Ísafold - 03.10.1906, Blaðsíða 1
ÍCemur út ýmÍBt einn ginni eöa
tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa
1'/» doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
XSAFOLD
Uppsögn (skrifleg) bnndtn við
áramót, ðgild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október og kanp-
andi skuldlans við blaðið.
Afgreiðsla Aufsturstrœti 8.
XXXIII. árff.
Rcyb,javík iniövikiidaginn 3. oktober 1906
64. tölnblaö.
I. 0. 0. F. 8810581 /a
Augnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—3 í spítal
Forngripasafn opið A mvd. og ld. 11—12.
Hlutabankinn opinn 10—2 V* og 61/*—
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til
10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */* siðd.
Landakotskirkja. Guðsþj. 91/* og 6 á helgidögum.
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10*/*—12 og 4—6.
Landsbankinn 10 */*--21/i. Bankastjórn við 12—1.
Landsbókasafn 12—8 og 6—8.
Landsskjalasafnið á þrd^ fmd. og Id. 12—1.
Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12.
Náttúrugripasafn á sd. 2—8.
Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.og3.md. 11—1
fer upp í Borgarnes
10., 18. og 23. okt.; 2., 8. og 18.
Dóv.; 3., 13. og 20. des.
Suður í Keflavik m. m. fer hann
6., 15. og 27. okt.; 13. nóv. og
20. des.
Ritsiminn mikil framför.
Ekki æt t i að þurfa að taka það fram,
að ritsíminn er í augum stjóruarand-
stæðinga ekki síður en annarra stór-
mikil framför. Yór höfum þráð hann
•og vonast eftir honum hálfa öld og
lengur þó; og fer því mjög fjarri, að
skoðun vor hafi breyzt í því efni hin
síðustu mi8siri.
Þeirri framför má líkja við þau við-
brigði, að hafa búið í myrkri um lang-
an aldur og fá alt í einu ljós, allgóða
birtu. Þótt ekki sé nema lólegt kolu-
Ijós, þá er framförin geysimikil.
Oll baráttan gegn ritsímanum lýtur
að því e i n g ö n g u, a ð farið var að
taka hann fram yfir hiua nýfundnu,
miklu betri, oss hentugri og stórum
kostnaðarminni nj'ju hraðskeyta-aðferð,
loftskeytin, og að það var gertaðþjóð-
inni blánauðugri, en henni þar með
«tofnað í þarflausan geysikostnað, ef til
vill um aldur og æfi.
Það er líkt og ef nú væri farið að
taka upp steinolíuljós þar, sem kostur
væri á gasljósi eða raflýsingu, og það
fyrir m i n n a verð. Hafnað raflýsingu,
þótt ódýrari væri miklu en steinolíu-
ijós.
Og það gert e i n u n g i s af þeirri
klægilegu lítilsverðu ástæðu, að ella
kefði e f t i 1 v i 11 einn embættismaður
þózt mega til að sleppa embætti, vegna
þess, að ó v i ð k o m a n d í þjóð virtist
^ f t i 1 v i 1 1 ekki annað sæma; en vita-
^uld gegn ríflegum eftirlaunum.
Pað e r skiljanlegt, að slíkt blöskraði
^jálsum mönnum og ekki bugsunarlaus-
'irri um hag lands og lýðs.
^l^nsborgfarskóli.
þar var vígt í fyrra dag nýtt skóla-
allmikið, 30 álna langt og 15 álna
reitt,, með 3 kenslustofum og 2
ennaraherbergjum o. s. frv., smíðað
Norvegi, og hafði kostað að eins 8
Pús. kr.
Oamla húsið stendur og er notað
beimavista.
Atyinnu-nýiunda.
Gróðavegur fyrir íslenzka
sjómenn.
Maður er, nefudur H r ó 1 f u r og er
Jakobsson, heitins bónda á Illuga-
stöðum á Vatnsnesi, vaskur maður og
vel að sér ger. Hann leysti af hendi
stýrimannspróf hér í Reykjavík fyrir
nokkrum missirum. Þá gerðist hann for-
maður á þilskipi, er fiskiveiðar stundaði
á sumrum frá Borðeyri og átti R. Riis
kaupmaður. Hann var fyrir því 3 sumur
og farnaðist vel. En áður hafði Hrólfur
verið nokkur sumur fyrir bát, 6-manna-
fari, er hann átti sjálfur. Það var norð-
ur á Vatnsnesi. Þá var hann rúmlega
tvítugur.
Honum hafði græðst fó á þessari út-
gerð hvorritveggja, og fýsti hann nú að
sjá annarra þjóða siðu. Hugsaði sér og
jafnframt að svipast eftir hinu og þessu,
er landi voru mætti að gagni verða, eink-
um atvinnuvegum þess til eflingar og
umbóta.
