Ísafold - 26.09.1906, Síða 2
246
ÍSAFOLD
er milli hiuna bæjauua. En akbraut
hafa þeir ailir gert heim til síu, ófull
komna að vísu, en þó avo, að alla að
aðdrætti flytja þeir til sín é vagni.
f>eir »ateypa úr kláfunuma stundum,
því tæp er gatan sumataðar. En af
hafa þeir það einhvern veginn.
— Ekki veit eg tölu á dagaverkum,
sem í þetta hafa farið. En mörg eru
þau, sem nærri má geta.
f>jóðvegurinn auatur frá f>jóraárbrú
liggur beina sjónhending að kalla auat
ur að Bangá ytri, um þver Holtin.
Mikil bót er í henni fyrir Holtamenn
aem aðra, í stað vegleyaunnar sem
áður var, yfir fen og flóa; en mjög
svo ónóg er hún þeim sveitum. Sömu
vegleyaurnar og áður bæði upp eftir
efri bygðinni, upp á Land, og niður eftir
Á8ahreppi. Verður því alt að reiða á
hestum frá áminatri aðalflutningabraut,
meðal annars upp á Land, nær 3 míiur
vegar. Um alt að helming þeirrar veg-
arlengdar hefir 1 hreppur tekið að sér
að leggja akbraut á sinn kostnað alveg,
gegn því að sýslan kosti hitt. Svo er
áhuginn mikill á því máli. Svo mikið
vilja bændur til vinna aksturshægðar-
aukans og aðdráttakostnaðarsparnaðar-
ins. f>eir vilja klífa til þess þrítugan
hamarinn.
f>að er og mjög skiljanlegt, — þótt lítt
lægi það bændum í augum uppi fyrst
í atað eftir það er farið var að gera
hér akvegi. Eineykisvagn flytur ofan
af 5 hestum og kostar þó ekki nema
1 hestverð, um 100 kr.
f>eir báru það fyrir framan af, bænd-
ur, að hestum gætu þeir ekki fækkað,
þótt þeir fengi sér vagna, vegna hey-
fiutnings af engjum, og þá hins, að
hestafjölda þyrfti þeir eftir sem áður
til þess að reiða aðdrætti frá akbraut-
unum og að, hálfa vegarlengdina í
kaupstað sumstaðar. En nú eru þeir
komnir á aðra skoðun. f>ægindin eru
svo mikil að hinu, hægðarauki fyrir
menn og skepnur, eina ráðið til að koma
að sér því sem er ekki klyftækt eða
lítt viðráðanlegt til flutnings á hestum.
— Mér telst til, að eg brenni 100
hestum af töðu á bverju ári, sagði einn
gildur bóndi við mig í ferðinni og ráðdeild-
arsamur. Eg geri mér, kvaðhann, von
um þeim mun meira töðufall, ef eg þarf
ekki að brenna taðinu undan kindum
mínum. En því get eg ekki bætt fyr
en eg fer að geta komið að mér kol
um og steinolíu á vagni. —
Hross eru og enn Bem fyr góð verzl-
unarvara, var eigi alls fyrir löngu eina
varan, sem peningar guldust fyrir inn
í búið.
Meiðyrðamál
höfðaði í vor dr. Valtýr Guðmunds-
son alþingismaður gegn •Sannsöglis«-
ritstjóranum, Jóni Olafssyni, er sagt
hafði um hann (dr. V. G.) í blaði sínu
21. des. f. á.:
Að þe8sum orðum er hann vísvitandi
lygari.
f>að var útkljáð í sumar (12. júlí, af
Páli Einarssyni sýslum.) fyrir bæjar-
þingsrétti Beykjavíkur, með svofeldum
dómi, að stefndi greiði 150 kr. sekt,
sæti ella 40 daga fangelsi, fyrir fram-
anskráð meiðyrðí, er dómarinn segir
að stefnandi hafi ekki gefið nokkurt
tilefni til, og að auki í 20 kr. sekt
fyrir ósæmilegan rithátt; ennfremur 10
kr. í málskostnað.
Síldarverð.
Enskt síldveiðafólag eða skozkt (frá
Aberdeen?), er veiði stundar hér við
Eyjafjörð, fekk í f. mán. 40 rm. (nær
36 kr.) í Hamborg fyrir tunnuna af
í s 1 e n z k r i síld. Bezta ensk síld
var þá í 36—37 rm. verði.
Jón Trausti og tunga vor.
