Ísafold - 03.11.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.11.1906, Blaðsíða 2
290 í S ALFOD Loftritunar-umbótiii. 500,000 öldusveiflur á sekúndu Fésterkt samlag, danak-enskt, á að koma í framkvæmd umbót þeirri á þráðlausi firðritun, er Vald. Poulsen hinu danski hefir látið sér hugkvæmast og lýst var hér í blaðinu fyrir rúm- um mánuði, sama daginn sem ráðgjaf- inn hérna brá sér til og »opnaði« rit- símann milli Reykjavíkur og Khafnar. Höfuðstóll félagsins eru rúmar 8 milj. kr. og starfrækslufé 100,000 pd. sterl. eða 1,800,00 kr. Undangengnar margra ára tilraunir hafa kostað 3—400,000 kr. Kostnaðurinn er tiltölulega lítill vegna þráðleysisins. f>að er ólíkt eða hitt, sem ritsími kostar hvar sem er. Félagið hefir keypt sér einkarétt fyrir þeirri loftritunaraðferð alstaðar nema í Ameríku. Einn f félaginu er stórum frægur auðmaðnr enskur, Armstrong lávarður. Alþjóðafundur var haldinn í Berlín i mánuðinum sem leið til þess aðallega, að koma á föstum milliþjóðareglum um hagnýting þráðlausrar firðritunar m. ra. f>ar var Vald. Poulsen og skyldi flytja fyrirlestur um uppgötvan sína 18. f. m. þýzkir stjórnarhöfðingjar höfðu á honum stórmikið dálæti. f>eir eru lifandi fegnir því, að fá hættulegan keppinaut að etja í móti Marconi, er lagt hefir alveg undir sig England og öll farþegaskipin miklu, sem þar ganga í milli og Vesturheims. f>ýzk firðrit- unarfélög fá þar hvergi nærri að koma. Loftskeytum þaðan alveg frá bægt, þar á meðal frá Berlínarfélaninu, sem alþingi gerði tilboð í fyrra. Vitaskuld er aðferð Vald. Poulsens eigi síður því hættuleg. En það þykir þeim tilvinn- andi, til þess að vinna slig á Mareoni. Andróður á hin nýja eða umbætta aðferð alveg vísan frá flestum ritsíma- félögum heims, og hann mjög svo magnaðan sjálfsagt. Hann sem náði því miður alt hingað í fyrra, á þennau lítilsverða, afskekta hólma. f>e8s berum v é r Iíklegast seint bætur, vesalingar. Búið að stofna osb ófyr- irsynju í geysilegan kostnað, einmitt þegar svo var komið, að hver heilvita maður sá, að hann var að verða óþarfur. Allir menn í heimi njóta góðs af uppgötvan Vald. Poulseas, sagði Georg Brandes nýlega í hátíðarræðu. Hann hugsar sér fráleitt íslendinga þar undanskilda. En skyldi það vera eftir höfði Rit- sfmafélagsins norræna og erindreka þessa hér, ráðgjafans okkar? Brandes hafði kynt sér vandlega loftskeyta-aðferð Vald. Poulsens, og dáist ákaflega að henni, ekki óskýrari maður eu hann er. það er sístreymi rafmagnsöldunnar, sem ísafold lýsti umdaginn, er veldur þvf, að firðritunartól má samstilla vandlega eins og strengi á hljóðfæri, þótt óravegur sé á mill. Bafmagns- alda verður eins og hljóðalda. Hún gerir alt að 500,000 sveiflur á sekúndu hjá Vald. Poulsen, segir G. B.; en áður vissu menn ekki til að sveiflurnar gætu orðið fleiri en 30—40,000 á sek- úndu. Til þess að samatilla senditól og viðtökutól þarf eigi annað en láta þau bæði framleiða sama sveifluhraða, t. d. 200,000 á sekúndu. Hafi sendi- tólið þann hraða, en hitt 201,000 á sekúndu, skilst varla neitt, segir G. B. En sé hraðinn 202 eða 203 þús. hjá viðtökutólinu, heyrist alls ekki neitt. Eg hefi sjálfur þreifað á þessu sögir Brandes. f>ar er ekkert um að villast. það er með öðum orðum: alveg nákvæmlega samstilt tól »skilja« hvort annað. Önnur ekki. Fánamálið. Framkomnar mótbárur (í augl.bl.) gegn fánanum nýja er hin aumasta markleysa. Eins og Stúdentafélagið sé miður til kjörið en aðrir að stinga upp á fánanum, félag ungra mentamauna og sumra roskinna jafnvel? Hvaða samkunda önnur var eða er lfklegri til þess? eða þá líklegri til samkomulags um það mál? Einhvers- staðar urðu upptökin að vera. Frum- kvöðlar fálkamerkisins voru hvorki fleiri né merkilegri. Eða hvers hendur eða hverra er svo sem tekið fram fyrir, þó að þetta félag stingi upp á fáuanum? Slfkt er heimilt hverjum e i n u m manni, hvað þá heldur fjölmennu félagi og engu ómerkara en þau gerast flest, hin mörgu félög í höfuðstað vorum. Hér er svo sem ekki verið að f y r- i r s k i p a