Ísafold - 19.09.1906, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.09.1906, Blaðsíða 3
ISAFOLD 239 Fórn Abrahams. (Frh.). — Já, það er svo að sj'á, sem hér í nánd sé einhver, er imyndar sér, að beÍDÍn í honum séu úr óvanaiega góðu efui gerð. Hlutaðeigandi ímyndar sér víst, að hann þoli hvað sem er, til dærnÍ8 að tíu skozkir hnefar rannsaki hauskúpuna hans. — Vel segir þú, og trúað gæti eg því, &ð hann sonur hennar mömmu þinnar ætti kollgátuna, anzaði riðilstjórinn, og lét sem haun hvorki sæi Bleukins né heyrði. Blenkins sá nú, að hvergi nærri var öll þraut úti; eu þessi mótþrói, er hann Varð fyrir hjá förunautum sínum, veitti honum tóm til að hugsa sig um, og þegar hann hafði gert það, breytti hann til. — Riðilstjóri! tók hann aftur til máls, svo vÍDgjarnlega, sem honum var framast lagið. Mac Dunn sneri sér að honum og tók á BÍg mesta undrunarsvip, alveg eins og hann hefði nú fyrsc tekið efcir návist Blenkins. — Herra minn góður! sagði hann með einstaklegri kurteisi. Fötin á yður eru í hörmulegu ólagi. Má vera að það sé venja yðar, að gauga svona til fara. Mér er ókunnugt um háttu yðar, en það er mér hugarhaldið, að menn sem fá að hafa samneyti við hermenn úr einni Hálandasveit henn- ar hátignar drotningarinnar, gæti hæfi- legs siðlætis. f>egar þér eruð búnir að koma fötunum á yður í lag, getið þór farið að skeggræða við okkur. Riðilstjórinn strauk ljósleitt yfir- skeggið og hermennirnir skellihlógu. Blenkins vók sér ofurlítið frá og eyddi hálfri mínútu til að koma flíkun- um á sér í nokkurn veginn viðunan- legt lag. |>ví miður har fyrirhöfn hans mjög lítinn ávöxt. Hann sá líka, að það var ekki til neins að reyna það. Hann hætti því við það, en segir, held ur öDUgur: — þér neitið þá að hlýða mór? — Eg neita engum hlut. Eg bið yður að fara til fjandaus! Tala eg nógu skilmerkiiega? — Eg ekal eigi gleyma háttalagi yðar, riðilstjóri. — Kg er yður mjög þakklátur fyrir þetta loforð, og þór skuluð einkis missa í, þó að eg muni eftir því. Blenkins gnísti tönnum og bölvaði því óhappi, að valist höfðu Hálendingar honum til föruneytis í þennan leiðang- ur; það var alkunnugt um þá, að þeim var illa gefið um lögreglustörf. En aðra hafði eigi verið hægt að fá, og hann hafði því lagt af stað með þá. — J>að er svo að sjá á framkotnu yðar, góðiherra! sagði riðilstjórinn, að þér hafið hagað yður dáfallega þarna ínni. Við ætlum nú að hafa okkur á braut, en eigi væri fjarri lagi að við litum eftir áður, hvað þér hafið gert yður til gaman8. Mac Dunn lagði byssuna á handlegg Bér og gekk að riðinu. Blenkins glotti við; því næst fietti hann frá fötunum og sýndi á sér bert bakið, svo sem það var útleikið. Hann bugsaöi sig ekkert um. — Að gera ser til gamans, kallið þór þetta að gera sér til gamans, ha? Bermennirnir þyrptust að honum og háðuleg fyrirlitnig sú, er þeir höfðu sýnt honum áður, breyttist ekki beint í meðaumkun, en þá í gremju út af því, að maður, sem þeir höfðu átt að vernda, skyldi hafa verið svona leikinn. Einkum var Mac Dunn mikið í °iun eyða öllum menjum þess, er hann hallaði ofurlítinn misskilning, og hvísl- aði vandræðalega: — f>ví hrópuðuð þér eigi á okkur? spurði hann loks. — Lítið á, lítið á hvernig þessi hund- ur hefir farið með frjálsau enskan borg- ara, einn meðal tryggustu þjóna drotn- ingarinnar! kallaði Blenkins og sneri sér í kring, svo að ekkert skyldi dyljast áhorfendunum. — Þér eruð tiltakanlega ekki þokka lega útiiCandi, sagði Mac Ginms. — þetta er kallað að marmórera, mælti Craggs, sem með því viidi gefa hinum í skyn, að hann kynni til mál- araiðnar. — Hví veittuð þér eigi viðuám maður? getið þér útskýrt þaö fynr mér? — Hanu kom mér að óvörum, sagði Blenkins Cil að afsaka sig. — Er hann með vopnum? spurði