Ísafold - 03.10.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.10.1906, Blaðsíða 2
254 ÍS AFOLD lausu stórum aukinni útgjalrlabyrði á áður beygðar og þróttlitlar herðar al- þyðu þessa lands. En þar mun þó vera sætt súru blandið: samvizkan í ekki sem allra beztu standi. En hvernig ættu þeir samt, úr því þeir gerðu sig ráðgjafanum samseka í fyrra um ritsímahneykslið, börðu það fram með honum þvert ofan í eindreg- inn þjóðarvilja, — hvernig ættu þeir nú að bregðast honum og láta sig vanta í tilstofnað hundraðsblót til að mykja goðagremi kolmórauðrar samvizku ? Reykjavíkur-annáll. Aökomandi hafa verið hér þessa langt að sira Helgi Arnason frá Óiafsvík, sira Skúli Skúlason í Odda, Eyólfur oddviti i Hvammi á Landi, þeir bræðnr Sigurður i Helli og Yigfús i Haga Gnðmundssynir, Olafur í Lindarbæ, m. fl. Dánir engir frá því síðast. Hjúskapur. Ágúst Bjarnason mag. art. og yngismær Sigriðnr (Jónsdóttir) Ólafsson 25. sept. — borgaraleg hjónavigsia. Bergur Einarsson sútari og yngism. Anna Eiriksdóttir (Lindarg. 34) 30. s. m. Ketill Þorsteinsson smiður og ekkja Krist- laug Gunnlaugsd. (Helgast.) 29. s. m. Stefán Guðnason skósmiður og yngism. Yigdis Sæmnndsd. (Njálsg. 53) 29. s. m. Kaupskipafregn. Gufuskip Isafold kom i gærmorgun frá Khöfn og Yestmanneyjnm til Brydes-verzlnnar. Ritsímavigsla og ritsíma-át fór fram hér laugardag 29. f. mán. Ritsimastöðin (þ. e. pósthúsið) og grindurnar þar á móti m. fl. var blómum skrýtt, og veifum girtur pallurinn upp yfir pósthúsalmenningnum. f>að stóð ráðgjafinn uppi og Kristján Þor- grimsson ásamtýmsu stórmenni hæjarins öðru_ Ráðgjafinn flutti tölu, og lýsti landsimann opinn og frjálsan til almenningsnota upp frá þeirri stundu. Kvaðst hafa símritað kon- ungi það og fengið náðarsamlegt svar hans þá samstundis. Guðm. Guðmundsson skáld hafði ort, kvæði, óvenju-lélegt þó og hon- nm ólikt; það var samt sungið. Allmikill mannfjöldi horfði og hlustaði á. Þá var haft sam-át um kveldið í hótel Reykjavik. Þar var nær allur emhættalýður bæjarins (nema yfirdómarar og hæjarfógeti), skrifstofulið ráðgjafans og ritsima, hanka- liðið alt með tölu (mun hafa verið), all- mikið af verzlunarlýð bæjarins og ýmsir aðrir, alls um 100 manns. Stjdrnarand- stæðingar engir þó. Tölur fluttu þar: fyrir kongi Jnlius f. amtm. (sömu tölu og hann er vanur), fyrir íslandi Halldór Jónsson, fyrir ráðgjafa Þórhallur lektor, fyrir For- herg Guðm. Björnsson, fyrir Fálka-mönnum (sem hoðnir voru nokkrir) D. Thomsen konsúll. En vngin rœða fyrir ritsíman- um. Og sungið var þar aftur kvæði G. G.; annað ekki. — Þegar hálfstaðið var upp frá horðnm, reis upp »Sannsöglis«-rit- stjórinn og flutti langt eriudi, en ekki þar eftir snjalt, kreisti kjúkur að því sem h o n- u m fanst sjálfum vera fyndið hjá sér, en engum öðrum, — þeir sátu bnipnir og þoldu önn fyrir manninn, þvi að svo miklu leyti sem samhengi beyrðist í því sem hann sagði, átti það að vera skammir um stjórn- arandstæðinga, og það kunnu þeir ekki við þ á, jafnvel hinir ákveðnustu stjórnarfylgi- fiskar; jafnvel »húsbóndinn« sjálfur, ráð- gjafinn, gerði tilraun til að klippa sundur lesturinn i miðjum klíðum með því að stinga npp á að láta e i 11 h v a ð »lifa«, hann mun ekki hafa vitað hvað; en