Ísafold - 19.12.1906, Side 1
Kemur út ýmist ejnu sinni eOa
tvisv. i viku. VerÖ árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa
l'/s doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
Oppsögn (sanfleg) bundíK 5f
áramót, ógiid nema komm sé til
útgefanda fyrir 1. október og kaup-
andi sknldlaus viö blaðið.
Afgreiðsla áusturstrœti 8
XXXIII. árg.
Keykjavík miðvikudaginn 19. tlesernber 1906.
84. tölublað
Ægilegt rothögg!
Eftirfarandi hátíðlegt stjórnmálaskjal
thefir ísafold verið beðin fyrir til birt-
ingar:
Yfirlýsing. »1 tilefni af ávarpi til þjóðar-
innar frá þjóðræðismönnum, landvarnar-
mönnnm og einum heimastjórnarmanni lýs-
<um vér yfir þvi, að heiinastjórnarflokkur-
inn beldur sér við þann samkomulagsgrund-
völl, sem þingmenn af öllum flokkum komu
sér saman um í Danmerkurförinni. Að þvi
ieyti sem fyrsti þingmaður Arnesinga með
nndirskrift sinni undir ávarpið hefir tekið
upp nýja kröfu, er hann einn sins liðs i
þingflokki heimastjórnarmanna«.
JÞessa yfirlýsing hafa 12 þingmenn stjórn-
arflokksins samþykt á fundi i Reykjavik,
og síðan hafa 8 þingmenn, er náðst hefir
til með talsimanum, tjáð sig yfirlýsingunni
samþykka.
Miðnefnd heimastjórnarflokksins hefir
-verið falið að birta þetta.
Reykjavík 17. desember 1906.
Fyrir hönd miðnefndarinnar
Tryggvi Gunnarsson.
sf í|<
J>essir 12 þingmönn eru: Ágúst Elygen-
ring, Björn M. Olsen, Eirikur Briem,
Guðm. Björnsson, Hannee Hafstein,
Hermann Jónasson, Jón Jakobsson,
Jón Magnússon, Júlíus Havsteen, Magn
ús Stepbensen, Tr. Gunnarsson og
fiórhallur Bjarnarson.
Utanbæjarþingmennirnir 8, sem i
hefir náðst í talsimanum, munu vera
þe8sir: Árni Jónsson, Guðlaugur Guð'
'tnundsson, Guttormur Vigfússon, Jón
Jónsson (Múla), Magnús Kristjánsson,
Btefán Stefánsson (Fagrask.), Stein-
grímur Jónsson og fórarinu Jónsson.
f>etta er réttur helmingur þingsins.
En vísir eru, — a 1 v e g visir eru svo
margir í viðbót, að þar er nægur og
öruggur meiri hluti þings.
f>etta skjal er því stórum mun merki-
legra en margan uggir í fljótu bragði.
|>að er hvorki meira né minna en
hátíðleg yfirlýsing um það, að ekki sé
til nokkurs skapaðs hlutar fyrir þjóð-
ina að koma með frekari sjálfstæðis-
kröfur en gert var í Danmerkurförinni
í sumar. Meiri hlutinn ætli sér að
nota vald sitt til þess að skipa svo
raillilandanefndina af íslands hálfu, að
,þar verði engu upp stunið frekara.
þetta tiltæki »miðnefndar« stjórnar-
flokksins er því hvorki meiranéminna
en ögrun af hendi þess þingflokks
og stjórnarinnar.
Jpað er v aldboð um tilhlýði-
lega nægjusemi f sjálfstæðiskröfum
Vorura.
f>að er sama sem að segja: hærra
en þetta m á ekki þjóðin hugsa; vér,
kjörnir fulltrúar hennar sumir og
Bumir konungkjörnir (þ. e. stjórn-
kjörnir) fyrir mörgum árum, bjóðum
°g fyrirskipum af fullveldi voru, sem
l fullu gildi stendur nokkur ár enn,
þetta s k u I i hún láta sér lynda.
Vér kjósum f sumar í millilandanefnd
ma, og sjáum um, að þeir einir þing-
tuenn lendi í henni, er vorn vilja gera
f þessu efni. — Hingað og ekki lengra !
Og hvað var þetta, sem farið var
fram á í Danmerkurförinni ?
|>að var það eitt, sem allir þing
menn vildu fallast á þá.
þar var af ásettu ráði farið sem
allra-styzt, farið svo stutt sem þurfti
til þess, að enginn skærist úr leik í
stjórnmálahjalinu við Dani, ekki einu
sinni hinir allra konungkjörnustu með-
al hinna konungkjörnu !
f>ví það þótti mestu máli skifta þá,
að hvergi kæmi annað fram en að al-
þingismenn, þeir er í utanföriuni voru,
væri allir á einu bandi.
Ekki var þar nokkurt orð talað í
þá átt, að ísland ætti að vera frjálst
sambandsland við Danmörku.