riðilatjórinn þurlega. Dimmrautt ský la yfir veðurbörðu andlitinu á honum, og það var auðséð að hann var að hugsa sér eitchvaó. Blenkins gaut augum illfyglislega og svaraðl: — Hann hefir ekki önnur vopn en nykurskinnskeyrið; en vanð yður á því. Hann hataði að vísu van der Hath, en riðilscjórmu hatði smanað hann, og flaug gegnum heila hans eins og eld- íng að jalngotc væri að þeir skyCi hvor á annan. Eæn svo, aö Mac Dunn fengi sar eöa bana, þá þótti Bienkins þaó vera honum ekki nema hæfilegt; hann hafði fimm menn tii umráða, og þeir mundi víst verða viðráðanlegri, þegar næsti ytirmaðurinn væri frá; og van der Nat væri hægt að sjá fyrir, ef hann sýudi at sér óskunda. Mac Dunn sá svipinn í augum hans og skildi hvað það merkti. Hann virtí fyrir sér njósnarann með fyrirlitning arsvip og ögrandi augnaráði, og gekk svo upp riðið, en sagði þó fyrst: — Haldið ykkur í fjarlægð, piltar; þetta mál skal eg úckljá einn. Hann hraCt upp hurðinni og gekk inn. Tveim mínútum síðar kom hann út aftur og skipaði fyrir í alvarlegum róm: — Snúið ykkur við, af stað! Hann leit ekki við og gekk stórstfg- ur leið sína. Hermenuirmr fylgdu honum, þótt ekki skildu þeir nokkurn hlut í þessu. En hin mikla alvara riðilstjórans hafði sín áhrif á þá. BlenkÍDS stóð orðlaus eitt augnablik og blíndi á þá. Síðan slóst hann höktandi í för með dátun- um. — Mac Dunn riðilstjóri! eg skal skýra frá, hvernig þér hagið yður, eg .. . Riðilstjórinn gerðist enn stórstígari. — Riðilstjóri! æpti Blenkins; þér handtakið van der Nath merkisvald.... — Hraðfeta! skipaði riðilstjórinn fyrir og sýndi að honum var alvara; því hann hljóp við fót og losaðist þann veg við návist Blenkins. Blenkins sá uú, að haun mátti til að verða samferða. Hann höktaði másandi áfram fáeina faðma, stendur því næst kyrr náfölur af bræði. — f>ið neitið þá að hlýða? hrópaði hann til hermannanna; en þeir tóku til fótanna heldur freklegar en nauður rak til. Blenkins fekk ekkert svar við spurn- ingu sinni; förunautar hans höfðu sýni- lega gaman af að espa hann á allar lundir. það er ilt að segja, hvað BleDkins hugsaði nú ; hann leit aftur langeygður og í heiftarhug, og virtist detta í hug allrasnöggvast að snúa aftur, en óttinn aftraði því. Hann fór að hlaupa aftur til að ná í .hermennina og hélt sér í nánd við þá, önugur og hljóður. f>að var auðséð að honum þótti ekki hefndin svo mikilsverð, að hann vildi hætta lífi sínu hennar vegna. Hann varð að fresta henni í bráð, og hann hét L sjálfum sér, að koma brátt aftur, en með öðru föruneyti. Sveitin hélt áfram. Riðilstjórinn beit í yfirskeggið og gaut í bræði horn- auga cíl Blenkins, er leit í móti jafn óhýru auga, — þið munið víst, piltar, hvernig þessi fjandaus tilvik hófust, sagð Mac Dunn alt í einu, því hann gaC eigi þagað lengur. — Ha, rumdi í Kenzie; haun visti ekki hvað riðilstjórinn átti við; og sama umluðu hinir allir. Já, það var þannig, mælti hann og leit reiðulega til Bleukins: Snemma í morgun gerði Mac Pherson höfuðs- maður mér orð. Hann hafði verk handa mér og nokkrum öðrum, og það var auðséð að hann 7ar í meðallagi ánægður fyrir okkar hönd. — Eicthvert óþokkaverkið aftur, herra höfuðsmaður? spurði eg. — þetta sama og vaDt er, mælti hann og hrækti frá sér. Td þess aö árétta orð mín, skyrpti Mac Dunn frá sér grunsamlega nærri Blenkins. — Hér er 3kipun frá aðalstöðinni, mælti höfuðsmaður og sýndi mér blaðið. Liðsafli lögregluherfylkisins er ónógur; þér verðið að hjálpa því. — Margfaldar þakkir, sagði eg og skyrpti sjálfur. Hann sá, að Blenkins hirti ekki um að halda sig mjög mærri, og þá kærði hann sig eigi lengur um að sýna hvernig hann hafði hagað sér. — Já, sagði höfuðsmaðurinn og stundi við; oss hefir verið boðið út til að berjast, og