Ísafold - 15.09.1906, Blaðsíða 1
ffiLetmir nt ýniist einn sinni efia
cvÍEY. i viku. Yerð árg. (80 &rk
minnst) 4 kr., erlendis ð kr. eða
1 'I, doll.; borgist fyrir miðjsr
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bnndin við
áramót, ógild nema komín sé til
átgefanda fyrir 1. október og kaup-
andi skuldlaus við blaðið.
Afgreiðsla AusturstrœtÁ S.
XXXIII. árg.
Reykjavík laugardagimi 15. september 1906
59. tölublað.
Verzl. Edinborg
i Reykjavík.
®®®®0® Nií gengur það! 00000®
Aður en gufusk. Ansgaríus fór, í gærkveldi, fermdur innlendum vörurn,
saltfiski, var URANIA komin, með fullfermi af alls konar útlendum nauð-
synjavörum.
Vér viljum í þetta sinn aðeins benda á ósköpin öll af vörum, sem
komnar eru í
vefnaðitryðriideildina:
t. d. efni í vetrargardínur, tilbúnir k,jólar, barnakjólar,
barnakápur og enska vaðmálið, allar tegundir.
Bftir tíu ár.
Úr ferð um landskjálftasvœðið frá 1896
1.
Landflkjálftasumarið minnisetæða,
tyrir tíu árum, ferðaðist eg um Suður-
■iands-undirlendið, ekki eina ferð, held-
iur tvívegis, fyrst hressingarferð mjög
skömmu á undan landskjálftunum, í
■ágústmán., og því næst rannsóknarferð
eftir þá eða þó heldur í þeirn miðjum.
Nú í sumar, réttum tíu árum eftir,
■fýsti mig að kanna aftur þær hinar
sömu fornar slóðir, og forvitnast um,
hvort mikil eða lítil væri enn sýnileg
-verksummerki eftir þau voða-tíðindi, og
þó einkum hitt, hverjum stakbaskift-
■nm bygðin hefði tekið á tíu árum
Eg lét verða af því nú fyrir hálfum
mánuði.
þar er þá skjótt frá að segja, að
’bein verksummerki eftir landskjálftana
eru mjög svo horfin víðast hvar. En
umskifti að öðru leyti svo mikil og
svo ánægjuleg, að betri skemtiferð hefi
eg ekki farið á æfinni. Stakkaskiftin
ein út af fyrir sig, sýnileg og áþreifan-
leg, eru æríð gleðiefni. En þar við
bætist gestrisnin íslenzka í sínum al-
gleymingi, þar sem ekki einungis á
sannast um hvern húsráðanda, að
»bÚ8ÍnB fram þann bezta setur forða«,
heldur er leikið við gestinn á alla lund,
meðal annars með hestlánum til léttis,
þótt ferðamaður sé allvel ríðandi, með
8jálfboðnum fylgdum, þótt fylgdarmann
hafi, ef vandratað er minstu vitund, og
með vinaföruneyti hins vegar hálfa og
Reila daga, og — nætur með, ef seiut
er verið á ferð. En hitt ber þó af
öllu. því er til yndis má verða á slíku
ferðalagi, að sjá nær á hvers manns
yfirbragði ánægju í stað örvilnunar,
lífsfjör í stað mæðudrunga, vongleði í
stað víls, traust á sjálfum sér, forsjón-
inni, og, um fram alt, liggur mér við
að segja, traust á — 1 a n d i n u, sem
hún hefir valið þjóðinni til lífsfram-
dráttar endur fyrir löngu, í stað ör-
væntingar og vantrausts á öllu saman,
sérstaklega ótrúar einmitt á landinu,
á framtíð þess og þjóðarþrifum.
Lc .far aý |>au eru ekki mikil að sjá,
verksum- merkin eftir sjálfa land-
merkjum. skjálftana, menjar þeirra á
yfirborði jarðarinnar.
Jarðsprungurnar á Skeiðuuum og
víðar eru enn til sumar. Hinar minni
háttar eru grónar saman.
þ>að er á Laudinu, sem mest ber enn
á landspjöllunum.
|>ar er Skarðsfjafl, sem sagt var um
að hefði, í fyrstu landsskjálftunum,
26. ág. 1896 um kveldið, »hrist sig og
skekið eins og skepna af sundi dregin«.
f>að var áður grasí vaxið víða upp
undir brún, sumt af því slægjuland.