ræðum. hélt ótrauð- ur áfram rásinni; hann ætlaði sér ekki að láta neitt »lifa« nema sjálfan sig og sina miklu mælsku og fyndni. Til þess er tekið, hve dauft hefði verið yfir þessu sam-áti. Samein. félag. S/s Yesta komst loks á stað í fyrrakveld. Farþegar tii Skotlands kaupm. Berrie, til Khafnar kand. Árni Páls- son og hans frú, frk. Laurá Indriðadóttir og sumir segja Snæfellinga-yfirvaldið (að stúdiera). Thorefélagsskip. Tryggvi kongur (Em. Nielsen) kom í fyrra dag, 2 dögum á u n d a n áætlun, frá Khöfn og Engl., með fullfermi af vörum, en fátt farþega. Von á auka- skipi, 8/s Elizabeth, þessa daga með það sem Tr. kongnr varð að skilja eftir. Eítir tíu ár. Úr ferð nm landskjálftasvœðið frá 1896 IV. Bú á 3 Hátt upp í 1000 fjár. Frá hdr. koti. 15—20 í fjóai. UmáOhross. Seld frá búinu í einu lagi í vor 20 hross hingað til Eeykjavíkur (e k k i til útflutnings) á 106 kr. að með. altali. Snemma í ágústmánuði rekið til Reykjavíkur frá búinn tíl slátrunar 230 fjár, þar á meðal 100 sauðir 2—3 vetra, sem seldust á 15 kr. Heyfyrn- , ingar í vor 7—800 hestar. Hjálpað þó um nokkur hundruð. Boðið að taka rúma 20 nautgripi úr einni sveit í annari sýslu, þegar harðast var. þegið fyrir 4 að eins og þeim haldið fram í græn grös. Tíund hátt upp í 100 hundraða. það heitir Hellir, 3 hdr. kotið, sem þetta bú ber, og bóndinn Sigurður Guðmundsson. f>að er í hverfinu of- an til við Safamýri, Vetleifsholtshverfi í Ásahreppi. þ>að er afbýli frá Vetleifs- holti, heldur en hjáleiga. það er 3 hdr. að fornu mati, en ekki sérstakt mat á því í nýju jarðabókinni. En það á slægjur í — Safamýri, þó ekki meiri að mér skilst en hin býlin sum við mýrina. Reitt þaðan á 20 hestum í sumar 5—10 ferðir á dag. LTm 20 ár hefir Sigurður búið þar. Hann er að vísu sonur Guðmundar ríka á Keldum, ermun hafa átt nær 100 hdr. í jörðu er hann lézt, fyrir rúmum 20 árum, en líka 24 börn, með 3 kon- um, og komu því að eins 8—900 kr. í erfðahlut hvers barns, þótt dáin væri nokkur á undan honum. Sigurður í Helli er þjóðkunnur af mörgum blaðagreinum, Búreikninga- bók sinni, búuaðarþingssendiför til Dan- merkur o. fl. Pening8hús hefir hann hin beztu á jörð sinni, er eg hefi séð. |>ar á með- al sauðahús, sem er 42 álnir á lengd og 14 á breidd, að hlöðu meðtalinni í miðju húsi fyrir 400 hesta; hún er 14 álna löng og fjárhúsin eins hvort um sig, með 2 jötubálkum að endilöngu og jötu við veggi að auk; stendur því féð þar í 6 röðum, er það étur. Veggir lágir, graslægir utan, en ris ail- mikið, með járnþaki. Ekki kostaði kofi þessi nema 1200 kr. Bæjarhús hefir hann haft út undan, með því hann hefir lengi ætlað sér burt af kotinu, að jörð,semhannáaustan Rangár ytri, Selalæk. j?ar búa háöld- ruð hjón, er hann hefir ekki viljað hrekja burt. Nú þoka þau-fyrir hon- um af mestum hluta jarðarinnar. Og þar reissir hann sér undir eins að vori mjög myndarlegt íbúðarhús, úr steinsteypu og og timbri. J>að er vatn- ið í Safarmýri og vosbúðin, sem því fylgir, fyrir menn og skepuur, sem fælir han burt frá Helli. Haun ætlar sér þó að hafa þar bú með áfram. Formaður er hann fyrir stærsta rjóma- búinu á landinu, Rauðalækjar, sýslu- nefndarmaður o. s. frv. Safamýri. jpað er frægasti slægju- bletturinn á landinu, 