Ísafold - 29.09.1906, Síða 1
Kemur út ýmist einn sinni eða
tvisv. i rikn. Verð krg, (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eÖa
l'/» doll.; borgist fyrir miöjan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD
Dppsögn (skrifleg) bnndin viö
áramót, ógild nema komin sé til
itgefanda fyrir 1. október og kanp-
andi skuldlaus við blaðiö.
Afgreiðsla Aunturstrœti 8.
XXXIII. árg.
Reybjavík laiigardaginn 29. september 1906
63. tölublað.
Enginn er i efa um það, að hollara og notalegra sé að vera þur og
hlýr á fótunum en hið gagnstæða; — en ef þér eigið ilt með það i haust-
rigningunum og -rosunum, þá skuluð þér reyna
skófatnaðinn í Edinborg,
og rr.unuð þér brátt komast að raun um, að hann lekur ekki, að hann
er hlýr, haldgóður og snotur, og þó framúrskarandi ódýr.
Mikiö úrval af nýjum birg*ðum.
Alt af smíðuð gðtustígvól og allur annar skófatnaður á vinnustofunni,
og hvergi fljótar afgreitt viðgerðir á slitnum skófatnaði.
Um mánaðamótin koma miklar birgðir af
barnavatnsstigvélum.
Endorbætt loftskeyta-aðferð.
Ritsimum ofaukið.
Danskur hugvitsmaður.
Síðustu blöð dönsk flytja þau s t ó r-
í ð i n d i, að nafnkendtir hugvitsmaður
íí Khöfn, V a 1 d. P o u 1 s e n verkfræð-
ingur, hefir hugsað upp og koniið í fram-
kvæmd þeirri umbót á loftskeyta-aðferð-
inni, að nú-er e k k i v i ð 1 i t, segja sór-
fræðitigar í því máli, að ritsimar
vg e t i k e p t v i ð h i n a n / j u f i r ð-
ritunaraðferð.
Mátulega að verið fyrir oss, að vera
nú einmitt nýbúnir að koma upp rit-
símasambandi við önttur lönd og yfir
töluvert af landinu, og leggja í það
ógrynni fjár af fátækt vorri, með þungri
álagabyrði um aldur og æfi, ef til vill!
Fyr má nú vera ráðleysi og glapræði.
Og vantaði þó ekki, að nógar kæmu við-
varanirnar, þegar verið var að keyra
fram ritsímann með blindri ákefð, svo
sem ekki er langt á að minnast.
Yfirburðir ritsímans voru taldir vera
þeir, að hann flytji skeytin svo, að eng-
inn nær í þau yfirleitt nema sá, sem
þau eru ætluð.
Oss íslendingum var það rautiar nauða-
iítill bagi, þótt sá galli hafi þótt vera
á loftskeyta-aðferðinni (Marconi og ann-
arra), að henda mætti á lofti hvar sem
væri slík skeyti í öllum áttum út frá
afgreiðslustöðinni, þar sem væri viðtöku-
tól til að hirða þau. En í þéttbýli þótti
það svo bagalegt, að ritsíminn væri langt
um betri. Og það þurfti vitanlega að
nota hór ritsímanum til meðmæla, þótt
síður ætti við en víðast annaisstaðar á
bygðu bóli, og auk þess væri sjálfsagt
heldur mikið úr þeim annmarka gert.
Umbótiti eftir Vald. Poulsen þennan
er aðallega sú, að hans loftskeytum ná
ekki nema samstilt viðtökutól. Það
gildir því einu, þótt sett seu 1000 við-
tökutól hringinti í kring um afgreiðslu-
stöðina svo og svo langt í burtu, — ekk-
ert þeirra nær í þau nema það eitt, sem
^amstilt er við afgreiðslutólið. Það er
^tlveg eins og um hljóð eað tóna: sá einn
hljómstrengur endurómar hljóm frá
eðrum streng, er samstiltur er honum,
et) aðrir ekki.
