Ísafold - 12.09.1906, Side 2

Ísafold - 12.09.1906, Side 2
J. Nellemann f. íslandsráðgjafi. Hann lézt 26. f. mán., hálfáttræður að aldri, f. 1. nóv. 1831. Hann hafði látið gera á eér holdskurð fám dögum áður, fyrir meini í þörmunum, og hepn- aðist vel, en stóðst ekki eftirköstin. Hann var Islandsráðgjafi eða Is- lands-ráðgjafabrot 21 ár samfleytt, frá 1875—1896. Hafði sem aðrir danskir ráðgjafar stjórn íslands í hjáverkum. Aðalembættið var dómsmálastjórnin danska, auk þess sem hann var Mímis- höfuðið, er Estrup, forsætisráðgjafinn þá tíð mestalla, hafði sitt vit úr aðallega; ráðin voru þangað 3Ótt, og hann var sá 8em þau varði mest og bezt, er að þeim var fundið. J>ví maðurinn var óvenjuskarpur, og iærdómsmaður hinn mesti. Hans stefnuskrá og þeirra fé- laga var að verjast því sem þeir köll- uðu yfirgang fólksþingsins, neðri deildar ríkisþingsins danska, eða að halda uppi lögmæltu jafnrétti þingdeildanna. En úr því þótti dönskum þjóðræðismönn- um verða yfirgangur hinnar deildar- innar, landsþingsins, eða fullkomið og ólögmætt misrétti meðal deildanna, og landsþingið þá reynast ærið aftur- haldssamt. Um stjórn þessa lands, Islands, lét hann fremur lítið til sín taka. Sá þar, sem aðrir í hans stöðu, flest með ann- arra augum, ýmist landshöfðingja eða stjórnardeildarstjórans i íslenzkum mál- um í Khöfn, sem var alla hans tíð danskur maður, lengst A. Dybdal. f ví olli vitanlega það tvent: ókunnugleiki hans, og annríki í aðalembættinu al- danska. Skriffinskuleiðin var eina leiðin milli hans og þessarar þjóðar, þar til allrasíðustu missirin, sem hann var við völd. |>á sinti hann málaleitun úr annari átt, frá íslenzkum þingmanni þjóðkjörnum(dr.V.G.), miklu liðlegarog frjálslyndislegar en líkur þóttu til eftir framkomu hans f dönskum málum og stjórnbótarmálinu íslenzka alt þangað til. Og það gerði hann þvert ofan í tillögur stjórnardeildarforstjóra sfns og að landshöfðingja fornspurðum. Vér hefðum að öllum líkindum fengið fram þá allgóða stjórnarbót, ef hans hefði notið lengur við völd og vér kunnað með að fara. f>ví maðurinn var undir niðri miklu fremur frjálslyndur en hitt. |>að sýndi hann þrásinnis í öðrum málum en þingvaldastælunni. Vér feng- um og staðfest í hans tfð ýma nýmæli, sem fóru miklu lengra en þektist í Danmörku f þá cíð eða þar þótti tak- andi í mál. Má þar til nefna til dæmis lögin um kosningarrétt kvenna og prestskosningalögin. Frjálslyndi hans lýsti sér ekki sízt í mjög þrautseign baráttu fyrir kvið- dómum, samkvæmt fyrirheiti í stjórn arskrá Dana, en sætt hefir mótspyrnu af þings og þjóðar hálfu alt til þessa, þótt í lögum sé í flestum stjórnfrjáls- um löndum. Kviðdómarnir eru einn þáttur í dómgæzlu-nýmæli þvl, er ver- ið hefir á dagskrá þar í Danmörku svo tugum ára skiftir og N. vann að manna mest, með frábærri elju og starfsþoli; því maðurinn var hinn mesti afkastamaður og eljan eftir því. Hann var háskólakennari í lögum áður en hann varð ráðgjafi, árin 1858 —1875, við mikinn orðstír fyrir frá- bæran skarpleik og skýrleik í hngsun- um og orðfæri; og eru eftir hann ágæt- ar háskólakenslubækur frá þeim tím- um, aðallega um dómsköp og ýmis- legt, er þar að lýtur. Hann var og Garðprófastur nokkur ár. N. var’hið mesta ljúfmenni í allri umgengni og viðmóti. Við það könn- uðust ekki síður