4,400 dagsláttur, og fengust úr henni einu sinni í manna minnum 30—40,000 hestar. f>að var grasleysissumanð 1881. |>á var heyjað í henni úr rneiri hluta sýslunnar vestan Markarfljóts. Ekki sér út yfir mýrina úr henni miðri fremur en staddur væri maður úti á rúmsjó. J>etta heyskapar-Gósen liggur undir skemdum úr {>verá (jpykkvabæjarvötn- um) og víðar að. Fyrir meira en 20 árum var varið 4—5 þús. kr., mest úr landssjóði, til að hlaða nær 3000 fðm. langan flóðgarð fyrir fykkvabæjarvötn. En svo óforsjállega var gengið frá við- haldsskyldunni, að garðurinn er nú löngu ónýtur orðinn. Hann var hafð- ur meðal annars fyrir stórgripagötu í haga og úr í öllu Bjóluhverfi; gengu eftir honum og tróðu alla vegu 60—70 nautgrjpir á hverju máli. Sigurður í Helli var frumkvöðull og forgöngumaður annarar mikils háttar umbótar á Safamýri nú um aldamótin. J>að er um 3,600 fðm. langur skurður með öllum norðurjaðri mýrarinnar, frá Bjólu vestur í Frakkavatn. f>að gerðu 14 bændnr í Vetleifsholtshverfi og á Bjólujörðum með styrk frá jarðeigend- um, Búnaðarfélaginu o. fl. f>að voru 1200 dagsverk. Sá skurður hefir bætt mýrina stórum og er honum vel við haldið. Ekki Ijá- Meira en helmingur af berandi. Safamýri var í óslægju nú í 20. viku sumars og mun ekki hafa verið slegið í henni eftir það svo neinu nemi. Grasið var ekki þá nema 1—2 álna hátt. Það náði sam- an yfir herðakambinn á hestinum, en ekki nema sumstaðar. f>ótti því ekki Ijáberandi! — Onei, gamanlaust talað ber enginn á móti því, að slíkt gras sé Ijáberandi. En því valda ó kleifir örðugleikar á hirðingunni, að ekki þykir tilvinnandi að slá það. f>að er gizkað á, að tæpur þriðjungur af Safamýri hafi verið sleginn í sumar. f>ví 8umarið var þurkasamt. ílitt er skilið eftir. f>ó er alls ekki svo blautt í rót þar alstaðar, að ekki megi vel þurka heyið, en það er óbindandi öðru- VÍ8Í en að það blotni alt og útverkist af for. En eigi aðreiða það burtu blautt, nýslegið, fer svo sem ekkert í bagga. f>atta bera þeir fyrir, sem kalla mikið af Safamýri ekki ljáberandi, þótt töðu- gæft sé heyið og þetta loðið, sem nú var sagt. Töluvert af engjaveginum frá Helli niður í Safamýri er örmjó vatnslæna á borð við fjárgötuslóða, og sér þar í hálffúin heystrá eða heyfúlgur niðri í vatninu. f>etta þræða hrossin, ef kunn- ug eru. En ókunnug vilja heldur fara Utau hjá, leirmóinn hálfgrösugan. f>að gerði reykvískur ferðahestur f minni för í sumar og sökk Brýr óðara í taglhvarf. Hin af heyi gervar. ir þræddu einstigið, heimahestarnir frá Helli, er okkur höfðu verið lánaðir í Safamýrarkönnunarferð þá, og lá ör- sjaldan neitt í. Bæri það til, spratt leiðsögumaður (frá Helli) af baki, tíndi saman nokkur hálffúin strá í visk og lagði ofan í pyttinn. f>á fleyttist þeim sem á eftir fór og þyngstur var. f>etta er sem sé þrautreynd brúunaraðferð: lagt að upphafi fang við fang af heyi í brautina; það sekkur alt, en veitir þó það viðnám, að skepnum fleytist yfir, hvort heldur er með menn á baki eða klyfjar. Um sjálfa mýrina er ann ars víðast reitt, jafnvel þar sem hún er blautust. Hún er öll gljúp og kvik undir, en rótgóð víðast: hesturinn sekkur f miðjan legg, en lengra sjald- an. Liggur i aðeins á stöku stað. Kunnugir sjá það nokkuð á