Ísafold - 12.12.1906, Page 1
'íiemur át ýmist einn sinni eöa
"tvisy. í vikn. Verð iig. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa
l'/í doll.; borgist fyrir miðjan
jáli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) buadsn v'8
iramót, ógild nema konun sé til
átgefanda fyrir 1. október og kanp-
andi sknldlans við blaðið.
Afgreiðsla Austurstrœti 8
XXXIII. arg.
Iieykjavík miðvTikuaginri 12. desernber 1906.
82. tolublað
I. 0. 0. F. 8812148 Fl.
Nauðsyn á nýjum þingkosningum.
Fastlega var því mótmælt á efnum
tíma, bæði í þessu blaði (14. maf 1904)
og öðrum, að þingmenn þeir, er kosnir
voru á þing vorið 1903, til þess eins
i rauninni, að reka endahnút á
stjórnbótarbaráttuna, væri látnir hafa
þingvöld nema það eina þing, fyrst
og fremst vegna þess, að í þeim kos-
uingum var að vonum mest áherzlan
á það lögð, hvort þingmannsefni væri
einhuga á að leiða það mál til lykta,
en hugsað stórum minna um almenna
þingmannshæfileika hans; í annan
stað fyrir það, að á þinginu því (1903),
miljónaþinginu, þótti mörgum brydda
hneykslanlega mikið á biltingaaustri
og annari ógætilegri fjársóan, með því
að valdamannaefnín þá virtust vinna
það til fylgis sér upp í valdasessinn,
að vera meðmæltir hverjum bitding
og hverri fjársóun, sem komið var upp
með; og 1 o k s fyrir það, að með
stjórnarskrárbreytingunni 1903 var
kjósendalið landsins aukið um alt að
þriðjungi, en þeim mikla hóp, mörgum
þús. kjósenda, varnað þess að neyta
sinna nýju, auknu þegnréttinda all-
mörg ár, ef þeir áttu ekki að fá að
kjósa fyr en 1908—1909.
Vitaskuld voru allar þessar ástæður
lóttar á metum hjá hinum nýju vald-
höfum móts við hitt; vissuna um að
sitja við völd þann tíma allan, ef ekki
skifti um þingmenn. |>eir hefðu þá
verið ajálfum sór ólíkir, ef þeir hefðu
tekið öðruvisi í það mál. feir létu
því kröfur þessar eins og vind um
eyrun þjóta.
þá kemur þingið 1905, annað mil-
jónaþingið frá, en gapalegra þó að því
leyti til, að þar var að þarflausu land-
inu stofnað í gífurlegan kostnað fyrir
það eitt, að ekki mátti ónýta samning,
or hin nýja stjórn hafði glæpst á að
gera með stakasta fyrirhyggjuleysi og
fljótfærni-*— ritsf masamninginn alræmda.
t>á reis upp aftur þingrofskrafan frá
þjóðarinnar hálfu, öflugri ogfjölstuddari
«n dæmi eru til áður um nokkra mála-
leitun hér af almennings hálfu. f>ví
lylgdi og bein áskorun til nokkurra
þingmanna um að leggja niður þing-
toeusku. En við hvorutveggja var
®kotið skolleyrum. Hér stöndum vér
°g hér verðum vér, sagði þing og stjórn,
eina og kappinn, sem kascalann hafði
nnnið. |> e i r höfðu líka unnið kast-
valdakastalann, og voru ekki á
Þeim brókunum að láta hrekja sig það-
Uu íyr en 1 fulla hnefana.
Nú er þess að vísu orðið skamt að
L»,
lða fremur, að kosningar m e g i t i 1
*ram að fara um land alt. En eitt
er eftir þingið enn þangað til, af
Þfemur alls á kjörtímabilinu. Og ekki
munu Þeir, sem illa líkar gerðir fyrri
þinganna tveggja, hyggja tiltakan-
lega gott til hins þriðja og síðasta.
Raunar þykir vera reyusla fyrir því,
bæði hér og annarstaðar, að helzt hugsi
þó þingmenn um að gera vilja kjósenda
sinna á síðasta þingi hvers kjörtíma-
bils, rétt áður en þeir eiga að standa
augliti til auglitis við þá af nýju og
gera þeim reikning ráðsmensku sinnar.
En mundi ekki hitt verða þyngra á
metunum þó, að gera vilja síns herra,
húsbóndans, sera meiri hlutinn hefir
gengið á hönd og svarið dýran holl-
UBtueið í hjarta sínu ? En allir vita,
hversu vel hans vilji kemur heim við
það, sem þjóðin vill vera láta, eða hitt
heldur, ef það fer í bága við hans vilja
og hagsmuui eða valdhafanna við Eyrar-
sund.
