Ísafold - 12.09.1906, Qupperneq 3
nnum og verður næstu vikur. Sú tilsögn
er einkum ætluð þilsbipamönnum. Kennari
sami og áður: Páll bóndi Erlingsson.
Þilskipafloti Keykjavíknr er nú beimkom-
inn, meiri hiutinn, illa fiskaður heldur úr
siðustu útivÍ8tinni.
Þjóðminningarhátíð
héldu Ve8tmanneyingar 11. ágúst,
í bæði indælu og ákjósanlega hentugu
veðri: hvorki vætu né vindi að mun,
hvorki sólskini né útliti fyrir þurk,
heldur dumbungsveðri.
Hátíðarstaðurinn var samur og áður:
í Herjólfsdal. f>að er dálítil dalkvos
8unnanmegin Dalfjalls á útnorðurhorni
heimaeyjarinnar. þar er í dalkvosinni
miðri lítil tjörn, og sytrar í hana ískalt
og tært vatn úr smálind, er kemur
fram úr göngum, aem fyrir löngu hafa
verið hlaðin upp, en eru nú nær fallin
saman aftur. Fjöll lykja um dalinn
á þrjá vegu, en opnar dyr á móti sól
og suðri. Hér og hvar standa stórir
steinar, sem einhvern tíma hafa hrun-
ið niður úr fjallinu fyrir ofac, og er
einn þeirra notaður fyrir ræðupall.
Útlendingum, sem komið hafa í Her-
jólfsdal, þykir náttúrufegurð vera þar
frábær, og er dalurirn því sjálfkjörinn til
hátíðarhalds, er frarn fer undir berum
himni. Eins og að undanförnu var
ræðu8teinninn skreyttur blómsveigum
og fánum. Danspallur úr timbri var
skreyttur á líkan hátt, og sömuleiðis
hlið, er reist var á þeim stað, er ganga
skyldi inn á sjálft hátíðarsviðið.
Kl. 11 árd. hófst skrúðganga frá
þinghúsinu inn í Dal, og var hersöngs-
lag blásið á lúðra, þar sem vegurinn
var því ekki til fyrirBtöðu, en íslenzka
merkið var borið í broddi fylkingar.
Magnús sýslumaður Jónsson steig
fyrstur upp á ræðusteminn á hádegi
og flutti langa ræðu, í þrernur köflum :
— setti hátíðina, mintist svo hins látna
konungs, og rakti síðan nokkuð af feril
hins nýja konuugs, Friðriks VIII.
því næst talaði Loftur Bjarnason
trúboði frá Vesturheimi fyrir minni
Vestmanneyja. þetta er þriðja sum-
arið, sem hann hefir dvalist hér í Eyj
um nokkuru tfma í hvert sinn, og er
hann því orðinn nokkuð kunnugur lífi
og háttum vor Eyjamanna, enda
ffiátti heyra það á ræðu hans; en auk
þess var bún hlýleg kveðja, því hann
ætlar að sigla áleiðis til Vesturheims
í næsta mán.
þar á eftir mælti Erlendur Árnason
trésmiður fyrir minni bindindisins.
Fór hann ómjúkum orðum um drykkju-
skapinn, en brýndi bindindi fyrir mönn-
um.
þessu næst var miðdegisverðarhlé
í klukkutíma ; mötuðust menn í tjöld-
Um sínum, er stóðu á víð og dreif um
dalinn. — Að því loknu hófust ræðu-
höld á ný.
J>á mælti Halldór Gunnlaugsson
læknir fyrir minni íslands. Hann end-
aði ræðu sína með áskorun um að
hrópa nífalt húrra fyrir íslandi,
ef nokkur sannur íslendingur væri
nærstaddur; en húrrahrópin urðu að
minsta kosti tvöfalt fleiri, því fjöllin
tóku jafnóðum undir með sínu ’úrra
— ’úrra og bjargfuglinn bætti við í
endann: ’ra ’ra 'ra — ’ra ’ra 'ra 'ra
— ’ra ’ra.
Síðan mælti St. Sigurðsson kennari
fyrir minni æskulýðsins. Lagði haun
mikla áberzlu á þann rétt, er æsku-
lýðurinn hefði til náms og menningar.
Loks ruælti Edvard I,1rederiksen fyrir
öhnni kvenna. Vildi hann auka frelsi
þeirra að mun, og þótti kvenfólkinu
t&ð fallega mæit.
Nú var lokið ræðtrm þeim, erþjóðhá-
^ðarnefndin hafði ákveðið og var hver-
iútn sem vildi frjálst að tala eftir það.
Síra Oddgeir Guðmundsson notaði
tækifærið til að leysa upp sinn b ö g g u 1
— svo nefndi hann ræðu sína sjálfur
— og þótti engum spilla það sem í
honum var.