stjórnmála-andstæð- ingar hans en fylgismenn. Hanu vav þingmaður nær 30 ár, og alla tíð mjög mikils metinn og vei þokkaður, þótt oft Blægi f allharðar brýnur með bon- um og andstæðingum hans þar. Hann var, frá því er haon hætti að vera ráðgjafi (1896), konungkjörinn bankastjóri við þjóðbankann í Khöfn og sömuleiðis aðalmaður í stjórn gjafa- sjóðs þess hins mikla, er kendur er við Classen nokkurn. það var til þeB8 tekið, hve ljúfur hann var og góðviljaður Islendingum, er styrks báðust úr þeim sjóði, konum og körl- ura, en þeir munu hafa verið býsna margir, líklegast heldur fleiri en sjálf- stæðissæmd þjóðar vorrar væri vel samboðið, og mun meðstjórnendum hans hafa þótt hann draga þar full- óhlífið taum íslenzkra umsækjenda. Mælt er, að Kristján konungur ní undi hafi á engum sinna mörgu ráð- gjafa haft meiri mætur en N. heitn- um. Nýfundinn hellir. Fáeinir ungir menn hér í bæ, er það hafa gert að ráðí ungmennavinarins Friðriks spítalaprests Friðrikssonar, að temja sér skemtiferðalög á fæti í tóm- stundum sínum, heldur en á hestbaki eða á hjólum, hafa fundið nýlega mikinn og merkdegan helli hér skamt frá höfuðstaðnum, sunnan við Setbergs- hlíð svo nefnda, nærri rétt hjá vegin- um úr Hafnarfirði austur í Selvog. það mun V6ra einn með merkilegustu og fegurstu hellum hér á landi. Áðalhellirinn, þegar inn er gengið, er rúmlega 30 faðmar á lengd og nær 7 á breidd og meira en 2 mannhæðir, þar sem hann er hæstur, en alstaðar vel manngengur. Afhelli fundu þeir félagar lítinn nærri munna aðalhellisins, vel mann- hæðar háan; inn í hann var lítil smuga, er þeir urðu að skríða um inn. En inn úr afhelli þeim lá önnur smuga, er þeir urðu að skríða um á fjórum fótum. þar varð fyrir annar hellir, nær 2 mannhæðir mest og frek- lega 3 faðma breiður, en lengdin nokk- uru meiri. f>ar varð enn fyrir þeim lítil glufa niður við gólf hægra megin. f>eir skriðu 2 inn um hana, og fundu, að þeir voru komnir í stóran helli, en gátu ekki kannað hann þá, með því að ljósfæri þraut fyrir þeim. |>etta var 2. þ. m. Daginn eftir fór með þeim leiðtogi þeirra, síra Friðrik, með ljós og mælivað. Honum reyndist sá hellir vera rúmir 10 faðmar á lengd, nokkuð jafnbreiður allur, 4—5 álnir, og hæðin 2-Q,1^ alin. »Inst inni er hann íhvolfur og hvelfing yfir honum öllum, skreitt smágerðu dropasteins- útflúri. Hellirinn er ekki ósvipaður hvelfdum gangi í kjallarakirkju; gólfið er slétt og fast, og lítið sem ekkert er þar lausagrjót inni«. Síra Fr. þótti hann vera mjög fallegur og þeim félögum. — Svona segir hann frá í Fjallk. 7. þ. m., og greinilegar þó. Komið hafa þó menn áður í aðal- hellinn að minsta kosti, því grjót- garður er þar hlaðinn um þveran hell- inn nær 10 faðma inn frá munnanum, 10 álna langur og V/2 al. hæð mest; þar er og enn dálítill afhellir á vinstri hönd, 4—5 faðma langur, líkastur bás, er högginn væri í bergið, og ligg- ur nokkuð af garðinum í boga fyrir hann. Ekki vottaði fyrir, að fé hefði verið geymt þar inni. J>eir hinir ungu menn, gr hellinn fundu nú, heita Helgi Jónasson, Matt- hías þorsteinsson, Sigurbjörn |>orkels- son og Skafti Davíðsson; hann er trésmiður, en hinir búðarmenn. Göngu- félag sitt nefna þeir Hvat, og eftir því i hefi aúa Friðrik skírt hellinn H v a t s - | h e 11 i. Loftskeytafréttir. þetta eru hin helztu