, he, he! Van der Nath mundi eftir, að hann hafði beyrt að Bleukins og tveir aðrir útlendingar hafði einn morgun verið teknir og settir á nautavagn* og verið svo af vopnuðum herflokki færðir út að landamerkjum þjóðveldisins, en slept þar lausum með strangri skipun um að dirfast eigi að koma aftur, því að landið hafði ekkert við flakkara að gera. Drykkjuskapur og óreglulifnaður þeirra hefði verið viðurstygð í augum Bú- anna, og svo böfðu þeir að auki ekkert af að lifa. f>að varbráðnauðsynlegt, að losa sig við þe88 konar vandræðagripi. Hið eina, sem Búar gátu nagað sig fyrir í handarbökin, var, að hreinsun- in var hvergi nærri nógu rækileg. í borgunum höfðu þeir Iátið mörg hundruð af óvinveittum mönnum vera kyrra með því Ioforði, að þeir skyldi engar óspektir vekja. þessi loforð voru auðvitað rofin óðara en færi bauðst, og menn, er engin trúar- brögð höfðu önnur en þau, að reyna að hafa í sig og á, hlupu með mikils- verðar fréttir til innrásarhersins og útlendinganna, aem kusu sér eigi annað betra en að mega láta í ljósi nývaknaða ættjarðarást sína við landið, sem þeir gerðu sér von um að hafa sér til vernd ar meðan þeir væru að safna og mikl- um auðæfum. Blenkins hafði þagnað til að sækja í sig ásmeginn í pela, sem hann varð- veitti vandlega í vasanum aftan á sér. Hann sleikti út um og sagði: — He, he, hí! nú er 'eg hér kominn aftur, og nú erum við komnir þangað að, sem eg vildi. Hvernig átti einstæð- ingur að koma fram hefnd á manni sem var þriggja manna maki? |>ú leysir aldrei þann vanda, en eg — — líttu hingað, herra Abraham van der Nath. Hann drap fingri á enni sér í gamni og mælti: — Hérna inni geyrni eg smíðatólin mín og þeir hafa þau ekki aðrir betri, jafn- vel verBtu óvinir mínir verða að kann- ast við það. Eg lét mér ekki óðslega, hugsaði mig vel um og fann ráðið — bæ, hæ, hæ! það er ófriður núna, minn tími var kominn, og þegar þú varst farinn að heiman, kom eg hingað í þinn stað. Sonur þinn — — — Isak! greip van der Nath fram í Hvað er um hann? Blenkins hálflygndi aftur augunum og skaut. þeim í skjálg framan í fjand. manD sinn. Nú fann hann, að hann hafði fundið viókvæman stað, og svo Ijótt sem andlitið var ljómaði það nú alt af unaðslegri gleði, svo að hann fríkkaði stórum við. — Hann er heimskasti drenghnokk- inn, sem eg hefi séð, og hefi eg þó hitt marga fyrir á lífsleið minni, mælti hann blíðlega. Hann sver sig þar bersýmlega í ættina hans föður síns. Bíddu við snöggvast, Abraham van der Nath, og þá skaltu fá að vita það. — Jarðfólgnu fallbyssurnar.------- — Fallbyssurnar? hvásaði van der Nath. — Já, einmitt þær. Hvernig held- urðu að eg hafi fengið að vita hvar þær voru fólgnar? — |>að varst þá þú? —- Já, eg — og hann ísak. — f>að er lygi. Raddir almennings. Með þeirri fyrirsögn er stutt grein héðan i 30. tbl. blaðsins Reykjavílcur, og er auðsjáanlega ekki annað en skrum-auglýsing um norskan svonefndan Hoffmanns-mótor, sem höf. hefir að likindum verið fenginn til að und- irskrifa fyrir hr. Andr. Bolstad, sem hefir aðalumboðssölu á téðum mótor og ferðast nú umhverfis land til að gylla hann og reyna að selja. Þvi þeir, sem þekkja höf. vita að hann hefir ekki samið greinina af eignum rammleik. Ekki lætur höf. þess get- ið, að þessi makalausa nýja vél hilaði á leiðinni eða geggjaðist svo, að háturinn var 10 daga hingað frá Seyðisfirði. Annars skal ég ekkert dæma um þennan mótor; hann er hér óreyndur enn. Að ný vél líti vel út, er varla í frásögur færandi; að hún sé úr bezta efni er ef til vill satt; en frá höf. hálfu er það ekki annað en bjartsýn getgáta, því um það getur hann ekkert dæmt. Það er ekki sérkennilegt fyrir þennan mótor, að tempra má aðrensli oliunnar, því svo er i Dan og eflaust flestum mótorum. Um 2 af þeirn 3 pöntunum, sem böf. nefnir auk 8 hestafla vélar í opinn bát, er mönnum ókunnugt hér, og grunar