neitt, heldur aðeins að stiuga upp á, með mestu hógværð og kurteisi. Og er það ekki ráðaleysis fyrirsláttur, að fáninn þessi riði bág við konungs- fánann gríska? Fjöldi þjóðfána og kaupfána er með sömu litum, en þó alveg auðþektir sundur á ýmsu öðru. Grfski konungsfáninn t. d. hefir ekki einungis það til afbrigða, að hann er með konungskórónu í miðju, heldur er krossinn í honum jafn á alla vegu (grískur kross), en hinn, á fsl. fánan- um fyrirhugaða, helmingi lengri á ann- an veginn (rómverskur). Eins er stærðarhlutfallið á reitunum. f>að er því sannarlega meira af vilja en mætti gert, að tala þar um villandi líkingu. Krossinn gerir fánann nýja samfeld- an öðrum norrænum fánum, og munu fle8tir fella sig mjög vel við það. Lit- irnir eru og mjög vel til fallnir: blátt og hvftt; enda hinir sömu og í fálka- merkinu. Merkið er alt ofureinfalt og látlaust, að flestra dómi einstaklega vel valið og viðfeldið. Hafi þeir sælir gert, sem það hafa til búið. það virðist sannarlega meira af vilja en mætti gert að ætla að fara að reyna að kveikja sundrung og misklíð um þetta. Sú tilraun mun og bera harla lítiun ávöxt, sem betur fer. það ber þá eitthvað nýrra við, ef það gera tillögur úr þeirri átt, sem hún kemur. Borgari. Ingólfsmyndin og Einar Jönsson. Skrifað er ísafold frá Khöfn með síðustu ferS.: Heldur en ekki voru undirtektirnar heima undir Ingólfsmyndarmókið fagn- aðartíðindi löndum hér og þá ekki sízt Einari sjálfum. Hann er nú telunn til að starfa að Ingólfsmyndinni. N/lokiö hefir hann við aðra mynd stóra, sem heitir Dagur í austri. Efnið úr þjóðsögunnm. Það er nátt- tröll með stúlku f fangi. Það er að daga uppi og veröa að steini. En stúlk- an fórnar hör.dum fagnandi upp í móti dagsbirtunni í austri. Það er ágæt mynd. En líklega of íslenzk til þess, að þeir kaupi, sem efni hafa á. Ferðapistlar frá Finnlandi. Eftir síra Sigtrygg Guðlausgsson. III. Fyrri hlut aldarinnar sem leið, tók sig til finskur fræðimaður, Elfas Linnrot (f. 1802), og ferðaðist um alt Finnland austanvert og um Kirjalabygðir (eða Karela) á Bússlandi til að safna þjóð. kvæðum og þulum, orðskviðum, gátum og öðrum alþýðlegum fræðum, er geymst höfðu minni manna öld eftir öld, en aldrei birt verið á prenti. Haun lét prenta safn þetta árið 1835. það er nefnt K a 1 e v a 1 a og varð brátt all- frægt, líkt og Eddukvæði vor og þjóð- sögur. því var snúið á sænsku og ýmsar tungur aðrar. Annað safn gaf Linnrot út fám ár- um síðar. það var alþýðlegir ljóð- söngvar aðallega. það safn nefndi hann Kanteletar. þessi söfn m. fl. urðu til að glæða áhuga Finna á tungu þeirra og koma henni til vegs og gengis. Fornfinsk ljóð hafa fjóra tvíliði í hverri braglínu með hendingum og stefjamáli. Stefið er tvær braglínur og er þar rifjað upp aðalefnið í und- angengnu stefjamáli. Sungin voru þau með þeim hætti, að tveir og tveir kváðust á og héldust í hendur. En leikið undir á hljóðfæri, er nefndist kantela, eins konar hörpu með 5 strengjum, og er enn við lýði. Já, þegar eg minnist á söng þeirra, Finnanna, þá finst mér jólaenglarnir nálgasc mig. Mér hefir áður þótt ynd- islegt að heyra þjóðBöngva Finna, en þó er það eins og dauð mynd hjá lif- andi veru í samanburði við að heyra þá sjálfa syngja þá. það er hin óvið- jafnaulega gáfa, að láta manninn koma fram í tónunum, ósjálfrátt, — láta hjartað fylgja þeim og heimsækja hjörtun áheyrandanna. Böddin er svo undur-hrein og tilgerðarlaus, en þó þrungin af tilfinningu. Og sam- raddanin öll leggur sitt til. Lítið atvik sem varð í Helsingfors, sannar þetta. Vér ferðamennirnir vorum að kveldi komnir í járnbrautarvagnana, sem áttu að flytja oss áleiðis til Nyslott. Fjöldi borgarmanna fylgdiðt með ofan á brautarstöðvarnar. Og er komið var að því að lestin færi af stað, gekk flokkur manna, karla og kvenna, — kvenfólkið fleira, — fram á stöðvarpall- inn og hóf að syngja kveðjuljóð. Með- al annars var að orði kveðið á þá leið, að þótt vér getum eigi fylgt yður, þá er yður nóg rúm í hjörtum vorum. þetta var svo náttúrlega