Ísafold - 27.10.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.10.1906, Blaðsíða 2
282 ÍSALFOD BVO aem lög gera ráð fyrir innan um. Afturför er ekki að sjá t. d. á Dan- merkurljóðunum. f>au eru bæði mjúk og snjöll, ein8 og böf. er lagið, og lyfting yfir þeim með köfium. Erfi- ljóðin eru nú sem fyr full af háíslenzkum gæðingssprettum; þau eru alls eigi efnislaus raærð, aem oft vill fyrir bregða um þann kveðskap, heldur Hmellin og oft kjarnorð iýsing á því, er skáldinu þykir sem einkent hafi þann og þann Bæmdarmann, er hann yrkir eftir, nær hálfu hundraði að tölu í þessu bindi, eða þeirra nánustu ástvini, karla og konur, unga og gamla, — alt hlýtt og innilegt, með mörgum andagiftarneist- um. Megnið af þesau síðasta safni er er áður prentað, hingað og þangað, en er ekkert lakara fyrir það;. mikilsvert að hafa það alt í einni heild. Engu síður er frá þessu sfðasta bindi gengið af koatnaðarmannsins hálfu en hinum fyrri. Hann hefir, útlendingurinn, getið sér með þessu safni öllu maklegan orðstír bæði fyrir atorku sína og fyrir rækt aína við annarlegrar þjóðar bókmentir, ábata- vonarlítill að upphafi, en hefir furðan- lega úr ræzt, þjóðinni til mikils sóma fyrir smekkvísi og örleik á fé fynr vönduð kveðskaparlistaverk. Eftirmæli. Hinn 4. f. m. andaðist í Stykkishólmi Margrét Pétursdóttir K o 1 b e i n s- s e n, sonardóttir Jóns heit. Kolbeins- sens, er eitt sinn, snemma á f. öld, var þar vel metinn maður og efnaður Margrét heitin var ógift alla æfi, fatl- aðist á æskuárum í fæti og beið þess aldrei bætur. Hún var komin yfir sextugt og bafði lengstum dvalið hjá Sæm. kaupm. Haildórssyni og þeim hjónum. Margrét heitin var að eðlis- fari mjög vei að sér gjör, fríð sýnum, vel greind og trygg í lund. þá lézt 19. s. m. G í s 1 i bóndi Si g- u r ð s s o n hjá dóttur sinni, Katrínu húsfreyju á Kongsbakka, hálfáttræð- ræður; var til skamms tíma bóndi á Saurum i Helgafellsveit, hafði búið þar með eftirlátinni ekkju sinni Helgu Loftsdóttur, um 40 ár; þar var hann og fæddur. Gísli heitinn var greindar- maður og með merkari bændum í Helgafellssveit um sína daga; fróður var hann mörgum fremur, athugull og minnugur. Loks andaðist 28. f. m. f Stykkis- hólmi Ólöf Hjálmarsdóttir ljósmóðir, komin á áttræðisaldur, af góðum ættum úr Strandasýslu, mikil- hæf kona um marga hluti; hafði gegnt ljósmóðurstörfum hátt á 4. tug ára með miklum dugnaði og samvizkusemi. Ólöf heitin var tápmikil kona, prýðis- vel skýr, unni mjög ljóðagerð og forn- um fróðleik, kunni feiknin öll af kvæð- um, þuium og sögum, því næmið og minnið var meeta fyrirtak. Hún var allstór í lund og skorinorð, en hjartað var afarviðkvæmt, þar sem 1 hlut áttu sjúkir menn og bágstaddir; hún stund aði margan krossberann og lagði þá einatt hart á sig. Dýravinur var hún mikill. Hún var ógift alla æfi. S. Um manninn, sem fyrirfór sér um daginn á Stokkseyri og getíð var um í síðasta bl., Jón Pálsson í Kana koti, ritar kunnugur maður ísafold: Hann kom austan af Bakkafirði á s/s Ceres um fyrri helgi, mjög þungt hald- inn af geðveiki, og var hér nokkra daga hjá Jóni bróður sínum orgamsta, bæði til að leita sér lækninga og að bíða eftir ferð heim til sín austur; fór hann þangað á fimtud., samferða Sig. Eiríkssyni regluboða, er lét sér