Ísafold - 03.11.1906, Blaðsíða 3
ISAFOLD
291
ir Saimavatni um mjóayndi milli eyja
og nesja. Annast var um viatir handa
088 bæði á skipinu og á landi, þar
8em viðstaða varð. Hvar sem maður
sá til ferða vorra, af landi eða af smá
bátum á vatninu, voru hattar og klút-
ar á lofti að fagna osa, og var sem
alt brosaði við oss í blfðviðrinu: vatn-
ið, eyjarnar, skógurinn og amábýlin
meðfram þvf.
f>egar kom til Nyslott, var vfst all
ur þorri af bæjarbúum niðri við höfn.
ina. Var oss fagnað með söng, er gufu-
báturinn var að sfga að landi. Á hon-
um var fest upp akrá, er sýndi, hvar
í bænum hver skyldi hafa náttstað og
farangur meðan á fundinum stæði.
f>að var einkum í skólum, er lausir
voru í sumarleyfinu. f>ar var eins og
hver kæmi heim til, og fyndi hann
sitt hús sópað og prýtt. Útlendingun-
um voru valdir beztu staðirnir, og þar
þar sem Finnlendingarnir voru með,
gerðust þeir þjónar hinna. Heima-
fólkið lagði sig alt í lfma til að gera
gestunum til hæfis, en lét sjálft sig
vera á hakanum. Og bryddi eitthvað á
vanefnum, svo sem það að bekkir biluðu
eða einhver réttur væri ekki eftir
nýjustu tízku, þá gætti þess ekki fyrir
allri ástúðinni og aðhlynningunni.
Við burtförina var óspart vikið
blómum, óskað góðrar ferðar, beðið að
heilsa — jafnvel íslandi.
Bigi þurfti heldur að kvarta um
aðsjálni f fjárútlátum. Að sjálfsögðu
mun ákvæðisverð á almennum gisti-
stöðum hafa haldið sér, auk þess virt-
ist meira um það hugsað, að hver
fengi nægju sína, en um borgun.
Bg hefi gaman af að segja frá tveim
smá atvikum.
Á leiðinni frá Villmanstrand til
Nyslott var á einum stað farið á land
til að borða morgunverð. Vistir:
smjör og brauð, te og mjólk, var komið
með 1 dálítið skógarrjóður; þar höfðu
verið sett borð, og hverjum heimilt
að neyta þess er hann vildi. Eg kom
seinna í matarrjóðrið en aðrir; eg varð
þá líka á eftir þaðan. Eg sá að aðrir
borguðu fleiri eða færri peninga eftir
því, hve mikils þeir höfðu neytt, en
til að tefjast eigi við reikning þess
fekk eg þjónuststúlkunni mark. Hljóp
hún með það til bæjar, en eg fór mfna
leið. Litlu síðar leit eg aftur, og sé
þá að hún kemur hlaupandi og móð
á eftir mér. Erindið var þá að fá mér
nokkra penninga, sem umfram höfðu
verið.
Vér ísiendingar þrfr gistum saman
í Nyslott ásamt einum dönskum
manni og tveimur Finnum (annar
þeirra var nafnkendur prestur). Er vér
fórum, vildum vér þægja konunni, sem
tók til í herbergjunum, og kom oss
íslendingum og danska manninum
saman um, að minna en 2 mörk frá
hverjum mætti það ekki vera. |>etta
bar í tal við finska prestinn. Hann
aftók það alveg. Sagði að vér ættum
langa ferð fyrir höndum, ómökin vor
vegna lítil, og svo vildu þeir ekki, að
fólkið kæmist á að þiggja gestagiafir;
það yrði eins og að sjálfskyldu, ætlast
til meira og meira og gestunum loks
óþægilegt. Hann vildi með engu móti
að við létum nema 50 penninga hver.
Við sættumst á 1 mark. Stúlkan
þakkaði fyrir með miklu hjartanlegri
ánægju en 10 krónurnar vekja á milli-
ferðaskipunum hér, að mér virtist.
Fórn Abrahams.
(Frh.l.
Hann fór að tala óskýrt, sálar-
kvalirnar ætluðu að kæfa hann.
Og svo kom alt í einu yfir hann
sama óráðið og sonur hans hafði orðið
hræddur við einu sinni áður um dag-
inn, og hann hló lymskulega.
