Ísafold - 01.09.1906, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.09.1906, Blaðsíða 3
Engey og 8krifa upp það sem við sæ- jum að væri í óstandi. Þessi skoðun var ekki í því skyni gerð, að fara á nokkurn hátt að breyta vottorði Reykja víkur skoðunarmannanna, heldur til þeBS að ganga úr skugga um, hvort alt væri svo vandlega athugað, sem vottorðið skýrði frá. Skoðunin sýndi það, sem nú greinir. A báðum siglutrjám lá reiðinn á berum kinnbökkunum, eugir púðar eða segldúkur til hlífðar og klæðningin af vírreiðanum slitin svo, að járnið var farið að eta sig inn í tréð. (Ekki hefir það fokið þaðan, síðan skoð- uuarmenn voru þar uppi í vor að athuga kramið). Að eins 4 talíureípi notandi, hinum var fleygt í Bíldudal, þegar gert var við skipið og siglan sett í það. A þilfarinu voru 4 styttur á stjórn- borða og 3 á bakborða, sem ekki muu bafa verið troðið með í langan tíma; því samskeytin voru opin og að eins fúadrasl neðst, þar Bum á að vera gott verk; og hið sarna mátti segja um fjögur hornin, þar sem káetu- kappinn er festur við þilfarið, enda streymdi þar niður alt það vatn, sem þar kom á þilfarið. En út yfir alt þetta tók þó að sjá frágsmg á stýris krókum og lykkjum. Reikningur hr. E. M. mun þó bezt skýra frá, hvað í ólagi var, en flestum mun þó bera saman um, að það hljóti að hafa verið fljótaskrift á skoðuninni í Reykjavik, þegar stýrið var skoðað, þó annað kunni að þykja ágætlega gert. Mér skilst svo, að skoðunarmenn í Reykjavik vilji fá almenning til að trúa því, að eg sé að ljúga þessu upp; en þeir gera þá fleiri að lygurum en mig, að minsta kosti þá, er vottorðið gáfu; en sökum þess, að þeir eru ekki heima, geta þeir ekki svarað fyrir sig, en munu þakka fyrir kurteisina síðar. Eg vona, að þegar þeir heiðruðu fara að athuga, hvað eg skrifa um sjó- mensku og fara að leiðrétta villurnar hjá mér, að þeir geri það sem sjómönn um sæmir og noti ekki eins léleg nöfn á mig eins og nú gera þeir. En eg hefi nú mitt álit á þeirra hæfileik- um í þeirri grein, ef íarið er út fyrir hið daglega hér um slóðir, og eg veit raeð VÍ88U, að þeir væru fyrir löngu búnir að flecta ofan af því, sem eg hefi skrifað, ef þeir hefðu getað. — Löng- unina vantaði ekki í fyrra, þegar eg skrifaði um sjómannakensluna hór. Mér væri sönn ánægja að eiga von á, að þeir herrar kæmu nú með eitt- hvað skárra næst, þegar þeir svara raér, og bæru hið rétta á borð fyrir almenning. Ólafsvík 10. ág. 190G. Sveinbjiirn Egilsson. í hádegismessuuni á morgun: sira Bjarni Hjaltebted. Látiim er 20. f. m. þorsteinn bóndi Magnús- son á Húsafelli, faðir síra Magnúsar í SeJárdal. Hann var í öllum greinum sómi sinnar stéttar. Sláttuvélar segir tímaritið Ereyr að notaðar liafi venð 10 hór á landi í sumar, 9 Herku- lesvélar og 1 Deeringvél. Vel er yfir- leitt látið af vélunum og þykja hinn mesti mannsparnaður. Thyra fór héðan vestur og norður 28. f. m. áleiðis til útlanda. Meðal annara fór ineð henni Halldór bankagjaldkeri Jónsson, umsjónarferð til 'Akureyrar. Sæsímalagniiigunni héðan til Færeyja er nú lokið og sam- band komið á við útlönd. Fyrsta sím- skeytið hingað kom til Seyðisfjarðar föstudaginn 24. f. mán. og var frá Suensson formanni nstóra norrænai, til ráðgjafans. AnDað símskeytið var sent héðan af iandi daginn eftir, 