Sungið var nýtt kvæði eftir Gísla
Engilbertsson verzlunarstjóra.
Eftir þetta fóru menn að skemta
sér við ýmislega leiki. Nokkrir menn
glímdu, og hlaut Jónas Jónsson á Múla
hér í Eyjum 8 kr. verðlaun.
þegar kvölda tók, var tekið til að
dansa, og skemtu sér við það fram á
nótt.
Hátíðarhaldið fór vel fram, svo að
eigi hefir betur verið áður. Vín hafa
einstakir menn haft um hönd í fyrri
þjóðminningarhátíðum, til stórleiðinda
fyrir hátíðarsamkomuna yfirleitt, en nú
var naumast hægt að sjá vín á nokkr-
um manni.
Vér viljum ekki leggja þessar sam-
komur niður, því bráðum, ef ekki nú
þegar fara þær að hafa áhrif á félags-
líf vort, og þau áhrif verða áreiðanlega
t> 1 góðs.
St. S.
Marconiskeyta-vanskil.
Vikið var á það í Biðasta bl., að
kynlegt væri, að ekkert skeyti hefði
komið um tilræðið við Stolypin yfir-
ráðgjafa í Pétursborg. Nú kemur frétt
um vanskil á öðru skeyti, sem hér
Begir ; og virðist fréttasambandinu því
vera að fara aftur:
í bréfi dags. 28. f. m. skrifaði hið
sameinaða gufuskipafélag mér á þessa
leið:
•Undir eins og vér fréttum að s/s
Gebes hefði rekist á sker við Fær-
eyjar, sendum vér hraðskeyti til Mar-
coni’s Wireless Telegraph Co. með
beiðni um að tilkynna yður, með loft-
skeyti, þetta óhapp og ráðstafanir þær,
er vér höfðum gjört. Vér höfum nú
fengið tilkynnÍDgu um, að þetta skeyti
hafi aldrei komist til Reykjavíkur,
enda þótt það hafi verið rétt afgreitt
frá Marconistöðinni.
Cebes er nú í aðgerð og verður til-
búin að hefja ferð sína héðan hinn
14. septemberx.---------
Með því að megn óánægja hefir ver-
ið hér í bænum, bæði í blöðunum og
milli manna, út af því, að ekkert loft-
skeyti barst hingað um þennan atburð,
bið eg yður, herra ritstjóri, að taka
þessar línur í næsta tbl. yðar heiðraða
blaðs.
Reykjavík, 10. septbr. 1906.
Virðingarfylst
C. Zimsen
afgrm. Sam. gufuskipafél.
Skipstrand.
Sæsímaskeyti frá Seyðisfirði til
Politiken 27. f. m. segir skipstrand
við L&nganes. það var norskt gufu-
skip, Rapid, frá Kopervig, á heimleið
frá Siglufirði með 1950 tunnur af síld.
Skipshöfn og nokkuð af farmi flutti
færeysk fiskiskúta til Seyðisfjarðar.
Trélím
afbragðsgóð tegund, fæst héðan af
með frámunalega góðu verði, ef 10 pd.
eru keypt í éinu, í
verzl. Godthaab.
Nokkrir göðir Mtaformenn og hásetar
geta fengið góða haustatvinnu yið fiski-
róðra á útveg verzlunarinnar Godthaah.
Gott kaup í boði. Þeir, sem vilja sinna
þep tilboði, snúi sér til verzlunar-
manns Jóhannesar Hjartarsonar við
vetziunina GODTHAAB.
VERZLUNARBUÐ
ásamt skrifstofu og geymsluherbergi í miðjum bænum (nærri sjónum) fæst
til leigu frá 1. nóv. næstk. — Ritstj. vísar á leigjandann.
Ýmsar nauðsynjavorur til daglegra heimilisþarfa
er bezt að kaupa i Aðalstræti 10.
Steinolla!
Á steinolíu, ekki siöur en öðru, býður verzl. GODTHAAB
kjarakauþ). Hinar beztu lampa- og- mótor-olíutegundir,
sem enn eru þektar:
hin alþekta enska
Royal Daylight,
og hin ágæta
Standard white.
Af báðum þessum olíutegundum eru nii þegar komnar
og- verða framvegis til við verzlunina, nægar birgðir.
Hvergi betri kaup á steinolíu,
bæði í storsölu og smásölu,
en í verzl. CrOJDTHAAB.
Smjörhúsið nr. 1 viö Grettisg.
dlgcetí isl rjomaSússmför á 25 a. pé.
<3ott margarim á 24 a. pó.
€ffioynió *ffalsmargarine, natfo 42 a. pó.
þaó er Bezfa margarínió i &eyRjaviR