vér fáum varla annað að gera en að vera lögregla; það er hart fyrir heiðarlegt skozkt hjarta; að hugsa til annarrar eins óveru; en skipunin er skýlaus. — það er ekki skemtilegt að þvo 8kítinn af leppum herliðsins, sagði eg. — Nei, nei! sagði hann. En uú er því svo háttað, að hér er bölvaður áfengisspiltur bófi, sem heitir Jenkins — sagði hann eigi Jenkins, Kenzie? — Eg held hann hafi sagt Blenkins; en vera kann að mér skjátlist. — Spurðu þenna herra þarna ! sagði Craggs, sem líkaði gamanið vel og benti á þann, er um var rætt. Blenkins greikkaði sporið svo, að hann heyrði eigi lengur til þeirra. — Já, það var víst Blenkins, sagði riðilstjórinn og leit óhýrura augum til mannsins fyrir framan þá, er skalf af bræði. Blauður og undirförull njósnari, er skríður í skugganum, en hleypur langar leiðir undir eins og hann heyrir byssuhvell. Hann hefir verið barna kennari suður í Höfðalýðlendu, en kom út úr fullur upp í kennarastólinn nokkrum sinnum, og hann lét jafnvel ekki ungar telpur vera í friði, svo að þeir þar ráku hann burt. Blenkins hafði bægt á sér og heyrði því skýrt hvert orð, og með því að efni þeirra fór mjög nærri sannleikan- um, þá batnaði honum ekki í skapi. Hann lagði leið sína norður á bóg- inn, mælti riðilstjórinn. Síldveiöi Norðmanna hér við land fer nú aftur mjög vax- andi ár frá ári. Jpeir halda sig mest við Siglufjörð og inn með Eyjafirði. |>ar, á Siglufirði, voru um eitt skifti nýlega stödd í einu 200 útlend fiski- skip, bæði seglskip. og gufuskip, lang- flest norsk. Atvinnu veitir það íslenzku verka- fólki allmikla, einkum kveDfólki, En miður notasæl mun hún vera, bæði vegna þess, að þetta er aðallega um mestu heyannir, enda eru norskir fiskimenn auk þess orðlagðir fyrir slark og aðra óreglu, ekki sízt drykkjuskap. f>að gerir bæði að freista landans til launBöIu á áfengi þar, sem þeir eru helzt viðloðandi, og auk þess sækja þeir sjálfir ölfangabirgðir á næsta áfengissölustað. Brennivínsskúta kvað ganga að staðaldri milli Akureyrar og Siglufjarðar, meðan mest er þar um Norðmenn. f>á er alt á lofti, er skútan kemur með björgina þá, ölæði og áflog. — f>að var eitt með fyrstu hraðskeytunum nú um daginn héðan (frá Seyðisf.) til danskra blaða, að sjóorrusta hafði háð verið nýlega á Siglufirði, af Norðmönnum þar sín í milli, og hefði 2 fengið bana, en 50 orðið sárir. En eins og getið var um dagínn, eftir talsímaskeyti frá Sauðárkrók, þá er s ú saga þó ekki annað en skáldskapur. Vegna óeirða-orðrómsins af Norð- mönnum hér hefir komið til orða í Norvegi að senda hingað herskip til löggæzlu þeirra í milli. f>að tóku DaDÍr illa upp; sögðu það ganga ósvífni næst af annarlegu ríki, að ætla sér að fara að gæta laga hér, í »óaðskil- janlegum bluta Danaveldis«. Um atvinnu aðsóknina að síldveiða- stöðunum segir Norðurl., að fólk streymi þangað hvaðanæfa frá heyskap og öðrum nauðsynjastörfum, og haldi því engin bönd. »Er þetta hinn mesti hnekkir fyrir sveitabúskap og aðra at- vinnuvegi landsins, og sennilegt, að hagnaðurinn við síldarveiðarnar og söltunina verði dýrkeyptur, þegar öllu er á botnÍDn hvo!ft«. Norðurl. getur þess um eina viku í f. m., 13.—20., að þá hafi verið fluttar á land þar á Akureyri 5500 tunnur af síld, sem séu55 þús. kr. virði eftir verð- laginu þá. En af því áttu íslendingar ekki nema tæpan x/3. En bl. segir, að minst sé þangað flutt af sfldarafl- anum, til Akureyrar. Fjöldi útlendra skipa hafi sína bækistöð út með öllum firði, á Hjalteyri, í Hrísey og úti á Siglufirði. Mesta útgerðina hafi Norð- menn, en auk þeirra Svíar, f>jóðverjar og Englendingar. Húsaleigu- kvittanabækur fást í bókverzlun ísa- foldarprsm. Mjög hentugar fyrir hús eigendur.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.