þvi suma, að bér muni »kritað liðugt«. Svo getur höf. ennfremur um, að hann hafi pantað 16 hestafla vél til að setja i kúttara í staðinn fyrir Dan-mótor, sem áð- ur hafi verið notaður. Má skilja þetta svo af þeim, fein ekki þekkja til, að téð Dan- vél hafi reynst miður vel. En hún ' hefir hingað til verið talin bezta vélin, og hlaut þann dóm af nefnd á Bretlandi. En sann- leikurinn er sá, að þessi Dan-mótor hafði ekki nema 7 hesta afl, og var því langt of litill eftir stærð kúttarans, eáda seldist hann þegar fyrir nær 2000 kr., í minni bát. Sýnir það hið góða álit, sem menn hafa hér á Dan-mótor, enda hefir hann reynst vel í 2 batum bér, en í þeim er afl hans hæfi- legt eftir stærð bátanna. Siðast vitnar höf. í eitthvert danskt skrumvottorð (sem vel gæti verið keypt). Þá er eg hafði lesið skrumgrein þessa, datt mér í hug vísan eftir Jón Þorláksson: Mélhálftunnn man eg það, maður keypti í einum stað. Yestmanneyjum i júlímán. 1906. Z+2. S/s Ceres biluö. Svo reyndist, sem margan ugði, að Ceres hafði hlekst á. Hún rak sig á Nohey (Nálarey) í Færeyjum fyrra föstudag, 3. þ. ruán., í blíðalogni, en svarta þoku, um hádegisbil; var uý- komin á stað frá þórshöfn hingað í leið. Nohoy liggur beint austan fyrir mynni þórshafnarvogsins, og er auga eða gat í gegnum hana. þar er viti rétt hjá. Ceres rak sig á tanga beint niður af vitanum. Hún losnaði þó brátt, og fanst þegar, að gat hafði komið á hana, framkinnung á stjórn- borða neðan sjávar, en ekki stórt. Dælur fengu vei við ráðið að halda henni á floti. Eftir l1/^ stund komu bátar úr eynni til bjargar. Farþegar fóru í þá fyrst, en síðan upp í skipið aftur, er það reyndist vera hættulaust. Var þá haldið inn til þórshafnar. þar kom skipið kl. 4. f>vf næst var símað til Khafnar um slysið, og gerði Sam.félagið þegar sínar ráðstafanir út af því. Ritsímiim milli Hjaltlands og íslaods er nú kominn til Færeyja. |>að varð uiu mánaðamótin síðustu. Hann liggur frá Leirvík til þórshafnar. það eru 220 raílur enskar, sama sem nál. 50 vikur sjávar (danskar mílur). Sama daginn sem alþingismennirnir lögðu á stað heim frá Khöfn, 30. júlí, sendust þeir á ritsímakveðjum hinum fyrstu, Friðrik konungur og amtmað- urinn í þórshöfn. Til Seyðisfjarðar er búist við að rit- síminn komist fyrir 1. septbr. Póstgfiifuskip Laura (Aasberg) kom hingað í gærkveldi seint, beint frá Khöfn og Færeyjum, sent í stað e/s Ceres og var ekki nema 5l/2 dag alla leið, með sólarhrings viðstöðu í Færeyjum; tók þar farþegana af Ceres og um 100 smál. af vörum auk póst- sendinganna; hitt mun hafa verið skemt af sjó; hann hafði verið 9 feta djúpur í skipinu, er það kom inn á f>ór3höfn. Ceresar farþegarnir, sem Laura kom með hingað, voru meðal annarra síra Jón Helgason prestaskólakennari (úr Finnlandsförinni), ekkjufrú Alfheiður Briem, kand. Árni Pálsson og hans kona (Kristín Benediktsdóttir), kand. Matthías . Þórðareon og hans kona (döusk), Gisli Jónsson (Ólafssonar) og Magnús Thorberg ritsímamenn, Bartels úrsmiður og 8 ferðamenn enskir. s/s Laura fer á stað aftur í kveld kl. 6 til Austfjarða, ferðina alla, sem s/s Ceres átti að fara. I»ýzka skemtiskipið Oeeana kom í nótt sem leið 2. ferð sína frá Hamborg, með um 200 farþega, flestalla þýzka. f>að fer aftur næstu nótt norður um land til Spitsbergen, eins og fyrra skiftið. Myn'lasýning sú, er auglýst var um daginn, þ. e. lifandi mynda norskra, fórst fyrir þá vegna þess, að sýningarmaðurinn var einn meðal farþega á s/s Ceres og þvi löglega forfallaður. Nú tekur hann til óspiltra málanna. Það er sami maður og í fyrra. 8/8 Botnía hélt á stað í gærkveldi til Skotlands. C. Ryders höfuðsmaður fór með henni heimleiðis. Alþingismenn héldu hon- um veizlu kveldið áður, í þakklætisskyni fyrir alla frammistöðn hans fyrir þeim i Danmerkurferðinni.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.