mjög ant um hann bæði hér og á leiðinni. Jón sál. var ókvæntur alla æfi og átti engin börn Hann var frábærlega lipur maður og hvers manns hugljúfi, en á geðveiki hans hafði borið um nokkurn tíma. Hann var orðlögð skytta og glímumaður mikill á yngri árum, glaður og skemtinn í viðtalí, mjög áhugasamur bindindismaður og reglusamur. Naumast getur ósérplægn- ari mann og aamvizkusamari til orða og verka. G. Eftir tíu ár. Úr ferð um landskjdlftasvœdið frd 1896 X. (Niðurlag). Skiftir um Eg á þar við héraðs hver á heldur. leiðtogana, mennina, sem mestu valda um, hvort héraði fer fram eða aftur, eða héruðum og heilu landi. |>að eru menn af öllum stéttum, BÍnn með hverjum hætti. það eru embættismenn, bænd- ur og búalið. Eðlilegast er, að mentamennirnir hafi forustuna. En það verða helzt embættismennirnir, meðan svo stendur, að lítið er fremur um mentunina með- al hinna stéttanna yfirleitt. Til eru eigi allfáir afreksmenn bænda stéttar í héruðum þeim, er hér segir frá, menn vei til höfðingja fallnir og hinir nýtustu forgöngumenn margvís legra framfara. Ymsir prestar þar eru og ágætismenn, fyrirmynd bæði við embættisrekstur og utan embættis, — þótt til séu þeir einnig af hinum end- anum þar sem annarsstaðar. Með sýslumenn hafa og héraðsbúar verið áreiðanlega í lánsamasta lagi. Allir vita, hvern öðling Arnesingar hafa yfir sér haft í valdsmanns sessi fram undir tuttugu ár, vitran mann og stiltan vel, eins og sagan lýsir Helga Njálssyni, og jafnframt einn hinn mesta búfork héraðsins, mann, er gert hefir ábýli sitt að blómlegasta höfð- ingjasetri. Ötula framfaramenn hafa og Kangæ- ingar haft yfir sér hvern fram af öðr- um. Lengst er þeim enn til Páls Briem, svo skamt sem þeir nutu hans. þeitn þótti hann að vísu nokkuð ör- geðja framan af og nelzti veiðibráður fyrir réttvísinnar hönd, meðan hann var að reyna að venja Eyfellinga af rekavið- artraustatakinu, er þar hafði verið sveitarsiður, að mælt er. um langan aldur, og fyrirrennari hans hafði ekki tekið hart á. f>á var þetta kveðið: flerrann gleðji Hermanns s&l, Hann vildi’ ekki gera neinum hneisn. En ekki er mér um hann Pál: Ef hann reiðist, færi hann mann í peysn. En furðu-fljótt greri yfir það. jþað sannaðist á honum, að mikið fyrirgefst þeim, er mikið elskar. f>að er ólítill ábyrgðarhluti, þegar verið er að demba á almenning em- bættismönnum af hínu tæginu, van- metakindum, til framfæris og annars ekki, oft fyrir venzla sakir og vináttu við veitingarvaldið eða þess vildarvini, menn, sem sundur dreifa, en saman safna ekki með þeim, er þjóðinni vilja lyfta upp á við til þrifa og gengis, menn, sem eru stundum svo fjarri þvf að gera gagn, að varla getur heitið að í þá sjái ofan jarðar upp úr haug drybkjuspillingar og hvers kyns vamma og ómensku. Eða þá óknytta-ribbalda, sem líta á þá, er þeir eru yfir settir, líkt og væri það ferfætt kvikindi, sparka við þeim og sneypa þá að öll- um jafnaði, utan þá eina, er þeir kjósa til lags við sig í þeirri göfugu iðju, að smána og kúga alþýðu, — eða kjassa þá hina stundina, ef þeir ætla sér að hafa eitthvað gott af þeim í svip. f>að e r kunnugt, að þar skiftir um, hver á heldur. Lítilfjörlegír bændur mega það vera, sem ekki er meiri héraðsbót að en alíkum kumpánum, af hvoru tæginu aem