Mikið þætti mér væot um, ef
þér vilduð taka að yður (—>að
taka yður af« mundi vera
ialenzkan núna!!!) kvenvæflu,
■em faefir verið sæmilegur
kvenmaður á unga aldri, en
nú er orðin púta og faefir
• f. .. . óa eða er að minata
kosti danósa. Þessi aumingja
kvenvæfla er íslenzkan. (Kon-
ráð Gíslason. Tim. Bkmf.
XII 87).
Vikið var á það síðast lauslega, að
töluvert væri um mállýti í Höllu, hinni
nýju skáldsögu eftir Jón Trausta.
f>að er ilt, að jafn-laglegt rit og eigu-
legt að öðru leyti gjaldi þeirra urn
skör fram. En við því er fremur hætt,
ef þau hefði verið tínd og rakin
þá, innan um það, er talað var um
kosti bókarinnar að efni. f>ess vegna
geymdi Isafold þær aðfinslur, og eins
til að reyna að láta það sjást greini-
legar, að þær eru ekki gerðtr til þess
að spilla fvrir sölu ritsins né skaprauna
höfundi þess, heldur af b r ý n n i
nauðsyn og í því skyni eingöngu,
að leitast við að stuðla að því, að hætt
sé að misþyrma svo tungu vorri í riti,
sem bennar mesti vinur og fróðasti
frá síðari tímum, Konráð Gíslason,
kvartar sáran um nú fyrir meira en
20 árum (sbr. ofanrituð einkunnarorð)
og ekki hefir lagast síðan, nema siður
sé.
f>að er bágt til þess að vita, að
íslenzku skáldsagnamáli hefir í margra
höndum, þeirra er við þann skáldskap
fást, hríðfarið aftur frá þvf er Jón
Thoroddsen reit hinar fyrstu íslenzkar
nútíðar-skáldsögur, fyrir hér um bil
hálfri öld, Pilt og stúlku fyrst, og síð-
ar Mann og konu, svo ramm-íslenzkt
og hreint orðfæri setn á þeim var og
alþýðlegt um leið.
Jón Trausti er að vísu ekki verri
en margir aðrir. En handvammarlýti
eru verri gallar á góðam grip að öðru
leyti en lélegum. Orðfæri á sögunni
af Höllu er allvfða sæmilegt; en það
er meingallað innan um, einkum fyrir
dönskuslettur og önnur því um lfk
bögumæli, og hroðvirknislega stafsetn-
ing, m. m.
Skálesturs orðin öll í eftirfarandi
yfirliti eða upptalning má finna í bók-
inni (Höllu), ýmist í því sambandi, er
þar greinir, eða öðru. f>að er ófagurt
safn.
Aldrei bar það við uni Höllu né aðra,
er vi ) söguna koma, konur né karla, að
það fólk staðnæmdist nokkursstaðar,
en oft stansaði það, og stanzaði jafnvel
stundum (gerir hvorttveggja á sömu bls., með
fárra lína millifaili), eftir að hafa gert
það eða það. Atburðir v e r ð a engir f
sögunni né gerast, en þeir ske margir,
engir m i k i 1 s v e r ð i r þó, en oft þýð-
ingarmiklir (á d. betydningsfulde). Hinar
vinnukonurnar á heimili Höllu erta hana
oft, en s t r í ð a henni aldrei, hvað mikið
sem þær freyða af yremju við hana (hls.
14). Þær útbreiða lika sögur um hana, en
b e r a þær aldrei ú t. Glósur senda þær henni
nógar, en aldrei sneið. Stundum gera þær
þetta af yfirlögðu ráði, en á s e 11 u aldrei
né fyrirhuguðu. Einu sinni skeði
það, að Halla >meira sveif en gekk« Ijós-
lifandi fyrir utan stofugluggana hjá BÍra
Halldóri. Þá var svo komið, að hún hafði
ekki einungis unnið í áliti hins unga
kennimanns og var orðin vel liðin, heldur
hæði elskuð og dáð af honum; enda hvildu
hin dreymandi augu hans á henni, með
því að hann réði sér ekki fyrir nautn,
þótt ólik væri þessi vinnukona á myllu-
bolnum höfuðstaðarmeyjunum með bylg-
jandi slæðu og svlfandi léttum i dans-
inum. Það jók á nautn klerks, að »norð-
urljósin röðuðu sér í löng, titrandi belti,
bragandi og bylgjandi« (bls. 114). »All-
ar hinar eðlilegu, óöguðu hreyfingar Höllu
klœddu hana svo veÞ, en hafa lfklegast
farið henni miður; höf. nefnir það ekki
á nafn. Hún var >]>egar á barnsaldrÞ
gefin fyrir að hlœgja, jafnvel skelli-
hlægja, en hafði aldrei gaman af að hlæja.