— Isak, hvíslaði hann, farðu, taktu
hestinn og rfddu á stað.
— Nei! anzaði sonur hans einbeitt-
ur. Eg hefi gert það og þú verður
að halda svardagann.
— Eg g e t það ekki.... Hugsaðu
þér: að eiga að deyja! Isak, son-
ur minn, þyrmdu honum föður þfnu !
— Nei, því nú veit eg hvað eg
hefi gert og eg er viðbúinn. Ó faðir
minn! Land þetta, sem þú talaðir
nýlega um, landið þar sem karlar og
konur þúsundum saman taka helmingi
meira út en við, á það þá ekki einnig
skilið lífið í mér?
— ísak! Van der Nath talaði svo
hratt, eins og maður talar í hitasóct.
Taktu hestinn, ríddu í vestur, ríddu,
heyrir þú það?
— Og svo á maðurinn, þessi sem
við vitum, að segja það öllum mönn-
um á Binn hátt, og þjóðin á að bölva
nafni okkar.
Van der Nat greip um ennið á sér
ringlaður. Honum hnykti við, er hann
athugaði, hve því vék kynlega við, að
hann var að reyna að tala son sinn
upp til að flýja, en að hann þvertók
fyrir það; og honum fanst hann heyra
rödd hvísla að sér:
— þú ert ragmenni, Abraham van
der Nath.
þá þóttist hann svara: Eg er það.
En ísak hélt áfram talinu, og orð
hans létu í eyrum föðurins jafn ómjúkt
og hegnandi eins og orð sjálfs hans
rétt á undan.
— Ætti eg að lifa fyrir það, að
faðir minn rauf eið sinn? Geturðu
búist við slíku af mér ?
— Eg fer aftur til hans de Vlies,
mælti van der Nath f hálfum hljóð-
um.
Eg sé að við mennirnir getum ekki
ráðið sjálfir gerðum vorum. Eg tek
aftur alt sem eg hef lofað, eg skal
vega — — aðra; eg legg f sölur
trú mína, sannfæringu mína; er það
ekki nóg?
þessari spurningu svaraði annar en
ísak, en þó fyrir hans munn.
— Maðurinu getur aldrei lagt of
mikið f sölur.
Og eftir það hélt ísak sjálfur áfram,
þar sem rödd hins hafði hætt, hans,
er haíði látið sfna hræðilegu
þrumuraust hjóma gegnum þoku þá,
er hjúpaði skilningarvit föður hans.
— Eg var barn fyrir nokkrum mín-
útum. Nú er eg það eigi lengur,
ekki síðan að eg fekk að vita þetta. |
Van der Nath heyrði orð hans með
hálfvita brosi, án þess að skilja, hvað
þau þýddu; það var aunað sem hafði
hugaun hans algerlega á valdi sínu.
— ísak, farðu út í hesthúsið og
sæktu byssuna, sem er geymd undir
fjórða gólfborðinu frá dyrunum.
ísak kinkaði kolli og gekk fram að
dyrunum, en þar staðnæmdist hann
og mælti:
— Enginn maður með okkar ættar-
nafni hefir svarið rangan eið.
— Nei, nei! sagði van der Nath
utan við sig.
— Enginn skal heldur nokkurn tíma
gera það, bætti pilturinn við og fór út.
Faðirinn strauk í rænuleysi vott
ennið og tautaði:
— þegar hann sér hestinn, mun
hann íhuga málið betur; og þegar eg
kem út eftir hálfa stund, verður hann
allur á burt.
Van der Nath hló lengi, og eins og
hann væri ruglaður; og þegar kætin
endaði á kjökri, varð hann reiður við
sjálfan sig, að hafa ekki getað haldið
fast við þá hugsun.
— Jú, víst er það, sagði hann ákaf-
ur, eins og hann væri að tala við ein-
hvern annan, er kæmi með mótmæli,
sem gerði honum bæði gramt f geði
og órótt. Jú, ísak rfður áreiðanlega
langt, langt í burtu og eg get eigi elt
hann gangandi; það er óhugsandi.
Og á meðan stór og skær tár runnu
niður kinnar hans, reyndi hann fyrir
hvern mun að telja sjálfum sér trú
um, að pilturinn mundi strjúka. þetta
tókst honum það vel, að hann tók eigi
eftir, er hurðinni var lokið upp og sonur
hans kom inn með byssuna í hendinni.
