Ísafold - 15.08.1906, Blaðsíða 3
I S A F 0 L D
211
Fórn Abrahams.
(Frh.l.
Bíddu við, Abraham gamli, bíddu
við, segi eg. |>ú mátt eigi halda, að
það hafi verið auðhlaupið að því, að
veiða leyndarmálið upp úr drengnum;
en eg gekk á lagið þar aem var metnaður
hana, ranghvolfdi 1 mér augunum og
las timunum saman í biblíuuni upphátt,
— já, einmitt þeirri arna. Og þegar
ekkert annað hreif, þá lagði eg fing-
urinn á skrudduna og sór, að eg værj
vinur hans. það var eg líka, þangað
tii hann var búinn að glopra úr sér
heldur miklu; þá mátti hann fara fj.
til fyrir mér. Hvað eítu að ma8a um,
maður? Mein- meinsæri? Bull; í
hernaði eru öll ráð góð, og þegar um
það er að tefla, að vinna mein fjand-
mönnum síns dýrmæta föðurlanda, þá
mundu menn, sem halda sig vera þús-
und sinnum betri en bæði þú og eg,
eigi hafa hugsað sig um hálfa sekúndu
að gera hið sama.
Blenkins lét aftur augun í bili.
Hann átti svo miklnm sigri að fagna,
að hann fekk ekki fullnotið hans öðru
vísi. Maðurinn, sem sat þar andspænis
honum, var alveg sundurmarinn. það
var orðið ekkert úr honum, andlitið
litarlaust og svitinn hnyklaðist á enni
hans. En þá lauk Blenkins upp aug-
unum aftur, og kjamsaði, eins og hann
væri að sjúga sælgæti, og mælti:
— það kalla eg að fá 'hefnd komið
fram.
Vertu rólegur, gamli Abraham;
brátt skulu allir héraðsbúar fá að vita,
hvers konar maður þú ert og hann sonur
þinn. Og brátt skulu allir benda fingri
á þig öldungis eins og þeir gerðu
einu sinni við mig; eg skal annast
um að allir fái nákvæmlega að vita,
hversu vel slíkar upplýsingar eru laun-
aðar. Eg ætla að spyrja Flink gamla,
hann er vízt í bágu skapi núna í bili,
og eg ætla að hvísla fjárhæðinni í eyrað
á Zimmer gamla og van Delft, og —
hann stóð upp og æpti hátt — þeir
munu trúa mér, svo sem þeir hafa
einu sinn trúað þér.
Van der Nath starði alveg þrumu-
lostinn framan í gleðiskfnandi andlitið
á Blenkins. Honum varð koldimt fyrir
augum eina mínútu; honum virtist
gólfið dýja undir sér og hann fálmaði
eftir einhverju til að styðja sig við;
hann þurfti ekki nema að líta allra-
snöggvast framan í manninn, til þess
að burt hyrfi allur efi. Hann stundi
sem helsærður maður og hneig
niður á legubekkinn, en reis við aftur
í sama svipan; hann ^ann sér vaxa
ásmegin. Eldur brann úr augum hans.
Hann krepti hnefann og gekk hægt
að Blenkins.
Bienkins hnipraði sig saman skjálf-
andi. Hann varð alveg agndofa Hann
vissi sig vera hvergi nærri annarar hand-
ar mann við Abraham, og svo fiaug nú
hugsan í heila hans eins og elding: það
er úti um þig, Sisyfus Talieferro Blen-
kins. Hann hafði eigi tíma til að hugsa
meira fen þetta, því óðara var van der
Nath kominn fast að hlið hans. Hann
sá Búann reiða upp sinn ægilega hnefa
og lokaði augunum til að taka á móti
drápshögginu. Augabragði síðar áræddi
hann að hálfopna annað augað, undr-
unarfullur yfir því, að hann skyldi enn
vera í tölu lifandi manna. Van der
Nath var genginn frá honum; hann
stóð við vegginn og tók þar ofan nykur-
skinnskeyrið með grimmúðlegri ánægju.
Blenkins kiknaði í knjáliðum, vöðvarnir
sloknuðu, beilinn hætti að skynja,
hann stundi lágt, hneig síðan niður
á gólfið og Iá þar kyrr.