graslagi og lit. Blástör merkir sökkvandi fen. Við vorurn meira en 3 stundir að svamla um hana síðla dags (31. ágúst). Kven maður, sem í förinni var, var látinn hafa hestaskifti og reiðtýgja við fylgd- armanninn. Hún settist í hnakkinn; það er hættuminna, ef í liggur og reið- skjótinn brýzt um ; en hann í söðulinn. Leiðsögumaður ætlaði skemstu leið heim að Helli, er við höfðum kannað mikið af austurmýrinni; en þá var farið svo að skyggja, að ilt var að sjá graslitinn, og fór þá að liggja mjög í. Við áttum því ekki annað undir en að snúa við og þræða alla hÍDa sömu leið og við höfðum farið, slóðann eftir hestafæturna. Hálfum mánuði eftir þetta kom svo mikið vatn í mýrina úr f>verá (þykkva- bæjarvötnum) með aftakastormi (13. sept.), að burt sópaðist hvert strá, sem í mýrinni var þá laust, á annað þúsund hesta, og var svo hreint eftir sem rakað væri mjög vandlega. f>að er ein hættan, sem yfir vofir þeim, er þar heyja. En ber þó sjaldan við. Aths. Þorsteinn á Móeiðarhvoli hsfði ekki orðið fyrstar manna á Suðurlands- undirlendi að fá sér skilvindu, heldur var það Signrður sýslumaður í Kallaðarnesi. En þá komu næstir þeir sira Skúli í Odda, Sigurður í Helli, Grímur í Kirkjubæ og þá Þorsteinn bróðir hans. Landeyingar sækja í Hofs-rjómabú, en> ekki Rauðalækjar. B. J. Ritsímafróttir erlendar, Kböfn 29. sept. kl. 10 árd. Rússakeisari afar-taugaveiklaSur,- Hættir líklega stjórn um tíma. Bandaríkjamenn sett bráðabirgðaher- valdstjórn á Kuba. Friðrik konungur kemur til íslauds í júlílok. Sameinaða félag lætur smíða 2 Is- landsskip með kæliklefa. Kböfn 3. okt. kl. 8‘/2 árd. Ríkisþingsförsetar endurkosnir. K o n u n g u r sagði svo í þingsetn- ingarræðu sinni, að hann hefði í áformi að gera ráðstafanir til að v e r ð a v i ð óskum íslendinga um umbæt- ur á löggjöfir.ni um stjórnarstöðu ís- lands í ríkinu. Borin upp á þingi tillaga um að styðja ráðuneytið. Þingmannaförin hefir kostað ríkissjóð' 85,000 kr. Tíðarfar segja símafréttir í d a g og í gær" hið bezta austanlands og norðan,- Hefir verið öndvegistíð frá því í önd- verðum septbr. Skipströndin austanfjalls. Hr. kaupm. Olafur Árnason á Stokkseyri óskar þess getið, út af fréttum i Isafold 15. f. m.r að skipin 3, sem strandað hafa fyrir honum i sumar, hafi ekki strandað öll þar á Stokks- eyri, heldur eitt þeirra, miðskipið (Union)' austur i Landeyjum. Um siðara skipið, sem sleit upp á Stokkseyri, vill hann láta þess getið, að slysið bafi ekki orsakast af þvi, að slitnað hafi aðalfestarnar, sem skipin eru bundin i, heldur hafi þær runnið út af vindunni hjá skipverjum | ella mundi það hafa hvergi haggast. Sömuleiðis segir hanDf að ekki hafi neinir hátar slitnað upp á Stokkseyrarhöfn. Að eins fokið og brotnað opin skip á landi. Vélarbát allvænan hafa Kjósarsýsluhúar haft hér i milliferðum í sumar. Það el hlutafélag, sem á hann og heidur honum úti. Báturinn heitir B ú i. Þeir eru í félags' stjórn, Jón Jónatansson hústjóri í Brautar' holti, Eggert á Meðalfelli og Halldór á Ál&' fos8Í. Báturinn hefir haft svo mikið að gera i sumar, að nú er verið að hugsa utf að auka hlutaféð og fá sér stærri bát. AF mennur fundur um það i Brautarh. 13. þ-1®'' i

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.