Ísafold - 17.11.1906, Side 3
ISAFOLD
303
hreppi sÍDDÍ þesau méli og komi því
á framfæri, svo framarlega sem áætlun-
in fer ekki fram úr þvf, sem kleift
getur talist. Hér er um mikla hags-
muni að tefla, þar sem er mikill hluti
Rangárvalla, og vonast menn mjög
eftir því þar eystra, að þetta fyrirtæki
verði styrkt öfluglega af almannafé,
ef til kemur.
Sigurður ráðunautur, sem hefir sýnt
sérstakan áhuga og ötulleik í þessu
efni, var mjög áfram um það, að
rannsakað yrði til hlítar, hve langt
hinn gamli farvegur kynni að ná
norður eftir. — Eg taldi mestar lík-
ur til þess, að farvegurinn mundi eiga
upptök sín að rekja til einhverrar
greinar úr Markaifljóti, helzt til svo
nefndrar Blautukvíslar, og virtist mér
ekki ósennilegt, að munnmælasagan
um upptökustað frá Rangá, er Skúli
bóndi á Keldum gat um, væri f raun-
inni bygð á fornum frásögum um fljót
það, er eitt sinn hefir runnið í farveg-
inum fyrir vestan JE3ellufja.il. Mig
langaði til þess að komast eftir þessu
af eígin sjón, en treysti mér ekki til
þess vegna bflunar í fæti, og sendi eg
því heimamann minn einn, Jón Böð-
varsson, til þess að fylgja farveginum
til upptaka. Hann fór ásamt föður
sínum bóndanum á þorleifsstöðum,
(næst efsta bænum þeim megin á Rang-
árvöllum) upp með farveginum alla
leið þangað er við Kofoed-Hansen
höfðum numið staðar við, og síðan
norð vestan við Hellufjall svo langt
sem þeir gátu séð til farvegarins.
það var nokkru eftir réttir, er þeir
fóru á stað, og því heldur seint á
árinu til þess að komist yrði að óygg-
jandi niðurstöðu um hin fornu árupp-
tök. þeir héldu nálægt 8 tíma ferð
eftir farveginum frá þvf er áður var
þekt, fyrst yfir Blétta sanda fram með
Hellufjalli og langt norður fyrir það.
Tók þá við brunahraun mikið, og var
farvegur þar mjög skýr. Brunahraun
þetta var rautt að lit, og mátti mylja
hraunsteinana með hendinni. Hraunið
var á að gizka nær klukkutfma gang-
ur á breidd. Fyrir norðan þetta hraun-
belti komu aftur sandar og hraungrýti
langa leið. Töpuðu þeir af farveginum
við hraunbrún nokkra, enda var þá
komið fram undir kvöld og þoka mikil.
f>eir sneru þá aftur og komu heim að
forleifsstöðum um miðnætti f>eir
höfðu verið um 20 klukkustundir alls
á ferðinni.
Eg hefi viljað skýra frá tildrögum
máls þessa vegna þess, að mér virðist
lfklegt að það verði bráðlega tekið
upp sem eitt meðal heldri héraðsmála
Rangæinga, og er þá gott að almenn-
ingur geti fylgst með í því. Annars
vænti eg þess, að geta fengið að vita
innan langs tíma, hvað ætlað verður
á um kostnaðinn af fyrirtækinu, og
sjálfsagt verður það þá rækilega rætt,
hvers gagns menn geta vænst af því
ekki einungis fyrir hefting á sandfoki,
heldur einnig til græðslu á Bandauðn
um Rangárvalla með flóðveitu. Má
geta þess, að landmælingaliðið 'danska
mun mæla áveitusvæðið að sumri, eftir
þvf sem Hammershöj höfuðsmaður
þess, hefir skýrt mér frá, og getur það
hrundið málinu mjög fram til fljótra
úrslita.
St. í Reykjavík 10/n 1906.
Einar Benediktsson.
Fórn Abrahams.
(Frb.l.
Hann hafði hlýtt á samtal hinna
eldri manna og hent á lofti lausar
málsgreinar, er kastað var fram af
ólgandi ákefð og fylgt höfðu tryltar
bölbænir og kveinstafir.
Hann hafði varðveitt það alt í mÍDni
sér. Hugarflug hans lék á óstilta og
óþýða strengi, hljómfailið í lögum þeim,
er það lokkaði fram, laut ekki að öðru en
dauða og tortímingu. Hann gerði
ályktanir, sem mundu hafa hrætt alla
aðra en börn; en hann brosti að þeim.
það sem hann sá daglega bera við
hingað og þangað um landið, gerði
haun æstau f geði, og einveran iauk
við það, sem á vantaði, með þvf að
hún veitti honum færi á að láta það
dafna, sem háskalegast var f fari hans.
Og beint þegar hann var komin þang-
að upp, er leiðin liggur frá smáum
heimi barnsins út á víðáttuflæmi full-
orðins manns, þá brást honum sá, er
hann hafði bundið vináttu við, og
hann reyndist meira að segja vera
fúlmenni og svikari. Ísak bló fyrirlit-
lega að sjálfum sér. Hann þóttist sjá
það um sjalfan sig, að hann væri ekki
á vetur setjandi.