fram borið, af þeirri tilfinningu, að nokkurum datt í hug, að hópur þessi yrði að vera eftir af því, að eigi kæmust fleiri í vagnana, og fóru að tala um, hvort eigi værj unt að rýma neitt til. Auk trúarljóða og sálma sungu Finn- ar mest þjódlög sín og ættjarðarljóð. þjóðlög þeirra eru einkennileg. Flest eru þau í moll tón og slík angurblíða yfir þeim, þótt endur og sinnum virð- ist bros skína gegnum tárin, að áheyr- andinn fyllist samúðartilfinningu. Hygg eg einnig þessa verða vart í þjóðlögum vor íslendinga. Finsk þjóðlög hafa veitt sönglaga- skáldum ágætt viðfangsefni. Og sumt þaðau er með þvf allra fegursta, sem þjóðleg sönglist á. Má nefna þar á meðal t. d. lagið: Fjær er hann ennþá frá iðgrænum dölum. Eg á eigi orð yfir þá helgu lotningu, sem lýsti sér, er Finnar sungu ætt- jarðarljóð sín, jafnan berhöfðaðir, hvar sem þeir vcru staddir. Og kvenfólkið' tók líka ofan, þegar það söng: Vort land, vort land, eins og þegar það gekk inn að grátun- um í kirkjunni. Söngur er glöggur þáttur í eðliseiukunn finsku þjóðarinuar meðal æðri stétta og lægri. þeir virtust þó eigi miklast af þessari gjöf. þeir sungu lítið fyrst á fundinum í Nyslott, byrjuðu það jafnvel er fáir útlendingar voru við. Var að þvi gerður góður rómur, sem maklegt var. þá óx þeim áræði. Og. degi áður en fundinum lauk, buðu þeir til samsöDgs í kirkjunni. Luku marg- ir upp einum munni um það, að feg- urri mannsraddasöng hefðu þeir eigi heyrt. Finnar hafa áit mörg ljóðlagaskáld og allfræg sum þeirra, þótt muni veræ ókunn. Sá heitir Imari Krohn, er stýrði samsöngnum í Nyslott. Finnum hefir verið viðbrugðið fyrir gestrisni. Fórum vér útlendingar eigi varhluta af henni. Vér komum í tvennu lagi til Hels- ingfors, — nokkurir, einkum Norðmenn,,. á skipi frá Stokkhólmi sunnudagskvöld- ið 15. júlí. þar vorum vér íslending- ar í för. þegar vér stigum á landr var tekið á móti oss eins og bræðrum,. fylgt til gistingarstaða, sem áður vora tilteknir, og til kveldverðar, er vér höfðum dustað af oss ferðarykið. Meginfjöldans var von næsta morg- un kl. 8J/2 með skipi frá Kaupmanna- höfn. Var þá haldið ofan að höfninní' að taka á móti. Eftir dálitla bið sást- til skipsins úti í hafnarmyuninu. það- var stórt og troðfult af fólki. Er það- kom nær, heyrðist söngur frá borði, SUDgnir finskir þjóðsöngvar. Bráðum tóku undir raddir á landi. þá vora hattar og klútar á lofti hundruðum saman, iðandi sveimur af svörtu og. hvítu, eins og þegar fugl styggist úr bjargi. Og er skipið seig að hafnar- klöppunum, laust upp fagnaðarópi:: Húrra fyrir FÍDnlandi. þetta var nú reyndar mest af hálfu aðkomenda. En hinir vissu líka, hvað' þeir áttu að gera. þeir tóku við öll- um farangri og önnuðust um hann á sinn stað. En mannmúgurinn fylgdist að upp í stúdent,afélag88kálann. þar var veitt ókeypis kaffi, te og mjólk með brauði eftir vild hvers og eins. — Eg; var víst eitthvað utan við og hálf-feim- inn íslendingur. Fann eg þá að klapp- að var mjúklega á öxl mér, og er eg leit við tók miðaldra maður, Finni með stórann meistarahring á fingri, f hönd mér og sagði á sænsku: Látið nú sem þér séuð heima hjá yður. — Héðan var oss fylgt í banka til að fá peningum víxlað. PeDningar Finna heita mark ( = 72 aur.) og penningur (penniii =Vioo ár marki). Eftir morgunverð var oss sýnd Nikulásar-kirkja, háskólinn, bókhlaða hans og listaverkasafnið. Kl. 3 síðdegis var farið með oss út í dálitla eyju, sem Högholm heitir, að borða þar miðdagsverð. Eyjan er mjög fögur með smáhæðum skógi vöxn- um. þar er dálítill dýragarður, jurta- garður og steinasafn; höfðum vér oss til skemtunar að skoða það alt meðan verið var að matbúa. þegar kom í borgina aftur, var sýnt þinghúsið, ráðhúsið, keisarahöllin og — staðurinn þar sem Bobrikoff var veginn. þar markaði fyrir á veggnum eftir knapp, sem hrokkið hafði úr föt- um hans, er skotið kom á. Næsta morgun var eimlestin komin með oss til Yillmanstrand. þar var stigið á gufubát, er rann með oss eft-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.