En á ekki færri en 12 stöðum tóku
sig upp stórar spildur úr hlíðunum og
hentust niður á jafnslóttu. Túnskák
stóð eftir af Skarðstúni, er áður var,
austan í fjallmu, eu sú jörð, prestset-
ur, eyddist í sandfoki kringum 1880 —
staðurinn færður þá austur frá fjalliuu
góðan spöl. Skáb þessi, á að gizba
tvær dagsláttur, tób sig upp og send-
ist niður á jafnslóttu, lá þar í breiðu,
sundurtætt að vísu, en talsvert vissi
upp af grassverðinum, til að sjá (Isaf.
% 1896).
Eg kom sömu leið á Landið nú og
fyrir 10 árum, austan af EangárvöIIum,
yfir Rangá ytri hjá Kaldbak, og blasti
þá enn við fleiðrið mikla austan í
Skarðsfjalli, þótt farið væri að skyggja
lítið eitt. Slík svöðusár eru seingróin,
sem vonlegt er.
Hlíðina útsunnan í fjallinu, upp frá
Hvarami og þeim bæjum, sá eg nú
ekki fyr en morguninn eftir. þar hafði
hrunið orðið mest, einkum í Hvamms-
landi. þar var það eem eg reið (fyrir
tíu árum) fram hjá hruninni spildu,
sem var á að gizka- 150 faðma breið,
en flagsbellan leirgul eftir uppi f hlíð-
inni, og var þar slægjuland áður, töðu-
gæft hey, er hirt hafði verið kveldið
fyrir landsbjálftann.
Skellan sii var enn ógróin mestöll;
en svarðarrústirnar fyrir neðan farnar
nokkuð að jafnast.
Enn gefur að líta flagskellurnar upp
frábænum í Hvammi, hverja við hlið
ina á annari, og grassvarðarrústirnar
fyrir neðan hálfgrónar.
— Ekki veit eg enn, hvað það var,
sem hvíslaði að mér að láta reka hest-
ana mína burt frá hlíðinni og niður á
flatirnar landskjálftakveldið, sagði
Eyólfur við mig um daginn. f>eir voru
þar allir í þvögu, hestarnir af heimil
inu, eftir brúkuu um daginn, beint þar
fyrir neðan, er stærsta spildan tók sig
upp 1—2 stundum síðar, og sendist
niður í hvamminn ofanverðan. þar
hefðu hestarnir orðið allir undir, ef
óreknir hefðu verið þaðan, þegar Iattd-
skjálftahviðan mikla skall á.
Einhvern dag í haust sem leið kem-
ur vinnupiltur í Hvammi inn til hús
bóudans og segir í órafári:
— Jörðin er nærri búin að gleypa
hann Skjóna!
f>etta var satt. Skjóni hékk á bóg-
unum niðri í jarðsprungu rétt hjá
hlöðunni austan við íbúðarhúsið, 10
ára gamalli, eftir landskjálftana 1896,
sem hemað hafði yfir og enginn vissi
af, eða þá að búið var að gleyma að
nokkurn tíma hefði til verið. Hún lá
niður eftir öllu túni, er að var gáð.
Eitthvert hið mesta mein, sem land-
skjálftarnir gerðu í Hvarami, var það,
að jörðin gleypti læk, sem þar rann
rétt fyrir sunnan tvtnið og lá mjög vel
við til áveitu á flatirnar þar. Gleypti
hann lengst uppi á fjalli, Skarðsfjalli,
og hefir hann aldrei komið upp síðan.
Farvegurinn nú skraufþurr alla tíð,
nema ef það er í leysingum á vorum.
En alt um það hefir Eyólfur bóndi
grætt út 11 dag8láttur einmitt þeim
megin við túnið, sem lækurinn rann.
f>að er einn lítill vottur um jarða-
bótaframkvæmdiruar á landskjálfta-
svæðinu á hér umræddu tímabili.
Eramhald pistla þessara flytur mehal
atmars smá-kapitula nm vagnferðir og
rjómabú, — nm húsabœtur á land-
skjálftasvœðinu, — um bú á 3 hdr. koti
— nm Lands-höfðingjann, — ætlar aldrei
að hœtta, ])etta h.! um járnbraut eða
höfn (á Eyrarhakka), — um trúna á
landið. B. J.