25. ág., til konungs. það gerði Jóhannes sýslumaður Jóhannesson, bæjarfógeti á Seyðisfirði, fyrir hönd ráðgjafaus, er var þá enn ókominn þaDgað, með því að Fálkinn hafði hrept andviðri á leiðinni austur og varð við það einum degi of seínn. Ráðgjahnn kom heim aftur úr austanför sinni til Seyðisfjarðar að kvöldi 29. f. mán. með Fálkanum. Hólar komu hingað auatan um land 30. f. m. með fjölda farþega. Meðal annarra Hallgrim biskup Sveinsson og frú bans, Árna sýsluskrifara Jóhannsson frá Seyðis- firði, alkominn hingað með konu og son, Þorvald lækni Pálsson og frá Vestmann- eyjum Magnús sýslumann Jónsson, Halldór lækni Gunnlaugsson, Hisla kaupmann John- sen o. fl. Síðdegismessa á morgun i dómkirk- junni kl. 5 (J. H.). Biðjiö kaupmaim yðar um □I C7C ARETTEN | TÍP TOP ] og önnur algeng nöfn á vindlum vor- um, cigarettum og tóbakstegundum og verið vissir um, að þér fáið jafnan vörur af beztu tegund. Karl Petersen & Co. Köbenhavn. Ljósjarpur foli, vakur en lítið taminn, 4 vetra, gat bæði eyru, aljárnaður, tapaðist úr Reykjavík fyrir 2 vikum síðan. Af- hendist annaðhvort Grími Thorarensen í Kirkjubæ eða Daníel Beruhöft í Reykjavík. Nærfatnaðurinn góði og ótlýri er nú aftur kominn til Louise Zimsen. Kynbótabúið á Breiðabólsstöðum s e I u r í haust hrúta í Rauðsgilsrétt föstudaginn 27. september og þriðjudaginn 9. október. Breiðabólsstöðum 9. ágúst 1906. Ingóltur Guðmundsson. Heflar!! Nýjair birgðir. Stórt urval hjá Jes Zimsen. Kaupið vefnaðarvörur þær, sem þér þurfið, í vefnaðarvöruverzlun Það er margra króua sparnaður á ári hverju. Miklar birgðir. Lágt verð- Samvizkusam?ear afgreiðsla Járnrúm fást fyrir lítið verð. — Um 50 kasemírsjöl seld með 25 °/0 afslætti. Ennfremur fást hvergi betri kjóla- og svuntuefni, tvisttau, sirz, flonel, gardínuefni, vetrarsjöl, höfuðsjöl, borðdúkar og rúmábreiður. 50 saumavélar frá 28 kr. til 45 kr. Stignar saumavélar frá 60 kr. til 95 kr. Nýkomnar eru úrvals regnkápur og kragar á börn, mjög ódýrt. Víkið aldrei frá þeirri reglu að skoða vefnaðarvörur Tli. Thorsteinssons í Ingólfshvoli, þar sem nógtt er úr að velja fyrir mjög lágt verð, áður en þér kaupið þess konar vörur annarsstaðar. Síeyptir munir, alls konar: ofnar, eldavélar með og án emailje, vatnspottar, matarpottat, skólptrog, þakgluggar, káetuofnar, svínatrog, dælur, pípur og kragar, steyptir og smíðaðir, vatns- veitu-, eirns- og gasumbúðir, baðker, baðofn- ar, áhöld til heilbrigðisráðstafanaúr járni og leir, katlar o. fl. við miðstöðvarhitun, o. s. frv., — fæst fyrir milligöngu allra kaup- manna á íslandi. Olilsen & Ahlmann, Kaupmannahöfn. Verðskrár ókeypis. ti! Guðm. Stefánssonar, Bankastr. 14 (Tals. 128) svo sem: Bufl'eter, borð og stólar úr eik, póleruð hannirða- og Salongborð, speglar, ljómandi blómstursúlur, margar tegundir af stólum (meðal annars birkistólarnir ódýru), Portiére-stengur o. fl. fl. Stoppuð húsgögn eru án efa sterkari, smekklegri og þar með ódýrari en annarsstaðar hér á landi, þar sem vinnan er aðeins leyst af hendi af iðn- lærðum mönnum. Viðskiftamönnum gefst hér með til vitundar, að eg hefi nú 2 útlenda sveina á vinnustofu minni, og verður þvi vinnan fljótar af hendi leyst en nokkurn tíma áður. Virðingafylst Guðm. Stefánsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.