Eigi kom van der Nath til hugar
að Blenkins mundi sæta færi að flýja.
Hann hafði^ reitt upp hönd sína til að
merja hann sundur, en hætti við hnefa-
höggið á miðri leið og fór til að sækja
keyrið á snagann, líkari manni, sem
gengur í svefni, en veru, sem hugsar
og skynjar. Hann tók það ofan og
dró keyrisóhna í gegnum vinstra lófann
og sneri aftur þangað sem Blenkins
lá, er svo ofsaleg dauðans angist hafði
gripið, að líkami hans lá alveg mátt-
vaua og fekk hvern taugakippiun eftir
annan. Van der Nath leit niður yfir
hanu og hnepti með hægð og gætni frá
fötum Blénkins, reif vestið og skyrtuna
í tætlur og gerði bak hans bert. Alt
þetta fór fram svo seinlega og sérhvert
smáviðvik gerðist með þeim semiugi, að
það var eins og Blenkins fyndi fyrirfram
sviðann af höggunum, og þótt heili
hans hugsaði í svo miklum ótta, að
honum fanst vitfirring vera í nánd,
mátti hann hvorki hræra legg né lið,
né hrópa á hjálp. Enn einu sinni
dró van der Nath keyrisólina í gegnum
hönd sér til reynslu og kinkaði kolli
ánægður, þegar hann fanD að brúnir
hennar voru nægilega harðar og skarp-
ar! bvo lyfti hann upp hendinni.
Fyrsta höggið fóll niður á bert bakið
og gerði rauða rák þvert yfir berðarnar.
Taugakipringurinn Iét Blenkins titra
hæls og hnakka í milli. Hann ímynd-
aði sér áð hann æpti hástöfum, þótt
eigi kæmi svo mikið sem stuna frá
hans náfölura vörum. Augun voru
lokuð, ennið lá á gólfinu og varnarlaus
lá hann flatur fyiir sínum vægðarlausa
fjandmanni. Hann vissi sig vera áreið-
anlegt herfang dauðans, og viti firt
skolfing aftraði honum frá sórhverri
tilraun að veita nokkurt viðnám.
Augun í van der Nath störðu >dauf-
lega, beint út í loftið; það var svo að sjá,
sem engin skýr hugsun ætti sér sama-
stað að baki þeim. Hann gerði hvorki
að sjá né heyra, tími og rúm vóru
eigi til fyrir honum framar; hann
gerði það sem hann gerði alveg utan
við sig, án þe8sað vita, hvaðaiunblæstri
hann fór eftir. Og líkast viljalausri vél,
framknúðri af aðfeDgnu afli, lyftist og
seig höndin, er hélt á keyrinu.
— Tíu! mælti hann með undarlega
hljómlausri rödd og staldraði við til að
reyna að koma reglu á hugsanir sínar.
það mishepnaðist algerlega; hann gekk
tvö skref til hliðar, svo að hann var
kominn að höfði Blenkins; áður hafði
hann staðið við hliðina á honum. Og
aftur hófst höndin upp sem lyftistöng
og keyrið hvein i loftinu. Höggin riðu
eftir endilöngu bakinu, frá herðum
niður á lendar. Bákirnar eftir fyrri
höggin máðust af, skinnið fór að flettast
af, blóðið að slettast til og frá, og enn
lamdi hann og lurndi jafnseiut og reglu-
lega.
— Tuttugu! sagði hann, og leit upp
f öðru sinni. Hann hafði þyngslalega
aðkenningu af því, að þeir væii eigi
lengur tveir einir í herberginu, heldur
að einhver horfði á hann, og hann leit
í kringum sig til að finna þetta, sem
valda mundi ónæðinu.
Tvö augu, uppglent af eðlilegri skelf-
ingu, ráku sig nii á auguu í honum,
og drengsandlit, er lýsti samblandi af
ótta og ofboði, kom nú í ljósmál við
ölnbogann á honum.
,— í guðs nafni, hvað ertu að gera,
faðir minn? var kallað með titrandi
röddu.
