Ísafold - 15.12.1906, Side 2
401
f SAFOLD
Firmað
skrifstofu sína til
Chr. Fr. Nielsen & Co.
Niels Juelsgade 7.
Peder Skramsgade 26, hefir flutt
Firma þetta, sem þegar er orðið vel þekt, vegna þess, hve vel það hefir selt íslenzkar vörur, og hve vel því hefir að
sama skapi tekist að útvega ódýrar og góðar útl. vörur, væntir nú enn meiri viðskifta frá kaupmönnum og kaupfélögum næsta ár.
Vér notum tældfærið til að minna menn á, að kaupa ætíð hið ágæta smjörlíki, sem nefnt firma útvegar, sem er t. d.:
»Sóley«, »Fjóla«, »C. F. N.«, »Fjalikonan«, »Hekla« og »Isafold«.
Allir, sem reynt hafa »Flaggþappann« til húsaklæðningar, segja, að hann skari fram úr öllum öðrum pappategundum.
Ofannefndar vörur fást lijá flestum verzluuum.
>3 É?
Í 3
<5
ÍH.
». s
I
^ oi
3 s-
S 5S
%
1
væri ætlað að fara með eitthvað af
málunum af beggja hálfu, þótt ekki
væri nema um sinn. Með þeirra sam-
sinni yrði hann að komast á. En úr
því að hann væri á kominn, svo vax-
inn, að upp frá því skyldu íslendingar
einir ráða með konungi öllum sínum
málum, nema öðruvíai væri um samið,
mætti Danir þar eigi nærri koma
framar.
Ekki skal að þessu sinni neinu um
það spáð, hvernig fyrirhuguðum sam-
bandssamningum muni reiða af. En
hitt er víst, að verði Danir þar þung-
ir í skauti, munu Íslendingar ganga
miklu ódeigari út á skilnaðarbrautina
eftir þessa hugvekju G. H. en áður,
með þeim ráðum eða því líkum, er
hann bendir á, og koma, sem nærri
má geta, hvergi nærri neinum ofbeld-
istilraunum eða uppreísnar.
Bæklingur þessi mun sannfæra marg-
an mann um, að ó f æ r er sú braut
engan veginn, og venja þá á að hugsa
um hana öðruvfsi en með þeim undir-
gefnisreigingi, er höf. eignar einkum
ýmsum svo nefndum heldri mönnum
vorum og hann fullyrðir að sé »áreið-
anlega lítið annað en fáfræðinnar og
skammsýninnar fyrirlitlegi gorgeir«.
Aðdróttanir sínar
þær hinar lúalegu, sem ísafold
mintist á um daginn, tekurnúLögr.
aftur í fyrra dag, kannast við, að þær
hafi verið af fljótfærni sprotnar. Hún
hefir sannfærst um, að þær væru al-
veg úr lausu lofti gripnar, eins og
ísafold sýndi fram á, auk þess sem
hr. E. H. hafði Iýst því yfir, að hann
hafi hvergi komið nærri fréttaburði
þeim, 8em L ö g r. var að finna að og
brigzla honum um.
Tilraun til vafninga út af aðgrein-
ing ísafoldar milli símskeyta og ann-
arra frétta héðan í P o 1 i t i k e n
veðrur L ö g r. að engu hjálpræði. Hún
bregður þar fyrir sig í vandræðum
sínum því ranghermi, að Pol. auð-
kenni hvorttveggja alveg eins, i
fyrisögninni. En það gerir Pol. einmitt
ekki. Hún setur við hraðskeytin af-
greiðslustað þeirra (Rvík, o. s. frv.)
ásamt degi og kl.stund, en ekkert
slíkt við ninar fréttirnar. Svo er t. d.
um fréttina 7. nóv., sem L ö g r. er að
vitna f; þar er engin staðsetning né
dagsetning. Euda sýnir innihaldið
greinilega, að hraðskeyti er hún allsekki.
L ö g r. hefir annaðhvort glæpst á því,
eða er að reyna að nota sér það, að
Pol. minnist á þá fréttaklausu 2 dög-
sfðar eins og hún hefði verið hraðskeyti,
annaðhvort í gáleysi eða þá af ekki
alveg dæmalausu blaðamonti. það
e i n a dæmi, sem L ö g r. hefir fyrir
sig að bera, kemur henni því að engu
haldi. Mætti um það segja eitthvað
lfkt alkunnum dönskum talshætti svo
sem t. d.: Einn hafði hertoginn her-
manninn, og hann hágrátandi.