En nú er ótalin enn allra brýnaéta
og berasta nauðsynin á þingrofi og
nýjum kosningum einmitt á undan
þingi því, er nú fer í hönd, þó að það
8é Biðasta reglulegt þing á kjörtíma-
bilinu.
það er sambandsmálið við Dani, eins
og nú horfir það við.
f>að er krafan um alveg nýja
stöðu í ríkinu til handa landi voru,
krafan um, að það hætti að vera sjálf-
stæðislaus hluti DanaveldÍB, en gerist
í þess stað frjálst sambandsland við
Danmörku, og að það eigi allsendis
óháða hlutdeild i væntanlegum samn-
ngum um það, hver mál sbuli sam-
eiginleg vera báðum löndum og hver
ekki.
Getur nokkur maður láð þjóðinni
það, þótt hún kysi heldur aðra menn
til að halda þeim kröfum fram, heldur
en meiri hlutann, sem var á fyrra þing-
inu af tveimur, er þeir hafa setið á,
harðánægður með það samband milli
landanna, sem þá var staðfest, og vann
Bér það tíl ágætis á síðara þinginu,
að hafna nijög hógværri aðfinslu að
stjórnarráðstöfun, sem gerði það sam-
band miklu nánara en til hafði verið
ætlast af vorri hálfu — gerði það að
innlimun? Sú stjórnarráðstöfun var,
sem kunnugt er, hin ólöglega skipun
íslandsráðgjafans.
Hvernig á þjóðin að bera traust til
slíkra manna, þ ó a ð þeir fengist til
í sumar að skerast ekki úr leik, er
stjórnarandstæðingar heimtuðu fram
bornar fyrir Dönum (í þingmanna-utan-
förinni) töluvert rífari sjálfstæðiskröf-
ur en fengið höfum vér enn framgengt,
og þ ó a ð einn þeirra hafi nú geng-
ið í örugt bandalag við stjórnarand-
scæðinga um enn ábveðnari kröfur,
og nokkrir hinna að hálfu leyti?
Um hina vitum vér ekkert. Vér
vitum ekkert um héimastjórnarliðið í
þrengri merbiugu, nema þennan eina
mann (1. þm. Ara.), og lítið eða ekk-
ert um tólfmenningana, utan þessar
blaðaritnefndir tvær, er mörgum þyk-
ir þó sem enn séu með sinn fótinn í
hvorum herbúðunum, — að þeir
segi nei og segi já
sitt með hvoru liði,
vegna fleygsins gegn ríkisráðssetu-
banninu, vegna ískyggilegrar útúrsnún-
ingstilraunar út úr blaðaávarpinu í ey-
firzka fylkingararmi tólfmenningaliðs-
ins, og sfðast en ekki sfzt vegna af-
stöðu húsbóndans, er mörgum þykir
sem augljós sé ó framkomu eigin-eignar-
»málgagns« hans hér, sem svo er nefnt,
með nær daglegri fólsku þess út af eining-
arsamdrætti þeim, sem fyrnefnt ávarp
hefir komið á dagskrá. En það hafa
allir kunnugir fyrir satt, að vilja hús-
bóndans þyki þeim engu minna fyrir
að brjóta, tólfmenningunum, heldur en
allra-nánustu vinum hans og vanda-
mönnum á þingmannabekk.
Fáir óháðir þjóðmálamenn geta til
þess hugsað öðruvísi en með miklum
kvíða, hver mundi verða árangurinn
af því, ef hÚ8bóndaholIustu meirihluta-
menn á þinginu nú yrðu í scórum
meiri hluta vorra manna í fyrirhugaðri
millilandanefnd. j>eir eiga bágt með
að hugsa sér þá stórum ístöðumeiri við
danska stjórnmálamenn en húsbónd-
ann, þegar hann gekk orðalaust að
hinni ólöglegu skipun sinni í embætt-
ið, eftir öll digurmælin á þingi fám
mánuðum áður. Og þótt svo færi, að
nýir menn og einurðargóðir yrði kosn-
ir á þing, er að því kemur að ráða
sambandsmálinu til fullra lykta, gætu
millilanda-nefndarmennirnir íslenzku
verið búnir að spilla svo málinu með
ístöðuleysi sínu og Iinku, að vér bið-
um þess seint eða aldrei bætur.
|>að væri von, þ ó a ð þjóðinni væri
ekki rótc niðri fyrir, er hún hugsar til
slfkra forlaga síns mesta veiferðarmáls.
Blaða ávarpið-
B æ ð i ísfirzku blöðin, Valurinn og
Vestri, hafanú tjáð sig alveg samþykka
blaðaávarpinu frá 12. nóv. um sam-
bandsmálið, á n Lögréttu-fleygsins.