það kom ofurlítill vottur um glætu
af skilningi í sviplaus augun á van der
Nath. Hann greip um ennið, og sá
fyrir framan sig mann, sem var svo
útleikinn, að snöggar sinateygjur fóru
um líkama hans og frá baki hans rann
þykt og lifrað blóð, en við hlið sína
sá hann einkason sinn standa titr-
andi af hræðslu við sjón þá, er hann
hafði horft á.
— EgeraðveitamanDÍráðuingu.sagði
vanderNath einræningslega. Hannlagði
keyrið frá sér rólegur, sneri við likama
Blenkius með fætinum og leit á nábleikt
andlitið, — hvergi roða að sjá nema
á nefbroddinum, eins og vant var.
— lig hefi hýtt kláðugan rakka,
sagði hann með dimmri rödd; en dú
er það eftir, sem verst er.
Hann minti til þess að eins, er hann
hafði svarið á biflíunni, og heili hans
tók aftur að starfa.
— Er hann dauður? spurði Isak
hnugginn.
— Nei, sagði van der Nath, nokk-
uð óþolinmóður, og bætti við í þungum
róm:
Tuttugu högg með nykurskeyrinu
vinna eigi á fullorðnum manni, en
hann ber þeirra menjar alla æfi.
Hann hrökk saman; sérstök hugsun
hafði brotist í gegnum myrkrið í sálu
hans; skyldi þá vera nókkuð til bjargar?
Voru nokkur ráð til að losa hann við
að halda eið sinn?
— Og þeir sem eru þarna úti, hvað
heldur þú að þeir muni gera, þegar
þeir sjá hann? spurði pilturinn lágt.
— Eg býst við að þeir hefni hans.
Vau der Nath hélt sér dauðahaldi
ákaflega fast við þá völtu von, sem
hann þóttist grilla í lengst álengdar, og
hann mælti í glöðum róm og þungum
þó; ,
— Eg írnynda mér að þeir skjóti
mig fyrir ómakið; þeir ættu að minsta
kosti að gera það.
það glaðnaði meira og meira yfir
honum við þessa hugsun; það var
hjálparvegur. Vera mætti, að þetta,
Bem hann hafði gert-í óráði, yrði til
að losa hann við hinn hörmulega eið,
er hann hafði unnið; og hann mælti
svo napurt hlæjandi, að hann hrylti
sjálfan við;
— f>að var ekki eg, sem gerði það,
það var vilji einhvers annars, eg veié
eigi bvers, sem stjórnaði hendinni á
mór.
— Hvað hefir þú gert, pabbi? stam-
aði pilturinn utan við sig af hræðslu.
Hvað hefirðu gert?
Honum var þetta óskiljanlegt, og
hann vissi það eitt, að faðir hans
stofnaði sjálfum sér í voðahættu.
— það var úrræði, sagði van der Nath
að nokkru leytia við sjálfan sig; það
var úrræði. þá fá himr ekkert að
vita það, og hvað sem öðru líður getur
enginn sagt, að eg hafi hvikað.
Hann kinkaði kolli og tók aftur
keyrið til að halda ráðningunni áfram.
— Pabbi, pabbi! í Jesú nafni.
ísak greíp í handlegginn á föður
siuum til að stöðva hann.
Lamllækiiir
dr. J. Jónassen hefir fengið sér
veitta 19. f. mán. lausn þá frá em-
bætti, er skýrt var frá í vor hér í bl.
að hann hefði sótt um, — frá 1. okt.
þ. á.
Reykj avíkurhöl'n.
Hér er kominn frá Kristjaníu (með
s/s Laura) hafnarstjórinn þar, S m i t h,
eftir ráðstöfun bæjarstjórnar, í þeim
erindum, að leggja á ráð um umbæt-
ur á höfninni. Hann verður hér til
27. þ. mán.
Tíöarfar.
Af því var mjög illa látið norðaust-
anlands, er élðast fréttist: megnir ó-
þurkar, vegna sífeldra þokusudda, er
munu stafa af nálægum hafís. Enginn
baggi kominn í garð að mælt er um
Austurland í mánaðamótin síðustu.
Töður orðnar stórskemdar á túnum.
Grasbrestur á útengi.
Hér sunnanlands er nýting fremur
góð, sumstaðar mikið góð. En útengi
mjög illa sprottið yfirleitt, einkum á
votlendi.