Heiðursgjafir
úr Styrktarsjóði Kristjáns konungs
níunda hefir ráðgjafinn veitt í þetta
sinn þeim Á g ú s t óðalsbónda H e 1 g a-
s y n i í Birtingaholti og G í s 1 a A.
Sigmuud8syni, bónda á Ljótsstöðum í
Skagaf., 140 kr. hvorum, fyrir framúr-
skarandi dugnað í því, er að búnaði
lýtur.
Talsímaleyfi
hefir ráðgjafinn veitt 28. f. m. Akur-
eyrarkaupstað -— leyfi til að stofna
og starfrækja talsímasamband þar um
baupstaðinu til ársloka 1907, með
nánara tilteknum skilyrðum.
Járubrantin austur.
Hr. þorvaldur Krabbe manDvirkja-
fræðingur er nýlega heim kominn úr
skoðunarferð sinni um leiðina héðan
upp eða austur í Árnessýslu til járn-
brautarlagningar, og hefir ísafold átt
tal við hann um það mál.
Vandlega rannsókn og mælingar
hefir hann ekki getað gert á svo
8bömmum tíma, heldur að eins kynt
sér lauslega og til bráðabirgða, hvernig
til hagar um fjall-leiðina austur og
bygðina næstu.
þrjár leiðir eru hugsanlegar: Lága-
skarð, Hellisheiði og Mosfellsheiði.
Lágaskarð er brekkuminna en Hellis-
heiði. En þar er snjóþungt á vetrum
og þröngt heldur til sneiðinga, auk
þess 8em endilangt Olfusið lengir þá
leið til mikilla muna.
HeUisheiði er bæði brött nokkuð
að austan, þótt Kambar verði ebki
faruir, heldur Varmárdalur, og hitt
þó engu betra, hve langur er atlíðand-
inn upp á beiðina hérna megin, og
hann of brattur fyrir járnbraut, —
verður að sneiða hann mikið til þess
að fá hæfilegan járnbrautarhalla, eu
| til þess heldur þröngt sumstaðar. Sá
annmarki á og við um Lágaskarð að
nokkru leyti.
En það sem hr. f>. Kr. finnur mest
að þessum leiðum báðum, er, hve mik-
ið af þeim er um óbygðir, um fjöll og
firnindi.
Hann segir, sem satt er og hverjum
manni skiljanlegt, að jafnan eigi að
hyllasttilað láta járnbrautir liggja, um
bygð, ef auðið er, eða þá byggilegt
land, þótt óbygt sé.
Fyrir því, meðal annars, hallast hann
helzt að Mosfellsheiði, — þó ekki
Mosfellsheiðarveginum vanalega, því
hann er sama óbygðin eins og Hellis-
heiði eða Lágaskarð, heldur um hana
þvera, úr Mosfellsdal upp Gullbringur
og yfir að þingvallavatni, annaðhvort
hjá Heiðarbæ eða þá niður Jórukleif og
að Hagavík. þaðan liggi brautin því
næst niður Grafning og ofan með
Ingólfsfjalli alla leið að Olfusárbrú.
þessi leið segir hann að sé öll til
muna óbrattari en fjallvegirnir héðan
austur í Olfus, nema ef til vill á stutt-
kafla, sem sé niður Jórukleif, e f hún
sé farin, heldur en nokkuru norðar
betur, nær Heiðarbæ. Og verulegar
torfærur sé þar hvergi. f>á liggur og
brautin öll í bygð eða eftir byggilegu
landi, nema haftið stutta um Mosfells-
heiði þvera.
— En er ekki þetta nærri helmingi
lengri leið en hinn vegurÍDn, beint
austur í Ölfus héðan ?
Svo mun margur spyrja, sem ekki
hefir kynt sér Iandsuppdráttinn.
það sést á honum, að munurinn er
á að gizka ekki meiri en sem svarar 1 /G.
það eru 60 rastir (km) eða að kalla
8 mílur réttar úr Reykjavík spölkorn
austur fyrir Ólfusárbrú.
En 75 rastir eða hér um bil 10 míl-
ur réttar virðist vegarlengdin vera hina
leiðina — héðan upp í Mosfellsdal,
upp Gullbriugur, yfir um Mosfellsheiði
að þingvallavatni, niður Grafning og
ofan með Ingólfsfjalli að Ölfusárbrú.
f>ar við bætist, að svo mikla sneið-
inga getur þurft að gera á braut, sem