Um austfirzku blöðin er ekki fullkunn-
ugt enn.
Mil j ónafélagið.
Póstfréttir frá Khöfn, 2—3 dögum
yngri en móHnælafundinn 23. f. m.,
sem rit8Ímiun flutti fregnir af þá, segja
enn alt á huldu um það fyrirtæki.
|>eir vörðust allra frétta þar að lút-
andi, er þar voru sagðir mest við-
riðnir; vildu eyða því, er á það mál
var minst við þá. Sameinaðafélagið
(gufuskipa) bar á móti því í blaði
(Dannebrog), að það kæmi þar nokkuð
nærri. f>að er og mjög skiljanlegt,
með þvf að það er keppinautur Thore-
félags.
Víst er um það, að slík félagsstofn-
un hefir verið í ráði i haust meðal
fsl. kaupmanna og danskra auðkýfinga
í Khöfn. En hvort nú er hætt við
hana aftur eða enn er verið að reyna
að boma henni áleiðis í kyrþey, um
það er ekkert lýðum ljóst að svo
stöddu.
Höfn og hafnleysa.
Ekki er það nema vel til fallið og sjálf-
sagt, að þeir menn, sem eiga að fjalla
um hafnargerðarmál Reykjavfkur, séu
hvatcir til varúðar og þeim bent
ekki einungis á ný tiltækileg ráð til
umbóta á höfninni, heldur og lfka á
þau sker, sem orðið geta til ásteyting-
ar, og sömuleiðist þá reynslu, sem
fengin er á skyldum fyrirtækjum hér
á landi.
f>etta hefir hr. verkfræðingur Th.
Krabbe tekið sér fyrir hendur í grein
í Lögréttu 21. f. m.: Um nauðsyn
hafnargerðar; og munu margir kunna
honum þökk fyrir.
Hins vegar er það augljóst, að um þá
reynslu, sem á að verða forgöngumönn-
um hafnarfyritækisins hér til leiðbein-
iugar, má ekkert mishermt vera.
Hana verður að sýna með réctum lit-
um; — hvorki of glæsilegum né held-
ur of dökkum.
En að mínu áliti er þessa ekki nógu
vandlega gætt í áminstri grein, —
sjálfsagt vegna ókunnugleika höf., —
og skal hér bent á, að hverju leyti
mér þykir áfátt vera.
það er reynsla Seyðisfjarðarkaup-
staðar á höfn og hafnartækjum þar,
sem höf. tekur til athugunar, og leit-
ast við, með hliðsjón á henni, að sýna
fram á, hversu viðsjárvert sé að ráð-
ast í hafnarbætur hér á landi. Er
naumast hægt að sbilja höf. á annan
veg en þann, að misráðið hafi það reynst,
er Seyðisfjarðarkaupstaður keypti
hafnarbryggjuna þar, — reynslan sé
þar frekara til viðvörunar en hvatning-
ar. Hann telur það eftirtektarvert,
að farmtaxtinn er — eftir því sem
honum hefir verið sagt — einn og
hinn sarni til Seyðisfjarðar og Reykja-
víkur, og sömuleiðis vátryggingargjöld.
Hve mikið afíerming kola kostar á
hvorum þessum stað um sig, get eg
reyndar ekki sagt, segir höf., en grun-
ur minn er sá, að lítið sé eftir af mis-
muninum, þegar bryggjugjaldið er
greitt, og að menn kaupi kolin eins
dýrt á Seyðisfiði og hér. Ennfremur
segir hann, að enginn muni halda því
fram, að bryggjan hafi haft nokkur
áhrif í þá átt, að koma Seyðisfjarðar-
bæ áfram.
Ekki er mér nægilega kunnugt um,
hvort það er rétt hermt, að farmgjald
sé hið sama til Seyðisfjarðar og hing-
að, eða hvort heimtað er sama vátrygg-
ingargjald á vörum til beggja staðanna.
En sé það svo, þá er það bersýni-
legt ranglæti, — ranglæti, sern beitt er
af þeim, er skip reiða eða vöru flytja
til Seyðisfjarðar, og af hlutaðeigandi
ábyrgðarfélögum. |>ví hvorttveggja
liggur í augum uppi: að það er fljót-
legra og að öllu leyti greiðara að af-
greiða skip, sem liggur á lognsléttum
sjó f öruggu bryggjulagi, heldur en
hitt, sem liggur fyrir opnu hafi við
hafnlausa strönd, og a ð áhættan er
mun minni, að flytja vörur á góða
höfn en á hafnleysu. f>að virðist því
harla ótrúlegt, þótt satt bunni að vera,
‘ að sama farmgjald og vátryggingar-