Hann tók sér fari vestur um haf
haustið 1904. Hann kom við land í
New York og hólt þaðan norður í Winni-
peg. Þar var hann þann vetur og ferð-
aðist um ýmsar nýlendur þar, bæði ís-
Íenzkar og annarra þjóða. Kynti sér
háttu manna og hagi, og vann öðru
hvoru að hinu og þessu, er honum
sýndist. Hann stundaði í fyrra sumar
2 mánuði fiskiveiðar á optiu skipi, á
stærð við áttæring stóran, í Winnipeg-
vatni norðanverðu; veiddi þar hvítfisk í
net. Segir það vera allgóða atvinnu.
Öðrum þræði fekst hann við smíðar og
að mála hús. Með haustinu réðst hann
í verzlunarnám í kaupmannaskóla í
Winnipeg (Central Business College).
Þegar voraði gerðist hann fasteignasali
þar í Wintiipeg; fekst við það nokkra
mánuði.
Eftir það hvarf hann austur um haf
til Englands og þaðan til Khafnar, stóð
þar við nokkra daga, hólt þá til Jót-
lands og þaðan til Norvegs.
Þar dvaldist hann nokkrar viknr,
ferðaðist um sjávarsveitirnar sunnan í
Norvegi og vestan, hélt síðan til Skot-
lands og heim hingað nteð Vestu um
daginn.
Það vakti mest fyrir honum á þessu
ferðalagi öllu, að litast um eftir líkleg-
um gróðavegi fyrir landa sína, einkurn
sjómenn, og hafði hann sérstaklega í
huga þá miklu nauðsyn, að gera þeim
veturinn ekki arðlausan og að eyðslutíma
þess, sem afgangs er frá sumrinu.
Hann telur sig nú hafa futtdið í Nor-
vegi þetta sem hann leitaði að.
Hann segir að ráðið só, að fiskiskút-
urnar haldi þangað að haustiuu, er sum-
arvertíð só lokið hér, stundi þar þorsk-
veiðar fram yfir veturnætur, en þá stld-
veiðar, er síldargöngur hefjast þar, seint
í nóvember ,og öndverðum desember,
helzt reknetaveiðar. Þvi heldttr þar
áfram fram í febrúar eða marz. Koma
þá hingað aftur og taka upp sína vana-
iðju, fiskiveiðar á miðum hór við land.
Það er við Norveg sttnnanverðan, er
hann ætlast til að íslenzkar fiskiskútur
stundi veiðar á vetrum, alt vestur í
Englandshat' og suður.
Þar sé ekki hættumeira nó örðugra
að vera á sjó skamntdegismánuðina en
hér á útmánuðum, bæði vegna þess, að
dagur er þar til muna lengri, svo sunn-
arlega, og ekki síður hins, að þar eru
nógir vitar og hafnir að leita sér hælis
í stórviðrum.
Kuldittn er og sjaldnast meiri þar um
hávetur en hér gerist á útmánuðum.
Og kulda eiga íslendingar að þola á við
Norðmenn, og engu $íður.
— En gerir ekki landhelgin norska
þessu hnekki? spyr Isafold. Ekki geta
íslendingar heldur verkað afla sinn þar
á landi.
— Vetraraflinn við Norveg sunnan-
verðan á þilskipum fæst mestallur fyrir
utan latidhelgi. Og löndum er engin
þörf að verka aíla sinn þar á landi. Þeir
þurfa ekki annað en að sigla með hann
inn á hafnir blautan eða óverkaðan. Þeir
fá beinharða peninga fyrir hann þar al-
staðar,
Það ætlast hr. Hr. J. til eða gerir sór
von urn að fylgi viðkynning þilskipamanna
vorra við Norðmetm nteð þeim hætti,
sem hér er haldið frarn, að íslenzkir lít-
gerðarmenn geri það að þeirra dæmi,
að koma hór á stofn verksmiðjum, er
vinni að veiðarfærum á vetrum, einkum
síldarnetjum, svo og færaspuna og kaðla.
Þar fái kvenfólk stöðuga atvinnu og
óskipgengir liðlóttingar.
— Hvað segið þér um hásetaráðning
hingað frá Norvegi á þilskipaflotann ís-
lenzka? Þér vitið hvernig hútt hefir
gengið.