— Sjáðu nú, mælti ísak blátt áfram;
nú er alt í lagi.
Hjarta van der Naths hætti að slá.
Hann leit á piltinn, sem var orðinn
að fullorðnum manni á einni klukku-
stund og tók djarfmannlega því er að
höndum bar. Hann öfundaði son sinn
af þessu þreki og þóttiet sannfærður
um að æðra vald stýrði fótsporum
hans. |>að varð ekkert úr Abraham;
hann sá, að hann mátti til að gera
það sem þeir báðir töldu vera skyldu
sína. Allur litur var horfinn úr and-
litin á honum, hárið lafði niður, gegn-
vott af andlits-angistarsvita, og hann
fór að verða hræddur um að hann
væri að missa vitið.
— f>ú býður það, Drottinn! Verði
þinn vilji, en ekki minn, mælti hann
alveg eins og blátt áfram eins
og Jsak hafði talað rétt áður. Hann
var ekki vaxinn því að berjast
nema við einn í einu, og hann laut
þeim sem máttarmeiri var og veitti
ísaki þann þrótt, að ganga glaður
undir það, er eigi verður við spornað,
eins og hann væri að leika sér.
— f>að er ekki almennilegt með
hann, hugsaði þessi sárkvaldi maður.
Hann skilur ekki, hvað um er að vera.
f>að var eins og ísak læsi huldustu
hugrenningar föður síns, því hann
gekk að hornskápnum og tók dálitla
bók niður af hillunDÍ vinstra megin.
Hann fór með hana að borðÍDU nærri
því með guðræknissvip og lagði hana
við hliðina á biflíunni.
f>að var þunt kver í stinnri kápu,
mjög óhreint að utan og með mörgum
hundseyrum. Van der Nath skotraði
augum á það; hann bjóst eigi við
□einu góðu — að vera að koma með
hana núna! ísak leitaði að tiltek-
inni blaðsfðu, og er hann hafði fundið
hana, ýtti hann bókinni að föður sin-
um og bað hann lesa. f>að brást eigi,
að prentaða orðið hafði mikil áhrif á
mentuanrlausan bóndamanninn, sem
enga bók átti á heimili sínu nema
biflíuna. En hann vildi bvorki heyra
né sjá neitt, er gæti leitt hann til að
framkvæma það, er hann óttaðist
mest af öllu. Hann ýtti við bókinni
óþolinmóður.
tsak horfði á hann með álösunarsvip,
og það var auðséð á því, hversu blítt
og ástúðlega hann tók að sér bókina,
hve stórkostleg áhrif hún hafði haft
á barnslegan skilning hans.
Reykjavikur-annáll.
Brunabótavirðing samþykti bæjaretjórn f
fyrra dag á þessnm hóseignnm, i kr.:
Bárunnar, skúr við þá húseign . . 10652
Eiríks Bjarnasonar við Tjarnargötu 17322
Gnðm. Brynjólfssonar við Erakkastig 7309
Guðm. Egilssonar við Laugaveg . 23173
Jóns Eelixsonar við Frakkastíg . . 7978
Jónasar H. Jónassonar við Nýjugötu 8282
Júl. Havsteen og Guðm. Hagnús-
sonar við Ingólfsstræti .... 29262
Sigurðar Hjaltesteð við Klapparstig 3056
Fasteignasala. Þinglýsingar frá í fyrra
dag:
Guðm. Gislason trésm. selur Ólafi Magn-
ússyni trésmið húseign og erfðafestuland,
Arablett, við Laugaveg, um 4 dagsl. á
6500 kr.
Guðm. Guðmundsson fátækrafulltrúi selur
Sigurði Jónssyni útvegsbónda lóð við
Grettisgötu og Klapparstig á 1800 kr.
Guðm. Loftsson verzlunarm. selur Helga
Björnssyni skipstjóra húseign Selland (nr.
27 við Framnesveg) með 1887 ferálna lóð á
3300 kr.
Guðm. MagnÚ8son kaupm. selur stud. jur.
Boga Brynjólfssyní húseign nr. 8 við Lauga-
veg með 1030 ferálna lóð.
Halldór Runólfsson selur Þorsteini Sig-
urðssyni kaupm. húseign Litlu-Klöpp hálfa
við Klapparstíg með lóð á 2599 kr.
