Ísafold


Ísafold - 19.09.1906, Qupperneq 1

Ísafold - 19.09.1906, Qupperneq 1
yCenrar út ýmist einn sinni eöa tvisy. í vikn. YerÖ árg. (80 ark, minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa l1/, doll.; borgist fyrir miöjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin víÖ áramót, ógild nema komín sé til átgefanda fyrir 1. október ög kaup- andi skuldlans við blaðið. Afgreiðsla Aunturstrœti 8 XXXIII. árg. Reykjavík miðvikutlaginn 19. september 1906 60. tölublað. I. 0. 0. F. 889218'/* Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 i spítal. Forngripasafn opió á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2*/* og ö1/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */» siðd. LandakotskirkjA. Gubsþj. 91/* og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—6. Landsbankinn 101/*—21/*. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Landsskjalasafnið á þrdn fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. ^áttúrugripasafn á sd. 2—8. 'Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.ogS.md. 11—1 Fataflðaplubðturinn REVKJMIK fer upp í Borgarnes 23. sept., 3., 10., 18. og 23. okt.; Suður í Keflavík uj. m. fer hauu 27. sept., og 6., 15. og 27. okt. Ingölfsmyndin og Einar Jónsson. Eitt félag gefur 2,000 kr. Tillaga ísafoldar um daginn um að sinna Einari Jónssyni og Ingólfsmynd hans hefir fengið fyrirtaks-byr. Ailir, aem á það mál minnast, taka mjög vel i það í orði, og allar horfur á, aðeins verði á borði, ef marka má, hve stór mannlega runnið er á vaðið. E i 11, að eins e i 11 af ótal félögum 'hér í bænum hefir gert sér og Beykja- vík og Iandinu þann sóma, að gefa beint úr sínum sjóði 2000 kr. f>að er Iðnaðarmannafélagið. f>ar bar málið fram Jón Halldórsson atofugagnasmiður, einn í trésmiðafirma Bigurjón Ólafsson & Co., maður, sem íarið hefir viða um lönd og dvalist langvistum meðal annars í einum heims-höfuðstaðnum, Berlín, sér til frama og fullkomnunar í sinni iðn, hefir því séð mikið af heimsins fræg- ustu listaverkum og lært að meta þau, líklega töluvert betur en þorrinn af svonefndri »lærðri« kynslóð vorri. Hann flutti málið vel og skörulega. Stjórn félagsins tók undir eins mjög vel í það. Hún stakk fyrst upp á 500 kr. gjöf úr félagssjóði, ekki af því, að hún væri ekki rauuar meðmælt töluvert meira, heldur vegna sparnað- arábyrgðar sinnar öðrum félagsmönnum framar. Sveinn Jónsson húsasmiður (frá Vestmanneyjum) tók þegar öfluglega í þann streng, og stakk upp á 2000 kr. Sagði, sem satt var, að ef félagið hugs- aði til að taka að sér forgöngu þessa máls, sem hann var eindregið á, þá mætti það ekki vera smátækara en þetta. Annað mál, ef svo hefði ekki verið. Sú tillaga var, eftir nokkurar umræð- Ur og óvenju-fjörugar, samþykt með ö 11 u m atkvæðum, þar á meðal fé- lagS8tjórnarinnar; og var á fundi mikill meiri hluti félagsmanna, en þeir eru um 150. Fundur fjölsóttari en dæmi sru til um langan tfma. pví næst var eamþykt, að félagið tæki að sér að standa fyrir frekari samskotum í þessu skyni, og var tal- að um meðal annars að efna til tom- bólu hér í haust, Húsnæði til allra skemtana, erhald- nar kynnu að verða til að afla fjár til Ingólfsmyndarkaupanna, samþykti fé- lagið ennfremur í einu hlj. að láta í té ókeypÍB. Fastlega var ráð fyrir því gert, að ekki yrði farið út fyrir Reykjavík í samskotaleit til þessa fyrirtækis, og