Marconiskeyta- tíðindi frá í gær. Frá Eússlandi. Stjórnin rúss- neska hefir birt frá sér langt skjal, er hefir að geyma stjórnarstefnuskrá henn- ar og lýsir yfir því einbeitta áformi, að koma á aftur friði og reglu í landinu Og láta byltingarmenn kenna á hörðu. Hún heitir einnig að létta af Gyðing- um öllum þarflausum hömlum. Y m s t í ð i n d i. Frá Havana er slmritað, að Palma forseti hafi sent tvo erindreka til að semja um frið við uppreistarhöfðingjana. Taft, hermálaráðgjafi í WashÍDgton, er sagður líklegur til að verða eftir- maður Koosevelts forseta. Landmælingamenn Canadastjórnar segjast hafa fundið mikilsverða gull- ýrða kletta þar sem heitir Peacerinen. Fólk er tekið til að þjóta þangað. Tveir harðir landskjálftakippir fund- ust í dag í Valparaiso. f>ar rýkur odd úr rústunum eftir fyrstu landskjálfta- kippina. Margar misfellur hafa komist upp um þá, sem hafa á hendi stjórn og umsjón yfir Panamaskurðargreftinum. Koosevelt forseti er einráðinn að láta hegna harðlega hirðulausum umsjÓDar- mönnum við það starf. Ritsíminn. Fimtudag 23. f. mán. var lokið sæ- símalagningunni milli Seyðisfjarðar og Færeyja. Hann var lagður fyrst 12^/^ viku sjávar norður þaðan, frá jþórs- höfn, og endinn skilinn þar eftir, fest- ur við dufl. J>á hélt sæsímaskipið til Seyðisfjarðar. f>að heitir Cambris, enskt, og verkamenn á því enskir. f>aðan var síminn því næst lagður suður í haf, 79 vikur sjávar. f>á var komið að Færeyjastúfnum. Kveldið áður en saman næði gerði svo mikinn storm og ósjó, að C a m b r i a varð að hætta og skera frá sér símann, — lagði endann við dufl. En morguninn eftir var veðrinu slotað, og var sam- tenging símastúfanna lokið þá fyrir kveldið, sem fyr segir. f>að sama kveld, 23. ágúst, kom hið fyrsta símskeyti til Seyðisfjarðar frá Færeyjum, með þá frétt, að s/s M j ö 1 n i r, Thorefélagsskipið, væri lagt á stað þaðan áleiðis til Austfjarða, en s/8 P r o s p e r o, milliferðaskip Wat- neserfingja, ókomið cil eyjanna hingað í leið. Laugardag 25. ágúst var fyrirhug- aður vígsludagur sæsímans á Seyðis- firði. f>á var ráðgjafans þangað von. En F á 1 k a n u m, sem hann flutti austur í þeim erindum og frú hans með, legaðist vegna stórviðris. . f>á tók Jóh. Jóhannesson sýslumaður það ráð, að áliðnum degi, að senda kon- ungi símskeyti fyrir hans hönd, um að síminn væri lagður alla leið, og fekk svar daginn eftir. En Seyðfirðingar héldu dýrlega veizlu ura kveldið flatig- ard.). E s k i f j a r ð a r-talsíminn var langt kominn í mánaðamótin síðustu, þessi sem f>órarinn Tulinius stórkaupmaður leggur á sinn kostnað að mestu leyti. Hann var full-lagður spottann milli Eskifjarðar og Búðareyrar við Keyðar- fjarðarbotD í öndverðum f. mán. og langt upp eftir Fagradal seint < mén- uðinum; eftir þá að eins kaflinD það- an að Egilsstöðum, en þangað var landsíminn kominn þá frá Seyðisfirði. Farið var að nota hann til fréttaskeyta milli Seyðisfjarðar og Fskifjarður þann veg, að sent var með skeytin milii efra hluta Fagradals og Egilsscaöa. Af lagning landsímans héðan úr- Kvík norður um land er það að segja, að nú má símtala héðan beint norð- ur á Sauðárkrók. Káðgjafinn gerðk það fimtudaginn var, 6. þ. m. Nú í dag kemst síminn frá Akur- eyri vestur í Hegranes, var símtalað við rítstj. ísafoldar á hádegi í dagf, og kemst sírninn