Ólafur sauðamaður varð frelsandi engiU
H. og yfirljóm.aði bresti sína. Þá geklc
hún hreint til málsins og horfði á prest
og alt umhverfið ljósgrátr augunura sinum
(ekki getið um, hvað hún gerði á meðan
við h i n augun í sér, sem hafa sjálfsagt
verið öðru vísi lit). Klerkur »þreyttist
ekki að horfa á handleggina á henni, hold-
uga og þriflega, — — og hendurnar smáw
og nettw og þó knálegtí. (Það er auðráðið
á þessu, að handleggir hafa ekki verið
fleiri á Höllu en gerist á menskum
monnum; en með þvi að hér er talað að
eins um smázr og nettw og knálegM hend-
urnar á henni, þá bendir það greinilega á,
að þ æ r hafi verið fleiri).
Það er synd að segja, að höf. hafi aldrei
komið i guðshús. Hann er þar hundkunn-
ugur, og segir að það sé »oft furða, bve
hláturmildi manna — — lætur temja sig
i kirkjunum« (42). Það mun og liafa verið
i kirkju einhvern tima, sem hárið á Höllu
>bylgjaðist til beggja hliða út frá hár-
skiftinu« (57). Það hefir sjálfsagty>a.s’sað
tiltakanlega vel við umhverfið þar (67).
Séu hörn vatni ausin í sögu þessari, þá
er það ýmist kallað að skýra þau eða
skíra. Tvent er og heiti á því, ef þau
kvika eitthvað; þau hreifa sig þá annað
veífið, en hreyfa sig hitt. Þegar þau
vaxa, eru þau aðra stundina biturlynd,
en hina biturlind. Bolar eru mannígir,
en sum fjöll lákúruleg og fyrirverða sig
fyrir tilveru sina (en ekki tilorðning sina
þó!). Sólin þýðir af þeim snjóinn. Oft
dróg fyrir sólu hjá Höllu, og stundum lá
(eða lág?) við að henni findist sem eitt-
hvað bristi innan í sér.
Hér tíðkaðist áður að vista til sin stúlk-
ur eða ráða þær fyrir vinnukonur eða þá
ráða þær vinnukonur hlátt áfram, en nú er
upp tekinn danski siðurinn að ráða þær sem
vinnnkonur. Draumsjónir höfðu áður til
að dofna eða fölna, en nú blilcna þær (af
þvi að Danskurinn segir blegne). Sumir
hafa búist við, að Dönum likaði miður, að
vér færum að skilja við þá, en alt um það
er óvist, að þeir kynnu neitt illa við að
skiljast að við oss (bls. 142). —
»Hún umgekst þá eins og manneskjur,
sem að vísu — — en sem henni að öðru
leyti komu ekkert við« (bls. 8). »Sem eng-
inn fekk að skygnast inn i — — og sem
hún gat horfið inn (« (bls. 11). Sem að visu
ekki hefðu hlotið þakklæti--------en sem
hefðu ef til vill ekki horft í það«.
Þeir voru vanir að sleppa sem i svona
dæmum, Snorri gamli Sturluson og aðrir
íslenzkir fornsagnahöfundar, og slikt hið
sama hafa þeir gert, Konráð Gislason, Jón-
as Hallgrimsson og allflestir aðrir bæna-
bókarfærir íslenzkumenn vorir til skamms
tiraa. K. G. þótti vera heldur stiltur maður
og hógvær í elli sinni að minsta kosti.
Hann mintist fám árum áður en hann dó
einmitt á þá »umbót« eða »framför« í is-
lenzku ritmáli, að skjóta inn i þessu sem,
er svo stendur á, sem hér segir, og kveður
svo að orði um hana:
Um það leyti, sem Danir fóru að sleppa
»som« i upptekningu fóru Islendingar að
segja og skrifa: >Þessi bók, sem hér liggur
og sem eg er búinn að lesa«.
Því næst bætir hann við:
Það er eins og hrækt sé framan i mig,
þegar eg sé eða heyri annað eins.
Svo kemst hann að orði, blessaður.
En sé nokkur regla órjúfanleg í rithætti
signors Jóns Trausta, þá er það þetta og
sem, en sem, eða sem, og þar fram eftir
götum, a f þ v í a ð Danskurinn segir eða
sagði áður og ritaði: men som, og som,
eller som. Það er krökt af þvi í sögu
þessari spjaldanna á milli.
Höf. lýsir því áformi sinu á kápu ritsins,
að »halda áfram sögum af aðalmönnum
þessarar sögin. Ekki eiga þær þó að
v e r a eða v e r ð a hver sér, heldur mynda
heild fyrir sig (meður því að Danskurinn
segir þar: danne). Með því klykkir hann
út.