umfram alt: ekki til þingsins. En vitaskuld vel þegið, ef einhverir sæmd- armenn utan Beykjavíkur legðu fram fégjafir ótilkvaddir, smáar eða stórar. Loks var kosin nefnd til að standa fyrir samskotunum o. s. frv.: Sveinn JónBson, Jón Halldórsson, Magnús Benjamínsson, Magnús Blöndahl og Kn. Zimsen (formaður Iðnaðarmanna- félagsins). — það er sem fyr segir, að 2000 krónurnar á að greiða beint úr sjóði félagsins. Auk þess má ganga að því vísu, að ýmsir félagsmenn gefi frá sjálfum sér að auki, eða svo hefir heyrst. Er það tekið fram Iðnaðarfélagsmönn- um til enn meiri sóma og — öðrum til fj'rirmyndar. Lauslega er gizkað á, að 20,000 kr. muni myndin mega til að kosta. Meira vitum vér.ekki. þetta eina félag, Jðnaðarmannafélag- ið, hefir þá, ef sú áætlun lætur nærri, lagt fram úr sínum sjóði beint ^io hluta alls fjárins. 40 ísl. þilskip segir Norðurl. að stundi síldarveiðar nyrðra, þar af 18 af Akureyri. En flest smá, 10—40 smálestir. Tvö hafa hjálparvél. Auk þess hafi Islendingar leigt 2 norsk gufuskip til sildveiða með hringnót; þriðja gufuskipið er íslenzk eign, en skipshöfn norsk mestöll. Veiðiaðferðina þá, með hringnót, hafi íslendingar ekki lært enn til fullnustu. Ritsíminn. Norður á Akureyri tókst að símtala í gær, og þaðan að Hofi í Vopnafirði. En þar í milli og Seyðisfjarðar var eitthvað að, svo að ekki tókst að ná tali þangað eða þaðan. Skaöaveöriö um daginn, aðf.nótt 13. þ. m., kvað ekki hafa náð til Vestfjarða. Haft eftir fiskiskútum, að þar hafi verið logn eða hægviðri. Mælt er að ekki muni menn eftir meira veðri né sjógangi á Eyrarbakka og Stokkseyri en þá nótt. Sjór gekk upp yfir alla varnargarða. þrettán opin skip brotnuðu á Eyrarbakka, og 17 á Stokkseyri. Kirkjan í Odda færðist á grunni um 2 þuml. Hún hefir aldrei hreyfst neitt áður. Loftskeytafrettir 18/o Frá Rússlandi. Keisari og drotning hans eru farin á stað með fólk sitt (börn) í skemti- ferð um Kyrjálabotn nokkra daga, og eru þeír i för með þeim, heimilisráð- gjafinn og herflotamála. Stúlkau, sem skaut til bana Minn bershöfðingja, var hengd í gær. f>egar snaran var lögð um háls henni, hróp- aði hún: Lifi þjóðfélagsbyltingin og landeignafrelsi! Komin er á aftur kyrð og spekt á í Siedelece á Póllandi. Fólk hefir forðað sér burt vxr bænum þúsundum saman. Óeirðarseggir fluttir til Varsjá. Mörg hryðjuverk framin þar. Yfirmaður yfir aðkomumannadýflissunni myrtur. Uppreisnin á Cnba. Stjórnín í Washington (Bandaríkj.) hætt að draga úr því, hve alvar- legt er ástandið á Cuba. Er mælt, að (herskipið) Desmoines sé viðbvvið að taka við á skipsfjöl Palma forseta, ef nauðsyn ber til. Brynsnekkjan Denver frá Bandaríkjum kom til Havaua og hleypti þar á Iand hundrað flotaliðs- mönnum; þeir gengu brátt á skipsfjöl aftur, en skildu eftir á landi dálítinn sendiherra-varðflokk. Síðari fréttir bera með sér, að óðum syrtir að þar á Cuba. Bandaríkjaher- lið gengið á land í Chienfuegos, sem er umsetin af uppreisnarmönnum. Sam- baudsþingið hefir á aukaþingi veitt Palma forseta fulla heimild til þess að re.ka hernað (gegn uppreisnarmönnum). Roosevelt forseti hefir gert stjórninni á Cuba viðvart um, að eina leiðin til þess að komast hjá íhlutun Banda- ríkja sé, að koma á aftur reglu innan- lands og halda uppi friði. Taft hermálaráðgjafi (Bandar.) og Bacon undirráðgjafi leggja á stað á morgun áleiðis til Cuba, til þess að