þá hafði honum borÍBt í hendur
bókin með æfisögunum frá öllum tím-
um og úr öllum löndum. það fanst
honum vera harla eftirsóknarvert, að
líkjast þeim afreksmönnum. Nú hafði
hann fundið það, sem eftir skyldi
keppa. Að leggja sjálfan sig í sölur,
— það var það sem fyrir honum
vakti upp frá því, og yrði því ekki
við komið, þá var þó hitt eftir, sem
forlögin höfðu gert honu kost á: að
friðþægja fyrir framda yfirsjón, eins og
margir f bókinni þeirri höfðu gert.
Hið kjarnmikla orðfæri í henni hafði
náð föstum tökum á huga hans. Hann
hefði átt hægt með að þylja upp heil-
ar blaðsíður úr henni, ef hann hefði
haft tfma til þess. Og nú ætlaði faðir
hans að rjúfa eið þann, er hann hafði
unnið; undandráttur hans og kvíði
kom upp um hann; var það þá eigi
skylda sonar hans, að taka f taumana
og aftra því. Jú, Isak hafði hitt stund-
ina þá er þess var krafist, að hann
fórnaði sjálfum sér, og hann vildi ekki
láta hjá lfða ónotaða. Hann brosti
aftur og hann brosti enn, er hann
gekk inn og mælti:
— Eigum við nú að ríða á stað,
pabbi?
Van der Nath sneri sér undan, til
þess að horfa framan f son sinn; svo
bjart var yfir honum. Hanu greip
byssuna skjálfhentur, hlóð hana og
gekk til dyra. Hann brosti líka, en
raunalega. En þó brá fyrir f augna-
hvörmunum nokkurri óvissu og spurn-
ingarsvip. Hann ól enn einhvern von-
arneista f brjósti. .
— Við rfðum fram hjá bænum hans
Zimmers, sagði hann í lágum rómi.
— |>að er krókur, um þrjár enskar
mflur, sagði ísak hikandi.
— Við ríðum þá leið.
ísak heyrði það á því, hve einbeitt-
ur var málrómur föður hans, að ekki
mundi vera ráð að koma með fleiri
mótmæli; hann brosti sem fyr og gekk
til dyra.
Og á eftir honum kom van der Nath,
með sama einkennilega glampann f
augunum, og hélt á biflíunni og byss
unni.
þeir fóru lengri leiðina, því að hann
vildi ekki sleppa síðustu voninni um,
að að þeir kynnu að rekast á njósn-
arsveit af fjandmannaliðmn. Ef svo
færi, ætlaði hann að ríða beint á her-
mennina og hleypa af byssunni; og
þá gæti svo farið, að þeír félli báðir
feðgarnir, fyrir sömu kúlunni. Hjartað
í honum barðist óðara; enn var þó til
náðug forsjón, og hann trúði enn á
eina lánið, er hann dirfðist að æskja
sér. Hann hagræddi sér hljóður í
hnakknum og bjálpaði syni sfnum á
bak fyrir aftan sig.
Pilturinn hélt höndum utan um
föður sÍDn, lagði höfuðið við herðar
honum og horfði út í myrkrið, sem
lagðist hægt og semt yfir jörðina og
huidi bæði vonda menn og góða í hjúpi
sínum. HeBturinn tölti á stað með
tvöfalda byrði á baki, piltmn, sem
brosti við því sem honum var ókunn-
ugt, og fullorðna manninn, sem skim-
aði ákaft eftir einhverjum fjandmanni,
er leysti hann úr nauðum, og bað
hljóður dauðann að rétta sér hjálpar-
hönd, er mennirnir megnuóu ekkert
framar.
— Hvernig var það, Bem Vlies hafð
sagt? hugsaði van derNathmeð sjálf-
um sér —. Já, í hernaði getur ait að
höndum borið — alt — þetta líka.
Hugurinn rúmar ekki þúsundasta
hlutann af því, sem við ber f hernaði,
og það er hvað öðru líkt; það Ijær
ímyndunaraflinu lausan taum; en svo
voðalegar myndir, sem það býr til, þá
ber sannreyndin af þeim öllurn. En
þegar jafnvel það verður mögulegt,
sem er ella ómögulegt, því skyldi þá
ekki mega vona og búast við einhverju
af tómri tilviljuninm? Og það gerði
van der Nath enn sem fyr. Bak við
hvern stóran stein meðfram veginum
hélt hann að hermaður leyndist; í
hvert skifti sem hann heyrði eitthvað,
hélt hann að einhver væri að draga
upp gikk á byssu — — var skugginn
þarna ekki hestvöiður, eða, nei, —
það var kaktus-runnur, en þarna —
þama — nei, ekki heldur þar. J>að
var ekkert að sjá. Nokkrir varðriðlar
reikuðu um sléttuna; og þögnin ein
grúfði yfir þeim feðgum, er þeir riðu
þar í myrkrinu.