Erlendar ritsíniafréttir
til ísufoldar frá R. B.
Kh 13. des. 6 10 sd.
O 8 c a r konungur hœttulega veikur,
fyrir hjartanu.
Lauritzen konsúll f Esbjerg hefir
pantað 7 vélarskútur til f i s k i v e i ð a
við ísland.
Samein. félagið ætlar að láta smfða
sér tvö íslands ferðagufuskip. (Löngu
frétt áður!).
D r u k n a ð hafa 30 fiskimenn í
síðustu stórviðrum við Noregs-strend-
ur.
Konungskoman.
Blöð viðtökunefndarmanna skýra
lauslega frá ráðagerð hennar. — Kon-
ungi er ætlað að hafast við hér í
latfnuskólanum. En rfkisþingmönnum
40 í íslands-hóteli, sem mun þó ekki
vera fullráðið. þar að auki á að reisa
hér f bænum allmikinn matarskála, sem
mun vera ætlast til að rifinn sé niður
aftur og efnið selt.
Landferðin byrjar 1. ágúst, til þing-
valla, á lánshestum af Suðurlandi milli
Skeiðarár og Gilsfjarðar og 3 vestur-
sýslunum norðanlands, 18 góðum reið-
hestum úr hverri sýslu með söðulreiði,
eu kaup og hestleiga meðreiðarmanna
úr héruðum greiðist úr landssjóði.
Einhver myndarbóndi úr hverri sýslu
fylgi hestunum þaðan og kemst fyrir
það í allan mannfagnaðinn sér kostn-
aðarlaust.
Gistiskála mikinn skal reisa á þing-
völlum. þar gistir konungur og mat-
ast og alt hans föruneyti tvær nætur
og einn dag, 2. ágúst; þá verður þar
þjóðhátíðarsamkoma.
Daginn eftir er ferðinni haldið
áfram og austur að Geysi. Næsta
dag Gullfoss skoðaður. Gisting við
Geysi í nýjum skála, gerðum sömu-
leiðis á landssjóðs kostnað, en minni
þeim á þingvöllum, svo og í tjöldum,
er landssjóður á mikið til af; við þarf
þó að bæta stórum matartjöldum og
eldamensku.
Ekki er ætlast til að konungur
ríði Tungufljót, heldur á að verða
komin brú á það.
Frá Geysi verður haldið í áfanga
niður að þjórsárbrú, 5. ágúst. Hvítá
ekki farin á ferju, heldur á nýrri brú,
hjá Brúarhlöðum. Hreppsmenn ytri
bæta veginn hjá sér f vor, f notum
brúarinnar. Daginn þann sama vænt-
anlega fjölmenn héraðssamkoma við
Fjórsárbrú.
f>á verður haldið út f Ölfus 6. ágúst
og suður Hellisheiði 7.
Á hádegi messar í dómkirkjunni
á morgun síra Bjami Hjaltesteð.
Engin síðdegisguðsþjónusta.
Reykjavikur-annáll.
Fasteignasala. Þinglýsingar frá í fyrra
dag:
Guðmnndnr Þorleifsson steinsmiður selur
Magnúsi BjörnSByni skósmið húseign nr. 4!
B við Njálsgötn með kálfri tilh. lóð á
2892 kr.
Jón Pálsson bókhaldari selur Rannesi
Magnús8yni í Stóru-Sandvik húseign nr. 34
við Laugaveg með 1500 ferálna lóð á
2566 kr.
Kristján Guðmundsson selur Tómasi Skúla-
syni í Álftagerði húseign nr. 14 við Klapp-
arstíg með 1200 ferálna lóð á 8200 kr.
Runólfur Sverrisson makaskiftir '/2 hús-
eigninni Litluklöpp til handa Sveinbirni
Stefánssyni trésmið gegn húseign nr. 40 B
við Njálsgötu.
Uppboðsráðandi í Rvik selur Runólfi
Sverrissyni veitingaþjóni húseignina Litlu-
Klöpp við Klapparstig á 2020 kr.
Þórður Þorkelsson selur Jóni Bjarnasyni
málara hús nr. 27 við Hverfisgötu með
tilh. 500 ferálna ióð á 2000 kr.