Enginn ritfær maður islenzkur skip-
ar í beinni ræðu orðinu ekki (o. fl.) á
u n d a n sögninni, sem það fylgir. Og
enginn Islendingur gerir það i tali. En
Danskurinn gerir það; og þess vegna
gera það margir íslendingar i r i t i, er
þeir vilja hafa mikið við. Því alt af er
»fínna að tyggja upp á dönsku«. Sízt vill
Jón Trausti vera eftirbátur þ e i r r a landa
sinna. Hann segir meðal annars: heilræði,,
sem honum ekki veitti af (bls. 44). Ef
hann ekki vildi reka sig upp undir (51)-
Hún vissi líka, að það ekki hafði batnað
(73). Hún hafði sýnt stallsystrum sinumr
að hún ekki hirti um að líkjast þeim (74).-
Hann sá, að hún ekki gœt.i iifað hjá sér
á þessum eyðilega stað (108). Hún vissi,
að hann ekki unni konu sinni (156). Alt
þetta skraf fór ekki svo, að presturinn
ekki heyrði það eins og aðrir (199). Af
þessu leiddi, að hann einnig kyntist skap-
ferli og þoli hverrar kindar (17).
Lakast er það um (að því er snertir
mundi signor Jón Trausti segja og bans
nótar, af því að Danskurinn segir: hvad
angaar) allar þessar mörgu og miklu
fórnir á altari dönskunnar, að engar
líkur eru til, að af þeim leggi sætan
ilm fyrir vitin á Dönum, heldur má
ganga að þvf vísu, að þar sé unnið
beint fyrir gýg. Danir hafa ekki frem-
ur hugmynd um, hvernig íslenzka er
rituð, en vér um kínversku. Fórnir
þessar eru og fram bornar (þ. e. sag-
an rituð) á undan þingmannaförinni
miklu og frægu, og geta því ekki ver-
ið þakkarfórnir fyrir danskar velgerðir
í henni eða út af henni, hvort heldur
eru silkiaxlabandagjafir eða dannebrogs-
riddara-myndabókar, eða annað.
|>að væri sök sér, ef svo væri. —
f>að er mikill siður orðinn í ritdóm-
um, að kalla mállýti, smá og stór
jafnvel, ekki annað en smámuni, líkt
og lausaryð á góðu sverði, er sé auð-
skafið af og ekki nema hótfyndni að
vera að finna að þeim. En er þá
ekki jafnauðgert að sneiða hjá þeim
smágöllum? Hvf skyldu íslenzkir rit-
höfundar vera undanskildir þeirri kvöð
framar bókasmiðum með öðrum ment-
uðum þjóðum, að hafa almennilegan
orðfærisfrágang á þvf, sem þeir láta
eftir sig sjá ? Sú mikilmenska, sem
fyrir bregður hjá sumum rithöfundum
vorum (vér vonum að Jón Trausti sé
ekki í þeirra tölu), að halda sig yfir
það hafnir, að leggja sig niður við að
vanda ritmálið, læra móðurmál sitt
sæmilega og sýna þeirri móður sinni
gott og virðulegt atlæti, — hún er
hvergi gjaldgeng vara nema hér á
landi. Hvergi annarsstaðar um ment-
aðan heim þykir það sama mætum
mönnum, að búa svo við þá móður
sína, sem væri hún það sem Konráð
Gfslason kvartar sáran um að fslenzk-
an sé orðin, — að leika jafnsárt, jafn-
ómaklega
ástkæra ylhýra málið
og allri rödd fegra.
f>ess vill ísafold óska vini sínum
Jóni Trausta, að þetta fyrsta sérstætt
skáldrit hans í sundurlausu máli selj-
ist upp á skömmum tíma — þjóðin er
orðin ekki vandfýsnari en það, að
mállýtin fæla hana ekki tiltakanlega,
— og mælist til að hann geri móður
sinni og sjálfum sér það áheit, að þvo af
HÖLLU sinni mesta'kámið, nema burt
lökustu mállýtin, áður en hann sendir
hana frá sér annað sinn, og að búa
síðan betur við áminsta móður sína,
verði honum lengri sagnaskálds lffdaga
auðið.
Skarlatssótt
er að smástinga sér niður eða hefir
verið í sumar fyrir norðan, við Eyja-
fjörð. Hún er fremur væg, en búist-
við, að hún muni vera víðar komin en
kunnugt er orðið, með því að fólk van-
rækir að segja til hennar. Er það
hörmulegt, segir Norðurl., þegar alþýða
hindrar allar sóttvarnir með því að»
breiða yfir slíkt faraldur.