Onnttr umbótin er sú, að þar sem
eUri aðferðin líktist helzt því, er skotið
er af fallbyssu, en þá kemur ákafur
htringur á loftið alt umhverfis allra
stiöggvast, og þar með búið, — en þær
averkauir á hvað sem fyrir er eyða til
^"ýtis öllu því afli, er ketnur niður
^önarstaðar en í þeim eina depli, sem
er á ntiðað, — þá getur Vald. Poulsen
látið kraftiun verða að sístreymi í eina
átt, og notast fyrir það margfalt betur
að honurn. Og virðist fyrir það fengin
ákjósanlegtrygging unt, að skeyti geti ekki
orðið til á miðri leið vegna magtileysis.
Höfundur þessarar umbótar er búinn
að reyna hana svo vikum skiftir um
þvera Danmörku, milli Lyngby (hjá
Khöfn) og Esbjerg, vestur við Englands-
haf.
Þá fyrst gerði hann alt heyrum
kunnugt.
Hann kveðst eiga alveg víst að geta
komið aðferðinni við alla leið beint milli
Khafnar og Englands yfir um Danntörku
þvera, og segist halda sig geta það alla
leið til Ameríku. Hann vil ekki tala af
sór; en er auðheyrt uttdir niðri, að
hann v e i t sig geta það.
Kostirnh á loftskeyta-aðferðinui um-
fram ritsímann eru alkunnir: samband-
ið óbilandi, með því að enginti er þráð-
urinn, er bilað geti, og kostnaðurinn
sama sem ekki neitt á við ósköpin hin.
Politiken hefir það eftir sérfæðingum,
að loftskeytasamband milli Englands og
Danmerkur muni kosta 30—-40 þús. kr.;
en hálfa miljón kostar ritsími þá leið.
Það er með öðrum orðum: l/xs af
ritsímakostnaðinum í mesta lagi.
(Þeir sem þess frétt vilja heyra ítarlegri,
geta t. d. fengið að sjá Politiken 6. og 18.
þ. m. á skrifst. Isafoldar).
Síðdegismessa á morgun í dómkirk-
junni. Cand. theol. Har. Nielsson stígur
í stólinn.
Ferming i hádegismessu.
Hafnargerðín.
Framlijátaka við Dani.
Hafnarumsjónarmaðuriunnorski, sem
bér var á ferð í sumar, hr. Smith frá
Kristjaníu, hefir látið uppi við norskau
blaðamann (frá Aftenposten) ítarlegri
skýrslu en hér fekst hjá honum um
hafnargerðina, eins og hann hugsar sér
hana.
Garðurinn, sem hlaða á ofan á Grand-
ann, segir hann að verði rúmir 370
fðm., en garðurinn í landsuður frá
Orfir8ey fyrir höfnina 320 fðm. og
spottinn þar í móti iit frá Skanzinum
80 fðm.
Hliðið inn á höfnina þar í railli
verður 27 feta djúpt um stórstraums-
fjöru.
Hafskipaklappirnar eiga að liggja fyr-
ir botni hafnarinnar, i fjörunni þar.
Kostnaðaráætlun 1,870 þús. kr.
Hafa skal íslenzkt grjót i garðana,
grástein (dolerit), sem fæst mjög nærri
en ekki sementssteypu, »því samlur er
ekki til á íslandi«(!), segir blaðið eftir
Smith, eða ber hann fyrir því.
Hinn mikli munur flóðs og fjöru
veldur miklum erfiðleikum. Hann
nemur 19 fetum í stærsta straum.
því er gert ráð fyrir rafmagns-lyfti-
vindum til að ferma og afferma, með
því að venjulegum eimskips-lyftivind-
um verður ekki komið við um fjöru.
Hr. S. segir, að ætlast muni vera
til að 2/3 kostnaðarins landi á Reykja-
vík, en l/s taki landið að sér, með þvl
að mikið af fiskiþilskipaflota þess
muni nota höfnina.
f>að fylgdi þessari skýrslu hr. Sm.,
að norskir verkfræðingar yrðu fengnir
til að standa fyrir hafnargerðinni.
það lá næri að Danir yrðu ókvæða
við, er þeir heyrðu það. P o 1 i t i k-
e n segir (9. þ. m.), að fleirum
en sér hafi þótt það heldur en ekki
kynlegt. Segist því hafa fundið að
máli Monberg nokkurn, mikinn hafna-
verkfræðing og þjóðkunnan mannvirkja-
framkvæmdarmann, til að vita hvort
hann gæti gert grein fyrir, hvernig á
þeim ósköpum mundi standa.