alla leið þangað næstu daga. P o 1 i t i k e n getur þess 27. f. mán,, út af sæsímalagningunni hingað, að nú sé sæsímar Ritsímafélagsius nor- ræua orðnir 7700 mílufjórðuogar á lengd, þar af 3600 í Asíu austan. verðri og 4100 í Norðurálfu. Nú geti kaupmaður í Nagasaki í Japan samið við fiskisala á Seyðisfirði á fáeinum- kl.stundum. Reykjavíkur-annáll. Dánir. Guðmundar Þorsteinsson, af Skipa- skaga, kaupamaður á Elliðavatni, varð bráð- kvaddur á heimleið þangað úr Rvík að- faranótt 1. þ. m. Grímur Magnússon, þbm. á Grundarstíg, bjó áður á Gljúfurholti í Ölfusi, nál. 70' ára, dó 9. þ. m. Fasteignasala. Þessar eru nokkrar meirí háttar húseignir m. fl. hér i bæ, er gengið^ hafa kaupum og sölum á þessu ári: Anna Breiðfjörð selur M. Th. Jensem Sandvíkureignina, að undanskildu ibúðar- húsinu, fyrir 12,000 kr. Benedikt Stefánsson kaupm. selur Árna- Bjarnasyni skósm. nr. 12 á Laugavegi og: nr. 1 í Bergstaðastræti f. 25,000 kr. Bogi Þórðarson kaupm. selur Sturlu Jóns- syni kaupm. og Gisla Þorbjarnarsyni nr. 23 á Laugavegi og nr. 2 á Klapparstíg f. 16,000 kr.. Benedikt Sveinsson ritstj. selur Jens B. Waage o. fl. erfðafestul. Litlaholtsblett við Skólavörðustig (um 1100 □ faðma) á- 10.000 kr. Erlendur Erlendsson kaupm. selur Reinh.. Andersson klæðskera */a húsið nr. 9 við Aðalstræti á kr. 17,415.96. Hlutafél. Eélag8bakaríið i Reykjavík sel- ur Carl Frederiksen bakarameistara nr. 14 i Ve8turgötu f. 9,000 kr. Gunnar Björnsson skósm. selur Ólafk Stefánssyni nr. 45 á Skólav.stig f. 12000 kr, Gísli Jóhannesson selur Sigurði Ásbjörns- syni trésm. ‘/2 húsið nr. 6 við Miðstræti á- 12,000 kr. Helgi Björnsson skipstjóri og Jón Jóns- son selja Benedikt Stefánssyni kaupm. og' Jóni Bjarnasyni skipstjóra nr. 56 á Lauga- vegi f. 9,500 kr. Haraldur Sigurðsson kaupm. selur Bene- dikt Stefánssyni kaupm. og Þorsteini GuDn- arssyni, f. lögregluþj., nr. 44 við Lauga- veg f. 10,000 kr. Magnús Blöndabl húsasmiður selur Chr. Nielsen verzlunarerindreka nýsmíðað hús nr. 8 B i Kirkjustræti f. 31,000 kr. Pétur Jónsson blikksmiður selur Haraldi Sigurðssyni kaupmanni nr. 22 í Vesturgötu f. 23,000 kr. Kaupskipafregn. Hér kom 4. þ. m. segl- skip Evelyn (79, Sv. Thorkildsen) frá Man- dal með viðarfarm til Bj. Gnðmundssonar, S. d. seglskip Progress (135, Iversen) frá Dysart með kolafarm til sama. Því næst 9. þ. m. s/s Inga (200, J. Börre- sen) frá Frederiksstad með viðarfarm til. Völundarfélags. S. d. s/s Capri (343, H. H. Haldorsen),. Thorefélagsskip, kom frá Khöfn og Aust- fjörðum með steinoliufarm tii Sveins kaupm,. Sigfússonar. Loks 11. þ. m. seglskip Burns (293, O, Stokkeland) frá Methel á Skotl. með kola- farm til Bj. Guðmundssonar. Lækning. Björn Bjarnarson Dalasýslu- maður liggur hér í Landakotsspitala. Var gerður á honum holdskurður á laugardag- inn til þess að ná sulli úr lifrinni. Það tókst vel, og heilsast honum eftir hætti. Ritsimastöðina hér i bænum er nú verið að undirbúa í hibýlum póstmeistarans, er verið hafa, i norðurenda á pósthúsinu uppi; hann hefir flutt sig rneð sitt fólk í hiö- nýja hús sitt i Tjarnarbrekku fyrir hálfum mánuði. Ritsíminn t'ær 5 herbergi tii af- nota, og mun það vera vel riflegt, á við það sem gerist auuarst.aðar. Suntl er nú veriö að kennu hér í laug

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.