þeir voru komnir fram hjá bæ
Zimmers, en þar skein ekkert Ijós í
gluggunum og enginn kom út til að
gá að, hverir þar væri á fetð um enda-
lausa flatneskjuna, er máninn brá yfir
fölum geislum sínum. Van der Nath
stöðvaði alt í einu hestinn og dró upp
byssu sína. Lftilfjörlegt þrusk heyrðist
í nánd og alt blóðið streymdi honum
til höfuðsins.
— Loksins, stundi hann. Heyrir
þú ísak?
— það var hreysiköttur, faðirminn!
Og ísak brosti. Hann skildi, hvað
gamla manninum leið, og fyrirgaf hon-
um þótt hann væri enn að vona, þrátt
fyrir það, að nú fór að grilla í grjótdys-
ina svo sem svaraði enskri mílu fram
undan þeim; en þangað var ferðinni
heitið.
Van der Nath roðnaði eins og þjóf-
ur, sem staðinn er að verki, og varð
hokinn í hnakknum. Nú voru öll
sund lokuð, harðlokuð, og þótt hestur-
inn færi fet fyrir fet, fanst honum þó
þeir nálægjast steindysina með ótrúleg-
um hraða. þá tók hann til að gráta
hástöfum, svo kvalræðislega, sem full-
orðnir karlmenn einir geta grátið. En
ísak brosti enn sem áður með hálf-
opinn munn og strauk hlýlega um
hárið á föður sfnum.
Grábleika afturelding lagði inn um
smágerðar rúðuroar á bænum. þungir
regndropar lömdu á hálmþakinu og
harðar vindhviður hömuðust á hest-
húshurðinni, svo að hrikti í hjörunum,
þar til er hún skall loks aftur með
háum hvelli og hélzt sfðan lokuð;
hún var orðin þreytt á þeim leik.
verður endurtekinn á morgun, sunnu-
daginn 18. þ. m., kl. 9 e. h.
Nánar á götuauglýsingum.
Kopíublek,
ný tegund, sögð ágæt, í bókverzlun
í saf oldarprentsm.
Alþýðufyrirlestur
i Bárubíið
sunnudaginn 18. nóv. kl. 5 e. h.
Bjarni Jónsson frá Vogi:
T í m a m ó t.
Kostar 25 aur., við innganginn.
Atvinnu við verzlun
getur stúlka, sem er vön búðarstörfum,
fengið við verzlun utan Reykjavíkur.
Góð kjör í boði. Menn snúi sér til
þorleifs Jónssonar á Bókhlöðustíg 2.
8 a ni t ö k.
Maður, sem kaupa vil vélarbát í félagi
við annan (eða fleiri), snúi sér til kaupm.
Björns Kristjánssonar fyrir 23. þ. m.
Óskilahestur grár að lit, mark: sneitt
aft. bseði eyru, gat hægra (sneiðingarnar
svo grunnar að tæpast verður talið mark),
afhentur hreppstjóranum i Kjósarhreppi;
verður seldur eftir 14 daga, verði eigandi
þá eigi búinn að gefa sig fram.
Neðra-Hálsi, 14. nóvbr. 1906.
Þórður Guðmundsson.
Til leigu er 1 herbergi með forstofu-
inngangi Njálsgötu 27.
Þakkarávarp. Innilegt hjartans þakk-
læti færi eg öllum þeim mörgu, sem hafa
rétt mér hjálparhönd eftir fráfall míns eUk-
aða eiginmanns, Ólafs Eirikssonar, síðan á
siðastliðnu vori. Sérstaklega vil eg þakka
þeim séra Ólafi Ólafssyni, fríkirkjupresti;
jÞorvaldi Þorvaldssyni, Kothúsum Garði og
konu hans; Jóni Signrðssyni, skipstjóra og
konu hans, og svo hinni heiðruðu samskota-
nefnd, fyrir allar hinar stórkostlegu gjafir
og aðra hluttekningu.
Sá sem er athvarf ekknanna, blessi þessa
glöðu gjafara með allskonar andlegri og
himneskri blessun, og láti þá uppskera eins
örlátlega, eins og þeir hafa örlátlega sáð.
Reykjavik, 14. nóv. 1906.
Arribjörg Guðmundsdóttir.
Aukafundur
verður haldinn í hlutafélaginu Högni
sökum forfalla sunnudaginn 18. þ. m.
kl. 7 e. m. í Iðnaðarmannahúsinu.
Fundarefni er álit nefndarinnar, er
kosin var á sfðasta fundi.
Reykjavík 13. nóv. 1906.
Stjórnin.
Tll leign eitt herbergi i Miðstræti 4.
H arðfiskur
30 aur. pd.
fæst í verzlun
Kristins Magniíssonar.
U ndirrituð
tekur að sér saum á kjólum og káp-
um handa fullorðnum og börnum.
Sömuleiðis að ýfa (kruse) og lita hatt-
fjaðrir og fjaðrabúa.
Hedvig Bartels
Hveríisgötu 55.
Chocolade
afar-óclýrt,
Coníect brjóstsykur
tvær nýjar tegundir,
Margarine
o. m. fl.
er komið með Vestu í verzlun
Kristins Magnússonar.
Ritstjóri B.iörn Jónsson._
Isafoldarprentsmiðja.