heldur eru, því er nú var lýet. f>ú stóðst á Ekki er gott að gera tindi HekhThám. sér grein fyrir því, hvers vegna éitt hérað verður öðru hugstæðara þeim, er víða hefir farið um land, þótt gagn- ólíkt sé berurjóðrinu þess hins sama. Veit eg mann við aldur, gagnbunn- ugan Njálu frá barnæsku, og gengur þó ekki að jafnaði vel ánægður til hvílu, hversu annríkt sem átt hefir dag allan, nema lesið hafi áður sem svarar rainst einum kapitula í Njálu. Væri sá maður mér eitthvað sbyldur, mundi minni furða þykja, þótt eg hefði töluverðar mætur á héraði, sem hún gerist í mestmegnis, sú hin heimsfræga gersemi íslenzkra bókmenta. Land- skjálftaviðkynningin hér um árið veld- ur sjálfsagt nokkuru um. En það er mér nær að halda, að ekki dragi það minst, hve líklegt mér virðist þetta hérað, Suðurundirlendið, til stór- feldra þrifa síðar meir, er þjóðin fer að komast almennilega úr kútnum, sem kallað er. f>á vildi eg hafa kastað ellibelg, og standa á tindi Heklu hám og borfa yfir landið fríða, þar eem um grænar grundir liða skinandi ár að ægi blám, — standa þar og sjá það fyrst og fremst, þetta sem skáldið (J. H.) hefir lýst af sinni alkunnu, hugljúfu snild, og seint fyrnist þeim, er séð hefir; en um leið ýmislegt meira. Eg geri ráð fyrir, að þá hafi mönnum fénast enn langdrægari sjónauki en nú er kostur á og sjáist þá gerla inn á eða heim á hvert heimili á þessu svæði, það er eigi fela fjöll sýn eður leiti. Eg ætlast til, að þá hafi bygð sú tekið allmiklum stakkaskiftum, þeim, er m e n n fá til vegar snúið, og þyki eigi mega kenna að hin sama sé, að ýmsu leyti. Eg býst við, að þá sé graslendi orðið hálfu víðáttumeira og þó blómlegra, og enga þúfu að sjá þar sem ljábært er, en sláttumenn örfáir sem engir á þeim velli neinsstaðar, heldur vélar ein- ar, er renna með ærnum hraða fyrir ósýnilegu afli um tún og engi og skilja þar gras alt eftir í Ijá, eneftir raka svip- Ifkar ambáttir af manna höndum gervar og eigi með holdi og blóði. En reiðir þær þjóta um héraðið fram og aftur, með langa runu aftan f, er engan bera með sér sýnilegan vott þess, hvaðan þeim kemur afl það hið mikla, er þær knýr áfram. FosBar þeir hinir miklu, er héraðið prýða, hafa og þá tekið upp aöra iðju og tilkomumeiri en að skemta ferða- mönnum, »eiga tal við búann brattra kletta« og kveða ljóðsöngva sfna í hljóðnæm skálda eyru. Fyrir þeirra fftonskraft, langar leiðir sóttan sum- staðar, starfa margháttaðar vinnuvélar, smáar og stórar, á bændabýlum og f kauptúnum, að hvers konar vinnubrögð- um, og þeim allmikilfenglegum sumum, — þeim er á sig lögðu áður orkulitlar manna hendur og smávirkar að því sbapi. f>á mun og mega líta eigi síð- ur en áður una hátt i hlíðum hjarðir á beit með lagði síðum, og eigi minna en á gullöld íslands um skrauthúin skip fyrir landi fljóta með friðasta lið, færandi varninginn heim og heim-a n, frá allgóðum skipalegum á haftileysisströndinni alræmdu, sem nú er. þrátt fyrir allan þacn hinn mikla vinnulétti mun mannshöndin hafa nóg að starfa þarflegt. það þrýtur aldrei, sem betur fer. f>ví vansæla er það, en sæla ekki, að þurfa ekki að vinna. Sá ræður, sem fyrir því sér, að jafnan verði nóg að starfa guðs um geim, hvort heldur er á þessum hólma eða öðrum, í þvísa ljósi eður öðru. En