Ekki var þar neitt uppi látið um
það, að neitt þætti við ríkisráðssetuna
að athuga. Ura þ a ð atriði var sam-
komulag ófáanlegt, og því var farið al-
veg fram hjá því.
Grundvöllurinn var allur annar held-
ur en í blaðaávarpinu segir.
Og þó, — þ ó skrifar Lögréttu-liðið
tólfmenningarnir, undir það (með þess-
um eina, alkunna fyrirvara), og sam-
þykkja því næst með öðrum meiri
hluta mönnum á flokksfundi bæði hér
og nyrðra ofanskrifaða yfirlýsingu.
f> a ð er bæði drengilega og
skörulega að verið!
En sæl hafi hún gert, þessi »mið-
nefnd*, sem svo er kölluð, að birta
þennan sinn og sinna félaga allra-
þóknanlegastan úrskurð.
Rothögg hefir hann átt að vera á
alt frekara »sjálfstæðisbraml«.
En mundi nú vera óhugsandi, að
eitthvað a n n a 8 yrði undir rothögginu
því, svo hátt sem það er reitt?
Fáheyrt slys
varð á laugardagskveldið var, 15. þ.
mán.. austur f Olfusi. f>ar voru menn
á ferð austan af Skeiðum, á heimleið
héðan, og ætluðu heim aö Reykjafossi,
liklega til gistingar. f>ví dimt var orðið
og kafaldsbylur þar að auki. f>ar er
vandfarið um fyrir hverum. Einn þeirra
felaga, E i r í k u r bóndi Á s b j a r n-
a r s o n frá Álfsstöðum á Skeiðum,
lenti f einum hvernum og sökk upp
undir hendur. Hann lifði við harm-
kvæli fram á miðjan sunnudaginn.
Síltlveiöar Norðmanna
hér við land þ. á. segir í vanalegri
ársskýrslu frá konsúl Falck í Stafangri
er Thor E.Tuliniusstórkaupm. hefir sent
ísaf. að vanda, að numið hafi 175 þ ú s.
tunnum, en það er með aðeinB 15
kr. verði á tunnunni (150 pd.) meira
en 2 milj. 600 kr. virði.
f>etta hefir verið aðallega veitt í
hringnót, og segir höf. skýrslunnar að
þær hafi verið -notaðar þ. á. um 70
hér við land.
Hann byrjaði veiði þeBSa árið 1900,
og fekk þá að eins 536 tunnur. Eftir
4 ár var aflinn orðinn 40 þús. tunnur
og í fyrra 120 þús. En nú 55 þús.
tunnum hærri, sem fyr segir.
Síldin var góð þetta ár og vel með
hana farið. Allir græddu á útgerðinni,
þótt lágt væri verðið. Margir íslenzk-
ir kaupmenn farnir að taka þátt í
henni.
Erlendar ritsímafréttir
til ísafoldar frá R. B.
Kh 18. des. 6 10 sd.
Mælter, að konungur muni koma
til Reykjavíkur síðast í júlímán. Stend-
ur við 10 daga og kemur við á heim-
leiðinni f stærstu kaupstöðunum. (Gaml-
ar fréttir!).
Norræn fánavefstöð hefir fengið pant-
anir á fyrirhuguðum íslandsf ánum
og er fyrsta sendingin komin á stað.
R í k i 8 þ i n g i ð þýzka feldi ný-
lendttmálafjárveitinguna, og var það þá
r o f i ð.
Oscar konungur á batavegi.
Guðsþakka gjafir úr dánarbúi Krist-
jáns konungsnema 150 þús. kr.
Um þingroí
og nýjar kosningar ræða nú önnur
óháð blöð landsins af kappi.
Aþingismaður Bj ö rn K r is t j áns-
son tekur það fram í Fjallkonunni
nýlega, að nefndin, sem þingið velur í
sumar til að semja um sambandsmál
vort, hafi merkilegra hlutverk með
höndum en nokkur nefnd önnur, sem
nokkurn tíma hefir verið kosin hér á
landi.
Eg geri, segir hr. B. Kr., ráð fyrir,
að ráðgjafinn verði andvígur efninu í
ávarpinu (blaðamanna). Eg býst við,
að allir geri ráð fyrir því, þangað til
hann segir annað. Er nú ekki alt að
því hlægilegt að ímynda sér, að þetta
þing, sem nú er, meiri hluti þess,
muni snúast gegn ráðgjafanum í þessu
máli, eftir þeirri reynslu, sem varð á
því í fyrra? Eg veit, að 1. þm. Árn.
heldur sinni stefnu. En eg leyfi mér
í meira lagi að véfengja það, að allur
þorri þeirra manna, sem í fyrra sættu
sig við undirskrift forsætisráðgjafans,
fari f sumar að krefjast þess óvægir,
gegn mótmælura ráðgjafans, að ísland
verði frjálst sambandsland Danmerkur,
og að sérmál vor verði tekin út úr
ríkisráðinu. — Um Lögréttu-liðið eða
tólfmenningana segist hann naumast
trúa því, að nokkur maður lái sér það,
þó að honum finnist ekki framkoma
þeirra gefa von um sérstaklegaeinbeitt
íylgi úr þeirri átt við kröfur ávarps-
manna.