Nei, það gat Monberg sá ekki.
Hann tjáði sig vera alveg eins stein-
bissa á þvi eins og aðrir. Væri svo,
að íslendingar vildu heldur fá norska
verkfræðinga en danska til að gera
þetta, fanat honum það helzt benda á,
að þeir gerðu það af þvf að þeir hefðu
meiri mætur á norsku þjóðinni. Eg
skil ekki að það geti af öðru verið,
mælti hann.
því daDskir verkfræðingar eru af-
dráttarlaust norskum fremri, segir
hann ennfremur. Hann kvað það
liggja f augum uppi af því, þótt ekki
væri lengra farið, að þar sem Danir
ættu sér iðnarháskóla, sem hefði á
sér alveg frámunalega mikið frægðar-
orð, þá ættu Norðmenn sér alls engan
iðnarháskóla, nema hvað þeir væri
nú að koma sér upp lítils háttar vísi
lengst norður í Niðarósi, þar sem ilt
mundi vera um kennara. Enda mundi
varla hægt að bfða eftir verkfræðing-
um þaðan.
Hr. Monberg býsnast mjög út af
þessum ósköpum, að Islendingar skuli
vera að hugsa um að taka fram hjá
Dönum, og klykkir út með því, að
hver viti nema fást kynni ríkissjóðs-
tillag til þessarar hafnargerðar, ef
hún væri í danskra manna höndum!!
Hann (og Politiken) hugga sig að
lokum við, að þetta sé ekki fullráðið.
Smith hafði að eins gert ráð fyrir, að
svo g æ t i farið. Hver viti nema
þetta lagist alt saman.
* * *
Skrftilegt er það, hvað Dönum er
gjarnt til að taka svona eða þessu
likt í streng hvenær sem þeir minn-
ast á að eitthvað eigi að gera hér.
það er skrítileg merking, sem þeir
virðast leggja í ríkistengslin.
Skyldi það verða til að draga úr
skilnaðarhugarslangrinu, ef sí og æ kveð-
ur við svona bjalla eða þessu hljómlík?
Auðvitað hefirhvorkiþessi signor Mon-
berg né Politiken minstu hugmynd um,
að fyrirmörgum árum keyptum vér hing-
að dýrum dómum einmitt hádanskan og
hundvanan hafnarverkfræðing, Paulli
nokkurn, og að sá garpur veitti þann
úrBurð, að hér væri ekki hægt að gera
höfn fyrir minna en 4—5 milj. kr.; og
það bar meðal annars þann ávöxt, að
hafnargerðarmálið lá alveg f þagnar-
gildi allmörg ár, því það sáu allir, að
sá geipikostuaður var oss langsamlega
um megn.
þau munu ekki heldur hafa neina
hugmynd um það, um þá reynslu vora,
að þá fyrst komst lag á og vit í vega-
gerð hér, er vér fengum norskan verk-
fræðing, Hovdenak, til að segja fyrir
henni og kenua þá vinnu, — vér urð-
um meira að segja að fá með honum
óbreytta vegavinnumenn frá Noregi.
Hamingjan má vita, hvort nokkur
mynd væri enn á vegagerð hér á landi,
ef vér hefðum ekki tekið það ráð.
Meiri háttar brúna fyrstu, sem hér
var gerð, Olfusárbrúna, urðum vér að
fá enskan verkfræðÍDg til að smíða.
Danir gengu þar frá eða fengust ekki
til þess fyrir áætlað verð.
það er fleira enn á að minnast í
þessu sambandi.
Hvernig gekk útrýming fjárkláðans,
meðan danskir dýralæknar höfðu á hendi
að segja fyrir um hana? Var það ekki
Norðmaður, sem þar varð bjargvættur
vor? þó — þó eiga Norðmenn sér
engan dýralæknaskóla, fremur en iðn-
arháskóla; þeir sækja það nám til ann-
arra landa, aðallega til Danmerkur.