Jój Sigmund8son selur Jóni Erlendssyni
hálfa húseign nr. 38 við Bræðraborgarstig
á 1900 kr.
Yilforg Gunnarsdóttir selur Jóhanni Sig-
urgeir Hjörleifssyni trésmið hús 8 B við
Lindargötu á 4600 kr.
Þórður Stefánsson selur Jóni Hróbjarts-
syni hálft húsið nr. 41 við Bergstaðastræti
með lóð á 272' kr.
Hjúskapur. Sveinn Magnússon og yngis-
mær Jónina Maria Árnadóttir, bæði frá
Nýlendu á Skipaskaga, 1. nóv.
Lifandi myndasýning var höfð hér í gær-
kveldi á tveim stöðum heldur en einum,
önnur i Bárubúð íslenzk eða undir stjórn ísl.
manna (Ól. Johnson & Co.), hin norsk eða
norsk dönsk, í Breiðfj leikhúsi. Myndirnar
eru góðar á háðum stöðum, hin islenzka ekki
siður, skýrar og greinilegar, og mörg ný-
lunda þar, mest þó til gamans krökkum og
unglingum.
Lúðrafélagið. Það á nú að risa upp aft-
ur með áramótum, með þvi að bjejarstjóm
hefir i fyrra dag gengið að að veita því
800 kr. ársstyrk og lána því húsnæði til
æfinga. Það á og að fá að halda tombólu,
en af ágóða hennar sé greiddur helmingnr
hornaverðsins.
Siðdegisguðsþjónusta i dómkirkjunni kl. 5
á morgun (B. H.).
Veðrátta. Mesta veðurbliða þessa dagana,
einkum i gær og i dag, sumri líkara en
vetri.
Prestarnir, sem „gerðu lítið úr sér“
Kaþólsku prestarnir þykjast of miklir
menn til að svara mér, kalla það »að gera
litið úr sér, að »niðurlægja sig« o. s. frv.
En samt svara þeir 27. f. m í þremur
blödum í einu hinni mjög svo hógværu
grein minni i »Frækornum« 25. f. m.
Aumingjarnir þeir hafa þó orðið að »gera
svo litið úr sér«, orðið að »niðurlægja sig«
svona afskaplega. Egvorkenni þeim hjartan-
lega. Og verst er það, ef slík neyð skyldi
koma oftar yfir þá.
Sá sem í þessum þrem blöðum (Isafold,
Fjallk. og Rvík) stendur fvrir svörum, hr.
Servaes, hefir verið svo elskulegur að vísa
á dyrnar forgöngnmanni innratrúboðsins
hér, og svo fekk einstaklega stiltur og við-
mótsþýður aðventisti að sæta sömu forlög-
um. Eg hefi sagt, og stend enn við það,
að aðventistinn |hefir ekki gengið »milli
herbergjanna« og »prédikað fyrir sjúkling-
unum«. Hann þekti sjúklinga í fleiri en
einu herbergi og vildi blátt áfram heimsækja
þá — alls ekki prédika.
Þeim sárnar, sem von er, kaþólsku prest-
unum, að almenningur hér á landi fái að
vita sumt það um kirkjuna þeirra og kenn-
ingar hennar, sem þeir helzt kysu að lægi
i þagnargildi.
Og þvi eru þeir farnir að auglýsa það
1 blöðunum, að eg fari með »skröksögur«
og »rógburð« um hina kaþólsku kirkju.
Þeir hugsa sjálfsagt, að það sé ofurein- ■
falt, að fá almenning til að trúa þvi, að
eg fari ekki hetur með sannleikann heldur
en — sumir Jesúitarnir, sem allur hinn
mentaði heimur þekkir.
En því er nú ver: Embættisbræður
kaþólsku prestanna 1 Landakoti hafa verið
nógu óforsjálir að selja mér i fyrri daga
ýms af ritum sínum, sem eg ætla mér að
fræða fólk úr við og við.
Skal eg þá — klerkunum til hægðarauka
— vitna bæði til höfunda og bls. i ritun-
um, svo það mun verða alveg óþarft að
tala um »falsvottorð« eða því um likt.
Eg ætla mér að byrja á þessu i næsta
tbl. Frækorna. David Östlund.