Heilsufar. Af taugaveiki segir hér
aðslæknir að veikst hafi hér frá nóvember-
byrjun 58 alls, flestalt unglingar og karl-
menn á bezta aldri. Einn hefir dáið. Hinir
flestir í afturbata; fáeinir albata. Nokkrir
liggja heima hjá sér einangraðir, en meiri
hlutinn, 30, í sjúkrahúsunum. Yeikin er
nær eingöngu i austurbænum, í Lindargötn,
á Laugaveg og Hverfisgötu. Einir 5 veikst
i vesturbænum, engiun i miðbænum. Yfir-
leitt að eins 1 veikst á heimili. Það bend-
ir á, að ekki sýki hver annan, heldurkomi
sóttkveikjan úr neyzluvatninu. Tveim vatns-
bólum lokað í austurbænum.
Veikindi á börnum venju meiri halda
enn áfram, og barnadauði í meira lagi.
Siðast i gær misti Ásgeir Sigurðsson kaupm.
4 mánaða gamlan dreng (Jón Hjaltalin).
Hjúskapur. Guðni Guðnason og yngism.
Sóldís Guðmnndsdóttir (Vatnsstíg 10 B),
14. des.
Samein. félag. Póstskip Laura (Aasberg)
lagði á stað út miðvikudag 12. þ. m. Ear-
þegar meðal annara Björn kaupm. og al-
þingism. Kristjánsson og Guðm. Oddgeirs-
son verzlunarmaður.
Thorefélagsskip. Helgi kongur Ingði á
stað i gærkveldi vestur um land og norð-
ur áleiðis til Khafnar.
Samsönguriun i dómkirkjunni á miðviku-
dagskveldið var vel sóttur fremur og þóttj
vel takast, bæði sveitarsöngurinn, nær 30
karla og kvenna, og sóló-söngur hinna
ungu sönglistarkvenna tveggja, frk. Elínar
Matthiasdóttur og frú Elisabetar Þorkels-
son, hovriar á sinn hátt. Frk. Elín hefir
sér til ágætis meðal annars mjög skýran
framburð. Þar heyrðist hvert orð glögt
um alla kirkjuna. — Samsöngurinn verður
endurtekinn á morgun.
Veðrátta. Frost nokkurt til muna og
hreinviðri þessa viku yfirleitt. Snjór á jörðu
töluverðnr.
Bæj artalsíminn
á Seyðisfirði var fullger um mánaða-
mótin okt.—nóv., og kvað hafa kostað
um 6000 kr. Hann er kominn í svo
mörg hús sem stöðvarborðið leyfir (24);
nn í sambandið vilja fleiri komast, og
er því ráðgert að fá stærra stöðvar-
borð.
Allir, sem þyrstir eru,
koma í brauðabúð Björns Símonar-
sonar, Vallarstr. 4, og spyrja fyrst
um mjólk, svo um aðra góða drykki:
Vorteröl, Mörk o. fl. Nú hefir
bakaríið aukið svo mjólkurinnkaup sín
að hér eftir geta menn fengið mjólk
eftir þörfum.
Vindlar
til jólanna, þeir beztu í bænum, segja
allir er reynt hafa hjá
Gruðm. Olsen.
Fallegasta og ödýrasta
jólatrésskraut
fæst í nýju verzluninni í húsi Björns-
Símonarsonar, Vallarstr. 4.
REYKIÐ
aðeins vindla og tóbak frá
B. D. Kruseinaim
tóbakskonungi
i Amsterdam (Holland)..
Beztu tegundir af chocolade-
seljast ódýrt í brauðasölubúð Björns-
Símonarsonar, Vallarstr. 4. Þar fást
góð epli og appelsinur, einnig
margs konar útl. kökur og kex.
Et fortræffeligt Middel mod Exem er
KOSMOL
Virker helbredende, giver en klar, ren<
Hud og Hænderne et smukt Udseender
er tillige et udmærket Middel mod al
Slags daarlig Hud og röde eller rev-
nede Hænder. Koster 2 Kr. 50 Öre'
-j- Porto 50 Öre pr. Flaske og for-
sendes mod Efterkrav eller ved Ind-
sendelse af Belöbet. (Frimærker mod-
tages). Anbefalinger fra Exemlidende
foreligger til behgl Eftersyn. Copi
af disse sendes paa Forlangende.
Fabrikken ,,Kosmol“
Afdeling 11________Köbenhavn.
rffinélar og vinólingar
þykja beztir og ódýrastir
í brauðasölubúð Björns Símonarsonar
Vallarstr. 4.
Þeir seljast með sama verði uppi fs
kaffistofunum í því húsi.
Gull en etti grísi
Gull- herra úrfestar mjög fall-
egar tækifæriskaup til Jóla
að eins beztu sortir vasúr ótrú-
lega góð og ódýr ankerúr.
Bankastræti 12
Helgi Hannesson.