rannsaka, hvernig högum horfir þar og hjálpa til að koma þar á reglu. Fjór- ar brynsnekkjur eru á leið til Cuba í viðbót. Síðustu fréttir segja, að stjórnar- höfðingjum á Cuba líki vel framkoma Roosevelts forseta. f>eir séu undir niðri hlyntir íhlutun hans. Frétt er um harða orustu þar sem heitir Alcauo. Stjórnarmenn eigna sér sigur þar. Mikið gengur á fyrir flotastjórn Bandaríkja. Höfuðorustuskipin Louis- iana og Virginia eru látin í haf með innsigluðum fyrirskipunum. Skipshöfn og liðsmenn eru um 800 á þeim hvoru um sig. Prá ýmsnm lönduni. T y r k i r hafa pantað 50 Maxim- fallbyssur frá f>ýzkalandi, en ónýtt fyrirhugaða pöntun á jafnmörgum fall- byssum með annari gerð frá Frakklandi. Landskjálftakippi verður enn vart við í Chile. Biobo-elfi hefir fiuzt vvr farveg sínum vegna þess, að jörðin hefir lyfzt upp. Birt hérstjórnarfyrirskipun á E n g- 1 a n d i, þar sem herforingjaráðinu er fengið í hendur vald til að ráða al* mennri tilhögun á hernum, sjá um, að hernaðarvísindi séu tekin hæfilega til greina og hermensku hagað eftir þýzkri fyrirmynd og japanskri. Hertogafrúin af Connaught, mágkona Játvarðar konungs, og dætur hennar voru á bifreiðarferðalagi hjá Hounslow, skamt fyrir vestan Lundúni, og ráku sig á pilt, er meiddist svo mikið, að bann beið bana af. Hinrik keisarabróðir hefir verið skipaður höfðingi yfir öllum vígum herskipastól f>jóðverja. Falliéres Frakklandsforseti er farinn suður í Marseilles. Sérstaklegrar var- úðar er gætt á því ferðalagi hans, fyrir hótanir óstjórnarliða. Hann er látinn ferðast í brynjuðum vagni og sprengi- kúlnatraustum. Bandalag óháðra kjósenda í N e w Y o r k hefir tilnefnt William Hearst (ritstjóra) til ríkisstjórakosningar í New-York-ríki í nóvember. Strokleðurs-stórgróðabandalagið í Bandaríkjum hefir keypt stóra Lund- únaverzlun með þá vöru. Mælt er, að það sé síðasta stigið til þess að fá umráð yfir öllum óunnum strokleðurs- birgðum í heimi. Reykjavíkur-annáll. Bankarnir. Landsbankinn átti úti, er síð- ast var saman lagt, nú fyrir skemstu, 6 milj. og 400 þús. kr. alls og alls. Mánuð- ina júní og júlí átti hann um 1 milj. úti í tómum vixlum. Þ a r var þó íslands banki enn drýgri. Hann átti úti i júlílok 1 milj. 400 þús. kr. í víxlnm eingöngu. Dánir. G-ísli Guðnason skölapiltur hér í 4. hekk, reykviskur, lézt 15. þ. m. Helgi Jónsson, háseti á fiskiskútunni S v a n, er á Jón á Bakka Guðmundsson, en fyrir ræður Jón MagnússoD frá Miðseli, 16—17 vetra piltur, frá Bárugerði á Miðnesi, druknaði (tók út) fyrir fám dögum. Póstferó héðan norður og vestur 17.þ.m. frestaðist um 1 dag, með því að gufúb. Eeykjavik gaf ekki i fyrra dag upp i Borg- arnes. Komst ekki fyr en i gær. Veðrátta. Stormur og rigning aftur kom- in á sunnud., og hefir sá veðrahamur'hald- ist siðan. Þó rofað til endrum og sinnum. Gránufélagið. f>að er í æðistórri skuld til hius gamla aðalumboðsmanns síns í Khöfn, F. Holme stórkaupmanns, um 425 þús. kr., og mun þó hafa veriðjenn meiri fyrir 10—12 árum, um það leyti er kaup- stjóraskifti urðu í félaginu : Tr. Gunn- arsson fór frá, en Chr. Havsteen tók við. Kostur er á að fá nobkuð upp gefið af skuldinni, ef hitt er greitt bráðlega. Frekari samninga þar að lútandi var kaupstjóra falið að leita, á félagsfundi, á Oddeyri 18. f. m. Talið er, að félagið eigi útistandandi um milj.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.