Mjög röksamlega tekur I n g ó 1 f u r
síðasti í sama streng. Hann sýnir fram
á með mjög skilmerkilegum rökum, að
það geti verið beinn voði, að láta
meiri hlutann, sem nú er á þingi, ráða
kosningu í millilanda-nefndina. Oll lík-
indi 8éu til, að alt annað yrði ofan á,
er kæmi til kasta þeirra manna síðar
meir, sem þjóðin kysi næst, heldur en
hjá nefnd, kosinni af þessu þingi,
og væri þá alveg lokuð leið til samkomu-
lags við Dsni. f>eir mundu þá telja sig
beinlínis g a b b a ð a. Of seint að fara
að segja Dönum það eftir á, að nefnd
armennirnir íslenzku hefðu ekki verið
trúnaðarmenn þjóðarinnar. f>að mundi
vera brosað að íslendingum einhvers-
staðar, er það spyrðist, að fyrst hefði
orðið bezta samkomulag við Dani f
millilandanefndinni, en síðan hafi ís-
leudingar hrundið öllu því, sem nefnd-
in gerði, af því að þeir hafi sent menn
fyrir sig í nefndina, sem hafi ekki ver-
ið sama sinnis og þjóðin, vegna þese,
að ella hefði þurft þingrof.
J>jóðin verður, segir blaðið, að kref-
jast þess af stjórninni, að hún skipi
tafarlaust nýjar kosningar, áður en
næsta þing kemur samau eða áður en
kosið verður í millilandanefndina. Ef
stjórnin vill ekki sinna þeirri áskorun,
verður þjóðin að taka til annarra ráða.
A einhvern hdtt verður þjóðin að aý-
stýra þeim voða, sem staðið getur af
þeirri aðferð, sem helzt eru horfur á
að eigi að hafa i máli þessu.
Dýrasti bletturinn
á landinu er lóðarskikinn hér aust-
an við hótel Reykjavík, sá er mad.
Möllers hús hið gamla stendur á, milli
Austurvallar og AuBturstrætis. Hann
er 560 ferálnir að stærð eða hér um
bil J/i6 úr vallardagsláttu, en var seld-
ur um daginn fyrir 15,000 kr. húslaus
(sjá ísafold 8. þ. m.). f>að er nærri 27
kr. feralinin. Með því verði fengist
217,000 kr. fyrir dagsláttuna eða hátt
upp í J/4 milj. kr.
Fyrir 3 árum gekk sami bletturinn
kaupum og sölum á hér um bil 6,000
kr. Hann var þá partur af meira en
helmingi stærri lóð, er seldist öll á
13,000 kr. Haraldur trésmiður Möller
seldi, en Sveinn kaupmaður Sigfússon
keypti.
Eftir 2—3 missiri seldi Sveinn eystri
helming lóðarinnar tæpan þó R. Braun
kaupmanni frá Hamborg á 10,000 kr.,
blettinn þennan sama, sem um daginn
var seldur á 15,000. En vestri helming-
inn, þann sem hótel Reykjavík stend-
ur á, fyrir 6,000 kr. og meira þó raun-
ar, með því að hann fekk aðra lóð í
skiftum með mjög vægu verði.
Dýrast þessu næst seldistum daginn
lóðin fyrir vestan hótel Reykjavík, milli
þess og ísafoldarprentsmiðju. Með hús-
garminum, sem á henni stendur, Her-
dísarhúsi, voru gefnar fyrir hana 20,000
kr. Sé húsið það gert 1,000 kr. virði
til rifs, verður það nál. 16 kr. feral-
inin, með því að lóðin eröll um 1200
ferálnir. Seljandi var 12 manna fé-
lag (e k k i Oddfellowfélagið), það er
flutti frönsku húsin hér um árið í
samlögum við Har. Möller,og lagðisíðan
um helming lóðarinnar þeirrar saman
við HerdísarhÚ88lóðina; en það hús
hafði félagið keypt áður. Húbíö er
kent við frú Herdfsi sál. Benedikts-
dóttur. Hannes heit. Árnason heim-
spekiskennari átti það á undan henni.
Sá, sem keypti nú eignina, er Einar
Zoega, eigandi Reykjavíkurhótelsins.
Mannskaðasamskotin.
Samskotanefndin sú vill láta þess
getið, að sú er orsök dráttar á útbýt-
ing nokkurs (þriðjungs) af samskota-
fénu, að enn er óvfst um, hvern hlut
þeir, sem druknuðu á Ingvari, bera
frá borði í dönskum vátryggingarsjóði.