mannvitið, meira, fróðara og fær- ara en nú gerÍBt, stjórnar verkum, lifandi verkaliðs og Iffsvana, meðal annars óspjallað af áfengisólyfjaninni, sem þá verður löngu landræk orðin. f>etta er engin skýjaborgasmíð. þetta er alt ekki einungis hugaanlegt, heldur fullsennilegt, eftir þeirri þekk- ingu, er n ú höfum vér jafnvel. það' roðar fyrir því mörgu á vorum dögum. f>ess ætla eg naumast þurfi að geta, að eigi hugsa eg mér þessi héruð taka sér ein það framfarastökk, sem hér er' til bent, heldur að ýms önnur hóruð landsins hafi samflot við þau og að öll viti þau hvert til annars í því hafi,. framfarahafinu. K v e ð j a. Eg bið virðulega lesendur mína að virðaáhægri vegr þótt skrafdrýgra hafi mér orðið í pistlum þessum en eg hafði ætlað mér. Og. nær það bæði til þeirra, er þeir koma við nánast, og hinna þó ekki síður, er vera má að finnist umtalsefnið lítt til’ sín taka. Njóti þeir vel, er nema, e t nokkuð v æ r i að nema. Hitt vona eg að þeir sbilji hvorirtveggja, að ekki hafi eg hér verið aðallega að gera heyr— anda kunnan þann hinn harla ósögulega og lítilsverða atburð, að eg brá mér f. sumar snögga ferð um nokkuðaf héruðum þeim, er hér segir helzt frá, landskjálfta- svæðinu frá 1896. Eg er að vona, að þeim skiljist það, að fyrir mér hafi vakað aunað og meira, eða öllu framar' eitthvað svipað hugsan þeirri, er skáld- ið (E. B.) hefir fólgna látið í þessum. snjöllu og spaklegu vísuorðum: Hver þjóð, sem i gæfu og gengi vill búa., á guð sinn og land sitt skal trúa. B. J. Sumarlok. Þaö kvaddi í gær, blessaö sumarið, og; hafði teygt úr sór viku lengur en jafn- ast gerir það. Furðublítt síðustu vik- una, með nokkrum rosum þó, en fjúk- laust i bygð, þar til í gær, að lítið eitt' fölvaði. Stirt var það lengst, einkum norðan- lands anstanmegin og svo austauland*,, frekara en verið hefir allmörg ár undan- farin. Fyrstu 7 vikur sumars mátti heita að harðindi væri um land alt, þótt nokkuru munaði, einna harðast þó norðanlands,. enda lá þar ís fyrir landi frá því viku fyrir sumar og fram á hvítasunnu. Og af Vestfjörðum er þess getið, að 6 fyrstu vikur af sumrinu hafi 9 nætur einar verið frostlausar. Vorhretin ráku hvert annað, með mannskaðaroki viku af sumri, og urðu bændur þá allvíða fyrir fjársköðum: fó gerði ymist að hrekja í ár, vötn og sjó, eða það varð til í fönn. Hey gengu og mjög til þurðar, þótt enginn yrði fjárfellir fyrir fóðurskort. Eftir það er um skifti, í fardögum, má heita að tíð væri sæmileg sunnan- lands og austan alt fram um höfuðdag, og jafnvel nyrðra alllangt austur; ágúst- mánuður þó sérstaklega blíður og hag- stæður syðra og um Vestfirði. Þó gerði voðakast um miðjan júlímánuð nokkra daga, spilti görðum, það lítið sem þeir höfðu komið til eftir vorkuldana, og snjóaði til muna í bygð, nerna syðra. Grasspretta fram undir meðallag og nýt- ing allgóö í hór um ræddum landsálf- um; tók þó snemma fyrir heyskap vegna haustrigninga. September góður norðan- lands. Austanlands og norðan var ágætistíð 7.—9. viku sumars og góðar horfur um grasvöxt þá. En eftir það spiltist veðr- átta aftur, með kaföldum og úrkomum þaðan í frá. Snjóaði í hverjum mánuðir stundum stórhríð jafnvel. Eftir höfuð- dag mjög rosasamt og úrkomumikið.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.