Lárus H. Bjarnason
er enn að nóldra um það í Þjóðólfi
22. júní síðastl., að við segjum saun-
Jeikaun um afrek hans.
Þegar við sáum þetta númer blaðsins
var Lárus á förum til útlanda, og við
vonuðum, eins og fleiri hér a nesinu,
að shéraðið væri nú loks laust við hann;
ætluðum við þá að láta haun afskifta-
lausan og lofa honum átölulaust að breiða
yfir ósannindi sín sem bezt hanu gæti.
En nú þegar vonirnar hafa brugðist
og L. er kominn aftur, sjáum við okkur
ekki antiað fært en að leiðrétta manuinn.
í vetur voru það 18 — átján'— bú-
endur í einurn hreppi s/slunnar (Breiða-
vikuthreppi), sem báru falsvitni honum
í vil (4 gengu þó fljótlega úr skaftinu
og eru þeir menn að nteiri); en eftir-
tektavert er það, að nú stendur L. einn
uppi með samsetning sinn.
Þetta vonum við að séu tákn tímanna.
Menn vitkast og hætta að fylgja hon-
um þegar hann talar lygar, eitis og
þessir átjáti úr Bteiðavíkurhreppnum
gjörðu í vetur, og þannig er vonandi
að þverri hin siðspillandi áhrif, sent
hattn hefir á héraðsbúa.
"Annars er hinn síðasti samsetningur
L., þetta í Þjóðólfi 22. júní, hreinasta
markleysa. Við báðurn hattn aldrei að
setja sarnan nöfn, heldur skoruðum við
á þá kjósendur í Neshreppi itinan Ennis
að gefa sig fram, sem vatitaldir kynnu
að vera á lista þeim, sem við höfum í
höndum yfir þa, er mættu á fundi hans
í Olafsvík 16. júní í fyrra.
Þeir vilja engir koma? Hvernig stend-
ur á því? *
Munu ekki flestir ætla, að Lárus Ijúgi
þar um meira en helming, eins og við
getum til.
En þetta mega auðvitað heita ntein-
lítil ósannindi, til þess sögð, að gjöra
fund sinn tilkomumeiri í auguni mantia.
Hitt er lakara, að ljúga upp frá rót-
*um í mikilsverðu landsmáli þvi, sem
gjörbreytir skoðutt þeirra, er taka rnann-
inn trúanlegan. E« þetta gjörði L. á
á fundi við Hellna hinn 16. júní í fyrra.
Ósvífnin er þó nóg til að þræta fyrir
það eftir á, sem fá má sannað hvenær
sem vill (sbr. grein Hallbjörns í Gröf;
Isaf. 14/4 þ. á.).f Hvernig Breiðuvíkur-
hreppsbúarnir 18 voru flæktir í að ljúga
með, er svo ljót saga, að við fáunt ekki
af okkur að segja frá henni; en við
vonurn að fá tækifæri til að láta vitni
greina frá því fyrir rótti.
Við höfum haft stór orð í þessari
grein, og biðjum yður, herra ritstjóri,
velvirðingar á því og að synja henni ekki
viðtöku fyrir það í yðar heiðraða blaði,
Stóru orðin setjum við til þess, að vtasvo
við L., að hattn megi ekki láta sér nægja
að korna með eitthvert ósanttindaþvaður
í Þjóðólfi, heldur hitt, að hann knyist
út í að hefja málaferli, því við höfutn
þá trú, að sannleikurinn, sem sízt verður
L. til sóma, verði þá staðfestur með
framburði eiðfestra vitna, er eigi verður
í móti mælt.
Staðastað og Göröum 14. ág. 1906.
Vilhj. Briem. Jón G. Sigurðsson.
Jón Þórarinsson skólastj.
er nýkominn heim úr kensluumsjón-
arferð sinni um meiri hluta lands,
vestan, norðan og austan. Hann læt-
ur vel af áhuga almennings á meiri
og betri lýðfræðslu en gerst hefir; en
kvartað mjög um kennaraskort. Heima-
skólurn eru menn alment mótfallnir
til sveita, bæði fyrir kostnaðar sakir,