—- Það er ekki von að vel takist,
þegar gengið er í kröfsitt eftir þarlenda
ráðningarmenn, rétt fyrir vertíð, og leit-
að að eins í bæjunum. Þar er engin von
að þar fáist nema úrgangsrusl, sent eng-
inn vill hafa. Enda ríður oss meira á
að sjá sjómönnum vorum fyrir atvinnu
árið ttm kring en útlendum sjómönn-
um, en láta vora menn ganga iðjulausa
hálft árið og eta það upp sem þeir eiga
til undan sumrinu. Þeir ættu og að
geta verið kaupvægari þá; og getur það
komið sér vel, þegar fiskur lækkar í
verði og ekki svarar kostnaði ef til vill
að halda úti skipunt rneð því kaupi, sem
nú er goldið, þótt eklti kalli eg það of
hátt í sjálfu sór.
Sjómenn vorir þurfa að gera meira en
að hugsa um að hafa að eins i sig og
á, og það af skornum skarnti, mælti hr.
Hr. J. að lokum. Þeir eiga að hugsa
hærra. Þeir eiga að hugsa um að græða.
Þeir eiga að vilja verða menn með rnönn-
uni. — —
Þetta geta nú útgerðarmenn vorir og
fiskiskipstjórar íhugað og velt því fyrir
sér. Það er ekki land-krabbi, sem þetta
leggur til, heldur margra ára þilskipa-
formaður, og meira að segja maður, sem
litast hefir um í heiminum töluvert bet-
ur en þeir flestir. —
Frá ferðalagi hr. Hr. J. hefir ísafold
sagt svo rækilega sem nú er gert fyrir
þá sök helzt, að henni virðist alleftir-
tektarverður munur á hugsuuarhætti
þessa manns og því er tíðast eigum að
venjast um þá, er láta sér koma í hug
að kynna sór eitthvað erlendis, það er
líkur eru til að hór gæti komið að haldi.
Þeir byrja allajafna á því, að sækja um
landssjóðsstyrk, íslenzkan eða danskan,
ekki sízt ef þeir eru »lærðir« (þ. e.
skólagengnir). Þessi maður nefnir eng-
an styrk á nafn. Hann ferðast fyrir
sjálfs sín fó, 5—6 þús. kr., er hann
hefir dregið saman á mörgum árum við
vos og erfiði á bezta vinnuskeiði aldurs
síns.
Mundi ekki fleirum en Isafold þykja
það eftirtektarverður munur og eftir-
breytnisverður?
Hvers vegna þeir voru með.
Ekki er það neitt tiltökumál, þótt
um 100 manns af nær 10,000 íbúum
þessa bæjar fengist i fagnaðar-samát
kvöldið sem landsíminn var »opnaður«.
Hitt er meiri furða, að þeir urðu ekki
miklu fleiri.
Margt, mjög margt ber til slíkrar
hlutdeildar.
Það er fyrst og fremst kunnugra en
frá þurfi að segja, að ráðgjafinn á hér
sem annarsstaðar ýmsa fylgifiska, menu,
sem veita honum auðmjúklegt og óbil-
ugt föruneyti hvað sem á dynur og
hverju sem fram fer. Kallast meira að
segja sumir hverir gera það af óbifan-
legri sannfæringu.
Því næst á hann sem aðrir æðstu
valdsmenn í hverju landi jafnau fyrir
fram vísan til samneytis við sig mest-
allan embættalýðinn og sýslana, að minsta
kosti svona rétt í kringum sig. Þann
varniug tekur hann að afnámsfé, eins
og Egill mjöðdrekkuna. Og þann flokk
fyllir ekki einungis embættalýðurinn,
sem orðinn er, heldur og ekki síður
embættavonbiðlarnir. Hví skyldu þeir
vera þeir sjálfs sín níðingar, að sitja sig
úr færi um stimamýkt og þjónustu-
semi við höfðingjaun, sem hefir lífslán
þeirra í hendi sér? Sýni reynslan það
vera leiðina til að höndla hnossið,
því þá ekki að vinna það til,
segja þeir. Það gildir einu, hvort
smátt er eða stórt, þótt ekki sé nema
að verða bréfhirðingarmaður, ritsíma-
undirtylla eða síamskur eða patagónisk-
ur undir-vice-konsúll, — só örlítið, að
eins hálfsýnilegt náðarbros af vörum
hins allsvaldanda matráðs vænleg leið til
þess, því þá ekki að reyna að gera
sig þess maklegan og hreppa það?
Allir þessir flokkar eiga ennfremur
kunuingja, sem gera það fyrir þeirra
orð »að vera með«, þótt ekkert þyki
þeim í tilefnið varið.
Með svæsnustu og grannvitrustu
stjórnardilkunum býr sjálfsagt undir
niðri sigurhrósstilfinning yfir því, að
hafa haft sitt fram og borið af »stjórnar-
fjendum«, fremur heldur en hlökkun
* yfir að hafa tekist að hlaða að þarf-